Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 48
/-/<21Q O ft> l' d Ó 3L3^if laugardagur 21. desember 2002 Síðasti bóndinn í Breiðholti „\ Ari Þorleifsson er 89 ára, en hann fæddist á bænum Naustahvammi, rétt innan við Neskaupstað, þann 13. nóvember árið 1913. Ari er næstelstur íröð 14 systkina og eru 12 þeirra á lífi, en sustkinin eru nú írann- sókn hjá Islenskri erfðagreiningu vegna langlífis. Ari hófað vinna íheimilið þegar hann var 10 ára gamall en þá fór hann á sjó með föðursínum og fékk fyrstu launin íeigin vasa 25 ára. Hann varsíðasti bónd- inn íBreiðholti. Til tíu ára aldurs ólst Ari upp á bænum Naustahvammi, hjá afa sínum og ömmu, en hann er skírður í höfuðið á afa sínum sem lést þegar hann var tíu ára. Ari segir að það hafi verið gott að búa í Naustahvammi: „Að Naustahvammi var fyrst fjós undir baðstofunni til að hita bæinn upp en það var kallað fjósbaðstofa, en þegar ég fæddist var búið að byggja stássstofu undir baðstofunni og það var fyrsti danssalurinn á Norðfirði. Þegar ég var 10 ára gamall fiutti faðir minn hús sitt frá Sléttu og inn að Nausta- hvammi en þá flutti ég aftur til foreldra minna," segir Ari. Foreldrar Ara voru Þorleifur Ásmundsson og Maria Ara- dóttir. Ari segir að móðir sín hafi verið mjög skapmikil en faðir sinn hafi aftur á móti verið blíður: „Mamma,var mjög harðgerð kona og dugleg en glaðsinna. Pabbi var aftur á móti mjög rólegur og geðgóður og skipti aldrei skapi. Mamma var eins og ég, mjög skapmikil," segir Ari og hlær, en bætir því við að fátæktin hafi verið mikil á heimilinu, en árið sem þau fluttu að Naustahvammi voru svo miklar rigningar um sumarið að öll tún eyðilögðust. Hrossakjöt og sjóveiki Ari segir að allir hafl reynt að hjálpast að og að foreldrar sínir hafi verið útsjónarsamir í rekstri heimilisins: „Það var oft matarskortur hjá foreldrum mínum og það mátti lítið út af bera. Þegar ég var 10 ára þá áttum við kú sem drapst við burð og það var mjólkurlaust um veturinn Ég var sendur á milli bæja til að fá mjólk, en það var voðalegur sult- ur að hafa ekki mjólk. Hrossakjöt og fiskur var mest á boðstólum, en hrossakjötið bjargaði okkur alveg," segir Ari. Þegar Ari var 10 ára fór hann i fyrsta róöurinn með föður sínum og bróður og lifir þessi atburður ljóslifandi í huga hans. „í fyrsta róðrinum sem við fórum þá var 9 ára gamall bróð- ir minn, Guðni, með okkur pabba en hann varð svo sjóveik- ur að hann lagðist fyrir og það var breitt yfir hann frammi í skut. Og pabbi var svo sjóveikur líka að ég þurfti að draga línuna einn, en þá var allt dregið á höndum. Við vorum á skektuhorni sem bar eitt og hálft tonn af fiski," segir Ari og hann rifjar upp veðurfyrirbrigðið Nýpukollsveður sem Norð- firðingar þekkja: „Þetta sumar sem við vorum þrír saman feðgarnir á sjó lentum við einu sinni í svokölluðu Nýpukollsveðri en þá ger- ir snælduvitlaust veður. Við misstum mastrið og seglið út á sjó, en einhvern veginn náði pabbi í seglið og náði að halda því þannig að það tæki vind. Ég var á stýrinu og ég var skelk- með elstu dóttur fjórum sem lifði. Breiðholt stóð þar sem Alaska var síð- ar og á þessari mynd má sjá yfir Mjóddina og yfir í Kópavog. 30 kýr voru í Breiðholti. í fjarska sést til Viðeyjar. Bærinn í Breiðholti stóð þar sem margir muna eftir blómaversluninni Alaska. Þaðan sést vel yl'ir Mjóddina og í Kópavogi sjást skreiðarhjallar Bæjarútgerðar Reykjavíkur en þar er nú byggingarvöruverslunin Byko. skúr á þessum tíma, en klukkan 2 um nóttina ræstí skipstjórinn mig og ég fór um borð. Ég var allt haustið á þessum bát og hafði ágætt upp úr þessu," segir Ari en peningarnir sem hann fékk fyrir þessa róðra nýttust heimilinu vel fyrir jólin. Fékk ekki krónu sjálfur Á þessum árum var Ari einn af karl- mönnunum á heimilinu þótt hann væri bara rétt kominn yfir fermingu. Hann segir að sér hafi alltaf þótt þetta sjálfsagt og að tíðarandinn í þá daga hafi verið svo ólíkur þeim sem núna er í samfélag- inu. Frá fermingu stundaði hann sjó- mennskuna af kappi og réð sig á vertíð- ar m.a. í Vestmannaeyjum, en einnig sá hann um bát sem faðir hans keypti: „Ég tók aldrei krónu í minn vasa því allt rann til heimilisins og það urðu allir að hjálpa til," segir Ari og ber mikið lof á systur sína Aðalheiði sem er elst systk- inanna en hann segir að hún hafi verið einstaklega dugleg á heimilinu og eldaði m.a. þegar móðir þeirra var við útistörf: „Öll systkinin voru mjög dugleg að vinna í heimilið um leið og þau höfðu þroska til," segir Ari en þegar hann var 13 ára var hann á sjó með þremur full- orðnum karlmönnum: „Árið 1926 var mikið fiskirí fyrir aust- an og ég var eini strákurinn með þess- um köllum. Það var svo mikið fiskirí að við vorum bara nokkra klukktíma að fylla bátinn, en þetta var í mars. Það var svo mikill gaddur á þessum tíma að það þurfti tvo menn til að berja ísinn fram- an við bátinn til að fá rennu svo hann kæmist út úr firðin- um. Þótt það væri alveg nístingsgaddur var mjög gaman, en þetta var erfitt," segir Ari. 17 ára formaður Á þessum árum var skólaskyldan að ryðja sér til rúms. Ari gat ekki stundað nám vegna vinnu sinnar, en honum var þó skylt að þreyta prófin: „Ég þurfti að taka próf í skólanum með jafnöldrunum þó að ég hefði aldrei farið í skólann. Mig langaði að fara í skóla en það þótti ekki hægt að missa mig þangað. Ég stóð mig vel í kristinfræði og íslandssögu, en ég las vel heima áður en ég fór í prófið." Sautján ára gamall gerðist Ari formaður á bát: „Pabbi keypti bátinn Laxinn og ég gerði hann út þegar ég var 17 ára gamall. Við lentum frekar illa í því með þennan bát því hann fór að leka sumarið sem ég byrjaði að róa á hon- um og ég tel mig heppinn að hafa ekki drepið mig á honum. Ég man að eitt skiptið þegar við fylltum lestarnar af fiski þá lak hann svo mikið að það þurfti að dæla með báðum pump- unum og þær höfðu ekki við. Ég tók hann upp um haustið og þá dró ég allan sauminn úr með puttunum, en saumurinn hafði ryðgað í sundur. Vélin í bátaum var einnig ónýt, en ég hafði verið á vertið í Vestmannaeyjum árið áður og allur aur- inn minn fór í að gera vélina upp." Sorgin knýr dyra Þegar Ari var í kringum tvítugt vann hann við það um tíma að skera þökur af túnum og slétta þau. Á næsta bæ þar sem hann var að vinna bjó Guðný Bjarnadóttir frá Gerðis- stekki við Norðfjörð og Ari segir að honum hafi strax litist vel á þessa glæsilegu konu: „Það tókust hugir með okkur og tilhugalífið stóð í töluvert langan tima eða 3 ár. Við giftum okkur árið 1938 og fórum að búa á Sveinsstöðum í Hellisfirði. Ég var með 150 fjár sem var Ari og Guðný bjuggu í Breiðholti til 1960. Hér eru þau sinni, Dóru Maríu en hún var eina barnið af aður yfir þessu því veðrið var kolvitlaust. En við komumst heim," segir Ari. Sjógallarnir sem þeir notuðust við á sjónum í þá daga voru saumaðir saman úr seglum og segir Ari að á þessum tíma, rétt eftir fyrri heimsstyrjöldina, hafi ekki verið til stígvél en skósmiður i þorpinu saumaði á hann leðurstígvél sem hann notaði við sjómennskuna: „Mér fannst gott að vera á sjónum og ég var aldrei sjóveik- ur. í fyrsta róðrinum sem við fórum í var suðaustan þoka og fýla, töluverð bræla. Pabbi var alltaf það sjóveikur að þegar hann tók sjógallann sinn og fann lyktina af honum þá fór hann að gubba. En það lagaðist eftir nokkra róðra," segir Ari en 12 ára gamall réð hann sig sjálfur í skipspláss: „Þegar ég var 12 ára réð ég mig sem háseta á bát, því ég sá það að við höfðum ekkert til að kaupa fyrir. Ég vissi að það vantaði mann á bátinn og ég sagði við skipstjórann að ef ég fengi sama kaup og hinir þá færi ég með. Ég var að beita í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.