Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 Fréttir DV Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar: Stærsta framkvæmdin viö Brekkuskóla Meirihluti bæjarstjórnar Akur- eyrarbæjar telur fjárhagsstöðu bæjarins afar sterka en áfram er gert ráð fyrir miklum fjárfesting- um í grunngerð samfélagsins og er það í samræmi við málefnasamn- ing meirihlutaflokkanna. Áætlað er að tekjur ársins 2003 aukist um rúm 6% frá endurskoðaðri fjár- hagsáætlun ársins 2002 eða úr tæp- um 7,4 milljörðum króna í tæpa 7,9 milljarða króna. Gjöld aukist einnig á sama tímabili um tæp 2% eða úr tæpum 7,3 milljörðum króna í rúma 7,4 milljarða króna. Rekstrarniðurstaða ársins 2003 er áætluð jákvæð um rúmar 253 millj- Sterk fjárhagsstaöa Jakob Björnsson, formaöur bæjarráös Akureyrar, og Krístján Þór Júlíusson bæjarstjórí kynna fjárhagsáætlun 2003 og þriggja ára áætlun bæjarins. ónir. Félagsþjónusta, þ.m.t. öldrun- armál, fræðslu- og uppeldismál, menningarmál, ásamt íþrótta- og tómstundamálum, eru þeir þættir sem vega þyngst í fjárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir óbreyttri álagn- ingu opinberra gjalda en að hækk- un á þjónustugjöldum skili 40 milljónum króna í bæjarsjóð. Þar munar mest um nýtt sorpgjald á fyrirtæki og gjaldskrárbreytingar hjá leikskóla, Hlíðarfjalli og Sund- laug Akureyrar. Af einstökum fjárfestingum eru stærstu fram- kvæmdaliðir Brekkuskóli með 200 milljónir króna, fjölnota íþrótta- hús með 193 milljónir króna og Amtsbókasafnið með 186 milljónir króna. Þriggja ára áætlun sem lögð verður fyrir bæjarstjórn byggir á þeim forsendum að íbúum fjölgi árlega um 200 og reiknað er með samningsbundnum launahækkun- um. Mest verður magnaukning í rekstri árið 2004 eða rúmar 127 milljónir króna, 88 milljónir króna árið 2005 og 62 milljónir króna árið 2006. Fræðslumál, þ.m.t. leik- skóli að Hólmatúni, stækkun Amt- bókasafns og breytingar tengdar tónlistarskóla vega þyngst í magnaukningu rekstrar ársins 2004. -GG V 1 Ð ÞRÓUM BÍLA RENAULT ÍCangoo Mest seldi atvinnubíll í flokki minni sendibíla... og það 5 dr í röð! Hvað þýðir það? Re kst ror I e igusam n i ngur £ngin útborgun 23.875 Itr. á mdnuði dn vsk.* Fjdrmögnunarleiga Útborgun 30% 14.286 kr. d mdnuði** *Mi8að vi8 36 mdnuði **Mi8að við 72 mánuði Grjótháls 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1224/25 ATVINNUBILAR Fy Rl RTÆKJ AÞJ Ó N USTA DV-MYND GSÁ Númer 4000 Björn Arnarson afhendir Erlingi og Stefaníu Lóu Þóröardóttur, konu hans, heiöursskjal í tilefni af aö vera 4000. gesturinn 2002. Gamlabúð: Aðsóknin hefur slegið öll met Fögur þúsundasti gesturinn í ár kom á sunnudag í byggðasafnið Gömlubúð á Höfn. Aðsóknin á sunnudaginn sló öll met hér á þessum árstima því það komu 140 manns. „Það ríkti mikil og góð stemning þegar sást til jóla- sveinanna sem komu gangandi ofan úr Bergárdal og var þeim vel tekið,“ segir Bjöm Amarson safnvörður. Aðsókn að safninu hefur aukist mikið á undanfómum áram. Árið 2000 komu 2.406 gestir, árið 2001 komu 3.603 og á þessu ári eru gestir orðnir 4.051. Björn segir að náttúrugripasafnið veki mesta athygli og sé langmest skoðað enda orðið mikið að vöxtum og íjölbreytt. -JI N eskaupstaður: Brenna fitu eftir hátíðarmatinn Föstudaginn eftir jól ætla Þróttar- ar í Neskaupstað að brenna fltu hjá sinu fólki með því að stunda blak - og mun ekki af veita. Er þetta orðin hefð eystra og laðar að fólk víða af Austfjörðum. Sá sem hefur lést mest til þessa missti 4,5 kg. Hann fékk í verðlaun Diet Coke! Síðast voru keppendur 70 talsins og mörg kílóin hurfu þennan dag. „Fyrst og fremst er þetta afþrey- ingarmót en okkur fannst nafnið upplagt þar sem allir eru að kvarta yfir að þeir hafa étið á sig svona og svona mörg kíló yfir jólin," sagði Elma Guðmundsdóttir í Neskaup- stað í gær. Miðað er við þátttöku 10. bekkjar og eldri. Leikið verður blak í 2 flokkum; meistaraflokki, þar sem 4 era í liði, og opnum flokki karla og kvenna, 4-6 í liði eftir þátttöku. Bökuðu 85 þús» und laufabrauð „Við tókum að okkur í haust að baka allt laufabrauð fyrir Bónus- búðimar og það tókst að skila þessu á tilskildum tima. Upphaflega áttu þetta að vera 75 þúsund kökur sem átti að skila fyrir 15. desember en undir lokin var bætt við 10 þúsund stykkjum. Þannig að ég held að laufabrauðið hafi líkað nokkuð vel. Við vorum um 20 daga að steikja kökumar en áður hafði farið tals- verður tími og heilabrot í að fmna heppilegustu aðferðina við verkið,“ sagði Baldvin Ingimarsson, bakari í Siglufirði, þegar fréttamaður hitti hann á dögunum en þá hafði hann einmitt skilað frá sér síðustu kök- unum í flutningabíl til Reykjavikur um morguninn. Baldvin sagði að í raun hefði verkið gengið fljótt og vel eftir að hann og Þorleifur Elíasson, aðstoð- armaður hans, hönnuðu sér búnað þannig að þeir gátu steikt 10 kökur í einu. Þannig gátu þau fjögur sem imnu að verkinu framleitt liðlega 5 þúsund kökur yfir daginn. -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.