Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Fréttir DOV Framtíðarstaður verði fundinn og einnig rekstrargrundvöllur: Ríkisstjórnin hyggst tryggja framtíð Byrgisins - rætt um að flytja starfsemina frá Rockville að Brjánsstöðum á Skeiðum Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leitað verði að varanlegri lausn á málefnum Byrgisins sem nú er með aðstöðu í Rockville-stöðinni, mann- virkjum á vegum Bandaríkjahers, skammt frá Leifsstöð. Ákvörðunin er tekin eftir að vinnuhópur á veg- um þriggja ráðuneyta, sem tók út stöðu og árangursríkt starf Byrgis- ins gagnvart fíkniefnaneytendum og áfengissjúklingum, skilaði niður- stöðu sem fól í sér að finna þurfl framtíðarhúsnæði á góðum stað. Einnig hefur verið ákveðið að rekstrargrundvöllur starfseminnar verði tryggður, að sögn Egils Heið- ars Gíslasonar, aðstoðarmanns ut- anrikisráðherra. Samkvæmt upplýsingum DV hafa viðræður staðið yfir á milli fulltrúa Byrgisms og ráðuneytanna en þar er meðal annars rætt um þá staði sem koma til greina undir starfsem- ina. Einn þeirra er Brjánsstaðir á Skeiðum - um 80 km vegalengd frá Reykjavik. „Menn eru sammála um að leitað verði varanlegra lausna á málefn- um Byrgisins. Starfsemi þess verð- ur hins vegar að vera farin úr Rockville eigi siðar en 1. júní 2003," sagði Egill við DV. Hann segir að skila verði svæðinu í sama ásig- komulagi og tekið var við því - þannig liggur fyrir að uppbygging sem Byrgismenn höfðu lagt í undan- farin misseri mun að einhverju leyti glatast en allir virðast sam- mála um að framtíðin og tryggar lausnir sé mikilvægust og að rekstr- argrundvöllur Byrgisins verði treystur. Aðstoðarmenn félagsmála- og heilbrigðisráðherra hafa unnið að lausn þessa máls ásamt Agli. „Við höfum leitað að nýjum heppilegum stað sem yrði framtíð- arstaður í samræmi við vilja stjórn- valda. Þegar það liggur fyrir mun heildarpakkinn, í ljósi vilja ríkis- stjórnarinnar, koma í ljós og endan- leg niðurstaöa fundin og rekstrar- grundvöllur treystur. Mönnum hef- ur liðið vel í Rockville og það er erfitt aö rífa sig upp en aðalatriðið er framtíðin," sagði Egill Heiðar Gislason. -Ótt Hættulegur akstur Forsvarsmenn Grafarvogskirkju hafa látið loka með keðju aðkomu- leið að bílastæði 4 til 5 bíla vestan kirkjunnar en bílastæðið er ætlað fötluðum. Eru þess nokkur dæmi að þegar börn hafi komið út úr kirkj- unni hafa þau átt fótum sínum fjör að launa þegar bílar hafi ekið fram hjá dyrunum án þess að slá mikið af ferðinni. Slys hafl orðið framan við kirkjuna en sóknarpresturinn segir það Guðs mildi að þau hafi ekki ver- ið alvarleg. -GG Föt brunnu á ofni Talsverður reykur myndaðist í iðnaðarhúsnæði i Hafnarfirði þegar kviknaði í fötum sem lögð höfðu verið á ofn til þerris. Slökkviliðið var kvatt á staðinn um hálfellefu- leytið í gærmorgun og reykræsti það húsnæðið. -JSS Þrír árekstrar Þrír smávægilegir árekstrar urðu i umferðinni i Hafnarfirði í gær. Engin slys urðu á fólki en skemmd- ir nokkrar á bílum. Lögreglan í Hafnarfirði sagði fólk vera komið í hátíðarskap, umferð mikla en lítið um áföll. FYRIR GRAFFARANN Peysur T-bolir Beanies Litir Tappar Gjafabréf Grettisgata 64 Sfmi 551-2874 Saltbirgðlr borgar nnar . _ Lítiö hefur þurft að salta götur höfuðborgarinnar í vetur vegna hálku. Geymslur gatnamálastjóra í Sævarhöföa eru því yfirfullar af salti þessa dagana tll mikillar gleöi fyrir þá sem halda utan um buddu borgarinnar. Nær samfelld hlýindi meö tilheyrandi snjóleýsi og auðum götum hafa veriö í allt haust og ekki er útlit fyrir aö stórar breytingar veröi á veð- urfari næstu daga._______________________________________ íslendingum f jölgar hægar: Mest fólksfjölgun á höff uðborgarsvæðinu Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár hinn 1. desember 2002 voru íbúar á íslandi 288.201. Sambærileg endan- leg tala 2001 var 286.250 og er því fjölgunin milli ára 0,68%. Þetta er töluvert minni fólksfjölgun en verið hefur undanfarin ár. Mest fjölgun er á höfuðborgarsvæðinu en mesta fækkunin er á Vestfjörðum og Norð- urlandi vestra um 1% í hvorum GLANSANDI BILL GLANS TJ ÞVOTTASTÖÐ DALVEGI 22 S. 515 2722 OPIÐ MÁN.-FÖS. 8.00-22.00 ÞORLÁKSMESSA. 8.00-23.00 AÐFANGADAGUR 8.00-15.00 JOLADAGUR LOKAÐ ANNAR í JÓLUM LOKAÐ GAMLÁRSDAGUR 8.00-15.00 NYARSDAGUR LOKAÐ Gleðileg jól og farsælt nýtt ár ReykjaVík Önnur svæöi a höfuöborgarsvæöl Suðumes Vesturland Vestfiroir Norðurland vestra Nor&urland eystra Austurland Suðurland landshluta. Karlar á landinu voru 1. desem- ber 144.162, en konurn- ar 144.039 talsins. Mest er fjölgunin er á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tölum Hag- stofu íslands, eða um 1% frá síðasta ári, úr 178.000 i 179.781. Á höf- uðborgarsvæðinu búa því 62,3% lands- manna. Langmest var fólksfjölgun í ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur, að Sel- tjarnarnesinu undan- __________ skildu, en þar fækkaði íbúum um nær 1%. í Reykjavík hefur fjölgað úr 111.517 árið 2001 í 111.748 á þessu ári, eða um 0,21%. í Kópavogi fjölg- aði úr 24.229 í 24.950, eða um 2,89%. í Hafnarfirði fjölgaði úr 20.223 í 20.675, eða um 2,19%. í Garðabæ fjölgaði úr 8.445 í 8.687, eða um 2,79%. í Mosfellsbæ fjölgaði úr 6.293 í 6.426 eða um 2,61%. Á Seltjarnar- nesinu fækkaði hins vegar úr 4.662 í 4.420, eða um - 0,91%. í stærri þéttbýlisstöðum utan höf- uðborgarsvæðisins fjölgaði íbúum i Grindavik, á Akranesi, Akureyri, Dalvík, í Hveragerði og í Sveitarfé- laginu Árborg en fækkaði á flestum öörum stærri þéttbýlisstöðum, mest á Sigluflrði, í Blönduósbæ og á Seyðisflrði. Mest fækkun íbúum fækkaði yfirleitt i dreif- Hlutfallsleg skipting mannfjöldans - eftir landsvæðum 1. desember 2002 býli, einkum á norðvestan- og aust- anverðu landinu. Mest fólksfækkun var á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þar fækkaði íbúum um meira en 1% á árinu og á Austur- landi fækkaði um 0,4%. í öðrum landshlutum var nokkur fjölgun, en þó umtalsvert minni en á höfuð- borgarsvæðinu. Fólksfjölgunin sem varð á árinu er fyrst og fremst tilkomin vegna náttúrlegrar fjölgunar. Endanlegar tölur um fædda, dána og búferla- flutninga liggja ekki fyrir en bráða- birgðatölur benda til þess að fæddir hafi verið rúmlega 2.100 fleiri en dánir. Brottfluttir frá landinu voru um 200 fleiri en aðfluttir. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur á undanförnum árum en um nokkurra ára skeið hafa mun fleiri flust til landsins en frá því. -HKr. DV-MYND HARI Síðasta helgi fyrir jól Þá eru aö veröa síðustu forvöð að gera jólainnkauþin en aðfangadagur er á þriðjudag. Sumir eru á siðasta snúningi í þeim verkum meðan aðrir eru þúnir að gera sín innkauþ og geta sþásserað makindalega um bæinn og notið jólastemningarínnar. Hún er ósvikin á Skólavörðustígnum jólastemningin en þar ægir saman verslunum og galleríum af öllu tagi þar sem ófáir finna örugglega réttu gjöfina. Peningafalsarar dæmdir Þrír ungir menn hafa verið dæmd- ir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að falsa fimm þúsund króna seðla. Peningarnir voru fals- aðir með því að skannað var inn og síðan prentað út í lit. „Rugl", tengt fíkniefnaneyslu, var meðal þeirra skýringa sem þremenningarnir gáfu á háttsemi sinni, en einn þeirra er farinn í meðferð hjá SÁÁ - sagðist ekki geta meira af neyslu þegar hann mætti í réttarhaldið. Var um samtals 54 fimm þúsund króna seðla að ræða. Einn ungu mannanna átti tölvuna og kvaðst hafa verið að falsa „fyrir forvitrii". Öll tæki hans sem notuð voru, tölva, harðir diskar, skjár, lykla- borð, skanni og fleira, var dæmt upptækt. Búnaðurinn verður vænt- anlega boðinn upp. -Ótt 16 milljónir í klinki Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- srjóri Rauða kross íslands, afhenti i gær fulltrúum Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis, Flugleiða-frakt- ar og íslandspósts viðurkenningar- skjöl vegna söfnunar á erlendri mynt sem nú er ljóst að skilar rúm- um 16 milljónum króna til starfs Rauða krossins með ungu fólki. „Við erum þakklát, bæði fyrir þann stuðning og hlýhug sem þessi þrjú fyrirtæki hafa sýnt starfsemi Rauða krossins og ekki síður al- menningi fyrir að bregðast svona vel við," segir Sigrún. Flugleiðir-frakt fluttu féð til Bret- lands þar sem því var komið í verð. Allt féð fer til að efla starf Rauða krossins með ungu fólki. -ss Úthafsrækjukvóti aukinn Hafrannsóknastofnunin hefur lokið úrvinnslu gagna um úthafs- rækju á yfirstandandi fiskveiðiári sem hófst 1. september sl. Að þeirri vinnu lokinni leggur Hafrannsókna- stofhunin til að afli í úthafsrækju fari ekki fram yfir 30 þúsund lestir á þessu flskveiðiári og hefur sjávar- útvegsráðuneytið í samræmi við þá tillögu aukið leyfllegan heildarafla úr 23 þúsundum lesta í 30 þúsund lestir. Þróun veiða úthafsrækju er því í þveröfuga átt við inn- fjarðarækjuna, hvergi á fjórðum Norðurlands er nú leyfð inn- fjarðarækjuveiði, aðallega vegna smæðar rækjunnar og þorskseiða á rækjuslóð. -GG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.