Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 Fréttir lO'V Reykvískir kjósendur klofnir í afstöðu til framboðs Ingibjargar Sólrúnar: Um þriðjungur R-listafólks andvígur framboðinu - samkvæmt skoðanakönnun DV sem gerð var í gærkvöld Reykvískir kjósendur skiptast í álíka stórar fylkingar í afstöðunni til þingframboðs Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra. 55 prósent þeirra sem afstöðu taka eru fylgjandi framboði Ingibjargar Sól- rúnar á lista Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum en 45 prósent andvíg. Hins vegar eru 3 af hverjum 10 sem sögðust hafa kosið R-listann í síðustu borgarstjómar- kosningum andvígir framboði Ingi- bjargar í vor. Þetta eru helstu niðurstöður skoðanakönnunar DV sem gerð var meðal reykvískra kjósenda í gær- kvöld. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) framboði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Alþingis fyrir Samfylkinguna? Hringt var í 600 manns, 300 karla og 300 konur. Af öllu úrtakinu sögðust 43,7 pró- sent vera fylgjandi framboði Ingi- bjargar Sólrúnar, 35,7 prósent sögð- ust andvíg, 16,7 prósent voru óákveðin og 4 prósent svöruðu ekki. Alls reyndust 79,4 prósent taka af- stöðu til spurningarinnar. Þar af sögðust 55 prósent fylgjandi en 45 prósent andvíg. Ef litið er til afstöðu kynjanna reyndust ívið fleiri karlar en konur fylgjandi þingframboði Ingibjargar Sólrúnar en munurinn reyndist ekki marktækur. Andstaða R-listafólks Mikill eldur kom upp í kjallara fjöl- býlishússins að Hjaltabakka 10 um hálfeittleytið í nótt. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og þegar að var komið var mikill eldur í kjallara hússins og reykur sem lagði upp hæð- irnar. Einangrun gaf sig í eldinum í kjallaranum svo mikinn reyk lagði einnig upp hæðimar í næstu stiga- göngum. íbúar stigagangsins númer 10 og næstu stigaganga við höíðu allir flúið út á svalir undan reykjarkófinu þar sem þeir biðu hjálpar. Var hátt í 20 manns bjargaö af svölum hússins í stigum. „Þetta var ljót aðkoma. Okkur leist ekki á blikuna og um tíma þótti okk- ur íbúarnir vera í hættu,“ sagði Rik- harður Ásgeirsson, stöðvarstjóri í slökkvistöðinni á Tunguhálsi, við DV á vettvangi en hann stjórnaði aðgerð- um slökkviliðs á staðnum. SlökkvUið náði fljótt tökum á eldin- um og allir íbúar sluppu án meiðsla en einhverjir fúndu fyrir eymslum í hálsi af völdum reyksins sem var mik- Ul. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá frystikistu í kjaUaranum og ljóst að skemmdir eru miklar þar niðri. „Við fundum fyrir geysimiklum reyk og reykskynjarar vældu. Við fengum Ult í hálsinn af reyknum og flúðum strax út á svalir. SlökkvUiðs- menn sögðu okkur að loka svaladyr- unum á eftn- okkur en þeir voru með reykgrímur og gátu lokað öUum dyr- um inni í íbúðinni. Síðan var okkur bjargað af svölunum í stiga. Þetta var svolítið ævintýralegt en sem betur fer björguðust aUir án þess að slasast. Hins vegar er jólagleðin farin fyrir lít- hvaða lista viðkomandi hefði kosið 1 borgarstjórnarkosningunum sl. vor. Þegar svör við spurningunni um framboð Ingibjargar Sólrúnar eru greind eftir stuðningi við framboðs- listana í borginni kemur í ljós að 15,8 prósent stuðningsmanna D-list- ans eru fylgjandi þingframboði borgarstjóra, 65,5 prósent eru and- víg en 18,7 prósent voru óákveðin í afstöðu sinni eða svöruðu ekki. Sé aðeins litið tU sjálfstæðisfólks sem afstöðu tók reyndust 19,5 prósent fylgjandi framboðinu en 80,5 pró- sent andvíg. Meðal þeirra er sögðust hafa kos- ið enda aUt í sóti og reyk. Við verðum hjá Rauða krossinum í nótt,“ sagði Reynir Eiríksson, sem var ásamt sam- býliskonu í íbúð á þriðju hæð Hjalta- bakka 10 þegar eldurinn kom upp. ið R-listann sl. vor sögðust 64,6 pró- sent fylgjandi þingframboði borgar- stjóra fyrir Samfylkinguna, 28,2 pró- sent andvíg en 7,2 prósent voru óá- kveðin eða svöruðu ekki. Af því R- listafólki sem afstöðu tók sögðust 69,6 prósent fylgjandi en 30,4 pró- sent andvíg framboði Ingibjargar Sólrúnar tU Alþingis. 60 prósent andvíg í byrjun september spurði DV reykvíska kjósendur hvort þeir væru fylgjandi eða andvígir því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri og leiðtogi R-listans, leiddi Leituðu skjóls í gömlum strætó íbúar hússins gátu leitað skjóls í rauðum strætisvagni sem ekið hafði verið að húsinu, vagni sem venju- lista Samfylkingarinnar í næstu al- þingiskosningum. MikU meirihluti þeirra sem afstöðu tóku eða rúm 66 prósent reyndist því andvígur. Með- al R-listafólks reyndist helmingur- inn, eða 50,4 prósent, andvígur því að Ingibjörg Sólrún leiddi listann i vor, 30,8 prósent voru andvíg en 18,8 prósent óákveðin. Meðal sjálfstæðis- manna reyndust aðeins 21,8 prósent fylgjandi þvi að Ingibjörg leiddi Samfylkinguna í Reykjavík, 53,3 prósent reyndust andvíg en 24,9 pró- sent óákveðin eða svöruðu ekki spurningunni. -hlh - sjá einnig ummæli bls. 20 lega er aðstaða fyrir slökkvUiðs- menn á vettvangi. Það var napurt veður sem tók á móti fólkinu þegar það flúði út á svalimar, rigning og smánæðingur. Þess vegna kom gamli strætisvagninn í góðar þarfir en þar héldu um 30 manns tU þegar mest var. Fólk var greinUega slegið yfir því sem gerst hafði. íbúðir og innbú skemmt af sóti og reyk og út- lit fyrir litla jólagleði á þessum heimUum í ár. Rauði krossinn hafði verið kaUaður út tU að veita fólki áfaUahjálp og hafði aðsetur á lög- reglustöðinni við Hverfisgötu. Sá starfsfólk Rauða krossins einnig um að skjóta skjólshúsi yfir fólk sem ekki fékk inni hjá ættingjum eða vinum. Um tvöleytið voru fáir eftir í rauða vagninum en flestir íbúanna höfðu fengið inni hjá ættingjum eða vinum. Unnið var að reykræstingu. Þá þegar var ljóst að lítið yrði um jólahald í ibúðum sem verst urðu úti. „Það er auðvitað dapurt að geta ekki notiö jólanna þar sem maður helst vUdi. En mest er um vert að aUir björguðust. SlökkvUið og lög- regla stóðu sig með miklum ágætum og eiga þakkir skUdar," sagði Reyn- ir Eiríksson þar sem hann skimaði UPP í glugga íbúðarinnar þar sem hann hafði dvalið í ró og næði tveimur tímum áður. íbúar í Hjaltabakka 10 og nær- liggjandi stigagöngum sjá margir fram á að eyða aðdraganda jólanna í að fara yfir íbúðir sínar og skipu- leggja hreinsun. -hlh Stuttar fréttir Stefán sigraði Stefán Kristjánsson sigraði ind- verska skákmanninum Mokal Prat- hamesh í 11. umferð heimsmeistara- móts unglinga, 20 ára og yngri, sem fram fer í Goa á Indlandi. Stefán hefur 6.5 vinninga og er i 16.-24. sæti. Davíð Kjartansson gerði hins vegar jafnteUi við landa hans Das Arghyadip og hefur 5.5 vinninga og er í 40.-53. sæti. Sjö menn dæmdir Sjö menn hafa verið dæmdir í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra fyrir margvísleg fikniefhabrot, líkamsárás og umferðarlagabrot. Þyngstu dómam- ir voru 10 mánaða fangelsi og voru sex mannanna dæmdir tU fangelsisvistar. Tvöfalt kerfi lagt af Læknum á Landspítalanum er hér eftir ekki heimUt að vinna verk á sjúkrahúsinu og þiggja fyrir greiðslur frá Tryggingastofnun. Fyrir sjúklinga verður engin breyting. RÚV greindi frá. Aukin bílasala BUgreinasambandið hefur greint frá því að sala á nýjum bUum muni aukast um 15% á næsta ári. Ætla má að sala þessa árs nemi um 7 þúsund bUum en hún gæti farið í 8 þúsund á næsta ári gangi spáin eftir. Heimsækir Mæðrastyrksnefnd Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun í dag heimsækja Mæðrastyrksnefnd. Forsetinn mun m.a. hitta formann nefndarinnar, Ásgerði Jónu Flosadótt- ur, og kynna sér starfsemina. Vill spila golf hérlendis BUl Clinton, fyrr- um forseti Bandaríkj- anna, hefúr hug á að heimsækja ísland og spila goíf hérlendis. Clinton mun hafa haft pata af því að hérlendis séu um 50 golfveUir og margir þeirra afar faUegir. Þetta kom fram á ráðstefhu Ferðamálasamtaka Evrópu sem fram fór í New York í gær. Einar Gústavsson, stjómarformaður samtak- anna, greindi frá í samtali við mbl.is. Fimmtíu milljarðar íslensku félögin og fyrirtækin sem eru að kaupa Búnaðarbanka Islands hafa að sögn RÚV rúmlega 50 mUljarða króna í eigin fé og sjóðum. Tæplega 46% hlutur ríkisins í bankanum kostar um 12 mUljarða króna. Hólmaborgin slær met Hólmaborg SU frá Eskifirði hefúr veitt rúmlega 93 þúsund tonn af upp- sjávarfiski það sem af er árinu. íslenskt flskiskip hefur ekki í annan tíma borið jafiimikinn afla að landi á einu ári. Verðmæti aflans nemur um 800 millj- ónum króna. -aþ/HK f ókus > »r*i Á MORGUN Jólainnkaup popparanna í Fókus á morgun sláumst við í fór með nokkrum af skær- ustu poppstjömunum í verslunarleiðangur í Kringlunni. Poppar- amir þurfa að kaupa jólagjafir fyrir sina nánustu og hafa einungis á mUli hand- anna andvirði geisladiskanna sem þau gefa út fyrir jólin. Þá fórum við yfir goð- sögnina á bak við Hringadróttinssögu, segjum frá endurútgáfu á nokkrum klass- iskum spilum og ræðum við sænskan skiptinema sem kveður landið með tón- leikum. Eins er sagt frá athyglisverðum jólabasar i Nýlistasaihinu og við rennum yfir hvaða plötur fengu bestu umsagnim- ar í Fókus á árinu. I könnuninni var einnig spurt Mikill viðbúnaður þegar eldur kom upp í kjallara fjölbýlishúss í Hjaltabakka í nótt: Um 20 manns bjargað af svölum í stigum - lítið um jólahald í húsinu vegna sót- og reykskemmda DV-MYNDIR KO Flúöu helmlll sín íbúar í Hjaltabakka 10 og nærliggjandi stigagöngum uröu aö flýja heimili sín vegna mikils reyks sem lagöi úr kjallaranum. Vannst ekki tími til aö taka nema þaö allra nauösynlegasta meö eins og sængina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.