Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 11 I>V Utlönd Hertar aðgerðir gegn meintum hryðjuverkamönnum um jólin: Sjö Palestínumenn féllu í átökun gærdagsins ísraelskir hermenn skutu að minnsta kosti sjö Palestínumenn til bana í nokkrum aðskildum aðgerðum á Vesturbakkanum í gær og er talið að að minnsta kosti flmm vopnaðir fé- lagar öfgahópa hafi verið meðal hinna föllnu. Að sögn talsmanns ísraelska hers- ins kom til skotbardaga við palest- ínska byssumenn í nokkrum tilfellum og munu að minnsta kosti fimm her- menn hafa særst í átökum dagsins. Að sögn talsmannsins voru aðgerð- irnar í tengslum við áætlanir hersins um að koma upp öryggissvæðum kringum landtökubyggðir gyðinga á svæðinu til að koma megi í veg fyrir frekari árásir Palestínumanna. Hann sagði einnig að nokkrir grun- aðir palestínskir hryðjuverkamenn hefðu verið handteknir í aðgerðum á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær og þar á meðal einn yfirmaður palestínsku öryggissveitanna í Betle- hem. Skotbardagi á Vesturbakkanum Fjórir foringjar palestínskra öfgasamtaka voru skotnir til bana ígær. Israelskar hersveitir komu sér aft- ur fyrir í miðbæ Betlehem í gær eftir tveggja daga hlé á umsátri um Fæðingarkirkjuna en umsátrinu var aflétt tímabundið á aðfangadag til að gefa kristnum kost á að sækja guðsþjónustur um jólin. Einn hinna látnu í aðgerðum gær- dagsins var Hamza Abu Roub, helsti foringi Jihad-samtakanna á Vestur- bakkanum en að sögn talsmanns hers- ins var hann skotinn tO bana þegar hann hóf sjálfur skothríð á ísraelska hermenn sem reyndu að handtaka hann í bænum Qabatiya. Fjórir ísraelskir hermenn særðust í bardaganum, þar af einn mjög alvarlega, en heimili Jíhad-foringjans var sprengt í loft upp eftir bardagann. Háttsettur foringi al-Aqsa-sam- takanna, Jamal Nader, var einnig skotinn til bana í aðgerðum gærdagsins en að sögn palestínskra stjórnvalda voru það óeinkennis- klæddir útsendarar hersins sem skutu REUTERS-MYND Snjómokstur í Massachusetts á annan dag jóla íbúar í Haverhill í Massachusetts í Bandaríkjunum þurftu, eins og svo margir landar þeirra í landinu norðaustanveröu, aö skafa snjóinn afbílum sínum ígær eftir gríöarlega snjókomu ájóladag. Sums staðar var allt að eins metra þykkur jafnfallinn snjór. Miklar truflanir urðu á samgöngum og tugir létust f umferðarslysum vegna hálkunnar. ÍSögulegar kosningar í Kenía í dag: Margir spá því að stjórnarand- stæðingar beri sigur úr býtum Keníamenn ganga að kjörborðinu í dag, í sögulegum kosningum sem marka endalok nærri aldarfjórð- ungs valdaskeiðs Daniels araps Mo- is forseta. Margir spá þvi að stjórn- arandstæðingar muni bera sigur úr býtum að þessu sinni. Kjósendur flykktust á kjörstaði um leið og þeir voru opnaðir klukk- an sex að staðartíma í morgun, þrátt fyrir að heldur svalt væri í veðri eftir rigningar næturinnar. „Við viljum greiöa lýðræðinu at- kvæði. Það er augljóslega NARC," sagði Ndirangu, 54 ára gamall versl- unareigandi og stuðningsmaður Regnbogafylkingarinnar (NARC) sem er í stjórnarandstöðu, þar sem hann beið eftir að geta greitt at- kvæði í hófuðborginni Nairóbí. „Við höfum mátt þjást lengi." Keníabúar gera sér vonir um að REUTERSMYND Mwai Kibaki Frambjóðandastjórnarandstæðinga í forsetakjörinu í Kenía er spáð sigri. með brotthvarfi Mois, eins af svokölluðum mikilmennum í afrísk- um stjórnmálum síöustu áratuga, úr forsetastóli muni ástandið í land- inu fara batnandi en stöðnun í efna- hagsmálum og spilling hafa lengi sett svip sinn á þjóðmálin. Kosningarnar í dag eru aðeins þriðju fjölflokkakosningarnar í Ken- ía frá því landið hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1963. Og væntingar manna um breytingar eru miklar. Fastlega er búist við því að hinn 71 árs gamli Mwai Kibaki, leiðtogi Regnbogafylkingarinnar, sigri helsta keppinaut sinn í forsetakjör- inu, Uhuru Kenyatta, 41 árs gamlan son sjálfstæðishetjunnar Jomos Kenyatta og frambjóðanda stjórnar- flokksins KANU. Kenyatta sjálfur er aftur á móti handviss um að hann muni sigra. hann til bana í umsátri í bænum Tulkarm á Vesturbakkanum. Þá var Hamas-foringinn Bassem al- Ashqar skotinn til bana í bardaga í bænum Ramallah á Vesturbakkanum þegar ísraelskir hermenn reyndu að handtaka hann á heimili hans í bænum. Palestínski öryggisvörðurinn féll einnig í átökunum í Ramallah. Grænlendingar verði taldir til minnihlutahópa Henriette Kjær, félagsmálaráð- herra Danmerkur, vill að litið verði á Grænlendinga í Danmörku eins og aðra þjóðernisminnihlutahópa og að þeim verði boðin kennsla í dönsku, eins og flóttamönnum. Þá segir ráðherrann að grænlensk sveitarfélög eigi að vara unga Grænlendinga með útþrá við því að þeim geti reynst erfitt að koma und- ir sig fótunum í dönsku samfélagi. í nýrri skýrslu félagsmálaráðu- neytisins kemur fram að þeir Grænlendingar sem verst eru settir eigi oft í erfiðleikum með að tala dönsku og því verði að kenna þeim. Leigan íþínu hverfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.