Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Qupperneq 53
57 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Stærrí og betur búinn Land Cruiser 90 kynntur H&íqorbfctc) H>"V" Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Nýr Land Cruiser 90 var kynntur íslenskum bílablaðamönnum í vik- unni, auk þess sem sérstök forsýning var á honum á fimmtudagskvöldið var. Um stærri og betur búinn bíl er að ræða af þessum nýja jeppa, sem fyrst kom á markað 1996 sem Land Cruiser 90, en 2150 bílar hafa selst hérlendis. Bíllinn hefur og fengið meira hjólahaf sem bætir innanrými, aksturseiginleika og getu í torfærum. Sem dæmi um meiri búnað i nýja bilnum er að í LX, ódýrustu útgáfu hans, er nú 6 diska magasín með 9 há- tölurum staðalbúnaður, auk skriðstill- is, 6 öryggispúða og hemlalæsivarnar. Hann kemur nú einnig á 17 tommu álfelgum og með toppgrindarbogum og nýrri innréttingu sem inniheldur meðal annars Optitron-mælaborð. í GX bætist við hitastýrð miðstöð og þokuljós og í VX rafstillt leðursæti og loftpúðafjöðrun. Einnig verður hægt að fá hann með nýjung sem er halla- viðnám, sem heldur bílnum stöðugum á leið niður brekkur og kemur einnig í veg fyrir að hann renni aftur á bak þegar stoppað er í miklum halla. Bíll- inn hækkar að meðaltali um hálfa milljón í verði en á móti kemur meiri P. Samúelsson forsýndi um 500 gestum nýjan Land Cruiser 90 á fiinmtudagskvöldið staðalbúnaður sem hefði hækkað gamla bilinn um nánast sömu upp- hæð. Hér fyrir neðan má sjá verðið á öllum gerðum hans en DV-bílar munu fialla nánar um Land Cruiser 90 í reynsluakstri eftir áramót. -NG Land Cruiser 90 Beinskiptur: Sjálfskiptur: LX: 3.990.000 kr. 4.190.000 kr. GX: 4.390.000 kr. 4.590.000 kr. VX: 5.290.000 kr. Alltaf hægt að læra meira - Hagvagnar/Hópbílar kenna vistakstur Tvíburafyrirtækin Hagvagnar og Hópbflar hafa sett sér metnaðarfulla umhverfisstefnu og stefna á að fá hana vottaða eftir svokölluðum ISO 14001- staðli á miðju ári 2003. í þessu felst að aðbúnaður og umgengni í aðalstöðvum fyrirtækjanna í Hafnarfirði verður að vera með vissum hætti og er þegar langt komið. Liður í þessu er líka að gera starfs- mennina meðvitaða um umhverfis- vemd, m.a. með því að draga úr meng- un af útblæstri og um leið spara elds- neyti fyrir fyrirtækin. í þessu skyni var leitað til Ökuskólans í Mjódd og Öku- kennarafélag íslands, sem er i sambandi við hliðstæðar stofnanir í Finnlandi. Þar hefur verið þróuð kennsla í sér- stöku ökulagi sem nefnt er upp á ensku EcoDriving en kailað er vistakstur á ís- landi. íslenskir ökukennarar settu upp námskeið fyrir ökumenn Hag- vagna/Hópbfla nú i upphafi aðventu og nutu til þess aðstoðar fmnskra sérfræð- inga í þessum efnum. Þegar einn ökumannanna komst ekki til að nýta tímann sinn á þessu nám- skeiði var DV-bflum boðið að hlaupa í skarðið. Þannig atvikaðist það að undir- ritaður settist einn daginn um hádegis- bil undir stýri á strætó suður í Hafnar- flrði og lagði af stað út í umferðina. í stórum dráttum gengur þessi kennsla þannig fyrir sig að ekin er til- tekin leið þar sem ökumaðurinn ekur eins og hann hefur tamið sér. Síðan fær hann leiðsögn. í báðum tilvikum skráir tölva ökulagið og kennari/kennarar punkta hjá sér tiltekin atriði. Með sam- anburði má sjá mismuninn og hve mik- ið ökumaðurinn hefur bætt sig. í ijós kemur að ílestir hafa á þessum stutta tíma dregið úr eldsneytisnotkun sinni um allt að 15% og í flestum tilvikum jafnframt stytt ferðatímann mælanlega. Sjálfskipting eykur öryggið Þetta var ný lífsreynsla fyrir mig að setjast undir stýri í strætó. Ég hef að vísu gegnum árin gripið í að aka stórum bflum en ekki fyrr 68 farþega lág- gólfsvagni. Þessi var af gerðinni Heuliez GX117,9,3 m að lengd með 6 lítra 210 ha vél og sjálfskiptur, sem er ekki bara til þæginda heldur þori ég að fullyrða að það þýðir aukið öryggi og nokkuð ör- ugglega líka meiri rekstrarlega hag- kvæmni. - Þess má geta í leiðinni að Heuliez er hluti af Irisbus-samsteypunni og kom inn í hana sem hluti af Renault með samruna fólksflutningaframleiðslu Renault V.I. og Iveco árið 1999. Leiðbeinendur mínir í þessum akstri voru íslensku ökukennaramir Guð- brandur Bogason og Hrönn Bjargar Harðardóttir en andinn yfir vötununum var finfiski sérfræðingurinn Kurt Er- lands. Til að byija með fékk ég aðeins fyrirmælin um að aka af stað og síðan beygja tfl hægri eða vinstri eftir þvi sem við átti - eða beygja í „þína“ átt eða „mína“ átt eftir að í ljós kom að vinstri og hægri víxluðu um áttir á mér eftir því í hvora áttina mér sjálfum þótti álit- legra að fara. Út frá þessum áttaskiptum spijnnust nokkrar umræður sem urðu til þess að gleymdist að segja mér að aka tiltekinn hring og fyrr en varði vorum við komin inn í íbúðahverfi þar sem allar götur voru botnlangar. Viðsnúningurinn innst í þessum langa reyndist of knapp- ur fyrir vagn af þessari stærð og þvi ekki annað að gera en bakka góðan spöl þangað sem hægt var að snúa við. Með svo góða spegla sem á þessum bíl og Guðbrand ökukennara í afturglugga til öryggis var það ekki mikið mál. Satt að segja er þessi vagn svo lipur í meðfórum að það er aðeins tvennt sem þarf virkilega að muna eftir: í fyrsta lagi er hann eins og oft vill verða á bflum af þessu tagi með leiðinda bremsur sem Þau voru leiðbeinendur um vistakstur, frá vinstri: Guðbrandur Bogason, formaður Félags ökukennara, Kurt Erlends ökukennari og sérfræðingur í vistakstri og Hrönn Bjargar Harðardóttir ökukennari. tekur tíma að venjast. Við fyrsta hluta af ástiginu virkjast telma (hamlari - ret- arder) en síðan er lítið bil áður en svör- unin verður nánast nauðhemlun. Þetta læra menn á og vönum mönnum verður ekki skotaskuld úr að hemla mjúkt með þessum búnaði. Hjá óvönum munar minnstu að bfllinn lyftist upp að aftan - ausi eins og illa taminn hestur. í öðru lagi þarf að muna eftir lengd bílsins í beygjum. Það á við um alla stóra bíla. Mýkt og framsýni Meðaleyðsla hjá mér í reynsluhringn- um varð 32,6 litrar og tíminn nokkuð í meðallagi líka. Miðað við að ólíklegt er að ég geri akstur strætisvagna að aðal- starfl - þó ég sæi svo sem ekkert athuga- vert við það, ef þannig stæði á - þótti ekki ástæða til að láta mig fara annan hring. En í meginatriðum byggist vist- vænn akstur á svipuðum grunnreglum og akstur annarra bfla: 1. komast sem fyrst á heppilegan ökuhraða miðað við aðstæður, 2. halda honum með sem mýkstum akstri, 3. lesa umferðina sem best fram á veginn þannig að í tíma sé brugðist við þeim aðstæðum sem fyrir- sjáanlegar eru eða líkur eru á, 4. varast skrykkjóttan akstur eftir því sem fóng eru á - þ.e. þurfa að hægja mikið og snögglega og hröðun á nýjan leik i sam- ræmi við það. Einhvem tíma snemma á ökumanns- ferli mínum var mér kenndur „sparakstur" sem fólst í því að hugsa sér ailtaf að maður væri með skumlaust egg milli bensíngjafar og fljar og ekki mætti sprengja það. Að mörgu leyti er þetta ferli, sem nú heitir „vistvænn akstur“, áþekk hugsun. Þegar ég fékk að prófa mig í þessum vistvæna strætóakstri höfðu nokkrir ökumenn Hagvagna/Hópbfla þegar lok- ið sínum reynsluakstri. Ég fékk að sjá niðurstöðumar og þær voru mjög á einn veg: allir höfðu dregið úr eldsneyt- iseyðslunni og sumir aflverulega, sam- hliða því að ferðatíminn styttist. Niðurstaðan er sú að framtak af þessu tagi sé mjög áhugavert. Það sýnir og sannar með mælanlegum hætti að maður er aldrei „búinn“ að læra á bíl - það er alltaf hægt að bæta sig og gera betur og afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess. -SHH Ilrönn ökukennari fvlgist vandlega með ökulagi SHH. Baleno Wagon 4x4 Skr. 1/99, ek. 79 þús. Verðkr. 1170 þús. Suzuki Ignis GL 4x4 Skr. 11/00, ek. 30 þús. Verð kr. 1190 þús. Suzuki Baleno GLX, 4dr., bsk. Skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1150 þús. Suzuki Vitara V-6, sjsk. Skr. 10/97, ek. 85 þús. Verð kr. 1290 þús. Suzuki Grand Vrtara 2,0, bsk. Skr. 11/98, ek. 87 þús. Verð kr. 1490 þús. Suzuki Grand Vitara 2,7 XL-7 33” brcyttur, Skr. 9/01, ek. 4 þús. Verð kr. 3690 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/02, ek. 15 þús. Verð kr. 1480 þús. Opel Astra GL station, sjsk. Skr. 4/98, ek. 99 þús. Verð kr. 750 þús. Isuzu Trooper 3,0, dísil, bsk. Skr. 4/99, ek. 64 þús., 35” dekk. Verð kr. 2490 þús. Nissan Primera Comfort, bsk. Skr. 7/01, ek. 25 þús. Verð kr. 1490 þús. Sjáöu fleiri á suzukibiiar.is $ SUZUKI ---✓///------------—— SUZUKI BÍLAR HF. Skelfunni 17, simi 568-5100 V
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.