Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Page 55
 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Helcjorblaö J3V 59 Volkswagen Touareg sigrar hjá Car and Driver Nýlega hlaut nýi jeppinn frá Volkswagen, Volkswagen Touareg, gullna stýrið í flokki jeppa. Athygl- isvert var að í valinu hlaut jeppinn um þriðjungi fleiri atkvæði en nýi jeppinn frá Porsche sem hannaður var samhliða Touareg. Nú hefur Touareg bætt annarri fjöður í hatt sinn en bandaríska bílablaðið Car and Driver tók sig til á dögunum og bar saman helstu keppinautana í hópi lúxusjeppa á Bandaríkjamark- aði. Eftirfarandi bifreiðir voru bornar saman í þessum samanburði blaðsins: GMC Envoy SLT, Land Rover Discovery SE, Lincoln Avi- ator, nýr Volvo XC90 T6, BMW X5 3.0i, Acura MDX (Honda), Lexus GX470 (nýr Land Cruiser 90) og Volkswagen Touareg. Tilgangurinn var að bera saman allar lúxustor- færubifreiðir í efri miðflokki á verð- bilinu 40.000 til 50.000 dollarar, og þar með voru jeppar á borð við Ford Explorer, Jeep Grand Cherokee og Mitsubishi Pajero ekki með vegna þess að þeir lenda neðan við þennan flokk í verði. Kom á óvart Niðurstöðurnar komu blaða- mönnum Car and Driver greinilega nokkuð á óvart. Volkswagen Tou- areg sigraði með nokkrum yfirburð- um, í öðru sæti varð Lexus GX470, þriðja varð Acura MDX, í fjórða var BMW X5 3.0i, í fnnmta voru tveir bilar, þ.e. Lincoln Aviator og Volvo XC90 T6, sjöundi varð Land Rover Discovery SE og í áttunda sæti GMC Envoy SLT. Að mati eins blaðamannanna voru eiginleikar Touareg helst mýktin, en bifreiðin gerir ailt á mjúkan og yfirvegaðan hátt og kemur með nýja skilgrein- ingu á því hugtaki sem þeir höfðu áður haft um jeppa. Til galla töldu þeir erfitt nafn í framburði og ef til vill of margþætt mælaborð. Touareg var í essinu sínu í skóglendi, með driflæsingar á miðmismunadrifi og Jepparnir samankoninir í prófun Car & Driver. drifum, ásamt sjálfvirkri afllæsingu til allra hjóla. Loftfjöðrunin, sem getur gefið allt að 30 sentímetra veg- hæð með einni skipun og hraðstill- ingu í akstri niður brekku, gerði það að verkum að Volkswagen kom hér út sem ótvíræður sigurvegari. - Heimild: Car & Driver CLK með rafdrifnum tuskutoppi Þessi mynd náðist nýlega af fjög- urra sæta CLK-Benzinum við prófanir í Þýskalandi, og það á flugvellinum í Múnchen af öUum stöðum, og því greinilegt að bíllinn er ekkert leyndarmál lengur. Bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf í vor og fer í sýningarsali í maí. Líklega verður þessi útgáfa með rafdrifnum tuskutoppi og örlítið stærri en fyrir- rennarinn. Hægt verður að fá bílinn með loftfjöðrun og fjórhjóladrifi. Vél- ar og annar búnaður verður sá sami og í coupé-bílnum. -NG Bílasýningunni í Bella Center aflýst Fimm fræknir í árekstrar- prófi IIHS Audi A4 stóð sig, líkt og liinir fjórir, vel í prófun- um IIHS. Tryggingastofnun í Bandaríkjunum (IIHS) framkvæmir svipuð árekstrar- próf og EuroNCAP í Evrópu þótt ekki sé um hliðstæð próf að ræða. Próf þeirra eru að sumu leyti erfiðari, eins og þeg- ar bíllinn er látinn keyra með annað hvort framhorn sitt á vegg sem gefur að- eins eftir. Þarf bíll- inn að vera á 64 km hraða og er þarna verið að líkja eftir algengri tegund árekstra þeg- ar bílar eru að mætast. Allir góðir Nýlega mátu þeir fimm smábíla og fjölskyldubíla í millistærðar- flokki og þar fengu allir bilarnir góða útkomu, auk þess að fá gæða- stimpilinn „Bestu kaupin". Bílarn- ir sem stóðu sig svona vel voru Suzuki Aerio (Liana í Evrópu), Toyota Corolla, Mini Cooper, Honda Accord og Audi A4. Greini- legt er að árekstrarvamir bíla hafa batnað mikið því þegar 14 millistærðarbílar voru fyrst próf- aðir af IIHS árið 1995 fengu aðeins þrír þeirra einkunnina „Góður“. Allir bílar sem prófaðir hafa verið á þessu ári hafa hins vegar fengið þessa nafnbót. IIHS hefur prófað fyrri kynslóðir ofantalinna bila og fengu Honda Accord og Toyota Corolla þá einkunnina „viðun- andi“. -NG Fyrirrennari jepplingsins X3 frumsýndur á Detroit bílasýningunni Miklir spádómar bílablaðanna um komu X3-jepplings rættust í vik- unni þegar BMW frumsýndi til- raunabílinn xActivity, sem er grunnurinn að væntanlegum X3. Bíilinn veröur frumsýndur á bíla- sýningunni í Detroit í janúar en eins og sjá má af myndunum líkist hann stóra bróður nokkuð. Til- raunabíllinn er með opnanlegu stál- þaki en óvíst er hvort það nær í framleiðslu. Lausnin er nokkuð sniðug. Fremsti pósturinn í yfir- byggingunni, svokallaður A-biti, nær alla leið aftur og því er ekki þörf á B- eða C-bitum. Þetta gefur honum líka sportlegt útlit. Innrétt- ingin er líka full af tækninýjungum og má þar nefna rafstýrð sæti sem stilla sig eftir þrýstingi ökumanns- ins. Tilraunabíllinn er með þriggja lítra sex strokka línuvél, sem ætti að gefa þessum litla bO gott upptak, og spólvöm tO að auka getu hans utan vega. -NG BOasýningunni í Forum BeUa Cent- er í Kaupmannahöfn, sem vera átti 3.-6. aprO, hefur verið aflýst. Hún þykir ekki tímabær. Aftur á móti hef- ur BeUa Center komist að samkomu- lagi við danska bflainnflytjendur um þrjár stórar bflasýningar með fjög- urra ára mUlibUi og verði sú fyrsta árið 2004. Hinar þrjár samkvæmt því 2008 og 2012. En 13.-16. febrúar á næsta ári verður haldin umferðar-, hjóla- og mótorhjólasýning í Bella Center, Trafik og Sport pá to hjul. Þessi sýning er í samvinnu við dönsk mótorhjólaumboð. Fjórhjóladrifinn Smart á teikni- boróinu Mercedes er að íhuga jepplingsút- gáfu af hinum vinsæla Smart örbU en fjórhjóladrifin útgáfa hans verður byggð á Tridion-tUraunabUnum sem sjá má á þessari mynd. BUnum verð- ur aðaUega beint á Bandaríkjamarkað og verður hann mikið stílfærður. Daimler Chrysler mun skaffa fjór- hjóladrifið en bUlinn sjálfur verður smíðaður í HoUandi. Líkt og fýrir- rennarar hans, City Coupé og Cabrio, er yfirbygging hans bæði úr stáli og plasti. Búast má við bUnum á markað eftir að City Coupé og Cabrio koma á markað árið 2004. -NG , Avis dagsleiga, helgarleiga, vikuleiga. Eyddu minna i bilinn en meira i sjalfan þig og þma. Kynntu þér tilboö Avis á bílaieigubílum. Hringdu í Avis sími 5914000 | UPD Við qerum betur ISLAND-SÆKJUM ÞAÐ HEIM Knarrarvogur 2-104 Reykjavík - www.avis.is <r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.