Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 56
H & l Q d t~Jb l Ci <J MJf\T LAUGARDAOUR 21. DESEMBER 2002 Islendingaþættir Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Sigmundur Magnússon forstöðulæknir í blóðfræði við Landspítalann og dósent í blóðsjúkdómum Sigmundur Magnússon, forstöðulæknir í blóöfræði við Landspítalann og dósent í blóðsjúkdómum við læknadeild HÍ, Steinavör 4, Seltjarnarnesi, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Sigmundur fæddist í Vestmannaeyjum og átt þar heima til 1934, síðan eitt ár í Hafnarfirði og eftir það i Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1948, embættisprófi 1 lækn- isfræði frá HÍ1954 og stundaði framhaldsnám í lyflækning- um og blóðsjúkdómum í Bandaríkjunum 1954-61. Sigmundur var yfirlæknir við Landspitalann og síðar forstöðulæknir 1961-97. Hann var dósent í blóðsjúkdómum við læknadeild HÍ 1962-97 og stundakennari við meina- tæknadeild Tækniskóla íslands til 1997. Sigmundur var formaður Yfirlæknafélags íslands 1964-67, gjaldkeri í stjórn Læknafélags íslands 1965-67, sat í samninganefnd sjúkrahúslækna við gerð fyrstu sjálfstæðu samninga læknafélaganna 1966, var formaður Læknafélags Reykjavíkur 1968-70, sat í kennslunefnd læknadeildar HÍ 1973-77, formaður 1973-76, var formaður Blæðingasjúk- dómafélags íslands frá stofnun þess 1977-98 og síðan með- limur í stjórn, sat í siðanefnd Landspítalans 1985-96, þar af formaður 1991-96 og var formaður Öldungadeildar Lækna- félags íslands 1977-2001. Fjölskylda Sigmundur kvæntist 31.10.1957 Guðlaugu Sigurgeirsdótt- ur, f. 16.2. 1927, húsmæðrakennara og næringarráðgjafa. Hún er dóttir Herra Sigurgeirs Sigurðssonar, f. 3.8.1890, d. 13.10.1953, biskups íslands, og k.h., Guðrúnar Pétursdóttur, f. 5.10.1893, d. 20.7.1979, frá Hrólfsskála Seltjarnarnesi, hús- móður og píanóleikara. Pétur Sigurðsson, bóndi í Hrólfs- skála á Seltjarnarnesi, faðir Guðrúnar, gerði um tíma út þilskipið Sigurfara sem nú er á byggðasafninu á Akranesi og Sigurður bróðir hennar var fyrsti skipstjóri á GuUfossi, skipi Eimskipafélagsins. Börn Sigmundar og Guðlaugar eru Sigurgeir, f. 8.9.1958, viðskiptafræðingur og gítarleikari, skrifstofustjóri Félags íslenskra hljómlistarmanna og gjaldkeri félagsins, búsettur í Reykjavík, kona hans er Anna Lilja Valgeirsdóttir, f. 22.9. 1965, tækniteiknari og markaðsfulltrúi og eru börn þeirra Sandra og Davíð; Sigríður, f. 16.8.1960, stúdent, sjúkraliði, tölvuður og verslunarmaður, búsett á Seltjarnarnesi, mað- ur hennar er Hermann Ársælsson, f. 21.5. 1965, rafeinda- virki og kerfisfræðingur og deildarstjóri hjá Símanum og eru börn þeirra Sigmundur Grétar (ættleiddur) og Guðlaug Harpa; Guðrún, f. 30.8.1961, læknir og sérfræðingur í smit- sjúkdómum, sérfæðingur við sóttvarnasvið Landlæknis- embættisins og rannsóknastofu í sýklafræði, búsett í Reykjavík, maður hennar er Gylfi Óskarsson, f. 12.6.1961, læknir og sérfræðingur í barnasjúkdómum og hjartasjúk- dómum barna, sérfræðingur við Barnaspítala Hringsins, Landspítala Háskólasjúkrahús og eru börn þeirra Guðlaug, Hólmfríður og Magnús Atli. Systkini Sigmundar eru Þórður Eydal, f. 11.7.1931, tann- læknir, sérfræðingur í tannréttingum, dr. odont. og prófess- or emeritus i tannréttingum við tannlæknadeild HÍ. Hálfbróðir Sigmundar, samfeðra, er Þórarinn, f. 17.2. 1921, d. 18.1. 1999, skólastjóri. Foreldrar Sigmundar voru Magnús Ingibergur Þórðar- son, f. 5.3. 1895, d. 2.1. 1983, verkamaður, og Sigríður Sig- mundsdóttir, f. 18.3.1897, d. 18.5.1982, húsmóðir. Ætt Magnús Ingibergur var sonur Þórðar, b. á Sléttabóli í Hörgslandshreppi, bróður Magneu, langömmu Brodda og Kristínar Berglindar Kristjánsbarna sem bæði eru marg- faldir íslandsmeistarar í badminton. Þórður var sonur Magnúsar, b. i Brandshúsum í Gaulverjabæjarhreppi, Gutt- ormssonar og Ingibjargar Þórðardóttur. Móðir Magnúsar Ingibergs var Eygerður Magnúsdóttir, en Magnús var bróðir Ingibergs, langafa Kára Sigurbjörns- sonar, læknis á Reykjalundi. Hálfbróðir, samfeðra, Ingi- bergs og Magnúsar var Einar, langafi Hr. Sigurbjörns Ein- arssonar biskups, föður Hr. Karls biskups. Magnús var son- ur Magnúsar, b. á Orrustustöðum á Brunasandi, Einarsson- ar og Þorgerðar Björnsdóttur. Sigríður var dóttir Sigmundar, b. í Breiðuhliö í Hvamms- hreppi, Jónssonar, b. í Breiðuhlið, Jónssonar, b. i Skamma- dal, Sigurðssonar, pr. í Þykkvabæjarklaustri, bróður Sæ- mundar, föður Tómasar Fjölnismanns. Sigurður var sonur Ögmundar, pr. á Krossi, bróður Böðvars, forföður Vigdísar Finnbogadóttur, Gylfa Þ. Gislasonar og Matthíasar Johann- essen. Ögmundur var sonur Presta-Högna, pr. á Breiðaból- stað Sigurðssonar. Móðir Sigurðar var Salvör Sigurðardótt- ir, systir Jóns, pr. á Hrafnseyri, afa Jóns forseta. Móðir Jóns í Breiðuhlíð var Margrét Einarsdóttir, b. í Giljum, Jónssonar. Móðir Margrétar var Hólmfríður, syst- ir Kristínar, langömmu Þórðar, föður Þórbergs rithöfund- ar. Bróðir Hólmfríðar var Kristján, langafi Benedikts, föð- Jón Friðgeir Jónsson m^ # Aðventu-leíðiskrossar 12V - 34V Sent í póstkröfu Simi431 1464 og 898 3206 flugvallarvörður á Flateyri Jón Friðgeir Jónsson flugvallarvörður, Hjallavegi 3, Flateyri, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Jón Friðgeir fæddist á Þórustöðum í Önundarfirði og ólst upp i Önundarfirði. Hann naut farskólakennslu í Mosvallahreppi á barnaskólaaldri, stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1949-51 og nám við Bænda- skólann á Hólum í Hjaltadal 1952-53. Jón Friðgeir var bóndi á Þórustöðum 1961-86 og hefur verið flugvallarvörður, fyrst í Holti og síðan á Þingeyri, frá 1974. Þá hefur Jón Friðgeir verið landpóstur i Önundarfirði frá 1957. Fjölskylda Jón Friðgeir kvæntist 5.9. 1968 Hafdísi Sigurðardóttur, f. 6.1. 1946, húsfreyju og landpósti. Hún er dótt- ir Sigurðar Péturssonar og Sigríðar Markúsdóttur en þau eru frá Seyðis- firði. Börn Jóns Friðgeirs og Hafdisar eru Jón Karl Jónsson, f. 13.6. 1969, kjötiðnaðarmaður í Borgarnesi en kona hans er Anna Dóra Ágústsdótt- ir og eru dætur þeirra Friðný Fjóla og Erika Mjöll; Elín Sigríður Jóns- dóttir, f. 22.1. 1971, lyfjatæknir í Reykjavík, maður hennar er Eiríkur \ Hjaltason rafvirki og er dóttir þeirra Guðný Inga. Fósturbörn Jóns Friðgeirs, börn Hafdís- ar og Björns Einarsson- ar frá Mýnesi í Eiða- þinghá, eru Einar Örn Björnsson, f. 11.2. 1963 og er sonur hans Einar Örn; Björn Björnsson, f. 1.9. 1964 en kona hans er Jónína Þórðardóttir og er dóttir þeirra Rakel María auk þess sem Björn á þrjú börn frá fyrrv. sambúð, Markús Þór, Magna Þór og Þórdísi. Systkini Jóns Friðgeirs eru Hólmgeir Jónsson, f. 27.3. 1931, tölvunarfræðingur í Stuttgart í Þýskalandi en kona hans er Christine E.H. Desczyk og eiga þau tvö böm; El- ín Kristbjörg Sigríður Jónsdóttir, f. 10.9.1940, húsmóðir í Reykjavík en maður hennar er Hartmann Þorbergsson og eiga þau tvö börn; Magnús Hilmar Jónsson, f. 23.8. 1948, bóndi í Noregi en kona hans er Jórunn Kroyseth og eru synir þeirra Sveinn Ivar og Jónas. Foreldrar Jóns Friðgeirs voru Jón Jónsson, f. 20.4. 1898, d. 6.9. 1967, bóndi á Þórustöðum í Mosvallahreppi, og k.h., Elín Tómasína Sigríður Hólmgeirsdóttir, f. 7.3. 1907, d. 25.1. 1967, húsfreyja. við HÍ verður 75 ára á morgun ur Gunnars rithöfundar. Hólmfriður var dóttir Vigfúsar, pr. á Kálfafellsstað Benediktssonar, bróður Hólmfríðar, langömmu Jensínu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Móðir Sigurðar í Breiðuhlíð var Ingibjörg Einarsdóttir. Móðir Sigríðar var Margrét, systir Hólmfríðar, móður Friðjóns Sigurðssonar, fyrrv. skrifstofumanns Alþingis. Margrét var dóttir Jóns, b. i Skammadal í Mýrdal, bróður Þórðar, afa Þórðar Tómassonar í Skógum og langafa Stef- áns Harðar Grímssonar skálds. Systir Jóns var Sigríður, langamma Erlends Einarssonar, forstjóra SÍS. Móðir Mar- grétar var Hólmfríður Jónsdóttir, systir Jóns í Breiðuhlíð. Afmæli Laugard. 21. desember 75ÁRA________________ Guðfinna Jörundsdóttir, Æsufelli 4, Reykjavík. Guðmundur Helgi Helgason, Skúlagötu 20, Reykjavík. Kristine G. Guðmundsdóttir, Rauðalæk 16, Reykjavík. Ragnar Mar Cæsarsson, Víðilundi 20, Akureyri. Sæmundur Nikulásson, Hringbraut 26, Reykjavík. 7QÁRA_______________ Guðrún Guðmundsdóttir, Hlíðartúni, Selfossi. Kolbrún Guðmundsdóttir, Gullsmára 9, Kópavogi. Slgurhanna Gunnarsdóttir, Læk, Ölfusi. Hún verður að heiman. 60ÁRA_______________ Anna Jórunn Stefánsdóttir, Hveramörk 4, Hveragerði. Ástbjörn Egilsson, Tjarnargötu lOd, Reykjavík. Helgi Þór Magnússon, Túngötu 21, Grindavík. 50ÁRA_____________ Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, Fífuseli 29, Reykjavlk. Inga Hanna Guðmundsdóttir, Vitastíg 15, Reykjavík. Margrét Bjomsdóttir, Logafold 65, Reykjavlk. Sigrún Ágústa Harðardóttir, Engjaseli 56, Reykjavík. Sveinn Agúst Eyþórsson, Bakkastöðum 133, Reykjavík. 40ÁRA_______________ Ásdís Olsen, Ægisíðu 98, Reykjavík. Björk Birkisdóttir, Smiðjugötu 2, Isafirði. Einar Kristján Magnússon, Böövarsgötu 13, Borgarnesi. Guðbjörg K. Jónatansdóttir, Smáratúni 48, Keflavík. Guðný Smith Ægisdóttir, Kóngsbakka 8, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Móabarði 6b, Hafnarfirði. Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, Logafold 68, Reykjavík. Kolbeinn Hreinsson, Krummahólum 2, Reykjavík. Ólöf María Sigurðardóttir, Bleiksárhlíð 19, Eskifirði. Ragnheiður Lára Hanson, Bergstaðastræti 67, Reykjavlk. Rut Ágústsdóttir, Hólagötu 19, Vestmeyjum. Siggeir Stefánsson, Langanesvegi 26, Þórshöfn. Sigríöur Pétursdóttir, Víðihvammi 14, Kópavogi. Sigrún Lárusdóttir, Bollagörðum 5, Seltjarnarnesi. Soffía Erla Stefánsdóttir, Reynimel 60, Reykjavík. Sunnud. 22. desember 95ÁRA_______________ Carla I. Halldórsson, Hjallaseli 55, Reykjavík. 90ÁRA, Jóhanna Júlíusdóttir, Bleiksárhlíð 56, Eskifiröi. 80ÁRA Sigurína Friðriksdóttir, Fellsmúla 20, Reykjavík. 2iÁE 'ARA Kjartan Sigmundsson, Seljalandsvegi 87, ísafiröi. Kristinn Pálsson, Húnabraut 10, Blönduósi. 70ÁRA Anna Guðlaugsdóttir, Kleppsvegi 68, Reykjavík. Guðrún Benedikta Helgadóttir, Ystabæ 7, Reykjavík. Hjálmar Guðmundsson, Austurbrún 6, Reykjavík. 60ÁRA_______________ Þorsteina Pálsdóttir, Búhamri 7, Vestmannaeyjum. 50ÁRA_______________ Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir, Fannafold 121, Reykjavík. Einar Helgi Kjartansson, Esjugrund 40, Reykjavík. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Mánatúni 6, Reykjavík. Guðjón Bragason, Túngötu 14, Sandgerði. Guðrún Harðardóttir, Háaleitisbraut 107, Reykjavík. Halldóra Baldursdóttir, Lambeyrarbraut 8, Eskifirði. Kristín Pétursdóttir, Fífurima 6, Reykjavík. Kristín Rós Andrésdóttir, Langholtsvegi 24, Reykjavík. Matthías Þór Hannesson, verkstjóri hjá ÍAV, Ásabraut 8, Sandgerði. Hann tekur á móti gestum að Ásabraut 8 í Sandgerði 22.12. Smári Brynjarsson, Holtsgötu 7, Hafnarfirði. Steindór Eiðsson, Maríubakka 30, Reykjavík. Þorsteinn S. Benediktsson, Smáravegi 12, Dalvík. Þorvaldur Friðriksson, Fjölnisvegi 2, Reykjavík. 40ÁRA_______________ Anna Maria Kristjánsdóttir, Helluvaöi 4, Hellu. Guðfinnur Kjartansson, Grænási Ib, Njarðvík. Guðmundur R. Gunnarsson, Aratúni 26, Garöabæ. Helga Skúladóttir, Rauðarárstíg 38, Reykjavík. Ragnar Hrafnsson, Barðaströnd 29, Seltj.nesi. Rannveig Rafnsdóttir, Jórufelli 4, Reykjavík. Rúnar Dagbjartur Sigurðsson, Grásteini 2, Selfossi. Valdlmar Helgason, Laugalæk 13, Reykjavík. Þorsteinn Ólafsson, Furuhlíð 33, Hafnarfirði. Þorvarður K. Þorvarðsson, Borgarhbraut 51, Kópavogi. Helga Pálína Sigurðardóttir Helga Pálína Sigurðardóttir, starfsmaður i Bjarkarási, verður þrítug á Þorláksmessu. Af því tilefni verður opið hús að Akurholti 15, Mosfellsbæ, sunnud. 22. desember, kl. 13.00-18.00. Það er einlæg von Helgu að sem flestir vinir og vandamenn stingi inn tá og nefi og gleðjist með henni á þessum tímamótum. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.