Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Side 46
50 Helcjctrblað JOV LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Sakamál Hausinn af og tryggingabætur í vasann Þau hittust ísöfnuði sem kennir kirkju sína við musteri þarsem sálin er endurvakin og ástin kviknaði við fgrstu sgn. Bæði höfðu þau þörf fgrir að vera ísöfnuði og sækja samkundur og íkirkjunni löðuðust þau hvort að öðru. Natalie Vasguez var 18 ára og Mattheu/ Mirabel þrem árum eldri. Þau gengu íhjónaband og þar með voru ill örlög þeirra ráðin. í safnaðarkirkjunni í Nýju Mexíkó kynntust hjúin sem annars voru af ólíku bergi brotin. Matthew var sonur prédikara í Wyoming og hafði skrykkjóttan fer- il að baki og hafði fyrir löngu flosnað upp að heiman. Natalie bjó aftur á móti hjá foreldrum sínum, hafði lokið menntaskólanámi með góðri einkunn og ætlaði að heíja háskólanám. En ástin breytti öllum framtíð- aráætlunum. Foreldrar Natalie voru síður en svo ánægðir með ráðahaginn en fengu engu um hann ráðið. En aðrir í söfnuðinum voru því mjög hlynntir að safnaðarsystk- in þeirra næðu saman. Sérstaklega var leiðtogi safn- aðarins, Troy Hancock, því meðmæltur. En þegar grunur féll á leiðtogann um að hafa mis- farið með sjóði safnaðarins flutti hann ásamt nokk- urm fylgjendum sínum í söfnuðinum til Colorado og settist að í bænum Longmont, nærri borginni Bould- er. Meðal þeirra sem fylgdu honum voru Matthew og Natalie. Það var árið 1996. Safnaðarbrotið fékk auð- veldlega vinnu í blómstrandi byggingariðnaði bæjar- ins. Nokkru eftir flutninginn sneri kærustuparið til Nýju-Mexíkó og gifti sig þar. Foreldrar Natalie voru viðstaddir brúðkaupið þótt þau sættu sig aldrei við mannsval dótur sinnar. Að mati kunningjanna var sambúð ungu hjónanna góð fyrst í stað. Matthew var nærgætinn við konu sína, færði henni blóm á útborgunardögum og hjálp- aði til við uppvaskið. Enginn varð var við neinar misgjörðir á heimilinu og móðir Natalie heimsótti dóttur sína nokkrum sinn- um til Colorado til að missa ekki samband við hana þótt hún hefði andúð á eiginmannium. Hún freistaði þess að fá dóttur sína heim aftur og sótti jafnvel sam- kundur hjá Troy Hancock til að vera samvistum við dótturina. Fj ölskyldulífið En það lék ekki allt í lyndi hjá hjónunum og þau fóru að safna skuldum og í árslok 1998 lýstu þau sig gjaldþrota. Þá gat varla staðið verr á því Natalie var barnshafandi. Eiginmaðurinn var lítið hrifinn af þvi ástandi konu sinar og vildi ekkert með barn að hafa. Svo var hann líka búinn að koma sér upp viðhaldi og sáu nágrannarnir hann iðulega skjótast inn til mágkonu sinnar, Lisu Mirabel, eftir að bróðir Matt- hews, Marcus, var farinn til vinnu. Samt sem áður var náið samband milli fjölskyldnanna og fóru þau iðulega öll saman á kristilegar samkomur, í verslun- arferðir og út að borða. Laugardaginn 25. sept. 1999 var Natalie með eigin- konu prédikarans sem hvatti þessar nánu fjölskyldur Iljónin Nathalie og Matthew Mirabel halda hér á ný- fæddri dóttur sinni daginu sem luin var skírð. Matthew Mirabel sneiddi höfuðið af eiginkonu sinni og krafðist milljón dollara tryggingarfjár fyrir afrekið. til að gerast safnaðarmeðlimir. Hin þrjú mættu einnig og var ákveðið að hittast daginn eftir til að ræða inngöngu í söfnuðinn nánar. Buðu Mattew og Natalie nokkrum kristilegum sálum heim til sín í sunnudagsmatinn. Kl. 11 um kvöldið fóru bróðir og mágkona Matthews heim en Natalie fór út til að kaupa í matinn í verslun sem var opin næturlangt. Matthew varð eftir heima til að líta eftir dóttur þeirra, Mikelu sem þá var í heiminn borin. Þá sofnaði hann og vaknaði aftur kl. 3 um nóttina, að eigin sögn. Þá var konan hans ókomin heim og ekkert af fólkinu i næturversluninni kannaðist við að hafa séð hana. Matthew hringdi í neyðarlínuna og til- kynnti að kona væri horfin. Honum var sagt að þar sem engin vitneskja lægi fyrir um að glæpur hefði verið framinn væri engin ástæða til að fara að leita að manneskju sem ekki hefði skilað sér heim eftir þriggja stunda fjarveru. Hann benti á að bíll þeirra væri á bílastæði og vísaði á hann þar. Hancock pré- dikari og nokkrir úr söfnuðinum hófu leit, og braut prédikarinn upp bílinn með hnífi en í honum fannst ekkert óvenjulegt eða neitt sem gaf vísbendingu um hvað orðið hefði af Natalie. Síðar tók lögreglan bílinn til nánari rannsóknar. Aftakan Skömmu fyrir hádegi fékk rannsóknarlögreglan vitneskju um að höfuðlaust lík hefði fundist í gili nokkra km vestur af Boulder. Þar var ljót aðkoma. Natalie, eða það sem eftir var af henni, lá á bakinu og var enn í pilsinu sem hún klæddist kvöldið áður. Blóðug hvít blússa var rifin af henni og lá blóðmett- uð á brjósti líksins. Höfuðið lá í um þriggja metra fjarlægð. Við krufningu kom í ljós að konan hafði fengið þungt högg á aftanvert höfuðið og síðan verið kyrkt. Höfuðið var skorið af í einu hnífsbragði og morðing- inn hafði greinilega þurrkað af hnífsblaðinu á blúss- unni. Þegar Matthew var sagt að kona hans væri látin svaraði hann að hann vissi ekkert hvað hann ætti til bragðs að taka því þetta hefði aldrei komið fyrir sig áður. Hancock prédikari ráðlagði Matthew að hætta að gefa lögreglunni upplýsingar en fá sér lögfræðing. En ráöleggingin kom of seint. Hann var þá þegar búinn að leyfa húsrannsókn og leit i bíl Natalie. Niður með Móðurmóðir Mikela fékk umráðarétt vfir barninu ineð dómi og heldur hér á henui sigri hrósandi. Natalie var nýbúin að ala barn þegar eigininaður liennar og barnsfaðir tók liana af lífi. framsæti farþegans fannst blóðugur hanski og var gat eftir hnífskurð á einum fingrinum. I farangursgeymsl- unni voru blóðugar buxur með fingraförum Matthews. í íbúðinni fundust gögn um að Natalie var líftyggð fyrir 250 þúsvmd dollara. Nokkrum dögum eftir morðið fannst veski Natalie við hraðbrautina milli Boulder og Longmont. í því var ökuskírteini hennar og 20 dollarar. En bíllyklarnir og ávísanahefti var horfið. Þótti fullvíst að ekki var um ránmorð að ræða og engu kynferðislegu ofbeldi var beitt. En möguleiki þótti að bílþjófur hefði verið á ferð og allt mistekist í höndunum á honum. Þegar lögreglumennirnir sem rannsökuðu morðið fréttu að Matthew héldi við mágkonu sína fóru hjólin að snúast. Það var laugardagsmorguninn 23. október, þegar hann sat í eldhúsi Lisu, eiginkonu bróður síns, að lögreglumenn komu þar inn óboðnir og tilkynntu honum að hann væri tekinn fastur, ákærður fyrir morð. Eftir handtökuna var það borin von að nokkur úr söfnuðinum gæfi neinar upplýsingar sem varpað gætu frekara ljósi á atburðarásina. Prédikarinn Troy Hancock fyrirskipaði söfnuðinum að segja ekki orð við útsendara yfirvaldanna sem kynnu að skaða bróður þeirra í trúnni. En það var hvort sem var vafasamt að nokkur úr söfnuðinum gæti gefið nánari upplýsingar um morðið en þau sönnunargögn sem lögreglan hafði þegar undir höndum. Sönnunargögnin voru mörg. Blóðið á hanskanum sem fannst í bílnum reyndist vera bæði úr Natalie og eiginmanni hennar og morðingja. Rifan á hanskanum passaði við sár á fingri Matthews sem hann var með þegar hann var yfirheyrður rétt eftir morðið. Hann skar hanskann og sjálfan sig þegar hann sneiddi höf- uðið af konu sinni. Hann var búinn að leysa út 250 þús- und dollara líftrygginguna en var neitað um milljón dollara sem hann fór fram á við tryggingafélagiö að fá eftir að konan var myrt. En hún dó rétt áður en líf- tryggingin rann út. Dómur og eftirmál Réttarhöldin hófust áriö 2000 og kom fátt nýtt fram. Mágkonan harðneitaði aö hafa átt í ástarsambandi við mág sinn og var hún aldrei kölluð fyrir sem vitni þar sem saksóknari taldi að framhjáhaldið byggðist aöal- lega á sögusögnum nágranna sem aldrei sáu þau samt gera dodo. Erfitt var að útskýra hvað kom manninum til að afhausa konu sína þótt hann ætti von á líftrygg- ingarfé eftir fráfall hennar. Sjálfur neitaði hann sakar- giftum og verjandi hans hélt fast við þá kenningu að bílaþjófur hefði verið að verki. Kviðdómur taldi samt óyggjandi að Matthew hefði myrt konu sína að yfirlögðu ráði, sem þýddi lífstíðar- dóm án vonar um náðun eða skilorðsbundna lausn úr fangelsi. Við réttarhöldin mættu 35 fjölskyldumeðlimir Natalie og klæddust bolum sem mynd af henni var prentuð á. Andspænis þeim í réttarsalnum sat Hancock prédikari með söfnuð sinn og ófriðvænlegt var milli fylkinganna. Þegar skyldmenni Natalie fengu tækifæri til að ávarpa réttinn úthúðuðu þeir Mathew og voru ómyrkir í máli um kirkjudeildina eða söfnuð- inn sem hann tilheyrði og hélt uppi vörnum fyrir hann. Móðir hinnar myrtu tilkynnti að Hancock og söfnuður hans þættist vera kristinn en samanstæði ekki af öðru en djöflum. Eftirmál urðu þau að ömmurnar báðar deildu hart um að fá forsjá Mikelu, sem i fyrstu var í umsjá fóður- ömmu sinnar, en móðir Natalie lét hvergi sinn hlut og enduðu deilurnar með þvi að henni var dæmdur um- ráðarétturinn, en móöir Matthews hefur takmarkaðan rétt til að umgangast sonardóttur sína. Þó með því skilyrði að enginn í söfnuði Troys Hancoks fær að vera í námunda við barnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.