Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 11 JOV Útlönd Bandaríkjamenn valda vonbrigðum á Grænlandi: Engar breytingar á varnarsamningi REUTERSMYND Utanríkisráöherrar funda um eldflaugar Per Stig M0ller, utanríkisráöherra Danmerkur, og bandarískur starfsbróöir hans, Colin Powell, ræddu notkun herstöövarinnar í Thule á Grænlandi í eld- flaugavarnakerfinu sem Bush Bandaríkjaforseti ætlar aö setja upp. Gennady Troshev. Pútín rekur virt- an hershöfðingja Rússneski hershöfðinginn Genna- dy Troshev, sem fór með stjórn hemaðaraðgerða í Tsjétsjéniu, var í gær rekinn úr starfi eftir að hafa óhlýðnast skipunum yfirboðara sinna, sem ákveðið höfðu að flytja hann til í starfi til að taka við yfir- stjórn hersins í Síberíu. Þessu mótmælti Gennady harð- lega auk þess sem hann gagnrýndi Sergei Ivanov vamarmálaráðherra opinberlega fyrir að vinna gegn sér. Það varð til þess að Pútín forseti, sem fer með yfirstjóm hersins, tók þá ákvörðun að reka hinn virta Gennady úr starfi, að sögn tals- manns forsetans vegna óviðeigandi ummæla í garð yflrboðara sinna sem ekki líðist í hemum. Það þykja yfirleitt ekki stórtíð- indi þegar hershöfðingjar eru rekn- ir úr rússneska hemum, sem gerist æði oft, en vegna góðs orðstirs Gennadys kom brottrekstur hans nokkuð á óvart og olli óánægju inn- an hersins. Bandarísk stjómvöld telja enga þörf á að breyta varnarsamningn- um við Danmörku um afnot af her- stöðinni í Thule á Grænlandi í tengslum við eldflaugavarnakerfið sem George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur fyrirskipað að verði sett á laggirnar. Grænlendingar standa hins vegar fast á því að endumýja verði samninginn ef Thulestöðin eigi aö vera með í kerfinu. Danska blaðið Politiken segir að Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi seint í gær- kvöld afhent Per Stig Moller, dönsk- um starfsbróður sínum, skriflega beiðni um að fá aö gera nauðsynleg- ar breytingar á Thulestöðinni. Powell sér hins vegar enga þörf á því að gera breytingar á vamar- samningnum frá 1951. „Ég sé enga nauðsyn á að breyta samningnum," sagði Powell sem hitti Per Stig Moller og Josef Motz- feldt, ráðherra i grænlensku heima- stjóminni, í Washington. Utanríkis- og öryggismálanefnd grænlenska þingsins hafði fyrir fundinn krafist þess að breytingar yrðu gerðar á vamarsamningnum. Josef Motzfeldt lýsti vonbrigðum sínum eftir fundinn með Powell. „Grænlendingar munu setja sig upp á móti allri þróun sem ógnar heimsfriðnum eða leiðir til frekara vopnakapphlaups. Afstaða Græn- lands til eldflaugavarnakerfisins getur ekki orðið ljós fyrr en samn- ingurinn frá 1951 verður endumýj- aður,“ sagði Motzfeldt í viðtali við dönsku fréttastofuna Ritzau. í viðtali við grænlenska útvarpið sagði Motzfeldt að Powell hefði lýst sig opinn fyrir viðræðum um þá hluti samningsins sem Grænlend- ingum finnst athugaverðir. Anders Fogh Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, hefur kallað eldflaugavarnakerfið „friðarverk- efni“. Jafnaðarmenn, sem eru í stjómarandstöðu, eru aftur á móti ekki jafnhrifnir. Jeppe Kofod, talsmaður jafnaðar- manna í utanríkismálum, sagði í gær að eldflaugavamakerfið væri alls ekki rétta svarið við hryðju- verkaógninni og hættunni á frekari útbreiðslu kjamorkuvopna. Hamid Karzai. Karzai mótmælir skýrslu SÞ Hamid Karzai, forseti Afganistans, mótmælir því að al-Qaeda-samtök Osama bin Ladens hafi komið upp nýjum þjálfunarbúðum í austurhluta Afganistans, eins og fram kemur í skýrlu vinnuhóps SÞ sem settur var á laggirnar til þess að fylgjast með starf- semi hryðjuverkahópa eftir hryðju- verkaárásirnar í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þetta kom fram á fundi sem Karzai átti með fréttamönnum í Stokkhólmi i gær, en hann neitaði því þó ekki að einstakir smærri hópar hefðu komið sér fyrir í fjallahéruðunum við landa- mæri Pakistans. „Þessir hópar fara huldu höfði og láta til skarar skríða þegar minnst varir eins og i Kabúl á mánudaginn," sagði Karzai og vitnaði til sprengjuárásar sem gerð var á bandarískan herjeppa með þeim af- leiðingum að tveir bandarískir gæslu- liðar og túlkur þeirra særöust illa. Tveir unglingspiltar voru hand- teknir nálægt árásarstaðnum og mun annar þeirra hafa viðurkennt aö hafa kastað handsprengju að jeppanum til að mótmæla stríðsrekstri Bandarfkja- manna í landinu og einnig ástandinu í Palestínu. öllarjakkar §tattar og síðar allarkápar. HI/I5IÐ Mörkinni 6 588 5518 tlattar og háfar í rrnkla árvali. Pelsar, stuttir og síðir, mikið árval. Mokkakápar, margar g^rðir, stattar og síðar, í bránu, svörta og b£ig£.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.