Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Page 18
Q H&lgcirbla<3> 33'V LAUGARDAGUR 21. DESEMQER 2002 Gerður Kristný á tvær bækur íjólabóka- DV-mynd flóðinu íár, barnabók og frásöqn af Þjóð- hátíð íVestmannaeyjum. Helgarblað DV ræddi við rithöfundinn Gerði Kristngju um Mörtu smörtu og ritstjórann Gerði Kristnýju um Ég veit þú kemur. Marta smarta Af hverju barnabók? „Plottið kallaði á barnabók. Mér datt í hug að skrifa um stelpu sem hjálpar pabba sínum út úr ást- arsorg. Hún lendir líka upp á kant við bestu vin- konu sína sem getur verið mjög dramatískt fyrir ungar stelpur og það er í raun aðalplottið. í stelpna- hópum vill það stundum gerast að einhver er höfð út undan án þess að nein sérstök ástæða liggi að baki. Stelpur nota líka aðra taktík en strákar þegar þær reiðast hver út í aðra; þær nota frekar baktal og úti- lokun. Þær fara ekki út á skólavöll í frímínútum og slást og gleyma síðan ágreiningnum. Mér fannst þessi saga ekki ganga í fullorðinsbók og því var Marta smarta frá upphafi barnabók. Dóttir sem hjálpar föður sínum í sorg hljómaði kunnuglega og mig fór fljótlega að gruna að llklega hefði einhver notað slika hugmynd á undan mér. Og mikið rétt, í Egils sögu hjálpar Þorgerður Agli, föð- ur sínum, að komast yfir sonarmissinn og því fannst mér við hæfi að flétta þeirri sögu saman við Mörtu smörtu og lét móður Mörtu skrifa MA-ritgerö um Þorgerði." Þú hefur skrifað ljóðabækur, sögur og skáldsögu. Voru barnabókarskrifin mjög frábrugðin þeirri reynslu? „Nei, eiginlega ekki. Ég held að það hafi tekið jafn langan tíma og jafn miklar vangaveltur að skrifa Mörtu smörtu og skáldsöguna Regnboga í póstinum sem kom út 1996. Allt í bókinni er skáldskapur nema ein myndlistarsýning. Þegar ég var fimm ára fór ég nefnilega á afar eftirminnilega sýningu hjá Rúri og gat ekki látið hjá líða að hafa hana með.“ Ég sá samt með samlestri Mörtu smörtu og Ég veit þú kemur að Marta á heima í hverfinu sem þú ólst uppí. „Ég lét Mörtu búa í Álftamýri því ég ólst sjálf upp í Safamýri og þekki því hverfið vel. Pabbi hennar á heima á Flókagötu og það kemur til af þvi að föður- systir min bjó á Háteigsvegi. Sú ákvörðun að láta söguna gerast á þessu svæði snerist því eiginlega um landfræðiþekkingu." Allavega ekki fátæk Gerður segir greinilegt að fólk njóti þess að gefa börnum bækur. „Ólíkt fullorðinsbókum virðast barnabækur byrja að seljast um leið og þær koma út. Það er voða skemmtilegt. Þegar lesið er upp fyr- ir börn tíðkast líka, ólíkt því sem gerist hjá fullorðn- um, að höfundurinn svari spurningum áheyrenda. Það er mjög gaman þótt spurningarnar snúist yfir- leitt um leyndardóma bókbandsins og það hvort ég verði rík af skrifunum." Og verðurðu rík? „Allavega ekki fátæk,“ svarar Gerður. „Ég las um daginn upp í gamla skólanum mínum, Álftamýrar- skóla. Ég hafði alltaf séð söguna fyrir mér þar og nemendurnir voru mjög áhugasamir um Mörtu og fannst gaman að sagan gerðist í skólanum þeirra. En svo kom í ljós að það var búið að breyta skólanum svo raunsæið fór fyrir lítið. Ég hef alltaf verið frek- ar jarðbundin og hefði því örugglega aldrei lesið Harry Potter sem krakki. Mér fannst bók Guðrúnar Helgadóttur, í afahúsi, til dæmis ógurlega skemmti- leg á sínum tima því í henni er allt svo venjulegt, þar er meira að segja upptalning á því hvað keypt er í matinn. Það þótti mér afar merkilegt." Hvernig er Marta smarta sett saman? Ert þú hluti af henni? „Kannski örlítill hluti því á meðan ég skrifaði bókina velti ég því fyrir mér hvernig ég hefði getað brugðist við aðstæðunum sem Marta lendir í þegar ég var á hennar aldri. Annars er Marta sprottin úr engu því ég þekki engan krakka með sambærilegan bakgrunn. Það var gaman að föndra við foreldra hennar því nú get ég lýst foreldrum sem eru á sama aldri og ég. Þetta er fólk nýskriðið á fertugsaldurinn sem þarf að ala upp barn, auk þess að vera útafvelta af ástarsorg.“ Ég veit þú kemur Hvernig fæddist hugmyndin að Ég veit þú kemur? „Mig langaði að bæta við höfundarverk mitt og bjóða upp á eitthvað annað en skáldsögu, smásögur eða ljóö. Ég velti því lengi fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um. Upp komu ýmsar hugmyndir og ein þeirra var þjóðhátíð í Eyjum. Ég ákvað að skrifa bók þar sem varpað væri ljósi á þessa sögufrægu hátíð og um leið skemmtanalíf íslendinga í upphafi 21. ald- arinnar. Ég snaraði mér því á þjóðhátíð og það reyndist skemmtilegra en ég hefði nokkurn tíma get- að ímyndað mér. Vinnan við þessa bók var ekki ólík því sem ég hafði stundum fengist við í fjölmiðlum; eina nóttina vann ég sem pitsusendill og aðra sem bardama og skrifaði um það greinar." Ætlarðu aftur á þjóðhátíð á næsta ári? „Já, það held ég. Ég þarf að taka þátt í brekkusöng sem heyrist fyrir vindgnauði." Veltirðu því lengi fyrir þér hvernig ætti að nálg- ast verkefnið? „Þjóðhátíð er i raun tvær hátíðir: hátíð heima- fólks og hátíð aðkomufólks. Mig langaði að kynnast báðum hópum en þekkti hvorugan fyrir. Áður en ég fór vissi ég auðvitað ekki hvað hátíöin í ár yrði dramatisk en eins og menn muna skall á svo mikið óveður að ég hélt að svona vindhviður væru bara til í grískum goðsögum. Ég hafði óttast að ekkert myndi gerast og ég þyrfti að eyða síðu eftir síðu í lýsingar á skýhnoðrum eða litbrigðum stráa. Þessar áhyggjur voru ástæðulausar því alla helgina hnaut ég um hvert skemmtiatriðið á fætur öðru, hvort sem um var að ræða króníska teknódansara eða perlu- skreytta Eyjadömu sem vísaði mér út úr tjaldinu sínu því ég söng ekki nógu vasklega." Þekktirðu til Vestmannaeyja áður en þú fórst á þjóðhátíð? „Ég hafði bara einu sinni komið til Eyja og var þá bara yfir helgi. Mér fannst gott að koma þangað án nokkurra fyrir fram mótaðra hugmynda. Vikurnar fyrir brottför hlustaði ég á Eyjalög og fann þá strax nafnið á bókina, Ég veit þú kemur. Það er fallegasta lagið. Þá vissi ég ekki að það væri sungið hundrað sinnum í hverju tjaldi á þjóðhátíð." Ógurlega glaðir Vestmannaeyingar Það er mikil kaldhæðni í þessari bók. „Ég hef kaldhæðinn húmor.“ Sumir hafa tekið það nærri sér fyrir hönd Vest- mannaeyinga. „Ég hef ekki orðið vör við annað en að Vest- mannaeyingar hafi haft gaman af bókinni. Nú er ég einmitt á leiðinni til Eyja í annað skiptið á þessari jólavertíð. í fyrra skiptið heiðraði ÍBV mig með ÍBV- merki og lopapeysu; mjög stórri lopapeysu sem sýn- ir hvað þeir eru vanir miklum boldangskvenmönn- um. Hún á eftir að nýtast mér vel á næstu þjóðhátíð. Ég hringdi í fólkið sem nefnt er á nafn í bókinni og bað það um leyfi fyrir nafn- og myndbirtingu. All- ir voru til í tuskið. Sú sem oftast er talað um er auð- vitað hún Auðbjörg og hún var sátt við bókina. Ef hún er ánægð er ég ánægð.“ Árni Johnsen og þú eigið það sameiginlegt að hvorugt ykkar neytir áfengis. „Jú, mikið rétt, hvorugt okkar er þekkt fyrir mik- ið hömluleysi í drykkju." Það eru margar sögur af Árna í bókinni. Hefur hann haft samband við þig út af þeim? „Nei, enda hefur hann örugglega heyrt allar þess- ar sögur áður.“ Það hefur ekkert vafist fyrir þér að hafa sögurnar af Árna með? „Starf blaðamanna felst í því að hafa sögur eftir fólki. Ég samdi ekki þessar sögur og bæti heldur engu við þær. Myndin sem þær gefa af Árna er líka sú að hann sé hugmyndaríkur, skemmtilegur og hjálpsamur maður sem vílar ekki fyrir sér að lána ókunnugum bílinn sinn og veiða lunda með því að setjast á þá. Vestmannaeyingar hafa húmor fyrir sjálfum sér, þetta eru engar veimiltítur. Þeir lifðu af Tyrkjarán- ið, eldgosið og ætli þeir lifi ekki mig af líka.“ -sm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.