Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 22
H&lqarblað X>"V" LAUGARDAOUR 21. DESEMBER 2002 afc -?'. jw • • : ¦ .«-' "Sfe T«£ i&ftíz) «0**** Jón Hjaltalín Magnússon er frumkvöðull ársins ííslensku viðskiptaUfi. Hann segirfrá íslenskum vélmennum, vel- gengni fyrirtækisins og fram- tíðaráætlunum. „Ástæðan fyrir því að ég fór inn í álbransann var sú ég var beðinn árið 1983 að kanna möguleika á aukinni sjálfvirkni í álveri ÍSAL þar sem störf voru einhæf og ekki alveg hættulaus. Niðurstaðan varð sú að ákveðið var að sjálfvirknivæða eitt starf þar. Þetta leiddi til þess að fyrsti íslenski róbótinn var smíðaður og settur upp hjá ÍSAL árið 1987 og fengum við tækifæri til að fram- kvæma þetta verk. í framhaldi af þessu verkefni fór ég að skoða álmarkaðinn og kynna mér möguleikann á því að þróa vélar fyrir hann. Mér þótti það mjög áhugavert verkefni og margir möguleikar á frekari þróun tækja til notkunar í álverum. Hægt og rólega hefur breidd fram- leiðslunnar aukist og nú bjóðum við upp á þrjátíu mis- munandi vélar, vélasamstæður og kerfi og höfum selt til 21 álvers í öllum heimsálfum," segir Jón Hjaltalín Magn- ússon, frumkvöðull ársins í íslensku viðskiptalífi, en hann stofnaði árið 1987 fyrirtækið Altech JHM og veitir því forstöðu. „Við höfum haft þá stefnu að kanna hvar við getum auðveldaö störf í álverum. Við höfum kynnt stjórnendum verkfræðilegar lausnir og þeim hefur litist vel á okkar hugmyndir. Við höfum aldrei smíðað frum- gerð vélar nema búið sé að selja hana. Það er líka þannig að þegar við höfum selt fyrstu vélina er auðveld- ara að selja þá næstu. Álbransinn er í eðli sínu íhalds- samur markaður og ekki auðvelt að komast þar inn. Menn treysta okkur fyrir því að þróa nýjar vélar og setja þær upp. Við höfum síðustu ár farið meira inn í upplýsinga- tækni og höfum þróað heildargæðaeftirlitskerfi fyrir ál- ver sem gerir stjórnendum kleift að fylgjast með öllu framleiðsluferlinu. Þetta kerfi erum við um þessar mundir að setja upp í álveri Norsk Hydro í Sunndal, það næsta verður sett upp í Þýskalandi og síðan í Ástralíu. Öll ný álver hafa ákveðið að kaupa þetta kerfi af okkur, auk þess sem við erum í viðræðum við tuttugu eldri ál- ver um þetta kerfi." Uppfinningar eru verkfræðilegar lausnir Jón Hjaltalín lærði rafeindaverkfræði í Tækniháskól- anum í Lundi og fékk þegar námi var lokið vinnu í skipasmíðastöð í Malmö í Svíþjóð við að þróa hleðslu- kerfi fyrir risaoliuflutningaskip. Þá voru tölvur ekki komnar í almenna notkun og því þurfti Jón að seh'a búnaðinn sjálfur til skipasmíðastöðva og olíufélaga. Hinn ungi verkfræðingur var því eftir sex ára starf hjá stöðinni þjálfaður í vöruþróun og alþjóðlegri markaðs- setningu. Þegar ég spyr Jón hvort hann sé ekki uppfinningamað- ur gerir hann lítið úr því og segir: „Uppflnningar eru ekki annað en verfræðilegar lausnir sem fela í sér hag- kvæmni fyrir verkkaupa. Fyrir okkur skiptir máli að skila árangri tæknilega og umhverfislega þannig að það sé hagur fyrir álverið að setja tækin okkar upp og að við hógnumst á því að selja fleiri álverum sömu lausn." Menn hefðu skellt upp úr Árið 1987 stofnaði Jón i'yrirtækið Altech JHM og eins og áður sagði var upphafið smíði róbóta fyrir álverið í Straumsvík. Altech hefur þegar selt sjö slík tæki til ál- vera víða um heim. Um það leyti sem Jón stofnaði fyrir- tækið var hann ráðgjafi Háskóla íslands og Reykjavíkur- borgar í eflingu hátækniiðnaðar en það starf leiddi með- al annars til byggingar Tæknigarðs við Háskóla íslands og Líftæknihúss við Iðntæknistofnun. Þá voru um það bil tíu fyrirtæki í tölvu- og rafeindageiranum en þau eru líklega um 200 núna. „Það voru nokkrir áhugamenn sem höfðu trú á þessu," segir Jón Hjaltalín, „aðrir höfðu tak- markaða eða enga trú. Fáir hefðu séð það fyrir þegar ég var með í að taka Marel út úr Háskólanum 1983 og gera að sérstöku fyrirtæki aö það myndi síðar fara inn í þró- un og framleiðslu flæðilína fyrir kjúklinga- og kjötiðnað. Menn hefðu skellt upp úr." Þróun fjármögnuð jafnóðum Á þeim tíma sem Jón stofnaði fyrirtækið var enginn veröbréfamarkaður á íslandi og erfitt að fá áhættufjár- magn til að þróa vörur. „Þess vegna ákvað ég að gera þetta sjálfur," segir Jón Hjaltalín. „Ég ákvað að taka mér þann tíma sem þurfti til þróunar. Ég hef aldrei smiðað frumgerö án þess að hafa traustan kaupanda að vörunni og því getað fjármagnað þróun jafnóðum. Margir hafa farið flatt á því að smíða frumgerðir til enda, án þess að hafa kaupendur, því það getur tekið langan tíma að selja vörur, sérstaklega í íhaldssömum geira eins og áliðnaði. Aðrir hafa fengið góðar hug- myndir en óttast að anna ekki eftirspurn og farið út í að byggja verksmiðjur með tilheyrandi vélum og starfs- mönnum en farið flatt á því þegar salan bregst. Ég hef valið þann kost að vera ekki með eigin framleiðslu held- ur hef ég leitað til sérhæfðra fyrirtækja og látið þau smíða einstaka hluta sem við setjum síðan saman hér í fyrirtækinu, prófum og sendum síðan út. Ef við værum með eigið verkstæði lentum við í vandræðum ef sala drægist saman og þá færi mikil orka í að skaffa iðnað- armönnum atvinnu á öðrum sviðum. Með okkar fyrir- komulagi höfum við getað einbeitt okkur algjörlega að áliðnaðinum. Hér í fyrirtækinu eru 18 starfsmenn en utan fyrirtækisins höfum við árlega borgað 20-30 árs- verk hjá öðrum framleiðslufyrirtækjum." 500 tilboð útistandandi Vélar og vélasamstæður Altech kosta á bilinu 15 til 100 mUljónir. Af því leiðir að samningar geta orðið mjög stórir. „Við erum einnig með heildarlausnir fyrir álver þar sem samningar geta verið frá 1-3 milljarða," segir Jón Hjaltalín. „Við erum nokkurs konar arkitektar fyr- ir álver og erum viðurkenndir sem slíkir. Okkar fram- leiðsla er hagkvæm, örugg og umhverfisvæn og við erum eitt af sjö fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig á þessu sviði. „Við erum nokkurs konar arkitektar fyrir álver og erum viðurkenndir sem slíkir. Okkar framleiðsla er hagkvæm, örugg og umhverfisvæn og við erum eitt af sjö fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig á þessu sviði," segir Jón Hjaltalín Magnússon, forstjóri Altech og frumkvöðull ársins í íslensku viðskiptalífi. DV-mynd E.Ól. Ástæðan fyrir því að ég fór inn i álbransann var fyrst og fremst sú að það var álver á íslandi og því góður heimamarkaður. Til að byrja með var Altech þjónustu- aðili fyrir ÍSAL en þrjár af okkar vélum voru þróaöar í samvinnu við tæknimenn ÍSAL og eru í álverinu. Norð- urál er einnig með vélasamstæður frá okkur en við sett- um upp skautsmiðju þar 1998. Væntingar okkar eru þær að fleiri álver verði reist hér, enda er mikil orka og miklir möguleikar á íslandi. Markaðssetning okkar hef- ur verið markviss og við fáum að meðaltali eina fyrir- spurn á dag um framleiðsluvörur okkar. Við erum núna með um 500 tilboð útistandandi til álvera alls staðar í heiminum." Kortið á hverri skrifstofu „Þegar við huguðum að markaðssetningu fyrirtækis- ins leituðum við að einhverri sérstakri leið. Okkur vantaði heimskort þar sem öll álver heimsins væru merkt inn á en slíkt kort var ekki til. Við létum því hanna og prenta slíkt kort þar sem nafnið okkar kemur vel fram á snyrtilegan hátt. Þetta kort er nú á veggjum hjá hverjum einasta lykilmanni í 140 álverum og minn- ir á okkur. Þegar við höfðum látið prenta kortið buðum við stærsta blaðinu á álmarkaðinum að birta það og það gerði það - birti kortið á forsíðunni! Við fengum í fram- haldi af því að meðaltali 50 fyrirspurnir á dag frá fólki sem vildi kaupa kortið þannig að við byrjuðum lika að selja það. Kortið hefur einnig verið birt i Financial Times. Það hefur því reynst ódýr og áhrifarík auglýsing og ég myndi segja að kortið væri með betri markaðs- hugmyndum. Kortið er nú gefið út af Aluminium Times og prentað í 5000 eintökum og sent til allra álverk- smiðja. Það má því segja að kortið hafi komið okkur endanlega á kortið." Frekari framrás „Framtíðaráform fyrirtækisins eru áfram fólgin í því að einbeita sér að áliðnaðinum," segir Jón Hjaltalín. „Til lengri tíma litið höfum við áhuga á álúrvinnslumarkaðn- um. Við munum hægt og rólega fikra okkur inn á þann markað. Við höfum einnig fengið fyrirspurnir frá magnesíumverksmiðjum og koparverksmiðjum. Við höf- um sérhæfða þekkingu á sviði tækjabúnaðar til stóriðju. Við erum með samstarfsaðila í 14 löndum nú þegar og munum við setja upp skrifstofu í Ástralíu og Venesúela þar sem við höfum selt tækjabúnað til álvera. Einnig höf- um við áhuga á frekari framrás i Kína en hingað kom fyrir skömmu 19 manna sendinefnd þaðan til að ræða við okkur. Auk þess höfum við sem hluthafar í Atlantsáli verið hvatamenn að byggingu álvers við Eyjafjörð og súrálsverksmiðju við Húsavík. Við búumst við því að forathugun og umhverfisathugun verði lokið í lok næsta árs og framkvæmdir geti haflst í byrjun árs 2004." -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.