Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 52
5& hÍ'& /QO r Jk> lO á JLJP \f LAUCARDACUR 21. DESEMBER 2002 Reynsluakstur £ Njáll Gunnlaugsson p' Reynsluakstur nr, 727 ¦ö s >-. s >• Q Stórmeistarinn stendur sig vel í akstrí Kostir: Liggur vel á vegi, rými Gallar: Léttur í stýri á ferð Vectra-stórmeistarinn frá Opel er nú kominn á markað hér á landi og boðar nýja tíma þar á bæ. Búast má við sjálfskiptri 2,2 lítra Vectru eftir áramót og er hún ásamt 1,8 lítra beinskipta bílnum helsti sölubíllinn þar á bæ. Við gripum i beinskipta bílinn á dögunum og reyndum á sportlega eiginleika hans. Hreinn og beinn Útlit nýja bílsins er gjörbreytt frá fyrri kynslóð og er óhætt að segja að hann sé klassískari i útliti. Línurnar eru hvassari og axlalinan hærri sem gefur honum sportlegra útlit. Annað sem vekur athygli í útliti hans eru stór, margspegla framljósin sem ná vel upp á vélar- hlífna. Að innan er sama línan uppi á teningnum og út- litið hreinna og beinna. Sætin eru stór og þægileg og styðja vel við á alla kanta og á milli framsæta er þægi- leg armhvíla á sleða. Framsætin eru fjölstillanleg og er þægilegt að eiga við stillingarnar. Auk þess er stýri með aðdrætti sem eykur á þægindin í akstri. Ágætlega fer einnig um farþega í aftursætum og er fótapláss enn þá sæmilegt fyrir meðalmanninn þótt framsæti séu komin í öftustu stöðu. Farangursrými hefur verið auk- ið í 500 lítra svo það er á pari við það besta sem gerist í þessum flokki. IDS-aksturskerfi í akstri vekur það fyrst athygli hversu hljóðlátur bíllinn er og gildir þar einu um hvort veghljóð, vélar- hljóð eða vindnljóð er að ræða. 1,8 lítra vélin gefur ágætis upptak en hann er fljótur að klára gírana þegar reynt er á hann. Bíllinn er næmur í stýri, einnig á meiri ferð, þannig að það virkar aðeins of nákvæmt. Annars svarar bUlinn vel öllum hreyfmgum öku- manns, þökk sé nýja IDS-kerfinu (Interactive Driving System). Kerfið lagar sig að akstursvenjum ökumanns með skynjurum í fótpetulum og stýri, en einnig nemur kerfið fleiri þætti, eins og hraða. Kerfið er eldsnöggt að bregðast við og jafnvel þótt bílnum sé hent í krappa beygju liggur hann vel í gegnum hana og leggur lítið á. Þetta finnst vel i hefðbundnum akstri, líka þannig að farþegar verða lítið varir við hliðarhreyfingar í bíln- um, þó án þess að það sé á kostnað mýktar fjöðrunar- innar. Fyrir miðju í verði Beinskiptur Opel Vectra kostar frá 2.190.000 sem er nokkuð gott verð í samanburði við svipaða bíla, enda er Vectra vel búinn bíll. Hans helstu keppinautar eru til dæmis Ford Mondeo, Nissan Primera, VW Passat og 1 væntanlegur Toyota Avensis. Beinskiptur VW Passat Baseline 1,8 kostar 1.995.000 kr., eins og Ford Mondeo Ambiente 1,8. Nissan Primera með sömu stærð af vél er hins vegar dýrari, eða á 2.390.000 kr., en þar er um óvenjulega vel búinn bíl að ræða. -NG VELBUNAÐUR: Vél: 1,8 lítra, 4ra strokka bensínvél Rúmtak: 1796 rúmsentimetrar Ventlar: 16 Þjöppun: 10,5:1 Gírkassi: 5 qíra beinskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Sjálfstæð Fjöðrun aftan: Fjögurra liða Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD Dekkjastaerð: 195/65 R15 YTRI TOLUR: Lengd/breidd/haeð: 4596/1798/1460 mm Hjólahaf: 2700 mm. Beygjuradíus: 11,4 metrar. INNRI TOLUR: Farþegar m. ökumanni: ; Fjöldi hðfuðpúða/öryggispúða: 5/8 Farangursrými: 500 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 7,7 lítrar Eldsneytisgeymir: 61 litri Ábyrgð/ryðvörn: 3/12 ár Grunnverð: 2.190.000 kr. Umboð: Bílheimar : Staðalbúnaður: 8 öryggispúðar, útvarp/geislaspilari með i 8 hátölurum, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnir og upp- ' hitaðir speglar, loftkæling, spólvörn, fjölstillanleg fram- j sæti, aðdráttarstýri, færanlegur armpúði,____________ AMANBURÐARTOLUR: Hestöfl/sn.: 122/6000 Snúningsvægi/sn.: 167 Nm/3800 Hröðun 0-100 km: 11,2 sek. Hámarkshraði: 203 km/klst. Eigin þyngd: 1395 kg Heildarþyngd: 1870 kg 0 Innréttingin er hrein og bein en virkar frekar kassa- laga. ©1,8 lítra vélin er nokkuð spræk og dugar þessum bíl vel. © Farangursrými tekur 500 lítra sem er með því besta í flokknum. © Með framsæti í öftustu stöðu er enn ágætt fótapláss og hægt er að taka niður armpúða til aukinna þæg- inda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.