Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 Tilvera DV The Hot Chick frumsýnd á nýársdag: Myndbönd Fallegasta stelpan í líkama fertugs manns Gamanleikarinn Rob Schneider virðist hafa gaman af því að fara út á ystu mörk í kvikmyndum sínum. í þekktustu myndum sínum leikur ■* hann persónur sem fyrst og fremst eru afbrigðilegar og svo er það und- ir smekks hvers og eins hvort þær þykja fyndnar eða ekki. í Deuce Bigalow: Male Gigalo er hann ein- hver ólíklegasti kvennamaðurinn og árangurinn er eftir þvi. í The Animal lék hann lögreglumann sem hélt að hann væri úr dýraríkinu og í nýjustu kvikmynd sinni, The Hot Chick, leikur hann stelpu í karl- mannslíkama. Rob Schneider kemur eins og svo margir þekktir bandarískir gaman- leikarar úr sjónvarpsseriunni Sat- urday Night Live. Þar var þeim Adam Sandler vel til vina og hafa þeir stutt hvor annan dyggilega þeg- ar á brattann er að sækja hjá þeim og hefur Rob Schneider brugðið fyr- ir í mörgum kvikmynda Sandlers. Má geta þess að Adam Sandler er framleiðandi The Hot Chick og bregður fyrir í hlutverki bon- gotrommuleikara. Schneider ólst upp í San Francisco og er móðir hans frá Filippseyjum en faðir hans gyðingur. Hann var tíu ára gamall þegar hann fór að semja brandara og koma fram á sviði. Áður en hann var ráðinn í Saturday Night Live var hann fastagestur hjá David Lett- erman. The Hot Chick gerist í mennta- skóla, Jessica Spencer lifir full- komnu lífi, hún er fallegasta og vin- sælasta stelpan í skólanum. Hún er fyrirliðinn i klappstýruliði skólans og kærasti hennar er fyrirliði fót- boltaliðsins. En eitthvað á það allt eftir að breytast þegar hún vakn ar einn morguninn í líkama fer- tugs manns. Hún gerir sér fljótt grein fyrir því að útlitið kemur henni ekki langt, en hún þarf að lifa með þetta útlit þangað til hún nær að breyta sér aftur í sitt upprunalega horf. Mótleikarar Schneiders eru flestir ungir og óþekktir leik- arar. Leikstjóri og hand- ritshöfundur ásamt Schneider er Tom Brady, en þeir skrifuðu saman handrit- ið að The Animal. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Áður hafði hann gert garðinn frægan í sjónvarpinu þar sem hann skrifaði meðal annars fyrir Simpsons og Home Aprovement. -HK Rob Schneider og hinar stelpurnar Rob Schneider leikur fallegustu stelpuna í skólanum sem vaknar einn morguninn í líkama karlmanns. I A { o / • f 'tyj+j ^ íW'SM** . JoU’it'SL auu. Þoo XftTA níj i+m ttS+\l W. ttlei vi’ 01^4 *' {,**,>* Xajítí BUORfe VÍLL vcha ÁnVuw. 5í©AiV> 5.ÍÍ pMMMMBlii ■ : • PAtesKi ——-y-- r 112 frarrtóoS Jóiayaa *3. /Vmla#vwíj* 15-rV * n '/V ..Á *' \ „ I - r L 93ÚPAA UfPS ELD f C, vrc*ra^^’*' er- >***** 'c < ccj fScArvír «>íu/ Úft* » Ctföt Í' K-vý'td. 'OTfr , íffecTTlft ! ÍFÍR : Hvefc j fþpdTtAAAA&Ok l ÁRSÍNS^ ' Tiui/gFN' ; i NCrfi.fi óug-a ; I&Tr 3^u«k*. 3^.? ' ^ f>ÍMÍ KMK'O -■>' <--■ n-tl Aó * DV-fréttir Það leynist ýmislegt í umslögum frá krökkunum sem taka þðtt í jólagetraun DV. Sum láta freistast til aö senda ýmsar teikningar. Meöal annars lét hún Jó- hanna Kristófersdóttir fylgja sínum lausnum þessa skemmtilegu eftirlíkingu af DV. Lacena ★★★ m Lífið á veitinga stað La cena gerist öll á einum veitinga- stað á Ítalíu. Borðin eru fjórtán og gest- imir margir. Öfugt við myndir á borð við Big Night og Dinner Rush, tvær úrvalsmyndir sem einnig gerast á ítölskum veitingastað (að vísu í New York), er ekki mikið fjaliaö um matinn sjálfan heldur aðalá- hersla lögö á vandamál sem gestimir eiga við að stríða auk þess sem fjöl- skyldumál eigendaima koma einnig við sögu. Staðurinn er jarðhæð og sá gest- anna sem fangar okkur fyrst er eldri maður, fastagestur í mörg ár, sem er eins og heimilisvinur. Hann er sá gest- anna sem er í mestu jafiivægi og fylgist vel með því hvað fer fram á öðrum borðum þar sem meðal annars fegurfi ardís tekur á móti nokkrum elshugum sínum, unglingar halda afmælisveislu, dóttir tilkynnir móður sinni að hún ætli sér að verða nunna, glæsileg kona sem gerir htið úr ungum manni á biðilsbuxunum sem situr á næsta borði og ýmis fjölskylduvandamál eru á fleiri en einu borði. Það þarf útsjónarsemi í klippingum og tökum tll að þessi flóknu og ólíku mynstur falli saman i eina heild. Þetta tekst leikstjóranum, Ettore Scola, vel enda reyndur leikstjóri með margar gæðamyndir að baki. Gestimir búa flestir yfir einhverjum leyndarmálum sem viö fáum nasasjón af og engar lausnir eru bomar á borð í lokin. La cena er samt einkar ljúf, mannleg og skemmtileg mynd þar sem leikarar em hver öðrum betri. -HK Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Etorre Scola. 'ttalía, 1999. Lengd: 124 mín. Leikarar: Fanny Ardant, Vittorio Gassman, Stefania Sandrelli og Giancarlo Giannini. Leyfð öilum aldurshópum. Death to Smoochy ★ Trúðar mi Það fyrsta sem kemur upp í hugann eftir að hafa horft á Death to Smoochy er hvað allt þetta hæfi- leikafólk er að gera í þessari dellu sem er akkúrrat ekkert fyndin þó hún eigi að vera það. Þama höfum við í aðal- hlutverkum Robin Williams, Edward Norton, Catherine Keener og Danny DeVito sem einnig leikstýrir mynd- inni. DeVito hefur leikstýrt nokkrum kvikmyndum, meðal annars War of the Roses, Hoffa og Mathilda, allt prýðis- myndir. Hér fer hann heldur betur yfir strikið og er í raun skrýtið að jafnfynd- inn maður og DeVito er skuli geta gert jafn ófyndna kvikmynd. Robin Willi- ams hefur verið mistækur sem gaman- leikari. Þegar honum tekst best upp þá er enginn fyndnari en hér á hann einn af sínum slæmu dögum. Edward Norton hefur sjálfsagt verið húinn að fá nóg af dramatískum hlutverkum í bili og viljað slá á létta strengi en hugsar sig örugglega tvisvar um áður en hann gerir slíkt aftur. Wilhams og Norton leika tvo trúða sem eiga ekkert sameiginlegt nema að stunda sömu atvinnu. Witliams leikur Smiley, illmenni þegar úr trúðsbún- ingnum er komið og þegar upp um hann kemst er hann rekinn úr vinsæl- um sjónvarpsþætti. Norton leikur Mopes, sem er með barnssál. Þegar hann er ráðinn í staðinn fyrir Smiley þolir Smiley það vægast sagt itla og reynir allt til að koma hinum saklausa Mopes fyrir kattamef. Það má segja um Death to Smoochy að mikið er reynt án árangurs. Hér sannast það að ófýndinn farsi er eins og iila blandaður kokkteill, hann bragðast iila. -HK Útgetandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Danny DeVrto. Bandan'kin 2002. Lengd: 109 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Leikarar: Robin Willi- ams, Edward Norton, Danny deVito og Catherine Keener.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.