Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 25 Sport NBA-deildin í körfuknattleik yfir jólahátíöina: Enn tapar Lakers - nú fyrir Sacramento Kings á heimavelli á jóladag Hörmulegt gengi meistara Los Angeles Lakers í NBA-deildinni hélt áfram yfir jólahátíöina. Liðið beið lægri hlut fyrir Sacramento Kings, 105-99, á heimavelli þrátt fyrir að það hefði leitt leikinn um tíma í síð- ari hálfleik með tólf stigum. Staða Lakers er ekki góð. Liðið hefur tapað nítján leikjum af fyrstu þrjátíu, flestum af öllum liðum í Kyrrahafsriðlinum, og á á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina næsta vor. Utah Jazz var áttunda lið vestur- f£ NBA-DEILDIN Leikir á Þorláksmessu: Cleveland-Miami........74-72 Ricky Davis 33, Zydraunas Ilgauskas 11 (10 frák.), Smush Parker 11 - Brian Grant 19 (17 frák.), Eddie Jones 18, Caron Butler 14. Indiana-Atlanta........112-97 Al Harrington 40 (9 frák.), Ron Artest 24 (8 frák.), Brad Miller 22 (11 frák.), Reggie Mffler 11 - Jason Terry 25 (10 stoðs.), Shareef Abdur-Rahim 19, Glenn Robinson 16, Dion Glover 13. Orlando-Milwaukee .... 103-108 Mike Mffler 29, Grant Hffl 27, Darrell Armstrong 18, Shawn Kemp 10 (14 frák.) - Ray AUen 35, Michael Redd 20 (11 frák.), Sam Cassell 19, Anthony Mason 18. New Jersey-Chicago------. . 99-83 Lucious Harris 20, Jason Kidd 19, Richard Jefferson 18 (10 frák.), Kenyon Martin 12 (8 frák.) - Marcus Fizer 16 (9 frák.), Jalen Rose 16, Tyson Chandler 10. Dallas-Washington.......92-86 Dirk Nowitzki 30 (17 frák.), Steve Nash 16, Michael Finley 14, Shawn Bradley 10 - Jerry Stackhouse 28 (10 frák.), Larry Hughes 24, Michael Jordan 13 (8 stoös.). Houston-Utah...........91-96 Steve Francis 26 (8 stoðs.), Yao Ming 18, Eddie Griffin 13, Cuttino Mobley 10 - Karl Malone 31 (9 frák.), Matt Harpring 25, Calbert Cheaney 15. San Antonio-New Orleans . 99-94 Tim Duncan 29 (23 frák.), Bruce Bowen 21, Malik Rose 19, David Robinson 10 (8 frák.) - David Wesley 20, Baron Davis 18 (8 frák., 8 stoðs.), Jamal Mashburn 16, PJ Brown 14. Phoenix-Seattle .........89-88 Shawn Marion 30 (11 frák.), Anfernee Hardaway 20 (8 frák), Amare Stoudamire 11 (8 frák.) - Rashard Lewis 24, Predrag Drobnjak 21, Desmond Mason 13, Gary Payton 12. Leikir á jóladag: Orlando-Detroit ........104-99 Tracy McGrady 46, Mike Miller 15, Grant Hill 10 (15 frák.), Pat Garrity 10 - Richard Hamilton 22, Corliss Wffliamson 17, Jon Barry 12, Clifford Robinson 11, Chucky Atkins 11, Chauncey Billups 10 (13 stoðs.). New Jersey-Boston......117-81 Richard Jefferson 22, Lucious Harris 17, Jason Kidd 16 (11 stoðs.), Kenyon Martin 16 (13 frák.), Rodney Rogers 13, Jason Collins 10 - Paul Pierce 27, Antoine Walker 21. LA Lakers-Sacramento ... 99-105 Shaquffle O'Neal 27 (17 frák.), Kobe Bryant 27 (15 frák.), Derek Fisher 15 - Predrag Stojakovic 26, Chris Webber 25 (15 frák.), Mike Bibby 14, Bobby Jackson 11. Leikir á annan jóladag: Washington-Detroit......82-87 Stackhouse 24, Jordan 17, Brown 10 (9 frák.) - Hamilton 22 (7 frák.), Robin- son 16, Wffliamson 15 New Orlcnns -Dallas......81-83 Wesley 24, Brown 11 (7 frák.), Davis 11 (10 stoðs.)- Nowitzki 23 (7 frák.), Nash 15 (7 stoðs.), Van Exel 13 (11 frák.) Seattle-Toronto .........97-88 Payton 35 (7 frák. 7 stoðs.), Lewis 20, Radmanovic 16 - Lenard 27, Peterson 22 (7 frák.), Wffliams 12 (11 frák., 6 stoðs.) deildarinnar inn í úrslitakeppnina síðasta vor og til þess að jafna ár- angur þeirra þarf Lakers að vinna 33 af þeim 52 leikjum sem eftir eru. Til þess að jafna árangur sinn í fyrra þurfa þeir aö vinna 47 af 52 leikjum en til þess að jafna besta ár- angur sem liðið hefur náð á þremur meistaraárum nægir þeim ekki að vinna alla 52 leikina sem eftir eru heldur þyrfti liðið fjóra aukaleiki. Alltof mikið hvílir á herðum stór- stjarnanna tveggja, Shaquille O'Neal og Kobe Bryant, hjá Lakers og aðrir leikmenn liðsins eru nán- ast ekki með. Sem dæmi um það má nefna að þeir félagar skoruðu 54 af 99 stigum liðsins gegn Sacramento og tóku 32 fráköst, tíu minna en allt Sacramento-liðið gerði í leiknum. Phil Jackson, þjálfari Lakers, sagði eftir leikinn gegn Sacramento að leikmenn hans væru mjög óör- uggir og að þeir treystu of mikið á Kobe Bryant og Shaq. „í dag erum við ekki að spila köruknattleik með hausnum," sagði Jackson. -ósk Markahæstu menn Framherji Newcastle, Alan Shearer, hefur skorað manna mest í ensku úrvals- Alan Shearer deildinni það sem af er þessu keppnistímabili, hann hefur skorað tólf mörk í deildinni. Alan Shearer, Newcastle.......12 James Beattie, Southampton .... 11 Thierry Henry, Arsenal........10 Gianfranco Zola, Chelsea .......9 Nicolas Anelka, Man. City ......8 Kevin Campbell, Everton .......8 Harry Kewell, Leeds...........8 Ruud van Nistelrooy, Man. Utd ... 8 Michael Owen, Liverpool .......8 Sylvain Wiltord, Arsenal........8 Jason Euell, Charlton..........7 Vonbrigði leikmanna Manchester United voru mikil eftir tapið gegn Middlesbrough i gær eins og sést á þessari mynd af hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy. Reuters 4# Lítil jólagleði í herbúöum Manchester United: Osanngjarnt - sagöi Alex Ferguson eftir tapið gegn Middlesbrough i gær Manchester United tapaði öðrum leik sínum á fimm dögum þegar lið- ið beið lægri hlut fyrir Middles- brough á Árbakkaleikvangi í gær, 3-1, og ljóst er að leikmenn liðsins vilja gleyma þessum jólum sem fyrst. Leikmenn Manchester United voru mun meira með boltann í leiknum en áttu erfitt með að brjóta sterka vörn Middlesbrough á bak aftur. Undir lok leiksins, þegar Manchester var einu marki undir, tefldi Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri liðsins, á tvær hættur, fjölgaði í sókninni en var launað með einni skyndisókn Middlesbrough sem gulltryggði sigur heimaliðsins, 3-1. „Þetta voru mjög ósanngjörn úr- slit miðað við það hversu mikið við vorum með boltann. Það má eigin- lega segja að við höfum kastað sigrinum frá okkur i fyrri hálfleik. Þá vorum við einráðir á vellinum og fengum fullt af möguleikum. Við höfðum hins vegar ekki nægilega einbeitingu til að nýta okkur þessa möguleika sem gáfust. „Þeir náðu skyndisókn undir lok fyrri hálfleiks, skoruðu upp úr henni og skoraði síðan aftur strax í byrjun siðari hálfleiks. Þá var ljóst að það yrði á brattann að sækja. Við náðum að minnka muninn og reyndum síðan allt til að jafna en þegar það er gert er alltaf hætta á að fá á sig mark. Sú varð raunin í dag en ég hefði nagað mig á handarbök- in ef ég hefði ekki reynt að jafna leikinn því að það höfum við gert margoft á undanförnum árum," sagöi Alex Ferguson eftir leikinn. Steve McClaren, fyrrverandi að- stoðarmaður Fergusons og núver- andi knattspyrnustjóri Middles- brough, var í sjöunda himni eftir leikinn. „Mínir menn stóðu sig frábærlega í leiknum. Mér fannst við eiga sig- urinn skilinn þó að við lentum und- ir pressu í lokin. Það gerist alltaf i svona stöðu gegn liði eins og Manchester United en sem betur fer stóðum við það af okkur. Varnar- leikur okkar var frábær og því er ekki að neita að þetta voru mikil- væg stig," sagði McClaren. -ósk Okkar menn Lárus Orri Sigurðsson spil- aði allan leikinn þegar West Bromwich Albion tapaði fyrir toppliði Arsenal i ensku úr- valsdeildinni í gær. Eióur Smári Guöjohnsen kom inn á sem varamaður á 80. mínútu þegar Chelsea gerði markalaust jafhtefli gegn Southampton á heima- velli í gær. Lárus Orri urösson. Hermann Hreiðarsson spilaöi allan leikinn fyrir Ipswich sem bar sigurorð af Leicester, 2-1, á útivelli í ensku 1. deildinni í gær. Pétur Maríeinsson var i byrjunarliöi Stoke sem tapaöi fyrir Bradford, 4-2, í gær. Pétur skoraði fyrra mark Stoke og var síðan skipt ut af á 76. mínútu. í hans stað kom Bjarni Guðjónsson. Hermann arsson. Guðni Bergsson spilaði allan leikinn fyrir Bolton sem vann mikilvægan sig- ur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni i gær. Brynjar Björn Gunnarsson var ekki i liði Stoke þar sem hann tók út leikbann. Heioar Helguson var í byrjunarliði Watford sem gerði markalaust jafntefli gegn Wímbledon á útivelli í ensku 1. deildinni í gær. Heiðar fór út af á 76. mínútu. ívar Ingimarsson var ekki í leikmannahópi Wolves sem tapaðl fyrir Burnley i ensku 1. deildinni í gær. Helgi Valur Daníelsson var ekki í leikmannahópi Peter- borough sem lék gegn Colchester í ensku 2. deild- inni í gær. Hrelð- Arnar Gunnlaugsson var ekki 1 leikmannahópi Dundee United sem tapaði fyrir Livingston í skosku úrvalsdeildinni i gær. -osk Liðin sem standa sig best og verst í ensku úrvalsdeild'mni Besta gáuðS Chelsea, 18 stig síöustu 24 möguleg- um. Markatalan er 14-3 í leikjunum. Með besta genginu er átt við besta árangur liðs í síðustu átta deildarleikjum /ftísenai Flestir sigur- leikir í röð Arsenal, tveir leikir. Besta sóknin Arsenal hefur skor- aö flest mörk, eöa 41, í 20 leikjum, eða 2,10 að meðaltali. tafsena*. Besta vörnin Chelsea hefur fengiö á sig fæst mörk, 15 í 20 leikjum, eða 0,75 mörk f leik. Bestir heima Arsenal hefur náð í 27 stig af 30 mögu- legum, hefur unnið 9 af 10 leikjum. Marka- talan er 24-8. Bestir úti Chelsea hefur náð í 17 stig af 30 mögu- legum, markatalan er 15-9. Bestir fyrir te Arsenal hefur náð f 40 stig af 60 mögu- legum og er með markatöluna 23-9 f fyrri hálfleik. jíwseíöfc Bestir eftir te Newcastle hefur náö í 36 stig af 57 mögu- legum og er með markatöluna 21-11 f seinni hálfleik. Versta gengið Liverpool er með 3 stig af síðustu 24 mögulegum. Marka- talan er 5-11 leikjunum. Versta sóknin Sunderland hefur skorað fæst mörk, eða 13, í 20 leikjum, eða 0,65 að meðal- tali. Versta vörnin Bolton hefur fengiö á sig flest mörk, 35 f 19leikjum, eða1,84f leik. Verstir heima West Ham hefur náö f 5 stig af 33 mögu- legum, hefur tapað 6 af 11 leikjum, marka- talan er9-16. Verstir úti Aston Villa hefur náð Í3stigaf30möguleg- um, hefur tapað 7 af 10 leikjum, markatal- an er 3-15. Oftast haldið hreinu Chelsea hafa haldið tfu sinnum hreinu f 20 leikjum. Oftast mistekist aðskora Aston Villa hefur ekki tekist að skora f 11 leikjum af 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.