Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 20
20 H e l c) cj rb la ö iO'V' LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Ljóðið í farangrinum Ritstjórinn færir skáldinu efnivið íIjóðin og skáldið hugqar ritstjórann íerli daqsins. Sigmundur Ernirsegir lesendum DV frá fá- keppni íIjóðaqerð, áhrifum frá ömmu og dularfullri skáldsöqu. Sigmundur Ernir Rúnarsson, skáld og ritstjóri, heitir ekki Ernir að millinafni heldur skáldanafni. Um þetta er til sú smáskrýtna fjölskyldusaga að Sig- mundur, sem var skírður í höfuðið á afa sínum, átti upphaflega að heita Sigmundur Valur. Afinn lagðist mjög gegn þessu þvi hann var ekki hrifinn af fugla- nöfnum og var farið að vilja þess gamla og Sigmund- ur segist vera í hjarta þakklátur því ella væri fanga- mark hans í dag SVR. Sigmundur hefur gefið út sex ljóðabækur og kom sú sjötta út i haust og heitir Innbær - útland. Um bókina hafa birst tveir dómar opinberlega og vekur það nokkra skemmtun að í báðum umsögnunum er minnst á áfengi. Geirlaugur Magnússon sagði í DV að ljóðin minntu á kertaljós og rauðvín en Guðbjörn Sig- urmundsson sagði í Mbl. að ljóð Sigmundar væru eins og gott vín, þau bötnuðu með tímanum. Ekkert byltingarskáld Umsagnirnar bera það einnig með sér að Sigmund- ur sé blíðlegt skáld og elskulegt sem hrópar ekki af húsþökum. Ertu eiginlega alveg meinlaus, Sigmund- ur? „Ég er milt skáld og mín sýn á lífið er ljúf og ég er ekkert byltingarskáld. Ég hef alltaf hrifist af stemn- ingarfullum kveðskap og vil gjarnan hefja þann kyndil á loft. Ég vil segja fólki sögur í gegnum stemn- ingu og myndir sem ég dreg upp,“ segir Sigmundur Ernir sem er af akureyrsku bergi brotinn og var þar í menntaskóla þegar hann gaf út sína fyrstu ljóðabók aðeins 19 ára gamall. Það eru til hjartnæmar sögur af íslenskum mennt- skælingum gegnum tíðina þar sem hafa mælst allt að sextán skáld í einum og sama bekknum. Var þetta þannig á Akureyri um 1980, var allt morandi í skáld- um? „Nei, það má eiginlega segja að ég hafi verið norð- lenskt fákeppnisskáld þvi ég hafði eiginlega enga sam- keppni og uppskar fyrir vikið svo mikinn fjölda við- urkenninga að það var ekki trúverðugt." - Við höldum áfram að tala um tilgang og eðli ljóðs- ins sem sumir vilja meina að sé að breyta heiminum og mætti ri^a upp samanburð á mætti pennans og sverðsins. En Sigmundur segist ekki vera byltingar- skáld. „Ég hef alltaf verið frekar róttækur í þjóðmálum en að sama skapi viss um að pólitík og póesía fari illa saman.“ Þjáning, dauði og ást - Mýtan um skáldið segir að það eigi að þjást því aðeins úr þjáningunni spretti raunveruleg snilldar- verk og þjáningin sé þannig forsenda snilldarinnar. Þannig séu sterkar tilfinningar, sérstaklega erfiðar tilfinningar forsenda góðra ljóða. Er þetta mýta eða sannleikur? „Ég er þessu eiginlega alveg sammála og held að skáld yrki best í þjáningu og efa. Mér finnst mér sjálf- um hafa tekist best upp í ljóðum þegar dauðinn og ást- in eru til umfjöllunar. Til þess að taka út einhvern þroska verða skáld að verða fyrir einhverjum áfoll- um. Ég finn það sjálfur hvernig ég hef breyst á þeim 20 árum sem ég hef fengist við að yrkja. Þaö er vegna þess að ég hef einfaldlega kynnst meiri þjáningu og grimmd, angist og dauða heldur en sem tvítugur menntskælingur á Akureyri. Þetta má samt ekki misskilja þannig að ég hafi ekki kynnst öðru þvi ég hef verið umvafinn ást og ein- drægni líka og hef ort mig nær til algleymis um ást- ina. Ástin er tvímælalaust sterkasta aflið er hún rím- ar óumflýjanlega við: þjást. Þess vegna er eintóna og of mikil ást einfaldlega leiðinleg." Sigmundur hefur ekki aðeins gefið út sex ljóðabæk- ur heldur hefur hann átt í mjög fjöllyndu ástarsam- bandi við ljóðagyðjuna og sett saman dægurlagatexta bæði alvarlega og léttúðuga, ort ljóð í safnbækur, haldið ljóðasýningar og margt fleira. Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur gefið út sína sjöttu Ijóðabók og segist vera skáld stemninga frekar en bylt- inga. Skáldið og ritstjórinn Sigmundur hefur auk þess skrifað allt sitt líf í fjöl- miðla af öllu tagi, bæði prentað mál og einnig texta sem lifað hefur í andrá augnabliksins á öldum ljós- vakans. En hvernig una þeir saman skáldið og blaða- maðurinn, flýr annar í skjól undan hinum eða eru þeir hvor annars orkuveita? „Ljóðagerð er hugarleikfimi sem veitir manni vissulega mikla hugarró. Starfið er almennt séð hjálp því það færir manni söguefni og undarleg augnablik í ríkari mæli en flest önnur störf held ég geri. Það er sennilega ekkert annað starf í eins nánum tengslum við sögu okkar samtíma og ég held að þess sjái víða stað í mínum kveðskap. En þetta starf á lika sínar erf- iðu stundir og þá er gott að leita skjóls í ljóðinu." - Það er plagsiður ritdómara og bókmenntapáfa að tala um skáldsöguna sem eitthvað sem er örlítið æðra og merkilegra en ljóðið. Það er álitinn áfangi og þroskaferli ungra ljóðskálda þegar þeir vaxa upp úr ljóðinu og skrifa sína fyrstu skáldsögu. Nú ert þú varla lengur ungur höfundur en ertu alveg fastur í ljóðinu eða megum við eiga von á skáldsögu? „Það vill reyndar svo til að um þessar mundir er ég að vinna að því sem annaðhvort er mitt langlengsta ljóð til þessa eða skáldsaga sem mér finnst líklegra,“ segir Sigmundur og verður litla stund eins og rithöf- undur á svipinn en ekki ljóðskáld. Sliáldsaga fæðist - En um hvað skal bókin fjalla? Sigmundur svarar lengi vel ekki en segir síðan mjög gætilega: „Þetta er mjög persónuleg skáldsaga og óvenjuleg þroskasaga sem varpar ljósi á lítt þekktan og við- kvæman veruleika i íslensku samfélagi. Þetta verður frumraun mín á þessu sviði en annars hefur ljóðið gripið mig þeim heljartökum að ég býst ekki við að það sleppi mér nokkum tímann." Við komumst að þeirri niðurstöðu að þeir sem ánetjast Ijóðagerð ferðist líf sitt á enda og séu alltaf með ljóðið í farangri sínum hvar sem þeir fara. Þetta sést harla vel í kveðskap Sigmundar sem oft fjallar um myndirnar sem blasa við skáldinu þar sem það ferðast um heiminn, hvort sem það eru afskekktar steppur eða fótum máð torg stærstu borga veraldar. Þótt þúsund augu stari á sama hlutinn þá sér skáldið alltaf lífið með sínum eigin augum. Skúffuskáldið amma og Stefán Hörður Það er til siðs að spyrja skáld og rithöfunda hvað hafi mótað þá til skáldskapar. í tilfelli Sigmundar hlýtur spurningin eiginlega að vera: Var mikið ort á þínu heimili? „Ég á því láni að fagna að vera alinn upp við forn- an kveðskap. Föðuramma mín var ein þeirra fjöl- mörgu sem orti í skúffuna og hún tuggði vandlega ofan í mig hefðbundinn kveðskap og þá hrynjandi sem slík ljóð byggja á. Hjá henni lærði ég að heyra þá músík sem er í kveðskapnum og þess sér áreiðanlega stað i mínum bókum. Ég get kastað fram stöku á góðri stundu og geri það stundum. Stundum þegar ég er að skrifa einhvern þreyttan texta á þriðjudegi í vinnunni þá sé ég hvernig stuðlar og höfuðstafir skríöa inn i textann og áður ég en veit af er allt orðið rammstuðl- að.“ - Sigmundur fer líka að tala um aðra áhrifavalda en ömmu sína og þá fljóta upp nöfn eins og Rudyard Kipling og Walt Whitman sem eru vissulega meira en meðalhagyrðingar en það er samt einn sem verður að standa þeim ofar. „Stefán Hörður Grímsson er slíkur höfuðsnillingur í íslenskri nútimaljóðlist að hann verð ég að setja í þrjú efstu sætin og hleypi engum útlendingum þar að. Stefán Hörður var stemningarfyllsta skáld okkar tíma og sýnir okkur hvað eftir annað að í hverju litlu ljóði býr ofboðmikil saga,“ segir Sigmundur að lokmn. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.