Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 24
H&lcjctrbladi J3V L AUCARDAOUR 21. DESEMBER 2002 Storkurinn Styrmii- varð landsfrægur á einui nóttu og jafnvel ríkisstjórnin fjallar um hann á fundi sínum - hann er við storkaheilsu í Húsdýragarðinum: um arsKapiega flottur oá skoðar selina Storkurinn Styrmir varö landsfrægur á einni nóttu ef svo má segja. í gærmorgun var hann til umræðu í ríkisstjórninni - hvorki meira né minna. Þar var ein- róma samþykkt aö verja einni milljón króna til kaupa á færanlegu stálgrindarbúri sem Húsdýragarðurinn fær og mun nýtast vel eftir að Styrmir hverfur'til hlýrri landa með vorinu. í Húsdýragarðinum má bú- ast við enn meiri gestakomum en endranær eftir að storkurinn er kominn þangað. í gær hringdu tveir ráðherrar í forstöðumann garðsins til að fá fregnir af Styrmi, þau Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, sem gaf leyfi til að fanga storkinn og fékk duglega veiðimenn til að taka að sér verkið, og sjálfur forsæt- isráðherra landsins, Davíð Oddsson, sem er í raun guðfaðir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins frá borgar- stjóratíð sinni. Tómas Guðjónsson sagði að sér þætti vænt um þessi símtöl. Storkurinn fór suður eins og margir aðrir. Síðustu þrjár nætur hefur hann sofið utanhúss í Húsdýragarð- inum í girðingu. Hann sefur þar á öðrum fæti eins og storka er siður, með höfuð undir væng og sveigir hálsinn aftur. „Styrmi hefur áreiðanlega aldrei liðið betur, hann skálmar um og er afskaplega fiottur," sagði Tómas Guðjónsson í Húsdýragarðinum i gær. Hann stendur gjarnan uppi á trjágrein og horfir á seli busla í tjörninni. Búast má við að Styrmir verði vin- sæll um jólin þegar fjölskyldur fara gjarnan saman í garðinn. Á storkurinn að deyja? íslendingar eru ekki frægir fyrir dýravernd. Oftar en ekki birtast í blöðum fréttir af ógnarlegum píning- um á búpeningi en sjaldgæfara er að frétta af björgun skepna úr háska. Skemmtilegt og afar óvenjulegt dæmi um þetta síðarnefada er björgun storksins Styrmis úr klóm íslensks vetrar sem hlýtur að skella á okkur fyrr en varir. Það hefði mátt sleppa þessari björgunaraðgerð, fjölmargir töldu einsýnt að hann dræpist - og höfðu litlar áhyggjur af því. Aðrir hugs- uðu öðruvísi. Davíð Oddsson hafði hvíslað því að Siv Friðleifsdóttur að kannski mætti bjarga storkinum. Hún fór strax af stað og nokkrum dögum seinna var Styrmir kominn í góðar hendur. Þessi storkur án landamæra þvældist með sunnan- eöa suðaustanáttum sem voru sterkar og hlýjar í haust. í stað þess að taka strikið til suðurs í sólina í Afrlku eða við Gíbraltar, þar sem storkar hafa al- mennt vetursetu, þvældist Styrmir til íslands. Hann hefur eflaust lent í bullandi meðbyr því storkum er það ekki lagið að fljúga yfir opið úthafið. Breiðdalur- inn varð hans heimkynni um nokkurra vikna skeið, og þá aðallega hjá fjölskyldunni á Ásunnarstöðum um miðjan dalinn. Fyrst varð hans vart þar 25. október og dvaldi hann þar þar til 18. desember, á miðvikudag, þegar hann gekk í gildru veiðimannanna. Óánægðir að missa storkinn Rúnar Ásgeirsson bóndi sagðist í gær ekki vera sér- lega ánægður með að storkurinn skyldi fangaður og fluttur burt og sama mætti segja um fleiri Breiðdæl- inga. Hann viðurkenndi þó að hér væri um að ræöa dýraverndarmál. „Mér fmnst þó forkastanlegt að kasta öllum þessum peningum skattborgara í tóma vitleysu," sagði Rúnar og segir að vel hefði mátt fanga storkinn á ódýrari hátt. „Og mér finnst leiðinlegt að verið sé að senda mér og mínum tóninn fyrir að hafa ekki fóðrað DV-raynd Hari Ráðherra bjargaði storkinu Leyfi ráðherra og aðgerðir sérfræðinga þurfti til að bjarga storkinum. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra skoðaði fuglinn í gærdag ásamt þremur strákum, syni sínum, Hákoni Juhl Þorsteinssyni, og sonum aðstoðar- manns hennar, Einars Sveinbjörnssonar, þeim Sveini Gauta og yngri ^róður hans, Þorkeli, sem kom með nafnið á Styrmi og rökstuddi nafnið. DV-Mynd Hanna Ingólfsdóttir Genginn í gildru Myndin var tekin þegar Styrmir storkur var genginn í gildruna eftir nokkurra daga undirbúning og.tals- yerðan eltingarleik.. storkinn. Ég vissi það vel að mér var óheimilt að raska ró hans en var tilbúinn að fóðra hann þegar þar að kæmi, ef leyfi fengist tít" sagði Rúnar. Storkur á síðum DV DV hefur fjallað fjölmiðla mest um storkinn Styrmi á síðum sínum undanfarið en á síðari stigum hafa aðrir fjölmiðlar tekið hressilega undir. Undir lok nóv- ember grennslaðist Júlía Imsland, árvökull fréttarit- ari. DV á Hornafirði, fyrir um líðan fuglsins. Fuglaá- hugamennirnir Björn Arnarson á Höfn og Hálfdán Björnsson á Kvískerjum höfðu séð hvítstorkinn háma í sig fuglshræ, ánamaðka og smásilunga. Nokkrum dögum síðar skrifar Júlía að hvítstorkurinn sé í góðu atlæti með kindunum á túninu á Ásunnarstöðum. Rúnar bóndi segist ekki trúaður á að fuglinn lifi af veturinn og að ekki verði hægt að taka hann á hús eða gefa honum að éta. Þegar hér var komið sögu gerist það að fyrrverandi kollega okkar hér á DV, Heiður Helgadóttir blaðamað- ur, kemur í heimsókn og talar við greinarhöfund um storkinn. I fórum sínum hafði Heiður litla litprentaða bók frá Danmörku sem fjallaði um storkinn Lúðvík. Heiður hafði áhuga á að storkinum yrði bjargað. í þessari bók frá 1970 segir frá storki sem vængbrotnar og er bjargað. Lúðvík, sem reynist reyndar kvenkyns, eignast maka vor eitt eftir áralanga bið, og þau eiga saman unga sumar hvert. Um síðir nennir haninn ekki lengur að leggja á sig flugið til sólarlanda en hef- ur vetursetu hjá fjölskyldunni í Fröstrup ásamt maka sinum. Dæmigert fyrir karlkyniö, segja konur hér á ritstjórninni! Ráðherra bjargar storkinum Næst upplýsir DV 6. desember að leyfi ráðherra þurfi til að bjarga storkinum. Þar segir Guðmuhdur A. Guðmundsson, vistfræðingur og fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun íslands, að allar líkur bentu til að storkurinn lifði ekki af veturinn á íslandi. Ætti hann að lifa yrði að hýsa hann og fæða. Þann 10. des- ember er haft eftir Hildi Ellenu, heimasætu á Ásunn- arstöðum, að storkurinn virðist hafa megrast og menn telji að af honum sé að draga. Til gamans er háft eftir séra Gunnlaugi Stefánssyni í Heydölum að ekki hafi storkkoman í sveitina aukið á barneignir svo vitað sé. Föstudaginn 13. desember ségir DV frá því aö ráð- herra umhverfismála, Siv Friðleifsdóttir, komi stork-' inum til bjargar. í fréttinni kemui- fram í fyrsta sinni nafn storksins, Styrmir, sá sem stormurinn ber. Ráð- herrann hefur óskað eftir því að NáttúrUfræðistofhun sehdi menh austur til að freista þ'ess 'að'fanga fuglinn og færa hann suður í Húsdýragarðinn. „Fuglinum er bani búinn ef ekki verður að gert og hann líður greinilega skort," sagði Siv í viðtali við DV. „Því þótti mér ekki nema eðlilegt að reynt yrði að bjarga stork- inum," sagði Siv. Tómas Guðjónsson, framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og húsdýragarðsins i Laugardal, var mjóg jákvæður i þessu máli frá upphafi, sem og Margrét, samstarfs- kona hans. Tómas taldi ljóst að storkurinn væri mat- arlítill og ætti erfitt með fæðuöflun en taldi að hann þyldi íslensk vetrarveður. Á mánudaginn var kom i DV baksíðufrétt um að Styrmir væri kominn í fæði hjá þeim Ólafi K. Nielsen fuglafræðingi og Þorvaldi Björnssyni sem höfðu vaktað fuglinn af þolinmæði. Fyrir hann voru lagðir dagsgamlir dauðir kjúklingar, síld og fleira góðgæti. Storkurinn átti að sækja sér matinn inn í búr sem komið hafði verið fyrir hjá honum og fljótlega var hann kominn upp á lagið með það. Næst segir DV frá háttalagi storksins, að hann flaug burtu frá sinni heimaslóð og lagðist í 20 kílómetra ferðalag inn í dal- botninn. Fangaður - og fluttur suður Fréttaritari DV á Breiðdalsvík, Hanna Ingólfsdóttir, var vakin og sofin í storkamálum um þessar mundir og hún og maður hennar, Sigursteinn G. Melsteð, þustu um á „sinum fjallabíl" yfir ár og læki og leituðu storksins ásamt veiðimönnunum. Loks fundu þau hann undir árbakka þar sem hann stundaði fiskveið- ar. Heim á Ásunnarstaði skilaði hann sér síðan og um miðjan miðvikudag gekk Styrmir í gildruna. Sjálf- sleppibúnaður hafði klikkað en sérfræðingarnir að sunnan höfðu ráð undir rifi hverju og settu band í grænan bíl stofnunarinnar og þegar Styrmir fór inn í búrið að gæða sér á síld bökkuðu þeir bílnum mjúk- lega og drógu netið hægt fyrir opið. Um kvóldið var Styrmi komið fyrir í sterklegum pappakassa, og settur i vbrulest flugvélar Flugfélags íslands á Egilsstöðum. 1 Húsdýragarðinn var komið um 9 um kvöldið. Fuglinn var dálitið ringlaðUr i' fyrstu, æstur og pirráður. Fyrst af öllu var læknis- skoðun hjá Björgvin Þórissyni dýralækni. Storkurinh reyndist vera fullorðinn fugl, kyn hans var ekki greint að sinni, 4,6 kíló á þyngd, og ekkert amaði að honum nema ormar í iðrum sém ekki er óalgengt með flökkufugla og er auðlæknað. • Framtíöin er vonandi góð hjá Styrmi. Við ætlum að leggja okkur fram úm að láta honum líða ye} hérna eins og öðrum dýrum sem hjá okkur eru," sagði Tómas Guðjónsson við DV igær. • • ; -JBF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.