Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 Fréttir I>V Endalausar afsakanir í sjö ár fyrir óbreyttu þungaskattskerfi: Gildandi lög hindra sömu þróun hér og erlendis - þjóöin tapar og nú eru þingkosningar sagðar koma í veg fyrir olíugjaldsfrumvarp Stöðugar afsakanir hafa verið fyrir þvi í sjö ár eða lengur að koma í gegn frumvarpi um að breyta óréttlátu þungaskattskerfi í rekstri dísiiknúinna bifreiða. Olíugjaldsfrumvarp var tilbú- ið í vor en dagaði uppi og ekkert bólar á endurflutningi þess á yflrstandandi þingi. Fjármálaráðuneytið ber viö önn- um og stuttu þinghaldi vegna þing- kosninga í vor. Félag íslenskar bifreiðaeigenda, FÍB, sem og flest samtök atvmnubilstjóra hafa verið þess sinnis að leggja beri niður núverandi þungaskattskerfi og taka upp olíugjald í staðin. Rökin eru þau að þungaskattskerfið gangi á skjön við jafiiræðissjónarmið þar sem í því sé fólgin mismunun. Jafnframt gangi kerfið á skjön við umhverfissjónarmið. Því ætti það að henta hagsmunum ís- lendinga að breyta þungaskattskerfmu, ekki sist i ljósi ákvæða Kyoto-sáttmál- ans um loftmengun. Ekkert gerist Jón Pálsson, vörubilstjóri og þáver- andi ffamkvæmdastjóri vörubílastöðv- arinnar Þróttar, sagði í samtali við DV í maí í vor að almennur vilji væri hjá atvinnubílstjórum að láta taka upp ol- íugjald í stað núverandi þungaskatts. Ekki væri spuming um hvort heldur hvenær slikt yrði að veruleika. Þrátt fyrir þessi orð er vitað að nokkur tregða hefur verið í hópi vörubifreiða- stjóra við málið og ýmsu borið við. FÍB greindi frá skoðanakönnun í síðustu viku þar sem fram kom að 95% þeirra sem þátt tóku í könnuninni vildu að ol- íugjald yrði tekið upp í stað þunga- skatts. Ljóst er að núverandi kerfi dæmir litla og meðalstóra fjölskyldu- bíla algjörlega úr leik i samanburði við bensínknúna bíla. FÍB-blaðið gerði könnun meðal þingmanna um málið þar sem 23 þingmenn gáfu svör við spumingu blaðsins um hvort taka ætti upp olíugjald í stað núverandi þunga- skattskerfis. Svörin vora mjög afdrátt- arlaus og á einn veg, neftiilega -, já“. - Samt gerist ekkert. Kerfið kemur í veg fyrir eðlilega þróun Dísilbftar hafa alltaf verið vinsælir á meginlandi Evrópu og hafa vinsældir þeirra aukist til muna á síðustu ámm. Fjöldi fyrirtækjabíla skiptir líka máli í Enn bólar ekkert á sérstöku olíugjaldi í staö gildandi þungaskattskerfis Lög koma í veg fyrir aö aimenningur á íslandi geti nýtt sér kosti dísilknúinna bifreiöa. Fréttaljós þessu sambandi þar sem þeir þurfa að uppfylla meiri kröfur um minni eyðslu og mengun en fólksbílar en skattar á vinnubflana aukast eftir því sem þess- ar mengunartölur hækka. Þess vegna hafa dísilvélamar orðið sérstaklega vinsælar þar sem þær eyða minna þrátt fyrir meira afl og pumpa minni koltvísýringi út í andrúmsloftið. Á ís- landi er talið að óréttlátt þungaskatts- kerfi komi í veg fyrir sömu þróun og erlendis. Auknar vinsældir dísilbíla eriendis Á síðustu árum hafa orðið stórstígar framfarir i þróun disilvéla og vélarafl þeirra aukist um allt að þriðjung á meðan eyðslan minnkaði um þriðjung. Um leiö hafa vélamar orðið þýðgeng- ari, hljóðlátari og menga minna. Svo- kallaðar einbunu- eða samrásardísil- vélar, „Common rafl“, em nú orðnar gæðavara sem allir framleiðendur keppast um að setja í bíla sína. DV hefur áður greint frá því að í löndunum í kringum okkur hefur þró- unin orðið þannig að dísflvélin hefur tekið stórt stökk í vinsældum. Mark- aðshlutdefld dísilvéla í venjulegum heimilisbflum hefur aukist úr 22% árið 1977 í 32% árið 2000 og er talið að hún verði komin í 40% árið 2004. Á síðasta ári jókst sala á fólksbflum með disilvél- um um 40% í Bretlandi og náði nýju sölumeti upp á 436.591 bíl. Nú er þar svo komið að fimmti hver nýr fólksbíll er dísilbfll. Andstætt hagsmunum olíufélaga? Hér á landi er þessu öfugt farið. Sala á dísilbílum dróst i fyrra saman um meira en helming sem er meira en alls- Könnun FÍB heijar-bflasölusamdráttur síðasta árs. Ástæðan er bæði óhagræði vegna gild- andi reglna um þungaskatt og hærri vömgjöld á dísilbílum, þ.e. 45% á móti 30-^40% fyrir bensínbfla. Afleiðingin verður minnkandi sala dísUbíla hér- lendis á þeim tíma sem þeir gætu skU- að þjóðarbúinu hagkvæmari viðskipta- jöfhuði vegna minni eldsneytiskaupa og hreinna lofti. Þama liggur hundur- inn trúlega grafinn. Óbreytt kerfi virð- ist vera mikið hagsmunamál olíufélag- anna sem skýri helst þá sjö ára töf sem orðið hefur á setningu laga um olíu- gjald. Olíufélögin myndu þurfa að horfa fram á mun minni innflutning á bensíni ef olíugjald yrði að veruleika. Litlar skýringar heyrast nefiidar um orsakir á seinagangi yfirvalda tfl að breyta úreltu þungaskattskerfi. Helst hefur verið nefhdur fyrirsláttur olíufé- laganna um mUúnn kostnað samfara því að lita olíuna. Félag íslenskra bif- reiðaeigenda fékk í vor sérfræðing í lit- un olíu hingað tU lands sem sýndi fram á mun mflmi kostnað samfara þessari breytingu en olíufélögin vUdu vera láta. Þar með virðist ekki lengur hægt að styðjast við þau rök gegn upptöku á olíugjaldi í stað núverandi þunga- skattskerfis. Ormurinn langi er nú orðinn meira en sjö ára gamall. Hvað dvelur breyt- ingar á þungaskattskerfinu liggur ekki í augum uppi en sífeUt koma þó nýjar afsakanir. Nú em það þingkosningar í vor sem sagðar eru koma í veg fyrir löggjöf sem líklega myndi spara þjóð- inni ómælda peninga vegna mumi elds- neytisinnkaupa. Rólegt hjá slökkviliðinu’. Ekki einn kertabruni Rólegt hef- ur verið hjá slökkvUiði höfuðborgar- svæöisins það sem af er jólum en ekki ein einasta innhringing vegna kertabruna hafði komið inn á borð þegar blaðið fór í prentun. Segjast menn varla muna eftir öðrum eins rólegheitum og er greinUegt að áróður er farinn að skUa sér tU al- mennings. SjúkrabUamir hafa hins vegar verið á þönum enda fer salt- aður jólamatur Ula í marga. -snæ Haraldur Þórarinsson í Kvistási í Kelduhverfi: Siv átti að sýna það hug- rekki að friða rjúpuna Umferð hefúr síðustu daga farið nokkuð um nýja veginn um Hafnarbrekku, en það er nýr vegur frá Kelduhverfi upp á Tjömes um lónið. Við það leggst vegurinn um Auðbjargar- staðabrekku af, en hann hefur oft verið hættulegur umferð að vetrarlagi vegna bratta, og jafnvel ófær. Meðan tíð helst óbreytt verður áfram unnið við frágang á veginum. Haraldur Þórarinsson í Kvistási í Kelduhverfi segir að ein- muna tíð í haust og vetur komi honum alls ekki á óvart því mýsnar á Öxar- fjarðarheiði hafi í haust grafið holur sínar inn í þúfurnar að vestan, sem segi að búast megi við ríkj- andi austanátt, sem reyndar hafi orðið reyndin. Haraldur segir að í upphafi ijúpna- vertíðar hafi verið aUgóð veiði, og þaö megi rekja tU þess að þá skömmu áður hafi brostið á suðaustan Ulviðri sem hafi hrakið fuglinn norður eftir og því hafi verið góð veiði á Noröausturlandi. Síðan hafi varla sést ijúpa og í sumar hafi varla sést ijúpa sem er þó mjög óvenjulegt á þessum slóðum. „Auðvitað átti Siv Friðleifsdóttir að friða ijúpuna tU þess að bjarga íslenska ijúpnastoftiinum, sölubann hefur svo litið að segja. En ráðherra þorði ekki að taka svo stóra ákvörðun, sem þó var nauðsynlegt. Reynslan mun sýna það,“ sagði Haraldur Þórarinsson. -GG VAGNHÖFÐA 23 • SÍIVII 590 2000 • WWW.BENNI.IS REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.57 15.54 Sólarupprás á morgun 10.36 10.39 Síódegisflóð 24.20 04.22 Árdegisflóö á morgun 00.20 04.53 Veðrið í kvöld Hægviðri og yfirleitt léttskýjað, en norðvestan 5-10 m/s og él á annesjum norðaustanlands. Frost 0 til 5 stig en víða frostlaust við ströndina framan af. El við suðurströndina Austan 5-10 og dálítil él viö suðurströndina á morgun. Frost 0 til 5 stig en víða frostlaust við ströndina að deginum. Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Htt) 0" Hiti 0“ Hiti -1* til -5' til -8” til -7° Vindur Vindun Vindur. 3-15*n»/a 3-15 "V* 3-15™/* K K K Austlæg átt, Austlæg átt, Austlæg átt víða 3-8 víða 3-8 og víða dálítil m/s skýjað m/s, skýjað él en með köflum, með köflum úrkomulitlð en 10-15 og en 10-15 og vestanlands. él vlð suður- él vlð suður- Kólnandl ströndina. ströndina. veður. Frost víða 0 Frost víða 0 til 5 stlg. til 5 stlg. m/s logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðrí 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 Voói íó kl. 6 fÍS£fr . * AKUREYRI skýjaö -1 BERGSSTAÐIR alskýjað -1 BOLUNGARVÍK úrkoma í grennd 2 EGILSSTAÐIR heiöskírt -3 KEFLAVÍK léttskýjaö 2 KIRKJUBÆJARKL heiöskírt 1 RAUFARHÖFN hálfskýjaö 1 REYKJAVÍK heiöskírt -1 STÓRHÓFÐI léttskýjaö •0 BERGEN rigning 8 HELSINKI snjókoma -7 KAUPMANNAHÖFN rigning 1 ÓSLÓ alskýjaö -4 STOKKHÓLMUR -4 ÞÓRSHÖFN skýjað 6 ÞRÁNDHEIMUR slqrjaö -2 ALGARVE léttskýjaö 16 AMSTERDAM skýjaö 11 BARCELONA skýjað 11 BERLÍN þokumóða 1 CHICAGO hálfskýjaö -7 DUBLIN rigning 8 HALIFAX snjóél ■6 HAMBORG þokumóöa 3 FRANKFURT skýjaö 8 JAN MAYEN rigning 3 LONDON rigning 12 LÚXEMBORG rigning 8 MALLORCA hálfskýjaö 13 MONTREAL heiöskírt -10 NARSSARSSUAQ -11 NEW YORK skýjaö 2 ORLANDO skýjað 9 PARÍS rigning 12 VÍN frostúöi -5 WASHINGTON heiöskírt -2 WINNIPEG heiöskírt -12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.