Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 35
+ LAUCARDAGUR 21. DESEMBER 2002 H<3 lCj Cl f" fc> lO Cs JLJÞ Af 35 .vandamál vikunnai Barnið þitt kemur heim með miða til þín eftir að það hefur verið að leika við barn nóqrannakonunnar. Miðinn inniheldur skilaboð frá móður barnsins sem eru á þá leið að það gangi ekki lengur að börn- in leikisaman þvíbarnið þitt hafi vond áhrif á barnið hennar. Þér finnst þetta skrýtin skilaboð þvíeiginlega hefur þér fundist þessu vera öfugt farið, þ.e.a.s. að barnið þitt hafi orðið fyrir slæmum áhrifum af barninu hennar. Hvað gerir þú? Aðalfundur Vélstjórafélags íslands verður haldinn laugardaginn 28. desember kl. 14.00 í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, Reykjavík. Fundardagskrá samkvæmt lögum félagsins. Vélstjórar á farskipum Fundur um kjaramál farmanna verður haldinn föstudaginn 27. desember kl. 11.00. Fundarstaður: Borgartún 18, 3. hæð. Vélsljórar á fiskiskipum Fundur um kjaramál fiskimanna verður haldinn föstudaginn 27. desember kl. 15.00. Fundarstaður: Borgartún 18, 3. hæð. Vélstjórafélag íslands Tala út um hlutina „Ég á ekki mörg börn en ég myndi byrja á því að tala viö barnið mitt og kanna þess hlið á málinu. Næsta skref er að ræða við nágrannakonuna og fá hennar hlið á því. Annars fer þetta eftir því hverjir eiga í hlut hverju sinni. Barnið mitt gæti verið orðljótt og haft slæm áhrif á önnur börn og ég yrði þá að taka á því máli en oftast er nágranninn eitthvað skrýtin ... er það ekki? Aðal- málið er að tala út um hlutina við börnin þá lýkur svona ágreiningi með ham- ingjutárum." Friórik Ómar Hjörleifsson, útvarpsmaöur á Fm Akureyri 935 og tónlistarmaöur Hreinskilni og áræði Sennilega myndi ég byrja á því að spyrja barnið varlega út í samskiptin. Þær spurningar færu að vísu talsvert eftir aldri barnsins því ekki spyr mað- ur á sama hátt barn sem er fimm ára og það sem er 12 ára. Ég myndi reyna að finna út í hverju leikirnir hefðu verið fólgnir, skoða samskipti þeirra þar sem ég hefði séð til þeirra (barnanna) því varla leika þau sér eingöngu heima hjá hinu barninu eða þar sem ég ekki sé til. Væntanlega koma ein- hverjar skýringar þar, þó ekki séu aðrar en hugleiðingar barnsins og til- finningar gagnvart hinu barninu og fjölskyldu þess. (Hér kemur líka inn í spurning um fleiri, þ.e. hvort ég er í sambúð eða ekki, hvort ég get rætt þetta fyrst við maka og heyrt hans/hennar viðhorf.) Því næst myndi ég hringja i móður barnsins hins og spyrja hana nánar út í málið. Hvort eitt- hvað sérstakt hefði gerst og hvað þá. Það færi auðvitað eftir viðbrögðum hennar hver viðbrögð mín væru við skýringunum. Ef hún segði mér eitt- hvað sem orsakaði að ég teldi þörf á að ræða betur við barnið mitt myndi ég gera það í framhaldinu en sennilega segja henni einnig frá því sem ég hefði haft áhyggjur af varðandi samskipti barnanna, þ.e. það að hennar barn hefði sýnt tiltekna takta sem ég hefði áhyggjur af. Sjálfsagt er að ræða frekar vináttuna þeirra á milli og hvernig hægt væri að bæta úr því sem aflaga hefði farið. Ef vináttan skipti barnið mitt miklu myndi ég á allan hátt reyna að leysa málið. Ef ekki, léti ég sennilega gott heita eftir að hafa rætt við móðurina og segði barninu mínu einfald- lega að foreldrar hins barnsins vildu ekki að þau léku sér saman. Það kostar auðvitað skýringar og þær yrðu enn og aftur að vera í samræmi við aldur barnsins. Þetta er hins vegar flókin staða og auðvelt að flækja hana enn meira með því að verðá reiður, sár eða fara í flækju. Manni þykir jú vænt um börnin sín og vill vernda þau hvað sem gerist. í slíku máli, líkt og öðrum mannlegum samskiptum, er hreinskilni og áræði það sem mér hefur dugað best. Einfaldlega spyrja og skoða málið. Á hinum endanum er móðir sem er nákvæmlega eins farið og mér - vill gera allt það besta fyrir barnið sitt." Vigdís Stefánsdóttir, ritstjóri Æskunnar fVSlut^ 'M3TO»^C 8 DANBERG ehf Skulagðtu 61 -105 Rvk Sími: 562-6470 VACUUH -PÖKKUNAKVÉL Hjddpcirtcekvð z&wi/ékkert heúmílí/getur verCð oav. Leigan íþínu nverfí W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.