Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 28
28 H&íg&rblcið J3"W" laugardagu R 21. DESEMBER 2002 Jól um víða veröld i Hér á landi farajólasveinarnir að tínast til byggða þrettán dögum fyrirjól og flestir íslendingar opna jólapakkana á aðfangadagskvöld. Matarvenjur heimilanna umjólin eru yfirleitt ífóstum skorðum og eins ár eftir ár. Sumir borða rjúpur en aðrir ham- borgarhrygg eða hangikjöt. Jólasiðir annarra þjóða geta verið mjóg ólíkir okkar siðum og venjum. I Rússlandi halda menn uppájólin 6.janúarog íTaílandi er skreytt fyrir vestræna túrísta. Mexíkómenn slápinata og halda veislu (níu daga fyrirjól, einn dag fyrirhvern mán- uð meðgöngunnar hjá Maríu mey en íGana dansar fólk á götum úti. svipað því sem gerist í borgum á Vestur- lóndum." Hann segist vera kristinn og aðhyllist kenningar Votta Jehóva. „Það eru margs konar trúarbrögð í Gana, islam, búddatrú og afrísk trúarbrögð en stærsti hluti þjóð- arinnar, sem er um átján mihjónir, er lút- erstrúar. Þar sem ég er vottur Jehóva held ég ekki jól en jólin í Gana eru ekki ólík því sem gerist hér. Jóladagur, 25. desember, er frídagur og þá kemur fjölskyldan sam- an, borðar góðan mat og fólk gefur hvað öðru gjafir. íbúar í Ghana eyða ekki eins miklu í gjafir og íslendingar en svipað og hér fara margir í kirkju um jólin, líka þeir sem fara aldrei á öðrum tíma árs." Ættflokkabúningar „íbúar Gana skiptast í marga ættfiokka og um jólin klæðist fólk hátíðarbúningi ættflokksins sem það tilheyrir. Búning- arnir geta verið mjög skrautlegir og ótrú- lega fallegir. Fólk hittist mikið úti og spil- ar á trommur og dansar. Þetta er mjög skemmtilegur tími því maður getur hvenær sem er tekið þátt í dansinum. Hátíðarmaturinn í Ghana er mismun- andi milli ættflokka. Hjá Akan, ættflokkn- um sem ég tilheyri, kallast hann fúfú og er búinn til úr lambakjöti, yami og kassava. Kjötið er soðið i súpu með jurt- um og grænmeti en yamið og kassavað stappað likt kartöflumús og sett í skál og súpunni hellt í kring. Það er síðan tekið upp með höndunum og dýft í súpuna og borðað þannig." Jólasveinninn með grímu Að sögn Akeems er langt síðan jóla- sveinninn kom til Gana. „Ég man eftir því þegar ég var lítiH að allir krakkarnir voru hræddir við jólasveininn. Jólasveinninn í Gana er í rauðum og hvítum fötum eins og annars staðar en auk þess er hann með hræðilega ljóta grímu til að hrella börnin. Hann á það meira að segja til að koma inn á heimilin til að hræða óþekk börn til hlýðni en hann færir þeim lika gjafir ef þau eru þæg. Það var mikil umræða um þetta í fjölmiölum heima fyrir nokkrum árum og ég held að jólasveinninn hafi mildast eitthvað eftir það." Virði rétt fólks til að halda jól Akeem er vottur Jehóva og leggur áherslu á að hann virði rétt fólks til að halda jól. „Það er réttur hvers og eins að ákveða hverju hann trúir án þess að aðrir séu að skipta sér af því? Mér koma jólin ekki við - segir Akeem sem er fæddur í Gana Ganamaðurinn Sam Richards, eða Akeem eins og hann kýs að kalla sig, kom til íslands á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar og al- þjóðlegra samtaka um ungmennaskipti, AUS, árið 1995 til að kynna ganíska menningu. Til að byrja með starfaði hann á Úlfljótsvatni og segist hafa vakið mikla athygli þar sem hann var eini svertinginn á Suðurlandi. Akeem talar mjög góða íslensku og í dag starfar hann að æskulýðsmálum og segist kunna vel við sig á íslandi. Hann er giftur Jóhönnu Maríu Jó- hannesdóttir. Margs konar trúarbrögð Akeem er fæddur í höfuðborg Gana í Vestur-Afríku, sem heitir Accra og með menntun sem tengist félags- starfi með unglingum. Hann segir að sýn Vesturlanda- búar á Afríku sé fremur einhæf. „Fátæktin úti á landsbyggðinni er mjög áberandi í fjölmiðlum en það er minna fjallað um lífið í borgunum sem er ósköp Gjafir allt árið Eins og áður segir tilheyrir Akeem sömuði Votta Jehóva og heldur því ekki jól. Hann segist oft hafa velt því fyrir sér sem barn hvort hann væri að missa af ein- hverju þrátt fyrir að vera alin upp við að það sé rangt að halda jólin. „Vottar Jehóva gefa gjafir allt árið en ekki á ákveðnum timum. Við teljum jólin ekki hluta af kristinni trú en virðum skoðanir annarra og rétt þeirra til að halda jól. Konan mín er til dæmis ekki vottur Jehóva og heldur jól og það er allt í lagi min vegna. Hún virðir líka mína trú og rétt minn til að taka ekki þátt í jólahaldinu með henni. Mér koma jólin ekki við og ég tek því engan þátt í þeim og mæti ekki í jólaboð vegna þess að ég fer ekki í veislur til að láta mér líða illa með því að brjóta í bága við trúarsannfæringu mína." Akeem leggur áherslu á að hann virði rétt fólks til að halda jól. „Það er réttur hvers og eins að ákveða hverju hann trúir án þess að aðrir séu að skipta sér af því." -Kip Færum for- eldrum okkar gjafir á gamlárskvöld - segir Somjai Sirimekha frá Taílandi Somjai Sirimekha kom til íslands fyrir rúmum níu árum til að vinna sem au-pair. Skömmu eftir að hún kom til landsins fór hún í kvöldskóla til að læra ís- lensku. Hún hefur mjög gott vald á íslensku og starfar sem túlkur og þýðandi á skrifstofu Alþjóðahússins. Skvetta vatni Somjai segir að Taílendingar séu búddatrúar og þess vegna haldi þeir ekki jól eins og kristnir menn. „Taíland er aftur á móti mikið sótt af kristnum ferða- mönnum þannig að Tailendingar skreyta fyrir túristana i byrjun desember svo að þeim líði vel og komist í jólaskap. Eftir að tímatalinu var breytt höld- um við mikið upp á gamlárskvöld eins og Vestur- landabúar en i gamla daga voru áramótin 13. april. Hátíðin 13. apríl kallast sankran og stendur yfir í þrjá daga og þrjár nætur. Sankran er almennur frídagur en skemmtistaðir og veitingahús eru opin. Yfirleitt koma fjölskyldurnar saman og borða og skemmta sér. . Víðast eru settar upp skreytingar í borgum og bæjum um þetta leyti og fólk leggur mikið á sig til að hafa matinn eins góðan og hægt er. Fyrri part dags 13. apr- íl safnast fólk saman í bænum og skvettir vatni hvað á annað. Vatnið er tákn um blessum og um leið þakk- ar fólkið hvað öðru fyrir árið sem er að líða." Gráta gleðitárum „Taílendingar taka sér einnig frí 31. desember. Flestir fara heim til að hitta foreldra sína, borða góð- an mat og skemmta sér saman. Það er engin hefð fyr- ir ákveðnum réttum eins og hér þar sem fólk hefur yf- irleitt sama matinn um jólin og áramótin. Við eldum bara það sem okkur þykir gott og reynum að gera öll- um til hæfis. í Taílandi gefa börnin foreldrum sínum gjafir á gamlárskvöld til að þakka fyrir sig. Hugmynd- in á bak við þetta er sú að foreldrarnir eru búnir að sjá um okkur frá því að við fæddumst og nú er kom- inn tími til að við þökkum fyrir okkur og látum þeim líða vel. Foreldrarnir þakka aftur á móti fyrir gjafirn- ar með tárum og gráta af gleði yfir því að börnin séu komin heim." Somjai segir að jólasveinninn eins og við þekkjum hann sé farinn að skjóta upp kollinum í Taílandi og að taílensk börn séu farin að tengja kallinn í rauðu fötun- um við jólin. „Þau vita kannski ekki jafnmikið um hann og börn á Vesturlöndum en það er að breytast." -Kip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.