Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 44
4S H <3 lCj Cl f~b l Cl <J DV LAUOARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Tyrkland: Auðkýfingur um stund Það sem qerir Tyrkland áhuqavert sem ferða- mannaland er að þar fer saman mikil nátt- úrufequrð, falleq strandlenqja, sól oq hiti, qeusileq menninqarverðmæti oq ekki spillir að verðlaq er mjöq haqstætt furir Evrópubúa. Undanfarna áratugi hafa íbúar 1 Norður-Evrópu, þar með taldir Bretar, Norðurlandabúar og Þjóðverjar, sótt sólar- strendur í Tyrklandi. Svíar hafa til dæmis útnefnt Tyrkland sem besta ferðamannastaðinn við Miðjarðarhaf. Ferðamönn- um til Tyrklands fjölgar jafnt og þétt og nú taka þeir á móti 10 miUjónum ferðamanna á ári. Síðustu tvö ár hefur verið boðið upp á beint leigufiug frá íslandi til Marmaris í Tyrk- landi. íslendingum hefur líkað vel við land og þjóð og dæmi eru um fólk sem farið hefur þrisvar sinnum til Marmaris á tveimur árum. Vagga vestrænnar menningar Tyrkland tiiheyrir tveimur heimsálfum, Evrópu og Asíu. Um 3% landsins eru í Evrópuhlutanum og afgangurinn í Asíuhlutanum. Istanbúl er eina borg heimsins í tveimur heimsálfum þar sem hún teygir sig yfir Bospórussund eða Hellusund eins og það er kallað upp á islensku. Grikkland hef- ur löngum verið kallað vagga vestrænnar menningar með til- vísun í forna sögu grísku borgríkjanna. Tyrkland getur líka gert tilkall til sama titils vegna þess hve geysilega mikið af fornminjum er að finna í landinu frá tímum Grikkja og Róm- verja. Það má nefna að tvö af sjö undrum fornaldar voru þar sem nú er Tyrkland. Það er Artemisarhofið í Efesus og graf- hýsi Mausolosar konungs. Elsta borg sem grafin hefur verið upp er Catal Huyuk í sunnanverðu Tyrklandi. Talið er að fyrir 9000 árum hafi búið þar um 5000 manns. Fjallið Ararat, sem örkin hans Nóa strandaði á, er í austurhluta landsins og svona mætti lengi telja af fornum heimildum. Tyrklandog upphaf skynsemishugsunar Um 800 f. Kr. höfðu Grikkir numið land með fram strönd- um Tyrklands í Eyjahafl. Þar risu upp mörg öflug grísk borg- Hægt er að gera góð kaup í teppum, en Tyrkir eru heimsþekktir fyrir teppaframleiðslu sína; sem og leðurvórum, gulli og skartgripum. I dag geta ferðamenn svamlað í heitri laug sem Kleópatra mun hafa baðað sig í þegar hún var á ferð um Litlu-Asíu með Antoníusi. I .«r*\> ¦T f gamla hluta Marmaris, upp af höfninni, er sægur af veitingastöðum og börum og þar er líka markaðurinn eða bazar. . '-v:-. ..íi*.» Tyrkir eru ákaflega léttir í lund og þjónustuliprír við ferðamenn. ríki eins og Efesus og Míletos. í síðarnefndu borginni fæddist sá maður sem í vestrænni heimspeki er talinn upphafsmaður skynsemishugsunar. Þales hét hann og var uppi rétt um 600 f. Kr. Herakleitos hét annar, fæddur í Efesus, en hann er enn þekktari meðal þessara fyrstu spekinga sem Grikkland hið forna 61 af sér. Hin gríska menning breiddist síðan hratt út með landvinningum Alexanders mikla um og eftir 330 f. Kr. og í kjölfar Grikkja komu Rómverjar sem byggðu á hinni grísku mennirigu en þróuðu hana enn frekar. Þá varð Litla- Asía, eins og þeir kölluðu Tyrkland, eitt af höfuðvígjum heimsmenningarinnar. Allt frá hinni fornu borg Tróju við vesturströnd Tyrklands og suður strandlengjuna við Eyjahaf er i dag hægt að skoða fornar minjar, hús, torg, leikhús, bað- hús, bókasófn og basilikur. Þessir staðir hafa verið vettvang- ur margra helstu viðburða í sögu vestrænnar menningar. Tyrkland og t'nunkristniií Frumkristnin og Tyrkland eru svo nátengd að hægt er að dvelja í landinu í nokkrar vikur til þess eins að feta í fótspor kristnisögunnar. Postulasagan greinir frá ferðum Páls postula um landið og í annarri kristniboðsferðinni kom hann til Efesus. Þar komst hann með naumindum undan æstum lýðn- um undir stjórn silfursmiðsins Demetríusar sem sá hagsmun- um sínum ógnað af þessari nýju trú. Hann og aðrir höfðu nefnilega framfæri sitt af þvi að selja minjagripi tengda Artemis, frjósemisgyðjunni með mörgu brjóstm. Pflagrímar áttu erindi til Efesus til þess að tilbiðja gyðjuna i þessu stór- kostlega hofi sem talið var eitt af undrum fornaldar og af þeim hafði Demetríus lífsviðurværi sitt, svo og margir fleiri. Páll postuli hét reyndar Sál og var frá Tarsus á suðurströnd Tyrk- lands. Eins og fiestir vita var hann fremstur í flokki þeirra sem ofsóttu trúaða í árdaga kristninnar. Hann fékk vitrun og varð í staðinn fremstur í flokki þeirra sem boðuðu hina nýju trú. Guðspjallamaðurinn Jóhannes kom líka við í Efesus og er talið að í þriðju ferð hans til Litlu-Asíu hafi María guðsmóðir verið með í för. Á hæð fyrir ofan Efesus er kapella sem reist var yfir hús sem sagt er að María hafi búið í. En þótt postul- amir Páll og Jóhannes hafl gert sitt til að koma boðskapnum á framfæri voru kristnir menn af og til ofsóttir í rómverska ríkinu og síðar af öðrum innrásarherjum. Fleiri staðir í Tyrk- landi eru tengdir frumkristninni og má þar nefna að Kon- stantínus keisari tók kristna trú og aflétti ofsóknum á hendur kristnum árið 313. Hann flutti hirð sína til hinnar fornu borg- ar Býsans, nefndi hana Konstantínópel (fékk síðar heitið Ist- anbúl) og þungamiðja hins rómverska ríkis varð um aldir þar sem nú er Tyrkland. Efesus í dag Fyrir rúmum hundrað árum hófu fornleifafræðingar að grafa í gegnum sex metra þykkt jarðlag sem lá yfir gómlu Efesus og þeir eru enn að. Hundrað ára uppgröftur hefur skil- að rústum af rómverskri borg frá fyrstu, annarri og þriðju öld. Því miður er aðeins að sjá grunninn að hinu horfna hofi Artemisar. Hins vegar eru rómversku rústirnar mjóg heilleg- ar og svæði það sem grafið hefur verið upp telst meðal helstu fornminja hins grisk/rómverska menningarheims. Það er hægt að skoða það helsta á hálfum degi en hins veg- ar er hægt að verja heilum degi eða jafnvel dögum í Efesus ef áhuginn er mikill. Rústirnar eru það heillegar að með þokka- legu ímyndunarafli getur maður heyrt kallað á forngrísku yfir göturnar, fengið blóðbragð í munninn á leikvanginum þar sem skylmingaþrælar börðust fyrir lífi sínu, fundið ilminn af baðolíum í baðhúsinu og jafnvel heyrt vatnsniðinn á almenn- ingsklósettinu í miðri borginni. Við hvert fótmál er eitthvað áhugavert að sjá, mósaikgólf frá 1. óld, bókasafnið frá 2. öld en þar voru geymdar um 12.000 rullur, höggmyndir af Heraklesi og Hermesi, og síðast en ekki síst afsteypu af þekktri styttu af Artemis Efesus-manna sem var það brjóstgóð að fjöldi brjóst- anna slagar hátt á annan tug. Hægt er að fara í dagsferð frá Marmaris til þess að skoða þessa merku rústir sem eru ein- stakar. Bómullarvirkið Önnur dagsferð frá Marmaris er til Pamukkale, sem þýðir í raun bómullarvirkið, en er alls ekki myndað úr bómull held- ur kísil sem setið hefur eftir þegar heitt vatn hefur runnið nið- ur klettana í aldir. Þarna eru heitar uppsprettur og Rómverj- ar voru þeir fyrstu til að koma auga á þennan stað og gera hann að heilsulind og ferðamannaborg. í dag geta ferðamenn svamlað í heitri laug sem Kleópatra mun hafa baðað sig í þeg- ar hún var á ferð um Litlu-Asíu með Antoníusi. Fyrir íslend- inga eru heitar laugar svo sem ekkert sérstakar en við getum ekki boðið upp á laug sem hlaðin er upp fyrir tvö þúsund árum og þar sem gestir svamla innan um fornminjarnar. Sagt er að konur, og aðeins konur, yngist um nokkur ár við að baða sig í þessari laug. Þrátt fyrir að hafa séð nokkra tugi ís- lenskra kvenna synda í lauginni get ég ekki staðfest þessa sögn nema að því leyti til að íslenskar konur eru af Tyrkjum almennt taldar yngri en ár þeirra segja til um. Það má vera baðferðinni að þakka. Það er um þriggja tíma akstur til Pamukkale frá Marmaris en enginn ætti að láta það aftra sér. Á leiðinni er ekið í gegn- um landbúnaðarhéruð þar sem ræktaðar eru plöntur sem eru sjaldséðar í augum Islendinga, svo sem tóbak og bómull. í ljósaskiptunum bregður náttúran á leik og ýmsar kynjamynd- ir verða til í vindsorfnum klettum og háum fjöllum. Falleg strandlengja Strandlengja Tyrklands við Eyjahaf og Miðjarðarhaf hefur af siglingamönnum verið talin ein sú fegursta í óllu Miðjarð- arhafi. Það kemur tfl af því að sjórinn er túrkisblár við strend- urnar og landið er skógi vaxið milli fjalls og fjöru í bókstaf- legri merkingu. Marmaris er lítill bær, umlukinn furuskógi á þrjá vegu, og skráður íbúafjöldi er 25.000. Áður en Marmaris varð ferðamannastaður höfðu íbúar lífsviðurværi sitt af því að kafa eftir náttúrlegum svampi en rétt fyrir utan fióann eru stórir fiákar þar sem svampurinn vex. í dag nýta lystibátar af öllum stærðum og gerðum höfnina i Marmaris. Þar má sjá snekkjur af glæsilegustu gerð og nið- ur í einfaldar seglskútur sem Tyrkir smíða úr furu sem vex í nágrenninu og nóg er af. Hægt er að mæla með siglingu um Gökova-flóann en það tekur um hálftíma að aka þangað frá Marmaris. 1 slíkum ferðum er sólar og útsýnis notið af dekk- inu og kafteinninn sjálfur tflreiðir hádegismatinn sem rennur ljuflega niður. Tyrkneska eldhúsið Talandi um mat er ekki úr vegi að fjalla um tyrkneska mat- arhefð sem er með því besta sem gerist. Þar sem heimsveldi Tyrkjasoldána, Ottómanveldið, náði allt tfl Austurríkis í Evr- ópu, suður Mið-Austurlönd og yfir nánast alla Norður-Afríku, hafði matargerð þeirra mikfl áhrif í þessum löndum og svo öf- ugt. Hlaðborð með heitum og köldum réttum eru algeng og úr- valið er mikið, fyrir utan hvað réttirnir eru yfirleitt vel fram bornir og skreyttir. Grænmeti er matreitt á ýmsan máta og borið fram í alls konar sósum og kryddlegi. Meginuppistaðan í kóldum sósum er oftast jógúrt sem gerir þær léttar og frísk- andi. Kjötréttir eru oftast úr lamba- eða nautakjöti og algengt að kjötið sé hakkað og síðan mótað í bollur eða grillað á tein- um yfir eldi. Hrisgrjóna- og baunaréttir eru líka algengir. Brauðið er alveg sér á báti og þar tala ég fyrir munn og maga margra íslendinga sem sótt hafa Tyrkland heim. Flatt hveiti- brauð með valmúafræjum og birki, bakað yfir opnum eldi, er hreinasta sælgæti en það er borið fram heitt með smjöri. Ferskir ávextir eru algengir i eftirrétt en einnig alls konar kökur og sætindi. Smákökur sem bleyttar eru upp í hunangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.