Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 24
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 keppni í hverju orði WÁr'Ss- ¦¦¦ IX*/ ENGLAND ^L> Úrvalsdeild: Úrslit: Chelsea-Southampton . . ... 0-0 Tottenham-Charlton .. ____2-2 0-1 Jason Euell (14.), 0-2 Jason Euell (49.), 1-2 Robbie Keane (68.), Ste£fen Iversen (87.). .....1-1 0-1 Facunda Sava (49.), 1 -1 Trevor Sinclair, víti (65.). .....4-3 1-0 Jay Jay Okacha (5.), 1-1 Alan Shearer (8.), 2-1 Ricardo Gardner (9.), 3-1 Michael Ricketts (45.), 4-1 Michael Ricketts (63.), 4-2 Shola Ameobi (71.), 4-3 Alan Shearer (79.). , , , 1-2 1-0 Daniel Dichío (3.), 1-1 Francis Jeffers (48.), 1-2 Thierry Henry (85.). Birmingham-Everton .. .....1-1 0-1 Tomasz Radzinski (44.), 1-1 Jovan Kirovski (45.). liiverpool -Blackburn . . .....1-1 1-0 John Arne Riise (17.) 1-1 Andy Cole (77.). Man. City-Aston VUla . .....3-1 1-fl Marc-Vivian Foe (15.) , 1-1 Dion Dublin (41.), 2-1 Ali Benarbia (78.), 3-1 Marc-Vivian Foe (80.). .....1-2 1-0 Michael Proctor (34.), 1-1 James Milner (51.), 1-2 Robbie Fowler, víti (80.). Middlesbrough-Man. Utd .... 3-1 1-0 Alen Boksic (45.), 2-0 Szilard Nemeth (48.), 2-1 Ryan Giggs (60.), 3-1 Joseph-Desire Job (86.). Staðan: Arsenal 20 13 3 4 41-21 42 Chelsea 20 10 8 2 34-15 38 Man. Utd 20 10 5 5 31-21 35 Everton 20 10 4 6 23-22 34 Liverpool 20 9 6 5 29-20 33 Newcastle 19 10 2 7 32-28 32 Tottenham 20 9 5 6 29-28 32 Middlesbr. 20 8 5 7 25-19 29 Southampt. 20 7 8 5 22-19 29 Blackburn 20 7 7 6 26-23 28 Man. City 20 8 3 9 27-29 27 Charlton 20 7 5 8 23-25 26 Birmingh. 20 6 7 7 19-23 25 Leeds 20 7 3 10 26-27 24 Fulham 20 6 5 9 23-26 23 Aston Villa 20 6 4 10 18-23 22 Bolton 19 4 6 9 23-35 18 Sunderland 20 4 6 10 13-28 18 WestBrom 20 4 4 12 16-31 16 WestHam 20 3 6 11 19-36 15 Ldeild: Coventry - Reading .... . . . ,2-0 Millwall - Gillingham .. .....2-2 Wimbledon - Watford .. 0-0 Bradford - Stoke...... . .. ,4-2 Burnley - Wolves ..... , 2-1 ....1-3 Norwich - Brighton .... 0-1 Portsmouth - C. Palace . .... 1-1 Preston - Rotherham ... . . , .0-2 Sheff. Wed. - Nott. Forest ___2-0 WalsaU - Sheff. Utd___ . , , .0-1 . , , , 1-2 Staöan: Portsmouth 25 16 7 2 50-23 55 Leicester 25 15 6 4 39-23 51 Sheff. Utd 24 13 6 5 37-24 45 Nott. Forest 25 12 6 7 40-24 42 Norwich 25 12 6 7 36-22 42 Coventry 25 11 6 8 34-30 39 Reading 24 12 3 9 24-20 39 Watford 25 11 5 9 30-36 38 Wolves 24 10 7 7 41-26 37 Rotherham 25 10 7 8 43-31 37 C. Palace 25 9 10 6 38-28 37 Gillingham 25 9 8 8 32-33 35 Burnley 25 10 5 10 37-46 35 Wimbledon 25 9 6 10 39-39 33 Derby 25 10 3 12 29-34 33 Ipswich 24 8 7 9 33-30 31 Preston 25 7 10 8 40-41 31 MiUwall 25 8 7 10 27-38 31 WalsaU 25 8 4 13 37-41 28 Bradford 25 6 7 12 27-44 25 Grimsby 25 6 5 14 2948 23 Stoke 25 3 8 14 2646 17 Brighton 25 4 5 16 23-43 17 Sheff. Wed 25 3 8 14 1940 17 Allt á fullu í Kópavogi Jólamót Kópavogs 2002 í knattspyrnu, stærsta barna- og unglingamót sem félög hafa staðið fyrir hér á landi, hefst á morg- un og stendur yfir fram á mánudagskvöld. Jólamót Kópavogs er nú haldið í 19. skipti en það hefur farið fram á hverju ári frá 1984 og hafa Breiða- blik og HK haldið mótið til skiptis í Digranesi og Smáranum. Núna halda Breiðablik og HK mótið saman og fer það fram í íþróttahúsinu Digranesi, íþróttahúsinu Smáranum og í knatt- spyrnuhöllinni Fífunni og er gert ráð fyrir um 3.000 þátttakendum alls þessa fjóra daga sem mótið stendur. -ÓÓJ Heil umferð fór fram í ensku úrvalsdeildinni í gær: - meistararnir unnu á meðan Chelsea og Manchester United töpuðu stigum Það er ekki hægt að segja annað en að annar jóladagur hafi verið gjöfull fyrir meistara Arsenal. Þeir juku forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fjögur stig með sigri á West Brom, 2-1, þar sem Chelsea náði aðeins jafntefii gegn Southampton og Manchester United beið lægri hlut fyrir Midd- lesbrough. Arsenal átti reyndar í vandræð- um með að brjóta sterka vörn West Brom á bak aftur lengst af leiksins í gær. Nýliðarnir komust yfir strax í byrjun og lögðust síðan í vörn. Arsenal jafnaði í byrjun síðari hálf- leiks en það var ekki fyrr en fimm mínútum fyrir leikslok sem Thierry Henry tókst að skora sigurmark meistaranna eftir mistök í vörn West Brom. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hrósaði leikmönnum West Brom fyrir góðan leik en lýsti einnig yfir ánægju sinni með sigur- viljann hjá sínum mönnum. „Leikmenn West Brom gerðu okkur mjög erfitt fyrir og spiluðu frábæra knattspyrnu á köflum. Þeir gerðu fá mistök en sem betur fer sýndu mínir menn mikinn sigur- vifja í dag. Hið venjulega Arsenal- lið hefði sennilega ekki unnið þenn- an leik en liðiö í dag var tilbúið að leggja sig mikið til að vinna leikinn og uppskar eftir því. Við erum komnir aftur á skrið," sagöi Wenger eftir leikinn. Hörmulegt gengi Liverpool tókst ekki að komast á rétt ról gegn Blackburn í gær. Jafn- tefli var niðurstaðan og versta gengi Liverpool síðan fallárið 1954 staö- reynd. Liðið var á toppi deildarinn- ar í nóvember en síðan þá hefur það leikið átta leiki án sigurs og aðeins náð í þrjú stig af 24 mögulegum. Gerard Houllier, knattspymu- stjóri Liverpool, reyndi þó að halda haus eftir leikinn. „Ég hef fulla trú á því að við get- um komist aftur á sigurbraut. Við erum að vísu án sigurs í síðustu átta leikjum en liðið er ungt og ég treysti þvi," sagði Houllier. Verö aö vera jákvæöur West Ham er enn án sigurs á heimavelli eftir jafntefli gegn Ful- ham og situr á botni deildarinnar. Glenn Roeder, knattspyrnustjóri West Ham, var þó brattur eftir leik- inn og sagði að jákvæðni og bjart- sýni væri það eina sem gæti komið liðinu út úr þeim ógöngum sem það er komið í. „Ég verð að vera jákvæður og bjartsýnn því að það smitar út til leikmannanna. Þeir leita nú allra leiða til að koma okkur út úr þeim miklu vandræðum sem við erum komnir í og vonandi finna þeir leið- ina með hjálp frá mér," sagði Roeder. Klaufaskapur Charlton Charlton missti tveggja marka forystu niður í jafntefli gegn Totten- ham en Alan Curbishley, knatt- spyrnustjóri liðsins, var langt frá því að vera niðurdreginn. „Auðvitað búast stuðningsrhenn okkar við þvi að vinna þegar liðið er 2-0 yfir en við skulum ekki gleyma að við vorum að spila gegn mjög góðu liði. Við hræddum líftór- una úr þeim í klukkutíma og ég get ekki verið annað en ánægður með það," sagði Curbishley eftir leikinn en Charlton hefur ekki tapað í síð- ustu sjö leikjum sínum í deildinni. Engin skömm Chelsea tapaði tveimur dýrmæt- um stigum í toppbaráttunni þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Southampton á heimavelli. Aðstæð- ur voru lélegar á Stamford Bridge og gerði leikmönnum erfitt fyrir. Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði eftir leikinn að það væri engin skömm að gera jafntefli gegn Southampton. „Það er engin skömm að gera jafntefli gegn Southampton. Þeir eru með gott lið sem er vel skipu- lagt og spilar vel saman. Leikurinn var erfiður því að vöilurinn var skelfilegur. Við fengum samt nokk- ur færi en á einhvern ótrúlegan hátt tókst okkur að klúðra þeim. Þetta eru samt framfarir frá því í fyrra því að þá töpuðum við 4-2 fyrir þeim hérna," sagði Ranieri eftir leikinn. Gordon Strachan, knattspyrnu- stjóri Southampton, var himinlif- andi með sína menn eftir leikinn og sagði að þeir hefðu verið mun betri aðilinn í fyrri hálfieik. „Við sóttum meira í fyrri hálfleik og áttum fleiri færi en í síðari hálf- leik vörðumst við vel. Ég er mjög sáttur við leik minna manna," sagði Strachan eftir leikinn. Markaregn í Bolton Mikill hamagangur var á heima- velli Bolton, Reebook-leikvanginum, í gær þegar Bolton og Newcastle mættust. Bolton hafði betur í sjö marka leik, 4-3, og tryggði sér dýr- mæt stig í botnbaráttunni. Michael Ricketts er að vakna til lífsins en hann skoraði tvö marka Bolton í leiknum. Alan Sheaer skoráði einnig tvívegis fyrir Newcastle og er markahæstur i ensku úrvals- deildinni með tólf mörk. „Þetta var stórkostlegur og lang- þráður heimasigur. Michael (Ricketts) hefur verið rólegur það sem af er en hann er að vakna til lífsins og það styrkir okkur veru- lega," sagði Sam Allardyce, knart- spyrnustjóri Bolton, eftir leikinn. Milner sá yngsti James Milner, leikmaður Leeds, varð í gær yngsti leikmaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði fyrra mark Leeds í sigri á Sunderland. Milner var 16 ára og 357 daga gamall í gær, fjórum dögum yngri en Wayne Roo- ney, leikmaður Everton, var þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrr í vetur. Rooney sá rautt Jafntefli Birmingham og Everton á St. Andrew's féll algjörlega í skuggann á rauða spjaldinu sem unglingurinn Wayne Rooney fékk að líta aðeins fimmtán mínútum eft- ir að hann kom inn á sem varamað- ur. David Moyes, knattspymustjóri Everton, sagði eftir leikinn að brott- reksturinn hefði verið strangur og allar ákvarðanir þessa dagana virt- ust vera á móti hans mönnum. Ömurlegt gengi Aston Villa á úti- velli hélt áfram í gær en liðið var keyrt í kaf af Manchester City á Maine Road. Aston Villa hefur ekki unnið útileik á þessu tímabili, eitt liöa í úrvalsdeildinni. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.