Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Helgarblað sælda, varð metsölubók víða um heim og óskars- verðlaunakvikmynd í leikstjórn Alfreds Hitchcocks. En næsta bók, Hungry Hill, fékk af- leita dóma og Daphne, sem hafði fram að því tek- ið dómum af jafnaðargeði, tók að íhuga hvort for- dómar væru ríkjandi meðal gagnrýnenda vegna þess að hún væri metsöluhöfundur. Þegar leið á ævina varð hún sannfærð um að gagnrýnendur létu hana gjalda fyrir góða sölu. Hún þráði um- fram allt virðingu í bókmenntaheiminum og vissi að gagnrýnendur gætu fært henni þá virðingu en til þess voru þeir flestir afar tregir. Daphne furð- aði sig endalaust á þeirri hylli sem Iris Murdoch naut meðal gagnrýnenda og taldi bækur sínar fyllilega sambærilegar við bækur Murdoch og reyndar nokkuð betri. Auk Rebekku eru frægustu sögur Daphne, Jamaíkakráin og Rakel frænka mín. Tvær smá- sögur hennar hafa orðið að feiknagóðum kvik- myndum, mynd Hitchcocks, Fuglarnir, og mynd Nicholas Roegs, Don’t Look Now. Rithöfundurinn Colin Wilson sagði eitt sinn að þegar Daphne væri upp á sitt besta minnti hún á Edgar Allan Poe. Uppgjöf og dauði Seinni heimsstyrjöldin skall á og eiginmaður Daphne var sendur til Asíu. Stríðið jók enn til- finningalegt bil milli hjónanna og þegar hann sneri heim í stríðslok var eins og ókunnugar manneskjur væru að hittast. Daphne varð ást- fangin af eiginkonu bandarísks útgefanda síns en konan endurgalt ekki ást hennar. Önnur kona endurgalt hins vegar tilfmningar Daphne. Það var leikkonan Gertrude Lawrence. Þær áttu í ást- arsambandi og þegar Gertrude lést úr hvitblæði, einungis flmmtíu og fjögurra ára gömul, lagðist Daphne í rúmið. Nokkrum árum siðar lést eigin- maður Daphne eftir þrjátíu og þriggja ára hjóna- band. Hún varð harmi sleginn og full sektar- kenndar. Henni hafði alltaf þótt vænt um hann, jafnvel þótt hann hefði oft farið í taugarnar á henni, og nú kaus hún að einblína á þau fáu góðu ár sem þau höfðu átt í löngu hjónabandi. Hún tók að trúa því að hann hefði verið stóra ástin í lífi hennar. Árin liðu og bestu verkin voru að baki. Daphne fékk kvíðaköst og varð þunglynd vegna þess að henni fannst sköpunargáfan hafa yfirgeflð sig. Þegar hún sannfærðist um að hún gæti ekki leng- ur skrifað tók hún inn stóran skammt af svefn- lyfjum. Þetta virtist vera tilraun til sjálfsmorðs en skömmu áður hafði hún lýst skoðun sinni á sjálfsvígum, talað gegn þeim og sagt að þeir sem þau fremdu myndu ekki öðlast frið í öðrum heimi heldur væru dæmdir til að vera eins og draugar á jörðinni. Síðustu árin sem hún lifði var hún í umsjón hjúkrunarkvenna og reyndist þeim oft erfið. Átta- tíu og tveggja ára gömul nennti hún ekki að lifa lengur. Hún faldi mat sinn í stað þess að borða hann og þegar hjúkrunarkonumar reyndu að mata hana harðneitaði hún að opna munninn. Hún varð ekkert nema skinn og bein enda var hún markvisst að svelta sig í hel. Hún lést í svefni árið 1989. tveimur voru dræmari en hún var ákveðin í að leggja fyrir sig skáld- sagnagerð. Einræni metsölu- höfundurinn Daphne du Maurier var í langan tíma ! hópi vinsælustu rithöfunda heims en gagnrýnendur tóku verkum hennar yfirleitt af tortryggni. Frægasta bók hennar er Rebekka sem enn nýtur mikilla vinsælda. Daphne du Maurier fæddist árið 1907, næstyngst þriggja systra. Faðir hennar, Gerald du Maurier, var þekktasti leikari Breta á þeim tíma og var að leika á sviði kvöldið sem hún fæddist. Gerald var ástríkur faðir en Daphne sagði seinna að hún hefði aldrei minnst þess að móðir sín hefði faðmað sig eða setið með sig i fanginu, hún hefði ætíð horft á sig gagnrýnum augum. Daphne ólst upp og óskaði þess að hún væri drengur. Hún hreinlega þoldi ekki tilhugs- unina um að vera stúlka. Átján ára gömul var Daphne send í kvenna- skóla í Frakklandi og þar varð hún ástfangin af þrítugri kennslukonu sem var lesbía og þær tóku upp ástarsamband. Alla ævi varð Daphne af og til ástfangin af konum. Rúmlega tvítug haföi Daphne skrifað þrjár skáldsögur. Fyrsta bók hennar fékk prýðisdóma. Viðtökur við hinum Sjálfstæð og ein- ræn Eftir þriggja vikna kynni af majór í hem- um, Frederick Brown- ing, var Daphne orðin ástfangin. Hún bað hans og hann tók bónorðinu. Eftir þriggja mánaða hjónaband skrifaði hún vini sínum: „Maðurinn minn er mest töfrandi manneskja í heimin- um.“ En Daphne var afar sjálfstæð að eðlis- fari, einræn og hafði ríka þörf fyrir frelsi og hjónabandið varð henni ekki til gleði til lang- frama. Hún sagði móður sinni að hún hrykki við í hvert sinn sem sér yrði litið á giftingar- hring sinn og hjónarúm- ið. Henni fannst ein- kennilegt að vera gift og fannst innst inni að það hlutskipti hentaði per- sónuleika sínum ekki fullkomlega. Eiginmaður hennar var háður henni og það féll henni illa því hún varð að eiga stundir þar sem hún var ein. Hún gerði sér smám saman grein fyrir því að hún var andlega sterkari en eiginmaður hennar og það olli henni vonbrigð- um. Hún varð fljótlega bamshafandi, átti þá heitustu ósk að eignast son og sýndi engan fögnuð þegar hún fæddi dóttur. Þegar Daphne uppgötvaði að hún var barnshaf- andi í annað sinn kom bamfóstran að henni há- grátandi. „Það versta hefur gerst,“ skrifaði hún vini sínum, „annað barn er á leiðinni." Það var ekki fyrr en hún fæddi þriðja bam sitt sem móð- urástin blossaði upp hjá henni enda var barnið drengur. Þótt Daphne sinnti syni sínum langt umfram dætur sínar og dekraði takmarkalaust við hann voru dætur hennar ekki beiskjufullar í garð móður sinnar og áttu gott samband við hana alla ævi enda var Daphne skemmtilegur félagi þótt móðurhlutverkið væri henni fjarlægt. Hún var fremur kunningi dætra sinna en móðir og þær sættu sig við það. Fordómafullir gagnrýnendur? Daphne var þrjátíu og eins árs þegar frægasta bók hennar, Rebekka, kom út. Bókin, sem minn- ir um margt á Jane Eyre, naut gífurlegra vin- Bókalisti Máls og menningar Allar bækur 1. Jón Baldvin - Tilhugalíf. Kolbrún Bergþórsdóttir 2. Jólin koma. Jóhannes úr Kötlum 3. Á flugi yfir fslandi. landmælingar 4. Lovestar. Andri Snær Maqnason 5. Röddin. Arnaldur Indriðason 6. Njála-barnabók. Brynhildur Þórarinsdóttir 7. Don Kíkóti. Miquel de Cervantes 8. Jón Sigurðsson. Guðjón Friðriksson 9. Öðruvísi dagar. Guðrún Helqadóttir 10. KK-Þangað sem vindurinn blæs. Einar Kárason Skáldverk: 1. Lovestar. Andri Snær Maqnason 2. Röddin. Arnaldur Indriðason 3. Don Kíkóti. Miquel de Cervantes 4. Nafnlausir vegir. Einar Már Guðmundsson 5. Stolið frá höfundi stafrófsins. Davíð Oddsson 6. Skítadjobb. Ævar ðrn Jósepsson 7. Alkemistinn. Paulo Coehlo 8. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 9. Sagan af sjóreknu píanóunum. Guðrún Eva Mínervudóttir 10. IVIýrin. Arnaldur Indriðason Metsölulisti bókabúöa MM 3.12.-9.12. fw Metsölulisti lífs míns Kristján B. Jónasson útgáfustjóri segir frá uppáhaldsbókunum sínum „Vinsældalisti míns lestrarlífs hefur tekið ótal kollsteypur á rúmlega 20 ára ferli sínum. Sú var tíðin aö topp tíu var alskipaður vinsælum smell- um sinnar tíðar líkt og stríðssögum þess mæta Dana Svens Hazels eða kúrekasögum Norðmanns- ins Louis Mastersons um Morgan Kane sem Ingv- ar Þórðarson ætlar víst að fara að reisa upp úr gröflnni með bíómynd: Einhver sagði mér að þetta ætti að vera söng- og dansamynd og að Sjón ætti að skrifa handritið og Jónsi i Sig- ur Rós að leika Morgan Kane. Þetta var neyslu- og popptíma- bilið, maður spændi í sig tveimur bókum á dag. Ég klykkti svo út með Tolkien og Frank Herbert og böðlaöist í gegnum Hringadróttinssögu og Dune-bálkinn á ensku og skildi svona 60% en hughrifln voru þeim mun sterkari. Svo kom klassíska módeme tímabilið. Ég lagðist í Thor Vil- hjálmsson, Kafka og Guðberg Bergsson. Réttarhöldin voru á toppnum í tvö ár, Fuglinn og Mánasigð Thors auk Tómasar Jónssonar og Ástir samlyndra skiptust á næstu sætum. Síðan kom heimsbókmenntalega períódan: Goethe, Grass, Stendhal, Dostojevskí, Rushdie, E.T.A. Hoffmann, Marquez, Flaubert, Joyce, Cervantes og Beckett. Mér fannst „Töfra- meðul andskotans" eftir Hoffmann eiginlega besta bókin og eftir það fór ég í þýsku rómantíkina og hef hangið svolítið í henni siðan. Nóvellur Kleists, Tiecks, Brentanos og E.T.A. Hoffmanns auk skáldsagna Novalis, Schlegls og Goethes hafa alltaf fylgt mér og ég gríp regulega niður i þessu dóti. Þetta eru fastir liöir í sætum 12-30. Eftir þetta gerðu póstmódemistamir áhlaup á listann og I nokkur ár vora mörg efstu sætin skip- uð þeim: „Ef ferðamaður um vetrarnótt" eftir Italo Calvino var til dæmis á toppnum í svona ár og „The Public Burning" eft- ir Robert Coover, „The Crying of Lot 49“ eftir Thomas Pychon og Nafn rósarinnar og Pendúll Foucaults eftir Eco gerðu allar góða hluti. Siðan kom foma tímabilið: Biblían átti mikla endurkomu, maður verður seint þreyttur á henni, Hómerskviður og Virgill auk þess sem Boethius og Ágústínus festu sig í góðum sæt- um á listanum. Endurreisnar- textar eftir menn á borð við Machiavelli, Shakespeare, Pico della Mirandola og Marcello Ficino stormuðu upp listann á árinum 1994-96 en enginn hefur toUað þar til lengdar nema Machiavelli. En að síðustu má ekki gleyma mínum kæru austfirsku skáldum sem aldrei gáfu út bækur en þeim mun meira af singlum. Bæði Stefán Ólafs- son í Vallanesi og Bjarni Gissurarson i Þingmúla í Skriðdal komu kvæðum sínum margoft á topp- inn og þeirra góðu „bestof‘-söfn tek ég oft fram á siðkvöldum. Það er sannarlega perlustund." Endastöð Tolstoys Endastööin eftir Jay Parini í þýö- ingu Gyröis Elíassonar. Segja má að það séu meðmæli með bók taki Gyrðir Elíasson að sér að þýða hana. Hér er engin undan- tekning frá þeirri meginreglu. Rit- höfundurinn Leo Tolstoy, háaldr- aður, leggur á flótta frá eigin- konu sinni og heimili og hefst við á jámbraut- arstöð sem verð- ur endastöð hans í lífinu. Sex per- sónur skiptast á að segja söguna. Ákaflega góð og yfirlætislaus en um leið áhrifamikil skáldsaga. Kiljuút- gáfa sem kostar litlar 1800 krónur. Kvótið Það er ekki hœgt að segja að hók sé siðleg eða ósiðleg. Bœkur eru vel eða illa skrif- aðar. Það er állt og sumt. Oscar Wilde Bókalistí Eymundssonar Allar bækur 1. Jón Baldvin - Tilhugalíf. Kolbrún Bergþórsdóttir 2. Röddin. Arnaldur Indriðason 3. Sonja - Líf og leyndardómar. Reynir Traustason 4. Útkall - Geysir er horfinn. Óttar Sveinsson 5. LoveStar. Andri Snær Maqnason 6. Landneminn mikli - Stephan G. Viðar Hreinsson 7. Don Kíkóti. Miquel de Cervantes 8. ísland á 20. öld. Helqi Skúli Kjartansson 9. Stolið frá höfundi stafrófsins. Davíð Oddsson 10. Leggðu rækt við ástina. Anna Valdimarsdóttir Skáldverk 1. Röddin. Arnaldur Indriðason 2. LoveStar. Andri Snær Maqnason 3. Don Kíkóti. Miquel de Cervantes 4. Stolið frá höfundi stafrófsins. Davið Oddsson 5. Einni öld síðar. Mary Hiqqins Clark 6. Nafnlausir vegir. Einar Már Guðmundsson 7. Grafarþöqn. Arnaldur Indriðason 8. Bridget Jones - á barmi taugaáfalls. Helen Fieldinq 9. Hobbitinn. J.R.R. Tolkien 10. Eins og vax. Þórarinn Eldjárn Barnabækur 1. Artemis Fowl - samsærið. Eoin Colfer 2. Gúmmí-Tarsan. Ole Lund Kirkeqard 3. Jólin koma. Jóhannes úr Kötlum 4. Gallsteinar afa Gissa. Kristín Helqa Gunnarsdóttir 5. Gæsahúð 6 - Skrímslið. Helqi Jónsson Metsölulisti Eymundssonar 11.12-17.12.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.