Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Page 42
46 Helgctrblctcf II>V LAUGARDAGU R 21. DESEMBER 2002 Munið að slökkva á kertunum Munið eftir að fjölga reykskynjurunum á heimilinu. 6,UX Rauði kross íslands SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS f ■ „Allir limir eru liarðir í verkfallinu Fyrir nokkrum dögum sendi Bókoútgáfan Hól- ar frá sér bókina ífréttum er þetta helst - gamansögur af íslenskum fjölmiðlamönnum. Ritstjórar bókarinnar eru Guðjón Ingi Eiríks- son og Jón Hjaltason og er þetta áttunda bók- in ígamansagnaflokki þeirra en áður hafa þeir gefið út gamansögur af prestum, alþingis- mönnum, íþróttamönnum og læknum. Hér á eftir uerður lítillega gripið niður íbók- ina I fréttum er þetta helst. Af Ómari Ragnarssyni Steingrímur Hermannsson, fram- sóknarmaður og fyrrverandi forsæt- isráðherra, varð eitt sinn fyrir því óláni að saga framan af einum fingra sinna. Skömmu seinna var hann í sjónvarpsviðtali hjá Ómari Ragnars- syni og afgreiddi fréttamaðurinn þetta óhapp á þann hátt, að „Stein- grímur væri eini ráðherrann í sögu íslenska lýðveldisins sem hefði minnkað í embætti". Eitt sinn var Ómar, sem um skeið var íþróttafréttamaður hjá Sjónvarp- inu, að lýsa knattspyrnuleik fyrir sjónvarpsáhorfendum og varð þá smávegis fótaskortur á tungunni undir lok viðureignarinnar. Hann sagði: „Leiktíminn er aiveg að renna út. Dómarinn er kominn með klukk- una upp í sig.“ Jóhann Hauksson og hænum- ar Spurningar fréttamanna á vett- vangi geta oft á tíðum orðið nokkuð ankannalegar í hita leiksins eins og þessi saga ber meö sér. Jóhann Hauksson fréttamaður fór eitt sinn á vettvang uppá Kjalarnes þar sem mörg hundruð hænur höfðu kafnað í eldsvoða á kjúklingabúi. Og þar sem Jóhann stóð við hlið kjúklingabónd- ans innan um hrannir af dauðum hænum kom spurningin: „Hvernig er það, þola hænur illa reyk?“ Nokkur mismæli frá íþróttafrétta- mönnum og við byrjum á Guðjóni Guðmundssyni - Gaupa: „Rio Ferdinand er traustur í þess- um leik. Hann hefur ekki stigið feU- nótu!“ „Hann verður að fara af velli. Hann getur ekki stigið í hnéið.“ „Þetta er kókapuffs-kynslóðin. Hún hefur ekki stigið hendi í kalt vatn.“ Samúel Öm Erlingsson „KR-ingar eiga hornspyrnu á mjög hættulegum stað.“ „Það var brotið á Einari Erni, en hvað gera hoUensku dómararnir við því? Jú, þeir láta þurrka gólfið ..." „Flasa Voladóttir stekkur næst!“ Aumingja Vala Flosadóttir! Eftir einn ... Það var í fréttatíma Ríkissjón- varpsins fyrir um það bil fjórum árum. Helgi E. Helgason var þá fréttaþulur, ásamt Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, og segir hann grafal- varlegur í bragði þegar styttast fer í annan enda fréttatímans: „Það er góð regla að skUja bUinn eftir heima eða taka leigubíl og fara fótgangandi ef einhver hætta er á að maður fái sér i glas.“ Jóhanna var ekki lengi að botna þessa speki kollega síns og bætti óð- ara við: „Þetta staðfestir svo sannarlega að eftir einn fái sér enginn neinn!" Á tali hjá Hemma Gunn Hermann Gunnarsson stjórnaði á sínum tíma geysivinsælum skemmti- þætti í Sjónvarpinu. Þátturinn hét Á tali hjá Hemma Gunn og kenndi þar ýmissa grasa, meðal annars spjaUaði stjórnandinn oft og tíðum við leik- skólabörn og spurði þau margs. Eitt sinn var lítUl snáði í viðtali hjá Hemma og var þá spurður, hvar hann byggi. „Ég bý á Grettisgötu," svaraði stráksi. „Og er það bakhús?" spurði Hemmi. „Já,“ svaraði guttinn, „og framhús líka!“ Mislestur Magnúsar Magnús Bjarnfreðsson, þá starfs- maður Ríkisútvarpsins, var ein- hverju sinni að lesa auglýsingar í út- varpið. Meðal annars átti hann að lesa auglýsingu um „kvenkorktöflur með teygju", en eitthvað fóru þær Ula í hann og úr þessu varð: „Kvenkartöflur með teygju!" Hvað seéir Steingrímur J. um þetta? Bergþóra Njála, fréttakona á Bylgj- unni og Stöð 2, var í ársbyrjun 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.