Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Page 38
38 He/() a rbla c) 33 "V LAUGARDAGUR 21. DASEMBER 2002 Metnaður er harðasti húsbóndinn Hver er galdurinn á bak við ævintgraleqa velgengni manna ársins ííslensku við- skiptalífi? Hvað hvetur menn til ngrra af- reka eftir hvern sigurinn á fætur öðrum? Björgólfur Thor Björgólfsson segir hér frá öllu þvísem hann kann að útskgra um galdurinn á bak við ævintgrið. Björgólfur Thor Björgólfsson er þrjátíu og fimm ára. Árið 1996 - fyrir þrítugt - stofnaði hann Bravo International ásamt föður sínum, Björgólfi Guð- mundssyni, og Magnúsi Þorsteinssyni. Bravo var að- aleigandi samnefndrar bjórverksmiðju í Rússlandi sem þeir félagar höfðu forgöngu um að byggja upp og efla. Fyrr á þessu ári seldu þeir verksmiðjuna til Hein- eken fyrir um 400 milljónir Bandaríkjadala. Það eru um 35 milljarðar króna - miðað við óvenjulega lágt gengi Bandaríkjadals um þessar mundir. Áður höfðu þeir fjárfest í búlgörsku lyfjaverksmiðjunni Bafkan- pharma og Pharmaco á Isfandi. Og þeir þrir mynda saman eignarhafdsfélagið Samson sem á í viðræðum við stjórnvöfd um að kaupa kjölfestuhlut í Lands- banka ísfands. Sígandi lukka best Þeir Björgólfur eldri og Magnús eru með okkur í upphafi spjalfsins. Það er létt yfir þeim þremenningum öffum þótt í næg önnur hom sé að líta en að svara alftof stórum spurn- ingum blaðamanns. Eins og til dæmis: Hver er fykiffinn að þessari óvenjufega mikfu velgengni? „Lykiffinn að henni er að minnsta kosti tíu ára þrotlaus vinna,“ segir Magnús. „Þetta gerist ekki einn tveir og þrír heldur byggist á þrautseigju og vinnu - og svo er náttúrfega afftaf einhver heppni." „Fólki finnst þetta hafa komið aift í einu,“ bætir Björgólf- ur Guðmundsson við. „Það er vegna þess að menn unnu sína heimavinnu fremur hljóðlátt í tíu ár og höfðu sig ekkert i frammi fyrr en árangurinn var ljós.“ Björgólfur Thor segir að þeir þremenningar vinni eftir langtímaáætlunum. „Við byijuðum að skoða bjórverksmiðj- una 1997 og það var funm ára plan. Eins með það sem við erum að gera í Pharmaco; þar eru að minnsta kosti fimm ár í viðbót þangað til við sjáum ákveðinn vendipunkt. Við erum minna í skynditækifærum, gefum okkur frekar langan tíma og byggjum varlega upp - þótt reyndar hafi bruggverksmiðj- an verið byggð á mettíma." Annar lykill að galdrinum sé að þreifa fyrir sér á stöðum og í geirum sem aðrir hafi ekki sýnt mikinn áhuga. „Það er voða erfitt að elta alltaf hjörðina. Þá ertu alltaf að setja þig í meiri samkeppni í staðinn fyrir að fara þangað sem minna er um að vera, taka þér stöðu þar og byggja þig upp hægt og ró- lega.“ Stundum virðast kaupsýslumenn - ekki síst þeir yngri - lifa eftir reglunni um að hika sé sama og að tapa, en Magnús beitir fyrir sig annarri alkunnri reglu til að lýsa mottói þeirra þremenninga: „Sígandi lukka er best.“ Hérinn og skjaldbakan Nú skyldi maður ætla að þeir sem treystu á sígandi lukku misstu fyrir vikið af öllum bestu tækifærunum. Björgólfur Guðmundsson segir að sú sé ekki raunin. „Það er mikilvægt að hafa í huga að það koma ný tækifæri á hverjum degi. Menn missa í sjálfu sér aldrei af neinu; það birtast ný tækifæri jafhóðum ef menn eru ekki sífellt hrædd- ir við að vera að missa af einhverju í hraðanum. Svo er það líka einu sinni svo að fljóttekinn gróði vill stundum hverfa fyrr.“ Og Björgóifur Thor nefnir intemet-æðið þessum visdómi til stuðnings. „Við tókum eftir því þegar við vorum i miðju fimm-ára planinu okkar í Rússlandi, þá kom upp hlutur sem hét ’Dot Com’ í Bandaríkjunum - netið - sem tryllti allt. Og við spurðum okkur oft: ’Hvað erum við eiginlega að gera héma? Streðandi fyrir árangur eftir þijú ár þegar menn græða milljónir á mánuði?’ En þá sannaðist hið fomkveðna um hérann og skjaldbök- una. Það er skjaldbakan sem kemur á endanum i mark. Og við drógum lærdóm af þessu: Við vorum óöraggir gagnvart því sem okkur fannst við ekki geta haft nein haldbær tök á. Við vorum miklu öruggari gagnvart drykkjarvörunum og því sem við vorum að gera i Rússlandi. Við fylgdumst vel með og vorum vel upplýstir um hvað var að gerast á markaðnum og vissum að við vorum að gera rétta hluti.” „Þeir sem fjárfestu mikið í ’Dot Com’ - keyptu kannski fyr- ir fimm hundruð og græddu milljón - þeir tóku ailtaf sömu sénsana á meðan það entist, vora ríkir um stund og svo var ekkert eftir,” segir Björgólfur eldri og sá yngri bætir við: „Þeir héidu áfram að taka ’double-or-nothing’ þangað til þeir enduðu í ’nothing’.” Bítlar og Þrestir „Það sem við gerum er samþykkt einróma. Ég man ekki eftir að það hafi nokkru sinni verið öðravísi,” segir Bjöigólf- ur Thor um það, hvemig samstarfi þeirra þremenninga sé háttað. „Ein af okkar duldu eignum er reynslan og traustið sem við beram hver til annars. Það er gífurlegur fengur í því.“ „Það er nú eiginlega þannig að ég bara frétti hvað þeir era að gera,“ segir faðir hans og hlær við. Blaðamaður bendir þeim félögum á, að jafnvel farsælasta og gjöfulasta samstarf getur reynt á vinskapinn og jafnvel með ósköpum; bendir á Bítlana máli sínu til stuðnings. Hvemig skyldu þeir ætla aö forðast slík átök í framtíðinni? „Ætli það sé ekki með þvi að vera ekki saman allan dag- inn,“ segir Magnús - Björgólfur Guðmundsson bendir á að menn séu mikið á ferðinni i útlöndum. „En Maggi er sá eini okkar sem hefur verið í hljómsveit'" Magnús upplýsir að þar sé um að ræða lúðrasveitina Þresti á Egilsstöðum. Björgólfur Thor segir að vitanlega gæti farið fyrir þessum góða hópi eins og Bítlunum - og bætir við: „En þeir gerðu nú góða hluti hver í sínu lagi líka.“ Áhugi vs. ágóði Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort ráði meira um fjárfestingamar: ágóði af verkefninu eða áhugi þeirra á til- teknu viðfangsefni. „Það var ævinfega ágóðinn,” segir Björgólfur Thor. „Hins vegar hefur það breyst til muna eftir söluna á Bravo og núna vegur þetta jafnþungt myndi ég segja.“ Faðir hans játar því aö þetta birtist meðal annars í fjárfest- ingum eins og í útgáfustarfsemi á íslandi. „Já, bókaútgáfa er séráhugasvið hjá mér og menningin sem er í kringum hana.“ Lokaspuming - þessu tengd: Hver skyldi að þeirra mati vera stærsta umbunin sem felst í því að stunda viðskipti? „Fyrir mér er það að ná markinu,“ segir Magnús. „Maður setur markmið og svo þarf að fmna leiðina að því. í því felst skemmtunin.” Björgólfur Guðmundsson notar einnig líkingu um mark - en þó mark af öðra tagi. „Fyrir mér er það sams konar til- finning og ánægja og þegar KR vinnur Akranes! Það er gleði og stolt.“ Metnaður Að svo búnu er Björgólfi Guðmundssyni og Magnúsi Þor- steinssyni hleypt úr viðtali á hliðarlínunni og aftur inn á völl viðskiptanna. Björgólfur Thor situr eftir einn. - Hvers vegna fórstu út í viðskipti frekar en að verða bók- menntafræðingur, kennari eða hvað annað sem væri? „Þetta hefur alltaf legið fyrir mér. Ég fór snemma að vinna, hvort sem það var sem sendill, við blaðburð eða ann- að, og hef alltaf spjarað mig sjálfur. Svo fór ég í sjálfstæðan atvinnurekstur á námsárunum: bóksölu, rekstur á skemmti- stað og ýmislegt sem gat gefið vel af sér á skömmum tíma því ég þurfti að framfleyta mér níu mánuði ársins erlendis. Ekki dugðu lánin frá LÍN fyrir því. En þetta hefur alltaf legið fyr- ir mér, það er bara þannig.” - Heldurðu að þér fyndist hitt ekki nægilega skemmtilegt? „Jú, jú. Ég hef velt því fyrir mér hvort maður ætti að söðla um núna. En það er ekkert sem heillar mig það mikið að ég stökkvi á það.“ - Margir hugsa eflaust með sér að ef þeir næðu sjálfir við- líka árangri í viðskiptum myndu þeir kalla þetta gott og fara að gera eitthvað allt annað - og jafnvel mest lítið. Hvað held- ur þér gangandi? „Málið er - og þetta á nú ekki að vera djúp speki en er „Þegar ég sagði skólafélögum niínum frá Bandaríkj- unum að ég væri kominn til Rússlands sögðu þeir: ’Hvílík óheppni! Hvað ertu að gera?’ Á meðan voru þeir að græða á 'Dot Com’. Sama með Búlgaríu: ’Balkansvæðið! Það er allt í steik þar!'“ LAUGARDAGUR 21. DASEMBER 2002 // e I c) a rb la c) 33V 43 Björgólfur Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Thor Björgólfsson i ■ ; J „Aðalástæðan fyrir því að við seldum Bravo til Heinckcn var, að okkur - sérstaklega okkur Magnús sem höfðum verið á miklum ferðalögum - langaði til að eyða meiri tíma með fjölskyldum okkar. Það var aðalástæðan." — Björgólfur Thor samt sönn - að metnaður er harðasti húsbóndinn. Hann keyr- ir mann lengst og harðast. Ef maður er vanur að gera mikl- ar kröfur til sjálfs sín er erfitt að ætla allt í einu að slá af þeim. Þetta er orðin eðlisávísun. Það er ekki þannig að mað- ur vakni og segi við sjálfan sig að maður verði að komast á næsta pall fyrir ofan heldur tekur eitt við af öðra.“ Viðskiptasiðferði - Það er talað um að á islandi sé komin ný kynslóð kaup- sýslumanna sem sé harðsvíraðri en sú fyrri. Myndir þú telja þig til hennar? „Það er erfitt að staðsetja sig þannig. Þegar ég á viðskipti get ég yfirleitt átt viðskipti við viðkomandi aftur. Það er eitt af kennileitunum sem maður hefur i huga. Þú veist aldrei hvenær þú þarft að eiga samskipti við' fólk aftur og eins gott að loka engum dyrum. Varðandi kynslóðaskiptin þá verða þau hér eins og annars staðar. Margt af þessu unga fólki er menntað erlendis og hef- ur því aðrar áherslur. Það getur líka verið að það hafi kom- ist i álnir í gegnum frjálsari fjármagnsmarkað og verðbréfa- markað og menn skapast af því mynstri sem þeir þekkja. Auðvitað þarf hörku í viðskiptum en líka samskipti. Það þarf alltaf að gæta að því þegar samið er að annar fari ekki frá borðinu með fullar hendur flár en hinn ekki. Slíkir samn- ingar halda sjaldan." - Hvað segirðu um umræðu um að viðskiptasiðferði á ís- landi sé ábótavant? „Sú umræða á rétt á sér. Ég held að þetta sé ekkert eins- dæmi hér en umræðan á rétt á sér. Það hefur verið lítið að- hald í kringum verðbréfamarkaðinn hér síðustu tíu ár. En menn hafa lært af því og ég held að bæði Fjármálaeftirlitið og Verðbréfaþing séu að verða miklu öflugri stofnanir og komi til með að veita meira aðhald." - Hvað er helst að? „Ég vil ekki benda á neitt tiltekið en dæmin era mörg og margir blaðamenn era í því að finna þau. Ég legg áherslu á að ég er að tala hér almennt og blanda mér ekki með neinum hætti í tilteknar deilur. Það er mikil umræða um viðskiptasiðferði í gangi í Banda- ríkjunum. Era forstjórar að fá of mikið borgað? Era reikn- ingsskil í lagi? Gefa menn of miklar væntingar og þurfa svo í kjölfarið að breyta tölum? Þannig á umræðan sér stað víða. Það er krepputími og þá fer fólk gjaman í innri skoðun." Að hugsa stórt - Telurðu að hægt sé að benda á eitthvað tiltekið sem skil- ur á mifli þeirra sem ná langt og hinna sem sigla lygnari sjó? „Þeir fyrmefndu hugsa stórt - og láta verkin tala. Mér finnst stundum menn vera að taka út arðinn allt of snemma. og þá á ég ekki bara við peningalegan arð heldur að þeir telji sig vera konma í höfn áður en verkefninu er lokið. Það er hættumerki sem menn eiga að reyna að varast. Það er erfitt að benda á eitthvað eitt en til þess að ná langt verða menn samkvæmt skilgreiningu að hugsa stórt.“ - Einn helsti merkisberi athafnafrelsis og markaðshagkerf- is, nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman, og Rose, eigin- kona hans, gáfu út æviminningar sinar í bókinni ’Tvær heppnar manneskjur’. Hversu stór er þáttur heppninnar að þínu mati? „Hún spilar tvímælalaust inn í þetta. Það er heppni að við lentum í Rússlandi á þessum tíma. Það er heppni að við kom- um að einkavæðingunni í Búlgariu. Það er að ákveðnu marki heppni að við seldum til Heineken á tíma þegar markaðurinn var hár. En allt þetta sem ég tel hér upp væri hægt að líta á sem óheppni. Þegar ég sagði skólafélögum minum frá Banda- ríkjunum að ég væri kominn til Rússlands sögðu þeir: ’Hví- lík óheppni! Hvað ertu að gera?’ Á meðan vora þeir að græða á ’Dot Com’. Sama með Búlgaríu: ’Balkansvæðið! Það er allt í steik þar!’ Þannig að þetta er líklega punkturinn: Maður á að rýna aö- eins dýpra í málin. Spumingin er hvort glasið er hálftómt eða hálffullt, það er ekki flóknara en það - og menn þurfa að mynda sér skoðun á því snemma.“ Stærri Landsbanld? - Að Landsbankanum: Þið leggið á það áherslu að tækifær- in liggi víðar en á íslandi. Má skilja það svo að það stefni í alþjóðlegan banka? „Landsbankinn hefur keypt banka erlendis og hefur tekist vel upp í því. Við teljum að i Evrópu séu núna tækifæri á fjár- málamörkuðum fyrir smærri einingar sem gæti hentað að siá saman og búa til eina sameinaða einingu. Menn þurfa ekkert að leita mjög langt út fyrir landsteinana að því. Lands- bankinn gæti lagt slíkum fyrirtækjum til trúverðugleika og skipulag. Viö munum kannski leggja meiri áherslu á þetta en á að reyna að ná meiri markaðshlutdeild hér sem næsti mað- ur nær svo jafnharðan aftur. Það er náttúrlega ákveðin kreppa í fjármálageiranum víða í Evrópu í dag og á krepputímum eru kauptækifæri fyrir stöndugan banka með gott orðspor." Verðmæti og fómir „Það sem hefur einkennt mitt líf síðustu árin era stanslaus ferðalög. Varðandi það sem við höfúm sagt um mikla vinnu, það gengur ekki út á að neita því að heppni eigi líka hlut að máli. En ég held að menn átti sig ekki alveg á hvað menn fórna miklum tíma frá fjölskyldu. Ég býst við að mörgum finnist þessi umsvif okkar sniðug en við höfum ekki getað farið heim til okkar í mat á hverju kvöldi, höfum misst af öllum Qölskylduboðum og þess háttar, þannig að það fylgir þessu gífurlegur fómarkostnaður hvað þetta varðar. Maður vanrækir fjölskyldu og vini sem era ákaflega mikil verðmæti. Það era eiginlega þau verðmæti sem þú þarft að fóma til að skapa önnur verðmæti. Menn sem eru að huga að því að fara í útrás og umsvif skyldu alls ekki vanmeta hvað það felur í sér að vera lengi í burtu frá fjölskyldunni." - Stendur til að breyta þvi? „Aðalástæðan fyrir því að við seldum Bravo til Heineken var að okkur - sérstaklega okkur Magnús, sem höfðum verið á miklum ferðalögum - langaði til að veija meiri tíma með fjölskyldum okkar. Það var aðalástæðan. Við sögðum: ’Látum slag standa, segjum þetta gott.’ Svo höfum við reynt að njóta þess, en það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og við fórum að hlaupa á eftir þessum banka! En maður hefur séð miklu meira af fólki en áður og náð að rækta sambönd sem gefur mjög mikið.“ - Ertu þá að festa rætur? „Já, það er það sem ég hef verið að gera á þessu ári. Ég hef verið meira á íslandi með fjölskyldunni. Ég fór í tvö frí á ár- inu þannig að þetta er þróun í rétta átt. En við þurftum að fylgja sölunni á Bravo eftir langt fram eftir sumri. Það er eig- inlega fyrst í haust sem maður gat um frjálst höfuð strokið.” - Hvar heldurðu að þú setjist að? ,Ætli það veröi ekki á Englandi. Ég efast um að það verði hér.“ „Mér finnst stundum menn vera að taka útarð- inn allt of snemma, og þá á ég ekki bara við pen- ingalegan arð heldur að þeir telji sig vera komna íhöfn áður en verkefninu er lokið.“ Afslöppun og ónæði - Áttu þér fyrirmynd í viðskiptum? „Enga sérstaka, held ég. Almennt kann ég vel að meta menn sem geta verið ánægðir með það sem þeir gera. í viðskiptalífinu finnst mér til dæmis George Soros hafa gert frábæra hlutt. Ekki bara vegna þess hve hann hefur grætt mikið heldur er hann líka öflugur í stuðningi við góð málefni og hefur byggt mjög mikið og athyglisvert skipulag utan um þann stuðning. Hann er með tvær hliðar: Ekki bara að afla peninganna heldur líka að skila þeim í réttar áttir." - Þú upplifðir það átján ára gamall að Björgólfur faðir þinn var handtekinn í Hafskipsmálinu og hið mikla fjölmiðlafár í kringum það. Geturðu lýst þeirri upplifun? „Ég vil ekki fara mikið út í það nema með því að segja að þetta hefur auðvitað gífurleg áhrif á þann sem í því lendir á þessum mótunarárum. Það er flókið mál að ræða í svona stuttu viðtali. Það er athyglisvert að til skamms tíma hafði fólk tilhneigingu til að gleyma gölmörgum öðrum umsvifum hans frá því að þetta var; það var alltaf talað um ’Hafskips- forstjórann fyrrverandi’. En það hefur breyst.“ - Hvað með framkomu fólks í þinn garð: hefur hún breyst með auknum umsvifum? „Nei, ekkert óskaplega. Ég er þó að mestu hættur að fara á skemmtistaði á íslandi. Þó svo ég hafi gaman af því að skemmta mér er áreiti ókunnra það mikið hér á landi að ég kýs að forðast það.“ - Verður erfiðara að treysta fólki þegar þú átt svona mik- ið undir þér? „Já, það verður erfiðara - og návígið verður meira. Þaö er víðar tekið eftir manni. Ég sakna þess svolítið hve það var þægilegt fyrir fjórum árum eða svo, þegar við vorum að gera góða hluti erlendis en fáir vissu af þvi hér heima. Það vora mikil verðmæti að geta komið hingað, látið fara lítið fyrir sér og slappað af. Núna er áreitið mikið; það er einn af göllum þess að búa í litlu landi, en það hefur líka marga kosti sem vega það upp.“ -ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.