Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Heígarhlaö E>V 37 DV-myndir E.Ól. Guðjón lætur sykurinn bráðna á pönnunni áður en hann baetir smjörlíkinu út í og síðan kart- öflunum. Hann segir best að kartöflurnar séu nýsoðnar og heitar í gegn og mælir jafnvel með því að þær séu bleyttar aðeins áður en þeim er skellt út í karamelluna á pönnuni. Þá er komið að því að skera steikina og hún bregst ekki vonum. Hryggurinn er fullur af safa enda var suðan látin koma hægt upp, suðutíminn var stuttur og síðan var bitinn lát- inn bíða í pottinum áður en hann var gljáður við góðan hita í ofni. „Það er óþarfi að hafa hlutina flókna," segir Guðjón og býr til eplasalat af einföldustu gerð. Bragðið er frískandi og fer vel með reyktu kjötinu. DV-myndir Sig. Jökull Hvítvín og rauðvín frá Alta Vista í Argentínu - er val Ómars S. Gíslasonar, víndeild Rafkóps-Samvirkis Hamborgarhryggur er vinsælasti jólamatur íslend- inga og er hann yfirleitt eldaður á hefðbundnum nót- um. Hins vegar er ekki alltaf hlaupið að því að velja vín með hamborgarhrygg sem orsakast bæði af reyk- bragðinu og saltinu. Ómar S. Gíslason hjá víndeild Rafkóps-Samvirkis var ekki í vandræðum með að leysá þetta verkefni og mælir hér með tveimur fyrir- taks vínum frá Alta Vista í Argentínu, ekki síst hvítvíninu. Alta Vista víngerðin í Argentínu á sér langa sögu en hefur ekki hafist til vegs og virðingar fyrr en á allra síðustu árum. Sagt er að fyrsta vínvið Argent- ínu hafi verið plantað af evrópskum innflytjanda um 1557. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og get- ur Argentína nú státað af að vera fjórða stærsta vín- framleiðsluþjóð heims. Andstæður í náttúru lands- ins eru með þeim mikilfenglegustu sem getur að líta hjá nokkurri vínþjóð, snævi þaktir tindar í suðri og frumskógar í norð-austri. í yfir 850 m hæð yfir sjávarmáli hefur franska vín- gerðarfyrirtækið Gam Audy komið sér fyrir með Jean-Michel Arcaute í broddi fylkingar. Jean Michel Arcaute sá snemma möguleikana á að framleiða vín af miklum gæðum í Argentínu. Hafist var handa við framleiðsluna 1997 þegar keyptir voru um 60 hektar- ar á besta stað í Mendoza-héraðinu, Lujan de Cuyo. Gam Audy vínfyrirtækið á rætur að rekja til Bor- deaux í Frakklandi þar sem það framleiðir gæða Bor- deaux-vín. Hefur meistarinn sjálfur, Jean-Michel Arcaute, í tvígang verið valinn víngerðarmaður árs- ins í Frakklandi. í Alta Vista vínunum upphefja frönsk víngerðarlist og frábær ræktunarskilyrði í Argentínu hvort annað í æðra veldi. Með jólamatnum nú urðu hvítvínið Alta Vista Torrontés Premium og rauðvínið Alta Vista Mal- bec fyrir valinu. Alta Vista Torrontés Premium er hreint torrentés vín. Af því leggur mikinn og góð- an blómailm með vott af rósum. Vínið er bjart og ferskt þar sem kryddkehnur full- komnar bragðsinfóníu þá sem verður í munni neytandans. Alta Vista Torrentés hentar vel með reyktum mat eins og ham borgarhrygg, bæði kjöti og fiski. Það hentar einnig vel með humri og gengur ágætlega með austurlenskri matreiðslu og fuision-mat- reiðslu. Alta Vista Malbec er alfarið gert úr Malbec- þrúgunni og hefur legið í amerískum eik- artunnum í sex mánuði. Liturinn er rúbín- rauður, ilmurinn vel opinn, þéttur og þrosk- aður. Þetta er meðalbragðmikið vín með góða fyllingu, mjúkt tannín og langa endingu í bragði. Vottar fyrir sætum krækiberjum, heitum og bökuðum ávöxtum, kryddi og kaffi. Hér nýtur Malbec-þrúgan sín vel. Alta Vista Malbec nýtur sín vel með öllu kjöti, ekki síst rauðu kjöti, lambi og villibráð. Umsjón Haukur Lárus Hauksson %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.