Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 Fréttir DV Hvenær má skjóta flugeldum og hvað telst til óþæginda? Það þýðir ekki að hringja í lögguna Flugeldum má skjóta upp frá og með deginum í dag, 27. desember, og þangað til á þrettándanum, þann 6. janúar. „Þetta er frjálst núna en það má ekki skapa hættu eða valda óþægindum," segir Geir Jón Þóris- son, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. - En hvað þýðir að valda óþægind- um - er það þegar sumum finnst nóg komið af óhljóðum og gauragangi? „Nei, í sjálfu sér ekki,“ segir Geir Jón. Hann segir að menn megi skjóta upp flugeldum og sprengja - aðalatriðið sé að það sé gert utan- húss og skapi ekki hættu. „Það þýð- ir alla vega ekki að hringja á lögregl- una og kvarta yfir hávaða á þessu tímabili. Hins vegar er öll notkun umfram það háð takmörkunum og Skotdagurinn Hefja má flugeldana á loft frá og meö deginum í dag en sprengu- regniö er leyfilegt í 12 daga. sérstöku leyfi,“ segir yfirlögreglu- þjónninn. Töluverð skemmdarverk voru unnin á síðasta ári samfara flugelda- notkun. Ásetningur sumra var bein- linis að valda tjóni, segir Geir Jón. „Menn gerðu þannig sprengjur sem sköpuðu tjón en þetta hefúr annars gengið vel fyrir sig bæði í fyrra og hittiðfyrra. Gott eftirlit er með innflutningi og við erum lausir við sérstök hættuleg blys sem brögð voru að að væru í umferð áður. Hins vegar verða alltaf einhver slys en að- alatriðið er að fólk fari eftir leiðbein- ingum og kaupi af viðurkenndum aðilum. Á síðasta ári fækkaði slys- um vegna flugelda,“ sagði Geir Jón Þórisson. -Ótt ----— Samningur í höfn Samningur milli Svæöisskrifstofu máiefna fatlaöra í Reykjavík, Styrktarfélags vangefinna og félagsmálaráöuneytisins er í höfn. Samningurinn gengur út á aö Styrktarfélagiö tekur aö sér dagþjónustu- og íbúöarúrræði fatlaöra á höfuöborgarsvæöinu ásamt Svæöisskrifstofunni en þeir munu hafa eftirlit meö samningnum. Á myndinni eru þeir Björn Ingi Sigurbjörnsson, for- stöðumaöur Svæöisskrifstofunnar, Friörik Alexandersson, formaöur Styrktarfélagsins, og Páll Pétursson félagsmálaráöherra. Furðulegur ljósagangur á Svalbarða: Kolsvört heimskautanótt- in lýstist skyndilega upp Norðurljós yfir EISCAT-radarstööinni á toppi „Námu 7 fjalls" á Svalbarða Þessi radarstöö suður af norska námabænum Longyearbyen er m.a. notuö til rannsókna á noröurljósunum. Radarar stöövarinnar vinna á öörum bylgjulengdum en gengur og gerist og eru m.a. sagðir geta fylgst meö öllum feröum torséöra Stelth-flugvéla Bandaríkjahers. Hann varð undrandi hann Fred Sigernes, nemandi við UNIS-háskóla á Svalbarða, þegar félagi hans hringdi i hann snemma morguns fimmtudag- inn 6. desember á Norðurljósastöðinni í Adventdal skammt frá Longyear- byen. Félaginn Dag Lorentzen sagði honum að fara út og sjá hvaða furður væru að gerast á suðurhimninum. Þar lýsti eldrauður bjarmi upp himin- inn sem annars er kolsvartur allan sólarhringinn á þessum árstima ef undan er skilið flökt norðurljósanna. Samkvæmt heimildum DV vakti þetta ugg meðal sumra íbúanna sem töldu jafnvel að kjarnorkusprenging hefði orðið á Kólaskaga í Rússlandi. Frá þessu er greint í Svalbardspost- en, nyrsta fréttablaði heims, sem gef- ið er út í norska bænum Lonyearbyen við ísafjörð. Á þessum árstíma er sól- in langt undir sjóndeildarhring eða um 14’ og þvi ríkir þar kolsvört heim- skautanóttin 24 tima á sólarhring. Ekki á að vera mögulegt að sjá svo mikið sem skímu af sólarljósi á Sval- barða á þessum tíma. Það er helst að norðurljósin lýsi upp næturhimininn en þarna er rekin mjög öflug og full- komin rannsóknarstöð í tengslum við UNIS háskóla til að rannsaka norður- ijósin. Tækjabúnaður stöðvarinnar er mjög nákvæmur og skynjar minnstu breytingar á ljósmagni norður- ljósanna. Þennan morgun fóru öll mælitæki í botn er himinn lýstist skyndilega upp af eldrauðum bjarma. Hafði þetta svipuð áhrif á mæhtækin eins og um dagsbirtu væri að ræða. Var birtumagnið yfir EISCAT stöð- inni 120 sinnum meira en venja var til af völdum norðurljósa á þessum árs- tíma. Á infrarauðum skala mælitækj- anna mældist birtan jafnvel mun meiri. Stóð þetta fyrirbæri yfir í marga klukkutíma. Samkvæmt frásögn blaðsins rekur menn ekki minni til að hafa séð slíkt fyrirbrigði áður. Stjömufræðingur við UNIS-háskóla hafði talað við fólk sem verið hafði á staðnum síðastliðin 20 ár og enginn hafði séð neitt þessu líkt. Voru myndir af þessu sendar til Noregs til að reyna að fá útskýringar á hvað væri að gerast. Engar staðfest- ar skýringar eru á þessu fyrirbæri en sérfræðingum þykir nú liklegast að orsakanna megi leita í óvenjulega hlýju lofti sem streymt hefur upp eft- ir Atlantshafmu að undanfornu og norður yfir heimskautasvæðið. Heitir skýjabólstrar hafi myndað ískristalla sem borist hafi upp í köldustu lög loft- hjúpsins í allt að 80-100 kílómetra hæð yfir jörðu. Þeir hafi síðan endur- speglað sólarljósið með þessum hætti. Tekið er fram að þetta sé þó aðeins óstaðfest kenning. -HKr. 9 Munið að slökkva á kertunum Setjið kertaljós (eitt eða fleiri) í stóra gegnsæja eða litaða skál - lýsingin kemur skemmtilega á óvart. Paín'ít ?án> Rauði kross íslands SLÖKKVILIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.