Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.2002, Blaðsíða 28
Demantar, °9 skínandi » '■"'W " Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz (JTí) Loforð er loforð FOSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Gullkúnst á Laugavegi: Bíræfinn skari gripaþjófnaður Lögreglan rannsakar bíræfinn þjófnaö sem átti sér stað aðfaranótt Þorláksmessu þegar maður kom að útstillingarglugga verslunarinnar Gullkúnst við Laugaveg og hreins- aði þar út um þrjátíu pör af trúlof- Jólaverslunin: Brauðréttir Jóa Fel á toppnum Söluhæsta bók þessara jóla er * bókin Brauðréttir Hagkaupa, sem skrifuð er af Jóa Fel. Samkvæmt upplýsingum frá Hagkaupum seld- ist hún í tæplega 25000 eintökum. Hjá Eddu miðlun voru tvær bækur langsöluhæstar. Annars vegar var Tilhugalíf Jóns Baldvins eftir Kol- brúnu Bergþórsdóttur sem fór út í 14000 eintökum. Röddin eftir Amald Indriðason fór út í 12000 eintökum. Hjá JPV útgáfu fór mest út af bók- inni Sonju eftir Reyni Traustason. Ekki fengust í morgun tölur um það upplag sem fór frá útgáfunni í versl- ^ anir. Hvað varðar plötusölu þá seldist platan með hljómsveitinni Irafári, Allt sem ég sé, langmest af þeim plötum sem Skífan gaf út eða eða dreifði fyrir sjálfstæða útgefendur. Irafár seldist í 15.262 eintökum. Næstur kom Bubbi með plötu sína Sól að morgni í 10.612 eintökum. í þriðja sæi voru Papar með Riggarobb, sem seldist í 8.755 eintökum. -JSS Rækjustofninn á hægri uppleið Niðurstöður benda til að stofn út- hafsrækju sé á hægri uppleið. Þó . afli á sóknareiningu hafi nú minnk- að um 10% hefur hlutfall stórrækju aukist um 46%, en kvendýravísitala hefur staðið í stað frá árinu 2001 til 2002. Nýliðun er nokkuð undir með- altali en svipuð árin 2001 og 2002. Að teknu tilliti til þessa leggur Hafrannsóknastofnunin til að afli úr úthafsrækjustofninum fari ekki yfir 30 þús. tonn fiskveiðiárið 2002-2003. -GG FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot. sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 HEITIR PBTTA VÍNHJÖÐNUN? unarhringum og aörar vörur. Mað- urinn tók stóran stein upp úr gang- stéttinni og kastaði honum í örygg- isglerið sem gaf sig. Við svo búið er talið að hann hafi tekið þrjá svokall- aða útstillingarhálsa og tvö sam- bærileg hjörtu en á þessu var mikið magn skartripa. Er þetta talsvert fyrirferðarmikið og því talið að maðurinn hafi verið með rúmgóða tösku meðferðis. Maður á Njálsgötu tilkynnti lög- reglu um verknaðinn á sjötta tíman- um um morguninn. Sá hann hvem- ig innbrotsþjófurinn var klæddur og hvemig hann tók á rás niður Frakkastíginn eftir að hafa hreinsað út úr verslunarglugganum. Ekki hefur tekist að ná til mannsins en þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavik. -Ótt DV-MYND HH Með fullri reisn: Viöamikil uppfærsla og ágætis afþreying Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Dorrit Moussaieff, heitkona hans, og Stefán Baidursson þjóöleikhússtjóri fagna meö Kenn Oldfield, leikstjóra jólasýningar Þjóðleikhússins. Sjá umsögn á bls. 13. Fundahöld um framtíð R-listans í dag: Þrýstingur eykst á borgarstjóra - Össur segir útilokað að Ingibjörg hætti við framboð Oddvitar Samfylkingarinnar í Reykjavík - formaður, varaformað- ur, borgarfúlltrúar og stjórn full- trúaráðs - koma saman í hádeginu til þess að ræða þá stöðu sem upp er komin í samstarfi um Reykja- víkurlistann. Búist er við því að oddvitar allra flokka sem að R-list- anum standa hittist í kjölfarið. Ljóst er að þrýstingur eykst á borg- arstjóra að taka af skarið og bregð- ast við afstöðu Framsóknar og Vinstri-grænna og hugsanlegt að niðurstaða fáist í málið í dag. Alfreð Þorsteinsson oddviti Framsóknar segist vona að megin- línur skýrist í dag; fresturinn sé skammur. „Þetta verður að liggja fyrir þegar borgarstjórn kemur næst saman 2. janúar. Við verðum því að gera þetta fyrir áramót og því fyrr því betra.“ Össur Skarphéðinsson segir að á fundinum í dag verði ræddar mögulegar sættir við samstarfs- Stelnunn Valdís Ossur Óskarsdóttlr. Skarphéölnsson. flokkana í R-listanum. „Viö leggj- um rikt upp úr því að gera allt það sem R-listanum er til heilla. Við teljum að hann hafi unnið mjög vel fyrir borgina, það sé ekki síst að þakka ötulu starfi borgarstjóra, og leggjum mikið upp úr því að Reyk- víkingar fái notið hvoru tveggja áfram: R-listans og borgarstjór- ans.“ Össur segir aðspurður að ekki komi til greina að Ingibjörg Sólrún hætti við þingframboð sitt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir segist ekki geta tjáð sig um hverja hún telji farsælustu lausnina í stöðunni. „Mér flnnst mikilvægt að passað verði upp á R-listasam- starfið með öllum tiltækum ráðum. Það er það sem við erum að reyna að gera og Ingihjörg Sólrún líka.“ Samkvæmt heimildum DV hefur sá möguleiki verið nefndur við Ingibjörgu Sólrúnu að hún setjist í heiðurssæti á lista Samfylkingar- innar. Hvorki Framsókn né Vinstri-grænir myndu setja sig upp á móti því. „Það er náttúrlega allt annsu hlutiu en 5. sætið og við gerum engar athugasemdir við það,“ segir Alfreð Þorsteinsson að- spurður um þennan möguleika. Ingibjörg Sólrún situr ekki fund Samfylkingarinnar í hádeginu. „Hún er ekki borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, er það?“ segir Steinunn Valdís um ástæður þess. -ÓTG Jólamatur Styrmis: Ein síld og 2-3 loðnur Storkurinn Styrmir unir sér hið besta í Húsdýragarðinum jafnvel þótt nætumar gerist kaldari. í gær komu fjölmargir gestir í garðinn í afbragðs jólaveðri og sagði Tómas Guðjónsson, líffræðingur og for- stöðumaður, að allt stefndi í að- sóknarmet desembermánaðar. Ekki var annað að sjá en Styrmir kynni vel við heimsóknimar. Styrmir stendur sig vel og blómstr- ar að best verður séð. Jólamatur hans var hinn sami og aðra daga, ein síld og tvær til þrjár loðnur, sem hann étur af bestu lyst. -JBP Þrír fluttir á - eftir slagsmál Lögreglan í Reykjanesbæ hafði í mörgu að snúast yfir hátíðamar. 15 ára unglingur var handtekinn með eitt gramm af hassi i gærkvöld en ekki fengust upplýsingar um hvar eða hvemig lögreglan hafði uppi á viðkom- andi. Þá þurfti hún að hafa afskipti af ýmsum á balli sem haldið var í Stapan- um í gærkvöld en mikil ölvun var á staðnum. Á ballinu bmtust út slagsmál og þurfti að flytja þrjá á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra sem talin eru minni háttar. -ss Vodkaflaskan hefur lækkað í verði - 22% lækkun á 18 árum Það er ósjaldan sem fólk fussar og sveiar yfir verðlagi á áfengum drykkjum hér á landi. Þó er það nú svo að þegar vísitala neysluverðs er skoðuð sést að árið 1984 var verð á 700 ml Smimoff vodka flösku 22% hærra en árið 2001. Verðið var 3.156 árið 1984 en aðeins 2.470 árið 2001. Mismunurinn er 686 krónur. Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfeng- is- og tóbaksverslunar Reykjavíkur, segir að ástæðan fyrir þessari lækkun sé m.a. sú að áfengisgjaldið hefúr lengst af verið fóst krónutala og því ekki breyst með almennum verðhækk- unum en 70% af vodkaverði er áfengis- gjald. Jafhffamt segir Höskuldur að því hærri sem áfengisprósentutalan sé því Lækkun verðs á 700 ml Smirnoff vodkaflösku 3.500 kr. At 3.000 kr. 2.500 kr. V 9.000 kr. 1984 1990 1995 2001 hærri er áfengisskatturinn, því hærra verður því verðið til neytandans en Höskuldur segir að styrkleikaprósent- an í vodka hafi almennt lækkað. „Það hefur því orðið til þess að áfengisprósentuskatturinn hefur minnkað og því verðið til neytandans lækkað,“ segir Höskuldur. „Þessara áhrifa frá fóstu krónutölunni gætir mun minna i léttvínum því áfengispró- sentur í þeim em mun færri en í sterk- um drykkjum," segir Höskuldur. Þá má líta á málið frá þeirri hlið að ef verðið hefði staðið í stað en magnið í flöskunni aukist hafa neytendur ver- ið að græða 194 ml vodka þessi tuttugu ár sem Smimoff hefúr verið á íslenska markaðnum og þessi 700 ml flaska því orðin 894 ml og dæmi nú hver fyrir sig hvort um jákvæða eða neikvæða þróun hafl verið að ræða. -ss SECURITAS VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.