Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 14
+ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 15 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Abalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aostoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlío 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Sctning og umbrot: Útgáfufélagio DV ehf. Plötugorö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Fórn fyrir sigur Einn mikilvægasti hæfileiki stjórnmálaforingja er pólitísk dóm- greind - hæfileikinn til aö meta flókn- ar aöstæöur og lesa umhverfið með réttum hætti. Einn hættulegasti veik- leiki stjórnmálaforingja er ofmat á eigin stöðu - dramb eða gorgeir sem fyrr eða síðar leiða til falls. Forystumenn Samfylkingarinnar með Össur Skarphéðinsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í broddi fylkingar, virðast annað hvort hafa misst pólitíska dómgreind eða ofmetið stórkostlega stöðu borgarstjóra. Á margan hátt er óskiljanlegt hve mikla áherslu Samfylkingar, en þó einkum Össur Skarphéðinsson, hafa lagt á að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir fari í framboð í komandi alþingiskosningum. Hringlandahátturinn og umkomuleysið sem einkenndi Samfylk- inguna á liðnu hausti þegar reynt var að „hanna" atburðarás til að gera borgarstjóra kleift að fara í landsmálin gerði lítið annað en að veikja formann flokksins og draga athyglina að innri veikleikum þingliðs Samfylkingarinnar. Eftir furðulegar uppákomur þar sem borgarstjóri taldi sig nauð- beygðan til að leggjast undir feld til þess eins og komast að þeirri niðurstöðu að hentugast væri að standa við fyrri yfirlýsingar um að fara ekki í framboð til Alþingis, hefur Samfylkingunni tekist að ná vopnum. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup í nóvember var Sam- fylkingin á siglingu með 32% fylgi. Flokkurinn hefur aldrei mælst með jafnmikið fylgi í skoðanakönnunum Gallup frá alþingiskosn- ingunum 1999. Vandræðin og uppdráttarsýkin sem einkennt hefur Samfylkinguna nær allt þetta kjörtímabil virðist því vera að baki. Flokkurinn stóð því sterkt að vígi og með góða stöðu í kosn- ingaglímu komandi mánaða þegar óvænt var tilkynnt um framboð borgarstjóra. Fyrir Samfylkinga og Össur Skarphéðinsson var því ekkert í hinu pólitíska landslagi sem benti til þess að rétt væri að knýja borgarstjóra í framboð og tefla þannig samstarfi vinstri flokkanna innan Reykjavíkurlistans í tvísýnu. Þvert á móti eru líkur á því að framboð Ingibjargar Sólrúnar muni veikja stöðu formannsins og draga enn á ný athyglina að veikleika Samfylkingarinnar um leið og rekinn er fleygur í R-listann. Hvorki Ingibjörg Sólrún né Össur Skarphéðinsson gátu vænst þess að ákvörðun um framboð hefði engin áhrif á samstarfsflokka Samfylkingarinnar í Reykjavík. Annað hvort hafa þau gert sig seka um stórkostlegt ofmat á pólitískri stöðu borgarstjóra eða að þau eru tilbúin til að fórna Reykjavíkurlistanum fyrir hugsanleg- an kosningasigur í vor. Framganga Samfylkinga síðustu daga fyrir jól hefur skilið eftir sig sár og tortryggni í garð forystumanna Samfylkingarinnar. Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gengur hreint til verks á heimasíðu sinni og segir framkomu Samfylkingarinnar gagnvart samstarfsflokkum sínum í borgarstjórn vera sér kapítula: „Enn og aftur vekur framganga forystu Samfylkingar upp spurn- ingar um hæfi hennar til stjórnarþátttöku í ríkisstjórn. Mega aðr- ir stjórnmálaflokkar vænta þess að þetta verði vinnubrögðin? Að meiriháttar ákvarðanir flokksins, sem varði samstarf við aðra flokka, séu tilkynntar í fjölmiðlum?" Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra og einn áhrifamanna vinstri-grænna, vandar borgarstjóra ekki kveðjurnar í kjallara- grein í DV: „Síðustu leikfléttur forystu Samfylkingarinnar eru varla til þess fallnar að auka trú manna á flokknum sem lands- málaafli. Fólk sem hleypur frá hátíðlegum yfirlýsingum getur varla vænst þess að verða tekið alvarlega þegar á reynir um samstarf." Fátt virðist koma í veg fyrir að Ingibjörg Sólrún láti af starfi borgarstjóra á nýju ári. Spurningin er aðeins hvort það tekst að lappa svo upp á samstarfið innan Reykjavíkurlistans að hann haldi út kjörtímabilið. En þar með eru dagar sameiningar vinstri manna í höfuðborginni taldir. Þá fórn eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson tilbúin að færa. Óli Björn Kárason Jd"V Skoðun Leikflétta eða tilviljanir? Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri Kjallari Ráðning fréttastjóra hjá „ríkisgufunni" er búin að vera drjúgt sjónarspii al- menningi með tilheyrandi milljóna króna kostnaði. Hárfín sýndarkosning um fréttastjóra er til að sýna mikilúðleika stofnunarinn- ar en í raun er hún valda- tafl þeirra sem vita að fréttir eru litaðar og sjald- an hlutlausar. Ríkissjónvarpið er mikilvægur miðill vegna þess að áskrift er þvinguð á þorra landsmanna og menn verða að taka hana hvort þeir vilja eður ei. Fréttirnar sem eru mest áberandi fjalla oftast um launamál opinberra starfsmanna en auk frétta úr kerfinu eru Evrópumálin í brennidepli. Allt eru þetta viðkvæm mál stjórnendum sem ráða landsmál- um, eins og nýjasta uppákoma í frétt- um frá Noregi skýrir best. Styrking krónunnar Mannaráðningar í stjórn Seðla- banka eru og hápólitískar. Þar vinna skemmtilegar og ábúðarfullar mann- gerðir sem oft eru áberandi í fjöl- miðlum. Þeir fylgja gjarnan hinni pólitísku línu í gegnum þunnt og þykkt, ef þeir leggja þá ekki grunn- inn að þeim þáttum sem mestu skipta um góðan ríkisbúskap og fjár- málastjórn örríkisins. Síðustu miss- eri hafa þeir verið önnum kafnir við að tilkynna vaxtalækkanir og koma „Ef stjórnmálamenn treysta ekki rétttrúnaði þeirra sem starfa við ríkisfréttamiðla erþá von að almenningur treysti hlutleysi ríkisstarfsmanna?" - Á fréttastofu Sjón- varpsins í Efstaleiti. fram á tilkynningarfundum líkt og Greenspan, hinn bandaríski, sveittir eftir öll heilabrotin. Krónan er, likt og fjármálaráð- herra okkar, alltaf á uppleið og nú í desembermánuði, þegar innflutning- urinn hefur verið hvað mestur, tekur hún skyndilega stökk upp á við. Doll- arinn og evran eru komin niður fyr- ir áttatíu og fimm krónurnar og því spáð að hún fari jafnvel undir átta- tíu. - Allir græða um stund, nema út- flutningsgreinarnar og ferðaþjón- ustan. Góðærisjólin framlengd Hvað skyldi vera i gangi? Spáði ekki Seðlabankinn 2-3% hækkun vaxta með samþykki Kárahnjúka- virkjunar, og þar með jafnstóru gengissigi? Stýra þeir ekki krónunni, eða er innstæða fyrir hendi þegar krónan styrkist? Fæstir hafa trú á því að fenginni reynslu. Eru seðla- bankamenn þá ekki að stjórna pen- ingamálunum? Við styrkingu krónunnar verður til gengishagnaður hjá ríkissjóði og fyrirtækjum í lok árs. Lán ríkissjóðs í erlendri mynt lækka í krónum og þeir tuttugu milljarðar sem koma inn af sölu ríkisbanka (komi þeir inn yfirleitt) verða drýgri við niður- greiðslu á erlendum skuldum ríkis- ins. Á næsta ári mun meira koma í ríkiskassann vegna gengishagnaðar fyrirtækja í formi skatta. Kenningar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um lægri skatta en meiri tekjur ríkissjóðs mun því ganga upp eins og góð sannindi. Allt mun verða í góðu gengi fram yfir al- þingiskosningar. Gott ef sú væri raunin og timburmenn kæmu aldrei. - Ekki heldur þegar stóriðjupening- arnir komast í umferð. Blífur krónan? Ef stjórnmálamenn treysta ekki rétttrúnaði þeirra sem starfa við rík- isfréttamiðla er þá von að almenn- ingur treysti hlutleysi ríkisstarfs- manna? Reynslan sýnir að þeir fara oft langt yfir strikið í sínum aðferða- fræðum. Muna menn rannsóknina á Hafskipsmáli og Geirfinnsmáli? Oft upp á sitt eindæmi en á stundum með fulltingi stjórnmálamanna sem hafa óbeint rekið hræðslupólitfk. Gerðir Seðlabanka eða aðgerða- leysi í gengismálum eru afar afdrifa- ríkar og engin ástæða er til að halda að hér sé um leikfléttu að ræða, frek- ar en óbilandi trú markaðsaflanna. Takist Seðlabankanum hins vegar ekki að halda krónunni í jafnvægi til langs tima mun hún víkja fyrr en seinna fyrir Evrunni. Með eða án að- Ud að ESB. Eru stjórnmálin dauð? Guömundur G. Þórarinsson verkfræðingur f v % Á undanförnum árum hafa margir kunnir fé- lagsfræðingar velt fyrir sér spurningunni: Eru stjórnmálin dauð? Þróun nútímaþjóðfélags vekur upp þessa spurningu. I því ölduróti isma og hugmynda- stefna, sem tröllriðið hafa tuttug- ustu öldinni, kommúnisma, nas- isma, fasisma, þjóðernisstefnu, kyn- þáttastefnu og trúarbragðaágrein- ings, er almennt álitið að einkum tvær hugmyndastefnur hafi borið sigur úr býtum, þ.e. frjáls markaður og lýðræði. Dómur sögunnar kann í framtíðinni að verða blendinn um árangurinn af þessum stefnum. Ofjarl lýðræðisins? Mat margra félagsfræðinga er að hinn frjálsi markaður, sem segir: Ég er drottinn guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa, sé að bera lýðræðið ofurliði. Markaðurinn tekur ákvörð- unarvaldið í vaxandi mæli af stjórn- málmönnum. Svið stjórnmálmann- anna þrengist. Stjórnmálin snúast í auknum mæli um að skapa gott um- hverfi fyrir alþjóðleg fyrirtæki og fjárfesta en minna um almannahag. Vissulega má benda á að í sumum tilvikum geti þetta farið saman en óneitanlega er umhugsunarefni að al- ræðisvald markaðarins beitir fjöl- marga einstaklinga félagslegu ofbeldi, atvinnuleysi og félagslegri útskúfun. Áhrifa- eða áhugasvið breytast Hættan er sú að einvíð veróld hagvaxtar og tækniframfara, sam- eininga og samlegðaráhrifa taki lítið tillit til þeirra sem verst standa að vígi í samkeppninni. Vandinn er í síbreytilegum heimi, að fóta sig á og festa hendur á þeim gildum lífsins sem eru ævarandi og óbreytileg. t íslensku þjóðfélagi horfa menn á ótrúlega samþjöppun valds og fjár- magns. Ákvarðanir sem snerta grundvallaratriði í lífi einstakling- anna og lifshamingju þeirra eru í vaxandi mæli teknar af risafyrir- tækjum, sem jafnvel njóta fákeppni, en ekki af þjóðkjörnum þingum. Ör- yggi er að hverfa og samfélagslegar rætur slitna upp. Stjórnmálamenn segja að ekki sé um annað að ræða en að láta hagsmuni fyrirtækjanna ráða ferðinni, ella dragi úr hagvexti. Fórn í þágu almannaheilla Stjórnmálmennirnir afsala sér völdum, frumvörp þeirra og lög snú- ast um bætta stöðu fyrirtækjanna. Þær fórnir sem markaðurinn krefst af einstaklingum, fjölskyldum og jafnvel byggðarlögum, eru skyldar þeim fórnum sem alræðislegt stjórn- arfar taldi nauðsynlegar til þess að bæta kjör þjóða og hrinda fram hug- myndastefnu. Hættulegustu hug- myndastefnur síðustu aldar voru knúnar fram af mönnum, sem töldu sig þekkja hinn eina sannieika. Til „Á okkar landi eru dœmin fjölmörg. Stjórnmálmenn hafa með hrapallegum hœtti afhent öll fiskveiði- réttindi við landið þeim hópi manna sem átti skip í þrjú ár á níunda ára- tugnum. Afleiðingin er hrikaleg eignatilfœrsla og jafnrœði til atvinnurekstr- ar er úr sögunni." þess að koma honum fram þyrfti að fórna hópum í þjóðfélaginu, en allt í þágu almannaheilla. Samlíkingin við óheft markaðsöfl og ótakmarkað frelsi einstaklinga til auðsöfnunar er óþægilega trúverð- ug. Stjórnmálin virðast vera þess vanmegnug að setja sanngjarnar reglur um meðferð fjármuna og valds og fámennir hópar ganga á lagið. ísland er dæmigert Á okkar landi eru dæmin fjöl- mörg. Stjórnmálmenn hafa með hrapallegum hætti afhent öll fisk- veiðiréttindi við landið þeim hópi manna, sem átti skip í þrjú ár á ni- unda áratugnum. Afleiðingin er hrikaleg eignatilfærsla og jafnræði til atvinnurekstrar er úr sögunni. Fólkið sem hefur búið í áratugi í sjávarbyggðum hefur engin réttindi til veiða, eignir þess verða verðlitlar og atvinnan hverfur. Allt er þetta nauðsynlegt segja stjórnmálamenn til þess að fyrirtækin geti borið sig. Náttúruhamfarir af mannavöld- um dynja yfir fólkið og málstaður- inn er aukin hagræðing og samlegð- aráhrif. Minnir á skýringar stóru ismanna. Fyrirtækjasamruni og uppkaup keppinauta auka fákeppni og allt rekst þetta á grunnhugmynd- ir lýðræðisins um fulltrúa fólksins, sem eiga að gæta réttlátra leik- reglna. Lágmarks stöðugleika og ör- yggi er fórnað á altari fyrirtækja- væðingar og fórnirnar eru margar og stórar í lífi fjölskyldna. Gríðarlegir fjármunir safnast á fárra hendur, sífellt færri ná hönd- um yfir þann takmarkaða auð sem þjóðinni hefur tekist að afla í tím- anna rás. Stjónmálin eru að deyja. Sandkorn Úr glerhúsinu Tveir af trúnaðarmönnum Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs gagnrýndu á Þorláksmessu framsóknarmenn fyrir aö taka of sterkt til orða gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu Gisladóttur. Annar var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar en hinn í hádeg- isfréttum Útvarpsins. Báðir gagnrýndu sér- staklega pistil Valgerðar Sverrisdóttur á heimasíðu hennar, þar sem hún þakkar borgarsrjóra samstarfið á liðnum árum og segist nú líta á hann sem hvern annan andstæðing sinn í pólitík. Heldur virðast þeir tvimenningar fljótir að gleyma. Nokkrum dögum áður hafði nefnilega Ármann Jakobsson, sá öflugi liðsmaður Vinstri-grænna, skrifað kjallaragrein í DV undir fyrirsögninni „Borgarstjórinn okkar - in memoriam". Þar sagði Ármann meðal annars að Ingibjörg Sólrún væri orð- in „sundrungartákn á miðjunni" og að þrátt fyrir þessi „held- ur leiðinlegu endalok á borgarstjóraferlinum" muni margir samstarfsmenn hennar „muna hann með hlýju og virðingu". Ekki nóg með þetta: Sama dag og tvímenningarnir gagnrýndu Valgerði birtist í DV kjallaragrein eftir Hjörleif Guttormsson, sem skipaði 3. sæti á lista VG í Reykjavík í síðustu þingkosn- Ummæli Hæf til ríkisstjórnarsamstarfs? „Enn og aftur vekur framganga forystu Samfylkingar spurningar um hæfi hennar tO stjórnarþátttöku í ríkis- srjórn. Mega aðrir stjórnmálaflokkar vænta þess að þetta verði vinnubrögðin? Að meiri háttar ákvarðanir flokksins, sem varði samstarf við aðra flokka, séu tilkynntar í fjól- miðlum? Og það talið fullkomlega eðlilegt? Ég hef ekki orð- ið vör við að Össur Skarphéðinsson eða svilkona hans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hafi beðið samstarfsflokkana í borgarstjórn afsökunar á þeirri framkomu að hafa tilkynnt fjölmiðlum fyrst um framboð borgarstjórans til Alþingis." Valgeröur Sverrisdóttir á vef slnum. Sundrungartáknið „Tröllatrú Reykvíkinga á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem borgarstjóra stafar meðal annars af, að hún hefur verið eins konar andamamma með alla vinstri ungana undir vængnum. Vinsældir hennar stafa ekki frá henni einni og sér í heiminum, heldur af ýmsum þáttum, þar sem pólitíska móðurhlutverkið skipti máli. Þegar hún er ekki lengur sam- sandkorn@dv.is W ingum. Hjörleifur segir þar um Ingibjörgu að " óraunsætt sé að hún geti „stundinni lengur haldið stöðu borgarstjóra" og „trúlegt [sé] að dagar R-listans verði brátt taldir." „Hver get- ur treyst stjórnmálamanni til frekari forystu sem gengur jafn rækilega á bak orða sinna?" spyr Hjörleifur og notar orðið „meinsæri" um framboð hennar. Vandséð er hvort er ótrúlegra: Að trúnað- armenn VG skuli kasta steinum úr glerhúsi með þessum hætti eða að fréttamenn skuli ekki gera við það athugasemdir held- ur kynna sjónarmið þeirra til sögunnar sem almenna skoöun Vinstri-grænna í Reykjavík. Ronáldo og ísland Knattspyrnukappinn Ronaldo á góðar endurminningar um ísland. Frá þessu segir hann í kínversku dagblaði fyrir skömmu í tUefni af þvi að hann var valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu. Málið er að Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark á alþjóðlegum vettvangi í leik 3. maí 1994 gegn Islandi. Brasil- ía vann þann leik 3-0 og þótti það vel sloppið hjá litla íslandi. Já, það er víða sem íslands er getið í heimspressunni! einingartákn vinstri manna, heldur sundr- ungartákn þeirra, hverfur mikilvæg forsenda fyrir yfirburðastöðu hennar í stjórnmálum. Sjálfumglaðir ferlishönnuðir Samfylkingar- innar skilja þetta ekki og verða ekki vitrari af lestri nýrrar skoðanakónnunar." Jónas Kristjánsson á vef sínum. Góðir saman! „Ef einhver hefði ætlað að spinna á þann veg, að vist gætum við Alfreð [Þorsteinsson] starfað saman, hefði sá hinn sami getað vakið athygli á því, að við höfum um áratugaskeið átt saman sæti í stjórn Samtaka um vestræna samvinnu, en Alfreð er í þeim armi Fram- sóknarflokksins, sem styður NATO-aðild og varnarsamstarfið við Bandaríkin á tímum kalda stríðsins og síðan. Brast sú samstaða ekki á miklu meiri spennutimum í íslenskum stjórnmálum en nú rikja." Björn Bjarnason á vef sínum. '—¦ Hvar er Dettifoss? Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra Eg hef gert athugasemdir vlð málflutning andstæð- inga virkjana. Það hefur þeim ekki þótt við hæfi og í hvert sinn sem þeirra orð eru gagnrýnd er talað um skæting eða eitthvað þaðan af verra. Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur skrifar grein í DV mið- vikudaginn 18. des. sl. um virkjun- armálin og segir þá sem vinni að framgangi Kárahnjúkavirkjunar beita skætingi og útúrsnúningum í sínum málflutningi. Guðmundur Andri telur þetta mál órætt. Hann hefur þó sjálfur ritað ótal greinar undanfarin ár um þetta efni, sem eru flestar á sama plani og sú sem birtist á miðvikudaginn. Undir lok greinarinnar rifjar Guðmundur Andri upp „þau mistök sem urðu í útlensku tímariti þegar birt var með umfjöllun um Kára- hnjúkavirkjun mynd af Dettifossi sem slæðst hafði með myndum af fossum af Austurlandi í sendingu frá Árna Finnssyni". - Þessi fram- setning Guðmundar Andra á auðvit- að ekkert skylt við útúrsnúning - að hans mati er það útúrsnúningur að draga þessi „mistök" fram. Landafræöi eða áróður Þetta var ekki í fyrsta sinn sem slik „mistök" eiga sér stað meðal andstæðinga virkjana. Þann 11. september 1999 birtist grein í DV um virkjunarmálin, en þá var til umræðu að virkja Jökulsá í Fljóts- dal með tilheyrandi lóni á Eyjabökk- um. í þessari grein sagði: „Fróðlegt yrði að vita hvort og hvaða áhrif Kárahnjúkavirkjun hefur á Detti- foss, og hvort Landsvirkjun og aust- firskir sveitarstjórnarmenn ætli sér að setja krana á hann til að skrúfa frá honum fyrir þýska túrista. Fróð- legt væri líka ef það kæmi fram hvort austflrskir sveitarstjórnar- menn liti svo á að okkur hinum komi Dettifoss ekkert við." Hér kemur fram mikið þekkingar- leysi höfundar á staðháttum á Aust- urlandi. En höfundurinn er einmitt Guðmundur Andri Thorsson, sá hinn sami og skrifar greinina í DV miðvikudaginn 18. desember. í þessu tilfelli getur Guðmundur Andri vart sagt að um „mistök" sé að ræða - eða kennt blaðinu sem birti greinina um þessá rangfærslu. Annaðhvort er um að ræða mikla vanþekkingu Guðmundar Andra á viðfangsefninu eða ómerkilegt áróð- ursbragð þar sem reynt er að telja lesendum trú um að Kárahnjúka- virkjun hafl áhrif á Dettifoss. Að ræða málin frekar Að halda því fram að málefni ,Veist þú hvar Dettifoss er, um. En þér finnst það sjá Kárahnjúkavirkjunar séu órædd er alveg makalaus fullyrðing hjá Guð- mundi Andra Thorssyni. Um annað mál hefur sjálfsagt ekki verið meira fjallað undanfarin ár. Gríðarlegar rannsóknir hafa farið fram um mat á umhverflslegum áhrifum fram- kvæmda og hefur það kostað meira en ónnur slík verkefni. Miklar athuganir hafa farið fram Guðmundur Andri Thorsson? Hann er íjökulsá á Fjöll- Ifsagt skœtingur eða útúrsnúningur af minni hálfu að upplýsa þig um það." á arðsemi framkvæmda, áhrif álvers á austfirskt samfélag og efnhagsleg- ar afleiðingar fyrir ríkissjóð og at- vinnulíf. Virkjunin hefur hlotið af- greiðslu Alþingis og var samþykkt þar með 44 atkvæðum gegn 9. Heimamenn, þeir sem unna því landi sem þarna á að fórna meir en nokkrir aðrir, hafa lagt einna harð- ast að sér og barist mest fyrir því að af verkefninu verði. Heimamenn vita til að mynda hvar Dettifoss er. Hann er hvorki í Jökulsá í Fljótsdal né Jökulsá á Dal. Veist þú hvar Dettifoss er, Guð- mundur Andri Thorsson? Hann er í Jökulsá á Fjöllum. En þér finnst það sjálfsagt skætingur eða útúrsnún- ingur af minni hálfu að upplýsa þig um það. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.