Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 26
Helgarblctö JÖV LAUOARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Manstu ekki eftir mér? Ragnhildur Gísladóttir ætlaði að semja kántrílaq og hitti þjóðina beint íheila- börkinn með: Manstu ekki eftir mérZ Ragnhildur talar við DVum búkslátt og barnahjal, jafnrétti ípoppheimum og leit- ina að kúltúrþjóðinni. „Manstu ekki eftir mér? Mikiö líturöu vel út beibí, frá- bært hár." Svona eru fyrstu línurnar í viðlaginu við eitt af vinsælustu lögum myndarinnar Stella í framboði eftir Guð- nýju Halldórsdóttur sem var frumsýnd á fimmtudaginn. Það gerðist með einhverjum undarlegum hætti á ör- skammri stundu að íslenska þjóðin nam þetta lag nánast í fyrsta skipti sem hún heyrði það og löngu fyrir frumsýn- ingu myndarinnar var vandfundinn sá maður sem ekki gat sungið með Stuðmönnum þegar þeir fluttu lagið. Þetta sá ég sjálfur á konserti í Austurbæ þegar stappfull- ur salur söng hástöfum með sveitinni þótt lagið hefði ein- ungis heyrst opinberlega tvisvar eða þrisvar sinnum. Lagið sem þannig skríður inn í hausinn á þeim sem heyrir er eftir Ragnhildi Gísladóttur sem ég veit eiginlega ekki hvort ég á að kalla tónlistarmann, söngkonu, lagahöf- und eða hvað, og gríp til þess ráðs að kalla hana tónskáld. Ragnhildur hlær. Við erum stödd á heimili Ragnhildar í Grjótaþorpi jöfnu báðu milli morguns og hádegis. Húsfreyja ber fram magn- að kaffi í undarlegum bollum og kötturinn Hrafnkell skæl- ir hástöfum og bítur svo blaðamann þegar hann reynir að sýna honum vinarhót. Hér mætti skrifa langa rullu um hörmungar Hrafnkels sem er alger innikveif og ræfill eftir erfiða flutninga millum landa og söttkví í Hrisey fyrir tveimur árum. Hrafnkell er breskfæddur og mjög liklega með heimþrá eins og títt er um brottflutta þegar líður að jólum. - Stella í framboði er, eins og margir kannski vita, nokk- uð sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Stella í orlofi sem íslenska þjóðin vældi af hlátri yfir fyrir einum sextán árum. Þar fóru Laddi, Edda Björgvinsdðttir, Gísli Rúnar og margir fleiri á kostum og þau eru öll mætt aftur og meira að segja pUturinn sem lék ungan son Stellu í fyrri mynd- inni, Þorleifur Arnarson, er orðinn leikari og fær sama hlutverkið aftur sextán árum seinna. Þetta er súrrealískt. Ofleikarar sem virka TitUlag myndarinnar, eftir Ragnhildi að sjálfsögðu, er ekki siður orðið vinsælt, en textann við það gerði enginn annar en Ómar Ragnarsson af sinni alkunnu snilld. „Ég tilheyri hópi fólks sem finnst Ómar Ragnarsson al- gerlega frábær og við höfum eiginlega stofnað aðdáenda- klúbb þótt Ómar viti ekki af því. Hann er alger snillingur og orkan sem þessi maður býr yfir og allt sem hann afkast- ar er ótrúlegt. Þessi maður er magnað fyrirbæri." - Ragnhildur er eðlilega búin að sjá myndina i endan- legri gerð þegar viðtalið fer fram og hún segir að hún sé „drullufyndin". „Kannski er ég of nálægt henni en mér finnst Guðný hafa þroskast sem húmoristi síðan hin myndin var gerð. Þarna eru tilsvörin beittari og fyndnari og minna af rjóma- tertuhúmor. Svo er þetta fólk, eins og Edda, Gísli Rúnar og Laddi, einfaldlega svo fyndið að það er ekki eðlUegt. Mér finnst Laddi einn af okkar bestu leikurum og mikill atvinnumaður í öllu sem hann gerir. Hann klikkar aldrei og er eini ofleikarinn sem virkar. Guðný og Halldór eru yndislegt fólk að vinna með og þykir vænt um aUa, fyrir utan það að borga þeim sem vinna fyrir þau, sem er skemmtUeg tilbreyting," segir RagnhUdur sem hefur áður unnið með Guðnýju í Karla- kórnum Heklu og Ungfrúnni góðu og húsinu, en þá sem leikkona. Betra en hitt í fyrra skiptið varð titUlag myndarinnar óskaplega vin- sælt. Það var samið af Valgeiri Guðjónssyni og þegar ákveðið var að RagnhUdur tæki að sér að semja tónlist við myndina hlýtur hún að hafa fundið fyrir talsverðri pressu. „Þetta er eitthvað það erfiðasta sem hægt er að gera í popptónlist," segir Ragnhildur. „Þetta „hitt" þurfti nefnUega að verða eins gott og helst betra en hitt „hittið". Það er óskaplega hætt við að tónlist verði þvinguð og skrýtin þegar lagt er upp með eitthvað svona. Það er ekkert verið að flnna upp hjólið í svona verk- efnum. Sumir sitja dögum saman yfir svona löguðu en aðrir grípa bara hugmyndir á lofti og það gerði ég. Ég ætlaði að semja kántrUag en hef aldrei haft gaman af eða áhuga á svoleiðis tónlist og kannski var það sú afstaða sem gerði þetta svona auðvelt." Ragnhildur Gísladóttir ætlaði að verða hljómsveitarstjóri en varð poppari. Hún hefur fengist við tónlist frá búk- slætti yfir í barnahjal en hitti þjöðina í hjartað með Stellu í framboði. DV-mynd E. ÓI. 20 ára hár Var Þörður að yrkja tU þín þegar hann sagði: „Frábært hár"? „Það held ég ekki. Þórður er snUlingur í að setja saman texta sem lúta öUum bragreglum en hljóma samt eins og eðlUegt og óþvingað talmál. Þetta eru svona setningar sem eru svo oft sagðar við mann og þess vegna hljóma þær svona kunnuglega." - Sjálf segist RagnhUdur hafa notast við sömu hártísku í nærri 20 ár og við nánari umhugsun held ég að það hljóti að vera rétt hjá henni. RagnhUdur er annars eina söngkon- an sem maður getur sagt við að hún sé gömul lumma án þess að móðga hana en sá brandari styðst við upphaf ferUs hennar í popptónlist sem var í sönghóp sem kaUaði sig Lummurnar seint á áttunda áratugnum. RagnhUdur ólst upp á Kjalarnesi og er menntaður tónlistarkennari og seg- ist aldrei hafa ætlað að hasla sér völl i popptónlist. . ,,Ég ætlaði eiginlega að læra hljómsveitarstjórn eða eitt- hvað í þá áttina. Svó lenti ég í hverju poppverkefninu á fætur öðru og því hefur dregist að fara í frekara nám. Hins vegar finnst mér tónsmíðar mjög heUlandi og vona að mér vinnist tími tU að sinna þeim er fram líða stundir." - Það er hægt að rekja ferU RagnhUdar í kringum 25 ár I íslensku poppi, í gegnum Lummur og Brunalið, Brimkló og Grýlur, yfir í Stuðmenn þar sem hún hefur verið í fram- línunni síðustu 15 árin eða svo. Inn í þennan ferU mætti svo skjóta ýmsum tónlistarverkefnum undir eigin nafni sem spanna aUan skalann frá búksláttarhljómsveitum yfir í diska þar sem barnahjal er notað sem tónlist og í aðrar áttir yfir í tónlist við tvö leikrit, Sýnda veiði og Skáldanótt. RagnhUdur segist þrátt fyrir aUt vUja telja Grýlurnar, sem hún stofnaði skömmu eftir 1980, frumraun sína í dæg- urtónlist. En Grýlurnar áttu skamman en blómlegan ferU sem fyrsta íslenska kvennahljómsveitin. Komin lieiin í Stuðmenn „Svo fannst mér eiginlega eins og ég væri komin heim þegar ég gekk í Stuðmenn. Þar eru innanborðs menn sem aUir eru afar undarlegir, hver á sinn hátt, en þar ríkir ein- stakt frelsi hvað varðar tónlist og það kann ég að meta." - Hér gæti komið langur kafli um hljómsveitina Stuð- menn og tUvist hennar í íslensku menningarlifi en við rök- ræðum okkur tU þeirrar niðurstöðu að hljómsveitin líkist orðið meira póstmódernískri liststofnun en popphljóm- sveit, einmitt vegna þess frelsis sem þar ríkir og leiðir án efa á köflum tU stjórnleysis en það er önnur saga. Það er eiginlega meira freistandi að inna RagnhUdi eftir skoðun- um hennar á jafnrétti karla og kvenna í hinum karlvædda poppheimi. „AUt of margar konur eru einfaldlega búnar að ákveða að karlar ráði öUu. Þær sitja svo bara og væla yfir því en þetta fer aUt eftir því hvaða forrit maður setur í hausinn á sér. Mér finnst að konur eigi einfaldlega að sýna meira sjálfstraust og gera það sem þær vUja og geta, hvort sem það er að spUa í hljómsveit, gera kvikmynd, gerast þing- menn eða semja tónlist. Svo eiga þær að hætta að skamm- ast sín fyrir að vera húsmæður því mér fmnst húsmóður- hlutverkið eitt með þvi merkUegasta og göfugasta sem tU er og fátt er meira krefjandi," segir RagnhUdur. Mér dettur í hug að spyrja hana svona seint á aðventu hvort hún sé „búin að öllu" en það er sérstakt orðalag sem :ég held að bara húsmæður skUji. Ég sé grenigreinar hanga á stoð út undan mér 0g ákveð að hætta yið þessa umræðu. Ekki streitast gegn hugmyndum RagnhUdur segist spurð um næstu verkefni vera að semja tónlist á geisladisk sem verður gefmn út undir henn- ar nafni einhvern tímann í náinni framtíö. Hvar sú tónlist liggur á skalanum frá búkslætti yfir í barnahjal segist RagnhUdur eiginlega ekkert geta sagt tU um á þessari stundu. „Ég vU ekki láta hugmyndir binda mig um of. Ég fer úr einu verkefni í annað án þess að njörva mig niður. Það má ekki streitast á móti hugmyndum þegar þær fæðast eða vera með einhverja fordómaígagnvart þeim. Þá geta þær stíflað aðrar hugmyndir sem éiga eftir að fæðast og maður er ekkert annað en orka sem þarf að fá að flæða." RagnhUdur segist sækja sér mikinn kraft í náttúruna og leita á vit hennar í því skyni og væri án efa tU í að flytja langar ræður um kraftinn sem býr í okkur og orkuna sem við verðum að kunna að beisla tU þess að skapa. „Við verðum að kunna að opna augun og sjá og opna eyr- un og heyra. TU þess verðum við að gefa okkur tíma tU að lifa og hætta þessu brjálaða kapphlaupi í að eignast hluti sem engu máli skipta. Við verðum að gefa okkur tíma tU þess að njóta lífsins. Þetta þurfum við líka að kenna börnunum okkar og mér fmnst að það ætti að nota þó ekki væri nema brot af þeim fjármunum sem við eyðum í aUs konar snobbhátíðir í að tryggja börnunum okkar kennslu i dansi og tónlist í grunn- skólum. Þar vantar mikið upp á en það myndi skUa sér í bættri líðan og þroska barnanna okkar. Við vUjum koma fram sem kúlturþjóð en erum við virkUega að sinna því og þá sérstaklega þegar kemur að listauppeldi barnanna?" Veit ekki hvert ég er að fara - Svo segir Ragnhildur mér frá manni sem hún þekkir sem ferðast tU annarra sólkerfa og kann að segja margar faUegar skrýtnar sögur af þeim ferðalögum og ólíkum bú- skaparháttum manna á framandi slóðum i himingeimnum. Þetta er sagt í því samhengi að sýna fram á tUgangsleysi hjónabandsins sem RagnhUdur segir eitt það versta sem hent geti góð ástarsambönd. Þetta sýnir líka hvað það er erfitt að halda þessu viðtali á strikinu svo maður bregði fyrir sig sjómannamáli. - Af einhverjum ástæðum förum við síðan að tala um Ingibjörgu Þorbergs sem söng svo faUega í sjónvarpinu á aðventunni fyrir ári lagið sitt „Hin fyrstu jól" að öU þjóð- in klökknaði yfir þessari faUegu gömlu konu. Megum við eiga von á því að sjá RagnhUdi Gísladóttur hátt á áttræðis- aldri að syngja „Sísí fríkar út" í vinsælum sjónvarpsþátt- um? „Ég veit ekkert hvert ég er að fara. Ég vona að ég hafi tUfinningu fyrir því að vera ekkert að þröngva mér upp á þjóðina ef hún viU ekki hlusta á mig. En aldur skiptir auð- vitað engu máli heldur bara orkan sem maður býr yfir og þegar ég verð komin þangað verður ekki spurt hvað mað- ur sé gamaU, heldur hvort maður hafi orku í það." -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.