Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 54
HelQarbladf DV laugardagur 21. DESEMBER 2002 Reynsluakstur £1 Njáll Gunnlaugsson ¦? *."*. _> Vinalegur smábíll ineð skemmtileg- an karakter Kostir: Stýrl þœglndi, útlit Gallar: Vindhljóð, marr í ökumannssœti Allar leiöir liggja til Rómar var sagt fyrr á öldum og það átti líka við á dögunum þegar bílablaðamenn víðs vegar úr heiminum prófuðu nýjustu kynslóð Nissan Micra-smábíls- ins þar og í nágrannahéruðunum. Bíllinn þykir nokkuð frumleg hönnun og auglýsingaherferðin í kringum hann sérkennileg og greinilega með ungt fólk í huga. Sérstakt Micra-tímarit er gefið út á vefuum sem inniheldur „hip"- efni og þar má meðal annars finna grein um ísland og höf- uðborgina Reykjavík. Til að skoða síðuna er hægt að fara á hvaða Nissan-síðu sem er í Evrópu og smella á Nissan Micra-tengilinn. Bfll ársins 1993 Áætlað er af hálfu Nissan að framleiða 160.000 bíla á ári og auka sölu bílsins um 20% á næstu þremur árum. Alls hafa 1,3 milljón bíla af fyrri kynslóðinni verið seldir síðan 1992 en sá bíll var fyrsti japanski bíliinn til að fá titilinn „Bfll ársíns í Evrópu" árið 1993. Nýja Micran er 30 mm styttri en bíllinn sem hann leysir af hólmi en þrátt fyrir það er hjólahaf nýja bilsins 70 mm lengra. Bíllinn er því rúm- góður miðað við smábíl og til marks um það er hann með stærsta farangursrými í sínum flokki. Hólf undír sæti Hönnuðir Nissan hafa einnig verið sniðugir að nýta allt pláss í bílnum til fullnustu því að sérstakt 10 lítra hólf er undir framsæti farþegamegin sem opna má með því að toga upp setuna. Einnig er aftursætisbekkur á sleða sem hægt er að færa til um allt að 200 mm. Þetta eykur þægindi og gerir notendum bílsins kleift að „klæðskerasauma" plássið utan um sig og farangur sinn. Eina athugasemdin varðandi rým- ið í bílnum er sú að höfuðrými aftur í mætti vera betra, allavega fyrir þá sem stærri eru. Sætin eru hæfilega stór og þægileg en vart varð við marr í ökumannssæti þegar reyndi á stuðninginn í kröppum beygjum. Vel búinn og þægilegur Innréttingin í Micra er skemmtilega hönnuð og þægileg í notkun með snertivænum tökkum. í prófunarbílnum var meðal annars aksturstölva og loftkæling en óvíst er þegar þetta er skrifað hvort sá búnaður verður i bílnum þegar hann verður boðinn hérna. Telja má þó öruggt að staðalbun- aður hérlendis verði innbyggður geislaspilari og fjórir ör- yggispúðar. Hægt er að setja dagsetningar inn í aksturstölv- una og nota þannig hana til að minna sig á og bíllinn óskar meira segja eiganda sínum til hamingju með afmælið. Bíll- inn er líka skemmtilegur í umgengni og mjög þægilegt inn- og útstig, jafnvel í aftur- sæti á þriggja dyra bílnum þar sem fram- sætið fer ailtaf i upphaflega stöðu sína eftir að því hefur verið rennt fram. NISSAN MICRA 1,4 Vél: 1,4 lítra, 4ra strokka bensínvél Rúmtak: 1386 rúmsentímetrar Ventlar: 16 ; Þjöppun: 9,9:1 Gírkassi: 5 gíra beinskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Sjálfstæð MacPherson Fjöðrun aftan: Snúninqsöxull Bremsur: Diskar/skálar, ABS, EBD, BAS Dekkjastærð: 175/60 R15 YTRI TOLUR: Lengd/breidd/hæð: 3715/1660/1540 mm Hjólahaf: 2432 mm. Beygjuradíus: 9,2 metrar. INNRI TOLUR: Farþegar m. ökumanni: Fjöldi höfuðpúða/ðryggispúða: 5/4 Farangursrými: 237-371 litri HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 6,3 lítrar Eldsneytisgeymir: 46 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/12 ár Grunnverð: Liqqur ekki fyrir Umboð: Inqvar Helqason hf. Staðalbúnaður: 4 öryggispúðar, útvarp/geislaspilari með 4 hátölurum, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnir og upphitaðir speqlar.______________________________ SAMANBURÐARTOLUR: Hestöfl/sn.: 88/5200 Snúningsvægi/sn.: 128 Nm/3200 Hröðun 0-100 km: 11,9sek. Hámarkshraði: 172km/klst. Eigin þyngd: 975 kq Heildarþyngd: 1475 kq Góð blanda akstursbíls í akstri virkar Nissan Micra strax vel á mann og þá sérstaklega í stýri. Það er létt og nákvæmt og þyngist Iíka hæfi- lega mikið eftir því sem hraðinn eykst. Auk þess er beygjuradíus sá minnsti sem bíll í þessum flokki hefur og skýtur hann Honda Jazz ref fyrir rass í því efni. Bíllinn hef- ur líka ágætis- veggrip þótt hann leggist vel í beygjurnar og er því skemmtilegur bæði um borg og bý. Þrjár bensínvélar verða í boði, 1,0,1,2 og 1,4 lítra. Reyndum við mest stærri vélarnar tvær og þá sérstak- lega 1,4 lítra vélina. Ekki er mikill munur á þeim vélum enda munurinn ekki nema 8 hestöfl. Merkjanlegur munur er þó á togi og þar af leiðandi upptaki og munar þar tveim- ur sekúndum í beinskipta bílnum. Spnrning um verð Ekki er ljóst strax hvað bíllinn kemur til með að kosta hér á landi en hann fer á markað hérlendis i janúar. Þessi flokkur er í sífellt meiri samkeppni enda margar nýjar kyn- slóðir kynntar nýlega. í Bretlandi er Micra 70 þúsund krón- um ódýrari en Ford Fiesta og því vonandi vísbending um gott verð bílsins hér líka. Helstu keppinautar þessa bíls verða þó nokkuð fleiri en bara Fiesta en þó helstir Toyota Yaris, VW Polo, Skoda Fabia, Citroen C3, Peugeot 206, Honda Jazz, Opel Corsa og Renault Clio. © Stærsta bensínvélin er 1,4 lítra og dugar bíln- um vel, enda togmeiri en 1,2 lítra vélin. 0 Innréttingin er einföld og sniðug, til dæmis er 10 lítra hólf undir farþegasætinu sem rúmar vel hluti eins og myndavél eða fartölvu. ® Afturhleri opnast vel og þar sem aftursæti er á sleða er hægt að bæta enn frekar við rýmið. ® Á frainljósuiiitm eru kúlur sem gegna því hlut- verki að auka tilfinningu ökumanns fyrir stærð bílsins, líkt og kjánaprik á vörubíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.