Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Qupperneq 57
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Helcjarblað JOV 6 Gísli Sváfnisson kennari við Hólabrekkuskóla er 50 ára í dag Gísli Sváfnisson kennari, Brekkusel 16, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gísli fæddist á Hrollaugsstöðum í Suðursveit og ólst upp á Kálfafellsstað í Suðursveit í Austur-Skaftafells- sýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1973, BS-prófi í landafræði frá HÍ 1977 og prófi í uppeldis- og kennslu- fræði sama ár. Gísli var grunnskólakennari við Ljósafossskóla í Grímsnesi 1977-79, og hefur síðan verið grunnskóla- kennari við Hólabrekkuskóla í Reykjavík. Á sumrin var Gísli byggingaverkamaður við Siguöld- virkjun 1976-77, leiðbeinandi við Vinnuskóla Reykjavík- ur 1981-86, blaðamaður hjá Þjóðviljanum 1988-89, og hef- ur verið yfirleiðbeinandi hjá Vinnuskóla Reykjavíkur frá 1990-2002. Gisli var búsettur í Ljósfossskóla í Grímsnesi 1977-79, í Efra-Breiðholti 1979-85 og í Seljahverfi 1985-2002. Gísli hefur lengst af starfað að málefnum innan knatt- spyrnunnar. Hann lék knattspymu með UMF Selfoss um tíu ára skeið 1971-81, var formaður knattspymu- deildar Þróttar i Reykjavík 1990-92 og er nú starfandi formaður knattspyrnudeildar Vikings frá vordögum 2001. Gísli var formaður Framfarafélags Efra-Breiðholts 1983-85 og sat í stjórn Alþýðubandalags Reykjavíkur 1988-89. Fjölskylda Gísli kvæntist 10.6. 1978 Guðrúnu Björgu Guðmunds- dóttur, f. 11.6. 1956, BS-hjúkrunarfræðingi frá HÍ. For- eldrar Guðrúnar Bjargar: Guðmundur M. Ásgrímsson og Emilía Benedikta Helgadóttir. Þau bjuggu í Hólm- garði í Reykjavík. Hann var lengst af verslunarstjóri J.Þorláksson & Norðmann í Bankastræti, hún var hús- móðir og starfaði síðar hjá Blindrafélaginu við Hamra- hlíð. Böm Gísla og Guðrúnar Bjargar eru Sváfnir, f. 8.11. Hallur Sigurbjörnsson fyrrv. fulltrúi hjá Véladeild Vegagerðarinnar Hallur Sigurbjömsson, fyrrv. fulltrúi hjá Véladeild Vegagerðarinnar, Dofrabergi 7, Hafnarfirði, verður sjö- tíu og fimm ára á sunnudag. Starfsferill Hallur fæddist í Nesi á Akranesi en ólst upp í Reykja- vík. Hann lauk bamaprófi frá Miðbæjarskólanum, var vikapiltur á Hótel Borg 1941-43, stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavik 1944-48, lærði rennismíði hjá Landssmiðjunni, lauk sveinsprófi í þeirri iðn 1948 og stundaði nám við Vélskóla íslands 1960-61. Hallur starfaði á vélaverkstæði síldarverkmiðjunnar Rauðku á Siglufirði 1948-50, hjá Jötni hjá SÍS f Reykja- vík 1951-56, var ráðinn verkstjóri hjá vélsmiðju Bol- ungarvíkur 1956 og starfaði þar til 1975 með hléum. Hallur flutti aftur til Reykjavíkur 1975 og hóf þá störf hjá Vegagerð ríkisins þar sem hann hefur starfað síð- an. Hallur var skipaskoðunarmaður á Vestfjörðum 1963-75, var fréttaritari Morgunblaðsins í Bolungarvík 1963-75, sat í stjóm Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur 1970-73, starfaði í Leikfélagi Bolungarvíkur, stundaði flugnám, var einn af stofnendum flugfélagsins Emis hf. og stjómarformaður þess fyrstu árin, starfaði í björg- unarsveitinni Þuríði í Bolungarvík og hefur starfað með raíóamatörum. Fjölskylda Eiginkona Halls er Vigdís Magnúsdóttir, f. 22.8.1927, húsmóðir og fyrrv. fiskverkakona. Hún er dóttir Magn- úsar Magnússonar, vélamanns á Siglufirði, og Salbjarg- ar Jónsdóttur húsmóður. Dóttir Vigdísar frá því áður er Magna Salbjörg Sig- bjömsdóttir, f. 7.6. 1945, skrifstofumaður á Siglufirði, gift Ómari Möller verslunarmanni og eiga þau fimm böm en eitt þeirra er látið. Böm Halls og Vig- dísar eru Gunnar Hallsson, f. 30.5. 1948, kaupmaður í Bolungarvík, kvænt- ur Sigurlinu Odd- nýju Guðmundsdótt- ur kaupkonu og eiga þau þrjú böm;Þóra Guðbjörg, f. 23.8. 1950, skrifstofumað- ur í Reykjavík, var gift Hólmsteini Guð- mundssyni bifvélavirkja sem er látinn og eru böm þeirra þrjú; Erla Kristín, f. 7.7. 1955, skrifstofumaður við Hagstofuna í Reykjavík, gift Pétri Orra Haraldssyni vinnuvélastjóra og eiga þau þrjú böm; Hallur Vignir, f. 30.4. 1968, tölvufræðingur í Reykjavík, kvæntur Shaunnu Leigh Hildibrandt húsmóður og á hún eina dóttur. Hálfsystkini Halls, sammæðra, voru Ólafur Elíasson, f. 6.12. 1912, d. 25.6.1967, búsettur á Akranesi; Guðbjörg Sveinsdóttir, f. 12.9. 1918, d. 1943, hjúkrunamemi í Reykjavík. Albróðir Halls er Benedikt Sigurbjömsson, f. 12.11. 1922, fyrrv. byggingarmeistari í Reykjavík. Foreldrar Halls vora Sigurbjöm Ámason, f. 10.6. 1899, d. 3.11. 1975, verkamaður i Reykjavík, og k.h., Þóra Guðmundsdóttir, f. 6.9.1891, d. 15.8. 1984, húsmóð- ir. Hallur veröur tekur á móti gestum að heimili sinu mUli kl. 16.00 og 20.00 á afmælisdaginn. 1978, háskólastúdent í rekstrarstjórnun og upplýsinga- tækni við University of North Carolina í Greensboro NC í Bandaríkjunum; Emilía Benedikta, f. 3.6. 1985, nemi við MH og listdansskólanemi i heimahúsum. Systkini Gísla eru Þórhildur, f. 29.9. 1949, fóstra í Kaupmannhöfn; Hulda, f. 3.8. 1954, kennari í Reykjavík; Elínborg, f. 3.9. 1956, bóndi í Hjallanesi í Landsveit; Sveinbjörn, f. 12.2. 1958, tónlistarmaður i Helsingör í Danmörku; Vigdís, f. 23.4. 1959, fóstra í Töllöse í Dan- mörku; Sigurlinn, f. 16.10.1960, ljósmóðir á Selfossi; Sig- urjón, f. 3.7. 1965, rafvirkjameistari á Hvolsvelli. Foreldrar Gísla: Sváfnir Sveinbjarnarson, f. 26.7.1928, prestur og prófastur, og Anna Elín Gísladóttir, 29.4. 1930, d. 20.2. 1974, húsmóðir. Þau voru búsett á Kálfa- fellsstað í Suðursveit 1952-63 og síðan á Breiðabólsstað þar sem Sváfnir bjó til 1998. Ætt Sváfnir er sonur Sveinbjörns, prófasts og alþm. á Breiðabólstað í Fljótshlíð Högnasonar, á Eystri-Sól- heimum og í Sólheimakoti í Mýrdal, Jónssonar. Móðir Sveinbjörns var Ragnhildur Sigurðardóttir. Móðir Sváfnis var Þórhildur Þorsteinsdóttir, í Lauf- ási i Vestmannaeyjum, Jónssonar og Elínborgar Gísla- dóttur. Anna Elín var dóttir Gísla Sigurjónssonar, útvegsb. og oddvita í Bakkagerði í Reyðarfirði, og k.h., Guðnýj- ar Rakel Huldu Jónsdóttur húsfreyju. Höfuöstafir nr. 58__________ Kvæðið Æruprís eftir Örn Arnarson fjallar um mann sem Arnmundur hét. Arnmundur þessi var Gíslason og að sögn er kvæðið ort vegna ritdóms sem birtist um kvæðabók hans, Breyttir litir, sem út kom árið 1920, enda voru þeir vinir, hann og Örn. Mér hef- ur nú borist í hendur þessi 82ja ára gamla kvæðabók Arnmundar. í henni eru m.a. fallegar vísur, t.d. þessi sem ber nafnið Litur og gæði: Oft meö þröng er sœla sótt; sífellt breytist hagur. Þar sem ekki þekkist nótt, þar er enginn dagur. Eða þessi sem kallast Ljós í myrkri: Þig nœr hleöur ama á atvik skeö til baga, hugsa meófram þú skalt þá til þinna gleöidaga. Oft getur verið erfitt að feöra vísur. Stundum fara góðar vísur á flakk og eru eignaðar öðrum en þeim sem upphaflega gerðu þær. Lárus Þórðarson orti fyrir margt löngu vísu, þá staddur norður í landi. Þegar hann þremur dögum seinna kom vestur á Snæfellsnes heyrði hann vísuna þar, eignaða allt öðrum hagyrð- ingi. Vísan fjallar um nýjustu tækni í nautgriparækt: Nú þarf ei viö naut aö glíma, nú er tœknin vakandi. Nú er bara nóg aö síma og nautiö kemur akandi. Þegar Davíð Oddsson og Jón Baldvin mynduðu rík- isstjórn úti í Viðey sællar minningar árið 1991 orti Kristján Bersi Ólafsson: Steingríms var ekki stjórnin góö, stefnulítil, á villuslóö. Flœró og hrœsni þar uppi óö svo enginn vissi hvar nokkur stóö. Núna er allt meö öðrum brag, engin misklíö, nudd eöa jag. Þvíflœröin og hrœsnin heita í dag heiöursmannasamkomulag. Við endum í dag á vísu sem ég r inni á leirvefnum rétt í þvi að þát varð til. Hún er sögð vera tveggja án Höfundur er Stefán Vilhjálmsson: Nú er hátíö heims um ból og hœfir ekki að vera domm, gleöileg því gefur jól gud@himnum.com Umsjón •akst á ' tturinn a gömul.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.