Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 4 Fréttir BV Rúðuskaf í morgun: Hitamet des- ember í hættu Hitamet í desember sem hefur blas- að við kann að vera í hættu, en svo virðist sem síðustu dagar jólamánaðar verði kaldari en verið hefur. Hitastig á aðfangadagskvöld var mest 11 stig, á Egilsstöðum, Bergsstöðum i Skagafirði og á Sauðanesvita á Langanesi. Höfuð- borgarbúar nutu góðs veðurs og 8 stiga hita. En nú eru breytingar fram undan að sögn Theódórs Hervarssonar veður- fræðings. Hann sagði i morgun að stefndi á kaldari tíð, ekki síst á gamlárskvóld og nýársdag. í morgun þurftu morgunglaðir Reyk- víkingar að skafa rúður bifreiða sinna og sumir áttu erfitt með að opna hurð- ir sem frusu aftur. Frostið í Reykjavik kl. 6 í morgun var 1,4 stig, en á Hvera- vöUum var kominn alvöru vetur, 6,2 stig. Á Vestfjörðum og víðar um landið var hitinn víða yfir núUinu, á Keflavík- urfiugvelli 1,8 stig eða 3,2 stigum hlýrra en í höfuöborginni. -JBP Kveikt í gámi Kveikt var í gámi við KR-heimil- ið um hálfeittleytið í nótt og var slökkviliðið kaUað út. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Lögreglan í Reykjavík segir að nú sé sá tími að ganga í garð sem umræða um brennur og eld eykst og virðist það alltaf kveikja í þeim sem veikir eru fyrir eldi og ikveikjum. Lögreglan segir að hugsunargangurinn virðist vera sá að það sé í lagi að kveikja í nánast hvar sem menn standa en lögreglan vill jafnframt benda fólki á að ólöglegt sé að kveikja i og gera brennur ef ekki hafi fengist tUskUin leyfi. Ekki er vitað hverjir brennu- vargarnir voru að svo stöddu en málið er í rannsókn. -ss 30 óhöpp Tiltölulega rólegt var hjá Lógregl- unni í Reykjavik frá aðfangadegi til dagsins í dag. Á þessum tíma voru fjórir stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur en þrír af þeim voru stöðv- aðir í gærkvöld og í nótt. Þá segir lög- reglan að 30 umferðaróhöpp hafi ver- ið skráð yfir hátíðarnar en að öll hafi þau verið minni háttar og ekki hafi verið um teljandi meiðsl á fólki að ræða. Lögreglan í Reykjavík segir að flest tilfellin hafi ekki gerst vegna hálku, enda hafi verið óvenjuhlýtt miðað við árstíma, heldur vegna jólastress enda óhöppin flest klaufa- leg. Nú sé hins vegar farið að kólna á. ný og varar lögreglan við hálku á höfuðborgarsvæðinu. -ss Hlutfall af f járlögum til vegamála lækkar: Hagsmunir Kringl- unnar tefja fram- kvæmdir í Reykjavík Stuttar f réttir Líklega hefur aldrei lægra hlutfall fjárlaga Al- þingis runnið til sér- merktra vegamála eins og nú. Guðmundur Hallvarðs- son, formaður samgöngu- nefndar Alþingis, segir að stórar framkvæmdir séu sérstaklega merktar nú sem áður og enn séu á fjárlögum gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en ekkert gerist þar sem Reykjavíkurborg ljúki ekki sínum hluta verksins og því sé ekki hægt að hefja framkvæmdir við þau. „Þetta hefur þvælst fyrir borgarstjórn vegna nálægð- ar byggðar og ekki síst vegna hagsmuna Kringl- unnar sem hafa verið lengi til skoð- unar án þess að komist sé að niður- stöðu. Menn vilja ekki að umferðin -Mi*b»r H -Mj6dd *0S V DVJHYND GVA Miklabraut/Kringlumýrarbraut Morgunumferöin þar er oft gríöarleg, en vegna hagsmuna Kringlunnar tekst ekki aö ákveða framkvæmdir þar. beinist þar fram hjá. Ég hef ekki farið yfir þetta nákvæmlega en ég gæti trúað að þetta væri tUfeUið," segir Guðmundur Hall- varðsson. „Það gæti verið að það væri nú lægra hlutfall af fjárlögum sem rennur til vega vegna þess að tekjur til vegagerðar eru eyrna- merktar af ákveðnum sköttum sem eru teknir af bensíninu og þunga- skatti af dísilolíu og þar sem skatttekjur ríkisins hafa verið að aukast má vera að hlutfallið hafi verið að lækka. Á móti kemur að á undanförn- um árum hefur oft verið klipið af þessum eyrna- merktu tekjum til ann- arra framkvæmda óskild- um vegamálum en ég hef ekki séð að það sé þannig nú, a.m.k. ekki ennþá," segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri FÍB. -GG DV-MYND PÉTUR S. JÖHANNSSON Tengdasonar minnst Þaö var hvítjörö í kirkjugaröinum þegar Gíslný Guðþjörnsdóttur var að huga að leiðum ástvina sinna í Ólafsvíkurkirkju- garði en þar stendur einnig minningarkross um tengdason hennar sem fórst með Svanborgu SH þann 7. desember 2001 ásamt tveimur félögum sínum. ^ Hvít jól á köflum í Olafsvík í Ólafsvík byrjuðu jólin sem hvít jól. Á Þorláksmessu vöknuðu bæjar- búar við að jörð var orðin alhvít og entist snjórinn fram á fyrrihluta að- fangadags. Þegar fólk fór í kirkju- garðinn til að huga að leiðum ást- vina sinna var þar jólalegt um að litast. Að kvöldi jóladags var haldin svokölluð ljósamessa i Brimilsvalla- kirkju í Fróðárhreppi. Þetta er ár- legur siður í þessari kirkju en að- eins eru notuð kerti við þessa messu og var góngustígurinn að kirkjunni upprjómaður með kerta- ljósum. Kirkjan var vel sótt en sókn- arpresturinn sr. Óskar H. Óskars- son predikaði og kirkjukór Ólafs- víkur söng undir stjórn Veronicu Osterhammer. Kirkjan verður 80 ára á næsta ári og verður haldið upp á það með formlegum hætti. -PSJ Landmælingar gerðu leigusamning til 15 ára: Rætt í bæjarstjórn Akraness að selja húsnæðið Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæj- arstjórn Akraness lögðu nýlega til í bæjarstjórn að bæjarstjóra yrði falið að hefja undirbúning að sölu húsnæðis Landmælinga íslands á Akranesi. Hluta söluandvirðis yrði varið til að greiða niður skuldir bæjarins en líklegt er að fyrir hús- næðið fáist um 100 milljónir króna.. TUlagan var felld með 5 atkvæðum gegn 4 eftir bókun Guðmundar Páls Jónssonar, Framsóknarflokki, þar sem segir: „Meirihluti bæjarstjórnar vísar til þess að ítrekað hefur verið rætt við ríkið um kaup þess á húsnæði Landmælinga íslands auk þess sem aðrar hugmyndir hafa einnig verið nefndar. Áður en formleg ákvörðun verður tekin, eins og tillaga Sjálf- stæðisflokksins gerir ráð fyrir, þarf að skoða ýmsar hliðar málsins. Meirihluti bæjarstjórnar ítrekar þó þann vija sinn að ganga til við- ræðna við ríkið um sölu hússins." Meirihlutasamstarf er á Akranesi með Akraneslista - lista Samfylk- ingarinnar og Framsóknarflokki. Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands og bæjarfull- trúi, segir að leigusamningur Land- mælinga við Akranesbæ sé til 15 ára og það sé stefna rikisins að leigja frekar undir starfsemi ríkis- fyrirækja en að kaupa. Gísli Gíslason bæjarstjóri segir að bæjaryfirvöld hafi rætt við ríkið öðru hvoru hvort það væri ekki eðlilegt að ríkið ætti húsnæðið sem Landmælingar væru í, en það breytti í sjálfu sér ekki miklu fyrir Akranesbæ, en ríkið ætti stóran hluta hússins og kannski væri eðli- legra að það ætti það allt, en þarna starfa sýslumaður og skattstjóri. „Við vorum búnir að segja að Landmælingar mundu hafa þetta húsnæði eins lengi og það hentaði þeim, en gerður var 15 ára leigu- samningur. Það er auk þess bundið í lögum að Landmælingar eigi að vera á Akranesi, og þar var eigin- lega gengið lengra en við gerðum ráð fyrir, og fyrir það erum við Ak- urnesingar ákaflega þakklátir. Stað- setning ríkisstofnana viö flutning •hefur ekki fyrr verið bundin lögum hvað varðar staðsetningu," segir Gísla Gíslason bæjarstjóri. Hjá Landmælingum starfa 35 manns og um 10 þeirra búa á höfuð- borgarsvæðinu og aka daglega á milli. -GG ^M^I^?5*****^* Eldur í Vestmannaeyjum Eldur kviknaði í heimahúsi í Vestmannaeyjum á aðfangadags- kvöld. Gluggi var opinn i stofu og myndaðist súgur sem feykti gardínu i kerti. Búið var að slökkva eldinn áður en slökkviliösmenn komu á staðinn. Bílvelta á Eyrarbakkavegi Bíll lenti utan vegar og valt að- faranótt annars í jólum á Eyrar- bakkavegi. Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur á heilsu- gæslustöð til skoðunar en meiðsl hans voru minni háttar. Sykur brann á pönnu Slökkviliðið á Akureyri var beðiö um að reykræsta íbúð eftir að sykur gleymdist á heitri pönnu. Ekki hlut- ust miklar skemmdir af þessu óhappi. Bíll fastur á hálendinu Björgunarsveitin Stjarnan í Skaftártungu var kölluð að Háöldu, Syðri-Fjallabaksleið, til aðstoðar ís- lendingum sem fest höfðu bil sinn þar í sandbleytu í gær. Slys á Gemlufallsheiöi Bíll keyrði út af á jóladag á Gemlufallsheiði, sem er heiðin á milli Önundarfjarðar og Dýrafjarð- ar. Fernt var í bílnum og var einn fluttur á sjúkrahúsið á ísafirði. Krap var á veginum. 32 innbrot í Reykjavík Lögreglan i Reykjavík fékk 32 til- kynningar um innbrot frá Þorláks- messu og til annars i jólum. Bæði var um að ræða innbrot í bila, heimUi og fyrirtæki. Brotist inn í söluturn Tóbaki var stolið þegar brotist var inn í söluturn á Bústaðavegi í nótt. Að sögn Lögreglunnar í Reykjavík barst til- kynning frá Securitas um innbrotið um hálfflmmleytið en þá voru innbrots- þjófarnir á bak og burt. Lögreglan segir yfir þessa helstu hátíðisdaga hafa verið rólegt hjá lögreglunni miðað við önnur jól. Ekki er vitað hverjir brutust inn í söluturninn en málið er í rannsókn. Bílvelta á Suðurlandsvegi Fjórir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir bUveltu á Suður- landsvegi í gærmorgun. Jeppi rann tU í hálku í aflíðandi beygju neðst í Brattastíg, austan Þjórsár. Hann lenti síðan út af veginum og hafnaði niðri í skurði sem var hálffuUur af vatni. Hjón með 2 börn voru í bUn- um og slasaðist konan mest. Mbl.is greindi frá. . -ss ril^a helgarblað Leíkiö og litið um öxl í Helgarblaði DV á morgun er ítarlegt viðtal við leikara- hjónin Atla Rafn,Sig- urðarson og Bryn- hUdi Guðjonsdóttur en þau leika bæði í jólaleikriti Þjóðleik- hússins, Með fuUri reisn, þar sem hann fer úr fötunum en hún ekki. Þau tala við DV um hjóna- bandið, leiklistina og vald leikarans. í blaðinu er einnig litið um öxl og horft yfir árið sem er í þann veginn að líða. Það er gert bæði í fullri alvöru þar sem fréttamenn DV draga saman í annálaformi helstu mál sem sett hafa svip sinn á árið en árið er líka skoðað i spéspegU þar sem ekkert sýnist heU- agt. í blaðinu er einnig að fmna árlega myndagátu DV sem krefst að vanda talsverðra heUabrota en lýkur upp sín- um annál að lokum. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.