Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 17
16 + 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagifi DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blafiaafgreifisla, áskrift: Skaftahliö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Afirar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagifi DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki vifimælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Upphaf endaloka R-listans Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur tekið af skarið. Hún verður i framboði fyrir Samfylking- una, í fimmta sæti í norðurkjör- dæmi Reykjavíkur, í alþingiskosn- ingunum í vor. Flokkurinn þarf að vísu góða kosningu til þess að borg- arstjóri setjist á þing eftir kosningar en engu að síður tekur hún sæti á lista formanns flokksins í sæti sem kalla má baráttusæti. Nái Ingibjörg Sólrún kosningu á þing getur hún að sönnu setið áfram sem borgarstjóri, fyrir því eru fordæmi. Fram hjá því verður þó ekki litið að með ákvörðun sinni stígur hún fyrsta skrefið á leið sinni út úr borgarstjórn Reykjavikur. Sam- fylkingin sækist leynt og ljóst eftir ríkisstjórnarsetu næsta kjörtímabil. Setjist ílokkurinn í stjóm er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir augljóst ráðherraefni og myndi þá hætta sem borg- arstjóri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er öflugur stjórnmálamaður, það sýndi hún sem alþingismaður og síðar borgarstjóri þar sem hún hefur leitt samstarf ólíkra flokka til sigurs í þrígang. Marg- ir hafa séð í henni helsta framtíðarleiðtoga vinstri manna í landsmálum. Vandi borgarstjórans varðandi þingframboðið nú, ekki síður en þegar hún lagðist undir feld í september og íhug- aði þingframboð, er hins vegar trúverðugleiki hennar sem stjórnmálamanns og traust það sem kjósendur hafa borið til hennar. Ingibjörg Sólrún sagði í vor að hún stefndi ekki á þingfram- boð. Hvað sem líður deilum um loforð borgarstjóra er vart um- deilanlegt að kjósendur R-listans treystu því að Ingibjörg Sól- rún gegndi starfi borgarstjóra út kjörtímabilið. Hún er límið í sambræðingi Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í Reykjavíkurlistanum. Á kosninganótt eftir borgarstjómarkosningamar í vor ræddi fréttamaður Ríkisút- varpsins við borgarstjóra sem sagði: „Ég fullyrði algerlega að ég er ekki að fara í þingframboð að ári, það er alveg ljóst.“ Yfirlýsing borgarstjóra var afdráttarlaus. Svo var einnig í september, eftir að Ingibjörg Sólrún hugleiddi þátttöku í kom- andi alþingiskosningum. Þá sagði hún í viðtali við DV: „Ég sagði í vor að ég stefndi ekki á þingframboð, ég ítreka það núna og hef engu við það að bæta.“ Nú, rúmum þremur mánuðum síðar, er afstaða borgarstjóra breytt. Hún tekur sæti á lista Samfylkingarinnar, leiðir hann að vísu ekki, en situr í baráttu- sæti líkt og hún hefur kosið að gera í borgarstjórnarkosning- um. Áhugi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hefur færst að lands- málapólitík. Þótt meirihluti R-listans sitji við völd til loka kjör- tímabilsins er óvissa um það hversu lengi borgarstjóri gegnir embættinu. Það helgast m.a. af næsta ríkisstjórnarsamstarfl. Allar líkur em því á nýjum leiðtoga R-listans í næstu borgar- stjórnarkosningum, haldi samstarf hinna þriggja ólíku flokka yfirhöfuð áfram. R-listinn er annar og veikari án Ingibjargar Sólrúnar. í borgarstjómarflokki R-listans er enginn augljós arf- taki borgarstjóra og enn síður einhver sem haldið getur bræð- ingnum saman með sama hætti og Ingibjörg Sólrún hefur gert. Ákvörðun borgarstjóra nú gæti því þýtt upphaf endaloka R-list- ans. Með tilliti til R-listans má heldur ekki vanmeta þau áhrif sem það hefur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer fram fyrir Samfylkinguna í þingkosningunum í vor, meðal annars sem andstæðingur Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. í norð- urkjördæmi Reykjavíkur etur hún meðal annars kappi við for- mann Framsóknarflokksins. Hætt er við að þessir stuðnings- menn R-listans líti borgarstjóra öðrum augum eftir að til þing- framboðsins kom. Merki þess sjást í nýrri skoðanakönnun sem DV birtir í dag. Þar kemur í ljós að þriðjungur kjósenda R-list- ans er andvígur þingframboöi leiðtoga listans. Jónas Haraldsson ______________________________________FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002_FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 DV Skoðun Vort Kjallari Nokkur umræða er af stað farin um „venjulegt fólk“ hér á landi sem sagt er að eigi hvergi heima í pólitík og geti varla kosið nokkurn þeirra flokka sem í boði eru. Að eiga hvergi heima Kenningin er eitthvaö á þessa leið í greinum og ummælum Hallgríms Helgasonar, Þrastar Helgasonar og fleiri: Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir þá ríku og markaðsvænu. Samfylk- ingin er of bundin af gamaldags vel- ferðartali um fátæka, öryrkja og aldraða. Framsóknarflokkurinn er bara fyrir framsóknarmenn. Vinstri- grænir eru þverhausar sem ekki sinna um annað en gagnrýni. Útkom- an er sú, að því er manni skilst, að enginn sé að hugsa um þetta „venju- lega fólk“ sem er hvorki rikt né fá- tækt, er á góðum aldri (25-45 ára), hefur sæmilegar tekjur en mikil út- gjöld og á því í nokkru basli. Kannski mætti koma því fyrir í lægri millistéttum. Talið er líklegt að þetta fólk sé eins konar hægrikratar að pólitísku upplagi og vilji bæði frelsi eins og markaðshyggjumenn og velferð eins og vinstrikratar - en í öðrum hlutfóllum þó. Og þá er að spyrja: um hvaða hlut- foll gæti verið að ræða? Þar stendur nefnilega hnífurinn í kú heimilis- leysingjanna pólitísku sem hafa Sandkom Enn lœti á Kistunni Flestum er í fersku minni lætin sem urðu í kjölfar bréfa- skrifa Mikaels Torfasonar rit- höfundar á vefn- um Kistunni, þar sem hann lýsti þeirri skoö- un sinni að til- tekinn gagnrýnandi væri fífl. Nú hefur Hermann Stefánsson valdið litlu minni titringi með gagnrýni sinni á þýðingu Hallgríms Helga- sonar rithöfundar á Rómeó og Júlíu Shakespeares. „Þunnur þrettándi" og „beinlínis neyðarleg" eru meðal niðurstaðna Hermanns. En Páll Valsson hefur brugðist til varnar og segir að dómur Hermanns sé „al- gjörlega ómarktækur" enda hafi hann sjálfur viðurkennt að hann hafi ekki nennt að bera þýðinguna saman við frumtextann. Páll segir að þessi vinnubrögð séu fyrir neðan allar hellur og gagnrýni Hermanns falli kylliflöt um sjálfa sig. Þótt skrif af þessu tagi veki hugsanlega at- hygli sé ritstjórn Kistunnar komin á hálan is með að birta þetta sem gagnrýni, viiji Kistan láta taka sig alvarlega í bókmenntaskrifum ... Hátíð í bœ Opinbert er orðið að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur samþykkt að skipa 5. sæti á öðrum lista Sam- fýlkingarinnar í Reykjavík í næstu þingkosningum, eins og Sandkoms- ritari spáði i síðustu viku að yrði raunin. Þetta hefur verið erflð fæð- líf í þessum lægri millistéttum reyndar lengi verið meðal vor og kvartað um sitt auma hlut- skipti, ekki vantar það. Bæði með og á móti Vandi þessa fólks er sá að það vill bæði einstakmgsfrelsi, eins og markaðspiltar í Sjálf- stæðisflokki lýsa því, og vel- ferðarráðstafanir sem eru jafn- an á borði vinstriflokka. Þetta fólk er að vísu varla mjög upp- tekið af frelsi fjárfesta til að ösla yfir landið og heiminn og sér líklega ekki mikla blessun í því að arður af smásölu hér innanlands eða kvótasölu sé hafður til að leggja í verslunar- ævintýri og kaup á fótboltalið- um í Bretlandi. En sem fyrr segir: þetta fólk þarf að borga margt og mikið - á því liggja námslánaskuldir, húsnæðisskuldir, vaxandi kostnaður af bamauppeldi og mikil skattheimta. Aukið frelsi þessu fólki til handa verður því gjama tengt von um að losna sem mest undan áþján slíkra fastaútgjalda til að hafa þá „frelsi til að ráðstafa sínu afla- fé“ eins og gjama er sagt. í framhaldi af því era heimilis- leysingjar í miðju fúsir til að hlusta á loforð sem ungir hægrimenn eru ósparir á, um að lækka skuli skatta stórlega. En ef nú skattheimta er stór- lega lækkuð þá verður að skera niður velferðarkerflð líka. En það vilja heimilisleysingjar ekki. Að vísu er það svo að allir geta fundið eitthvað sem þeir telja óþarft eða ofrausn í vel- ferðargreiðslum til annarra - en þessi hópur hér er ekki svo mjög á þeim buxunum. Hann viídi bara að velferðarkerfið væri meira sniðiö að hans þörf- um; að húsnæðislán væru ódýr- ari, námslánin líka, barnabæt- umar meiri, dagvistin ódýrari asojnun V skattur „I framhaldi af því eru heimilisleysingjar í miðju fúsir til að hlusta á loforð sem ungir hœgrimenn eru ósparir á, um að lœkka skuli skatta stórlega. En ef nú skattheimta er stórlega lœkkuð þá verð- ur að skera niður velferðarkerfið líka. “ og þar fram eftir götunum. En það kallar allt fremur á meiri skattheimtu en minni. Með öðr- um orðum: hinir pólitísku heim- ilisleysingjar vilja bæði þiggja hægrimannaráð og vinstri, þeir vilja bæði minni ríkisútgjöld og skatta og meiri útgjöld (til mála sem að þeim snúa). Þeir ætlast til að pólitíkusar komi og leysi úr þessari þversögn - en það geta stjómmálamenn ekki. Þess vegna eru hinar yngri og lægri millistéttir í pólitiskri fýlu. En það er ólíklegt að þær geri eitthvað í málinu, til dæm- is með því að stofna sérstaka hreyfmgu. Slík hreyfmg er lík- leg til að kafna í þversögnum. Og ef einhver glaðbeittur lýð- skrumari mundi reyna að fylla upp í þá pólitísku eyðu sem menn hafa verið að hjala um - þá er ekki líklegt í bili, að hon- um yrði vel ágengt. í ööram löndum spila slíkir skramarar mest á ýmislegan ótta við eða fordóma í garð innflytjenda: þau fyrirbæri eru að sönnu til hér á landi en varla nógu öflug enn til að menn geti smalað sér miklu fylgi út á þau. Ráðleysi mikið Kannski dettur einhverjum í hug að leysa úr tilveravanda bæði hinna pólitísku heimilis- leysingja og svo þeirra sem enn verr eru settir með þvi að beina spjótum að þeim sem eiga land- ið og miðin og verslunarkeðj- umar og krefjast þess að þeir og fyrirtæki þeirra borgi meira í sameiginlegan brúsa. Og slíkar radd- ir heyrast að vísu hér og þar í röðum vinstrimanna. En flestir hrökkva þá við og biðja þá menn að láta sem allra minnst fyrir sér fara: sú hug- myndafræði sem nú ræður telur það úrelta og bjánalega höfuðsynd að ætl- ast til þess að fyrirtæki greiði í sam- eiginlega sjóði eins og „venjulegt fólk“. Síðast þegar jafnaðarmannaforingi setti slíkt á oddinn, en það var Ósk- ar Lafontaine í Þýskalandi, var fjöl- miðlamaskínan fljót að lýsa hann „hættulegasta mann í Evrópu" og var Óskari bolað úr sínum foringja- sessi hið snarasta. Svo það er ekki nema von að fátt sé um fma drætti úr hinum pólitíska sjó. Eru margir svo dasaðir orðnir að okkur heyrast þeir kyrji á hverju kvöldi þennan gamalkunna og ágæta texta sem Jónas Árnason bjó til fyrir leikrit eftir Brendan Behan: Vort líf í þessum lœgri millistéttum er lítiö skárra en það foröum var Við stöndum ennþá eins og fé í réttum og einskis bíöum nema slátrunar. Og undir lokin færist styrkur í kórinn og allir taka með sannri sjálfsvorkunn undir lokastefið sem vísar beint á yflrþyrmandi pólitíska tilvistarkreppu og einsemd: Og því er þaö ég segi enn og aftur eins þótt þaö sé löngu fullsannað: Þaö elskar mann sko ekki nokkur kjaftur nema ef aö maóur sjálfur skyldi gera þaó. sandkorn@dv.is ing en gekk loks eftir. Spekingar spá núna í tíma- setningu þessara tíðinda - vissu- lega helgast hún að einhverju leyti af þeim tímamörkum sem Samfylking- in hafði sett sér varðandi skipun á lista, en þeir allra hörðustu telja að ekki sé verra að tilkynna ákvörðun sem er að sumu leyti svolítið óþægileg í ljósi fyrri yf- irlýsinga svona rétt fyrir jólin ... Magnaðir listar Nú má nokkum veginn kort- leggja hverjir verða í framboði fyrir hvort kjördæmi í Reykjavík. í norð- urkjördæminu verða að öllum lík- indum, meðal emnarra: Davíð Odds- son, Bjöm Bjarnason, Össur Skarp- héðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Halldór Ásgrímsson og Ög- mundur Jónasson. í suðurkjördæm- inu verða á hinn bóginn, ef að lík- um lætur: Geir H. Haarde, Jóhanna Siguröardóttir, Kolbrún Halldórs- dóttir og Jónína Bjartmarz. Fylgj- umst grannt með búferlaflutningum næstu vikur ... Nœg bílastceði Um 500 ný bílastæði hafa verið tekin í notkun við Skíðastaði, skíða- svæði Akureyringa í Hlíðarfjalli. Þau era glæsileg, en eini gallinn er að vandséð er hverjir koma til með að nota þau því enginn er snjórinn í Hlíöarfjalli og allar skíðalyftur standa kyrrar. Enn Lúðvík Gizurarson hæstaréttar- lögmaöur Kjallari Jólin hafa oft verið tími óþarfa eyðslu síðustu árin og eru enn árið 2002. Fólk kaupir og kaupir út á krítarkortið nú um jólin og fær svo greiðsludreif- ingu í janúar 2003 þegar jólareikningurinn kemur. íslendingar eru enn eyðslusjúkir um jólin 2002 enda höfðu þeir oft ekki nægan mat að borða í seinustu 1000 ár þar á undan. Sultu til dauða fram í upphaf seinustu aldar. Lengra er ekki síðan. Menn tala um hina íslensku eyðslukló sem sérstakt náttúrufyrir- bæri á íslandi. Þetta hefur haldið öllu hagkerfmu gangandi og skapað velmegun líðandi stundar byggða á auknum og meiri og meiri erlend- um lántökum síðustu árin. Mál er að linni. Nú ætti að halda sparnaöarjól árið 2002 en verður varla. Sumir eyðslujól í ár? vilja þó spara í dag. Ætla núna á jól- um 2002 að kaupa minna og borða enn minna þessi jól. Allir hafa þörf fyrir að spara peninga og borga þá skuldir sínar. Menn græöa líka á að spara mat og fltna þá minna. Það er gott fyrir heilsuna. Grunnvextir evrunnar 2,75% Ákveðið hefur verið að lækka grannvexti evrannar úr 3,25% í 2,75%. Þetta gerir Seölabanki Evr- ópu (ECB) þessa dagana til að örva hagkerfi Evrópusambandsins en undanfarið hefur mestöll áhersla Seðlabanka Evrópu verið lögð á það að halda verðbólgu eins nærri núlli í evrulandi og hægt hefur verið. Auka þannig traust á stöðugt og fast verðgildi evrunnar. Alþjóðlegur gjaldmiðill eins og evran verður að hafa þá tiltrú um allan heim að verðgildi hans sé stöðugt og því megi treysta. Þá spara menn evrur og geyma þar sem þær rýma ekki í verðgildi við geymslu. Þannig hefm- bandaríski dollarinn, sem fellur nánast ekkert í verði, áunnið sér tOtrú um heim all- an Hann á veldi sitt að þakka traust- um stöðugleika. ísland fái evruna sem fyrst Við eigum að taka upp evruna. Það er einfaldara hagfræðilega og tæknilega en menn halda. Það er í rauninni auðvelt mál þar sem við erum aukaaðilar að ESB með EES. Um leið og hér væri komið evruland myndu íslendingar fljótt halda spamaðarjól. Almenningur myndi að stórum hluta halda fast í nýfengnar alvöraevrur og ekki tíma að eyða þeim strax. Venjulegur íslendingur yrði nískur og búralegur í stað þess að vera mesta og frægasta eyðslukló veraldar. íslendingar era enn fastir í hugsun fyrri verðbólgu sem hér réð öllu og rústaði lengi vel verðmæti okkar aumu ís- lensku krónu. Þá vildu menn eyða áður en krónan okkar félli meira og meira I verði en hún varð loks næsta verölítil. Banki allra landsmanna auglýsti: „Græddur er geymd- ur eyrir“ en nánast enginn trúði á eða fór eftir þessu. All- ir eyddu öllu og gera enn of margir áriö 2002. Vaxtaokrið myndi hrynja Við búum í dag við mikið vaxtaokur á Islandi. Það hækk- ar verðlag á allri vöru. Hús- næði verður miklu dýrara. Allt verðui’ dýrara. í raun er stór hluti landsmanna og fyrirtækja staddur í þeim vitahring að borga og borga of háa vexti sem oft er gert með því að taka ný og ný lán. Með evravöxtum fær allur al- menningur betri kjör. Vaxtalækkun er í raun allra stærsta og mesta kjarabótin. Svo hagnast nánast öll fyrirtæki okkar óhemjumikið á vaxtalækkun og jafnvel samtals um milljarða árlega. „Banki allra landsmanna auglýsti: „Grœddur er geymdur eyrir“ en nánast enginn trúði á eða fór eftir þessu. Allir eyddu öllu og gera enn of margir árið 2002. “ Samkvæmt opinberum skýrslum skuldar sjávarútvegurinn einn á ís- landi imi 200 milljarða. Hvert pró- sentustig í lægri vöxtum eru tveir milljarðar á ári bara fyrir þessa einu atvinnugrein sem er stór. Ef vextir af þessum 200 milljörö- um lækka um einhver fleiri prósent með evranni eru það margir millj- arðar árlega í hagstæðari vexti bara fyrir sjávarútveginn einan. Það munar um minna. Evran skapar sparnaðarjól Eins og sagt var hér að framan era stýrivextir evrunnar nú komnir niður í 2,75%. Ef við værum með evruna á íslandi og værum þar með inni á evrusvæð- inu með okkar peninga- kerfi þá væru aðrir vextir hér á landi mið- aðir við þessa lágu stýrivexti. Væru mis- munandi mikið hærri en 2,75% miðað við að- stæður og lánaáhættu. Við tækjum í raun upp nýtt hagkerfi þar sem evran endurspeglar hið stóra hagkerfi Evrópu- sambandsins. Okkar peningakerfi er of lítið og veikt til að geta tek- ið á sig áfóll eða sveifl- ur. Núna er sveiflan nið- ur og hagvöxtur núll eða enginn árið 2002. Fólk sparar meira en áður. Ef við væram hluti af stærra hag- og peninga- kerfi með evrunni fengj- um við þann stöðug- leika sem okkur vantar. Með stöðugleikanum lækka vextir hér svona um helming sem auðvitað er áætluð tala. Alla vega lækka þeir mjög mikið. Gjald- miðill okkar verður alveg stöðugur að verðgildi. Menn vilja aftur spara hvem eyri. Með upptöku evrannar höldum við raunveruleg spamaðar- jól i fyrsta skipti. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.