Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Fréttir DV Eignarhlutur félaga í eigu Bónusfeðga í Baugi nálgast yfirtökuskyldu: Lagabreyting á yfirtökuskyldu hugsanlega gerð í vetur - umræður í gangi segir ráðherra - talað um lækkun úr 50 í 40% Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, staöfesti í samtali við DV að umræða um að lækka yfirtökuskyldu eigenda ráð- andi hluta í hlutafélögum hefðu ver- ið í gangi að undanfömu. Yfirtöku- skyldan miðast nú viö 50% hluta- bréfaeign en hérlendis hefur veriö rætt um að lækka yfirtökuskylduna í 40%, líkt og er annars staðar á Norðurlöndunum. í Bretlandi er yf- irtökuskyldan enn lægri, eöa 33%. „Það er ekki óhugsandi að frum- varp um að breyta þessu verði lagt fram á þinginu í vetur,“ sagði Val- gerður. Hún taldi að þar yrði m.a. horft til þess sem gildir í nágranna- löndunum. Áður en lögin númer 34 frá 21. apríl 1998 voru sett hérlendis um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða var inni í frumvarp- inu lægri prósenta en nú er. Þetta breyttist í meðferð Alþingis sem samþykkti síðan 50%. Yfirtökuskyldan er hugsuð til að tryggja að minni hluthafar lokist ekki inni í félögum með fjármagn Valgerður Jón Ásgeir Sverrisdóttir. Jóhannesson. bundið í óvirkum hlutum sem erfitt getur reynst að selja á markaði. Lækkun marka yfirtökuskyldu í 40% getur því haft mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn hérlendis. Bónusfeðgar að nálgast mörkin Sem dæmi um félög sem líklega myndu falla undir yfirtökuskyldu ef lögum yrði breytt má nefna Baug. Fyrirtæki sem tengjast Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni, stjórnarfor- manni i Baugi, eru t.d. að nálgast mörk núgildandi laga um yflrtöku- Jóhannes Þórður Jónsson. Frlðjónsson. skyldu gagnvart öðrum hluthöfum í Baugi Group hf. Félagið er skráð í Kauphöll íslands og samkvæmt V. kafla laganna ber að gera hluthöf- um yfirtökutilboð ef eignarhlutur sama aðila eða skyldra aðila fer yfir 50%. Með allt að 45% eignarhlut Samanlagður eignarhlutur Fjár- festingarfélagsins Gaums og Gaums SA i Baugi Group hf. er nú 37,23%. Félög sem eru í eigu Jóns Ásgeirs, Jóhannesar og fjölskyldu, keyptu skömmu fyrir jól 6,3% hlut í Baugi af Kaupþingi samkvæmt sölu- og kaupréttarsamingi. Fyrir söluna áttu félögin alls 30,97% hlut. Á Þor- láksmessu var tilkynnt að Fasteign- arfélagið Stoðir hefðu tryggt sér 7% hlut í Baugi en Baugur ID, dótturfé- lag Baugs Group, á 44,25% hlut í Stoðum, auk þess að eiga kauprétt á 21,4% í viðbót. Alls nemur eignar- hlutur Fjárfestingarfélagsins Gaums, Gaums SA, Stoða, auk hluta sem skráðir eru á Jón Ásgeir og Jó- hannes, liðlega 45% af heildarhluta- fé. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar íslands, segir það fara eftir hvernig tengslum eignarhluta eigenda í félögum eins og Stoðir er háttað hverju sinni hvort það teljist með í þessu tilfelli. Kauphöllin fylgist þó grannt með þessum hlut- um frá degi til dags. Þórður telur líklegt að yfirtökuskyldunni verði breytt til samræmis við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlönd- um. Það muni hafa áhrif á mörg fé- lög þar sem eignarhlutur ráðandi aðila er nú þegar á bilinu 40-50%. -HKr. Enn titrar Mýrdals- jökull Enn heldur Mýrdalsjökull áfram að skjálfa, en síðdegis í gær höfðu mælst þar 14 skjálftar frá því á miðnætti aöfaranótt fimmtu- dags. Líkt og áður eru flestir skjálftanna undir vesturhlíðum Goðabungu en teygja sig þó vestur undir Fimmvöröuháls. Flestir skjálftanna voru um 2 á Richter, en sá stærsti mældist rétt fyrir miðnætti á fimmtudag og var um 2,7 á Richterskvarða. Fram að þessu hafa jarðfræðingar rakið þennan titring að verulegu leyti til fargléttingar á jöklinum. Þó hefur að einhverju leyti verið talið að orsakanna kunni að vera aö leita í umbrotum í iðrum jarð- ar. Vekur þó athygli að undanfar- in misseri hafa skjálftarnir átt upptök á mjög staðbundnu svæði undir vesturbrún Kötluöskjunnar sem óneitanlega dregur úr áreið- anleika þess að um fargléttingu vegna sumarbráðnunar sé að ræða. Þá dó skjálftahrinan ekki út í upphafi þessa árs eins og gerst hefur á liðnum árum og var talið styðja kenninguna um sumar- bráðnunina. Vísindamenn fylgjast enn grannt með jöklinum þótt ekkert bendi en til að stórtíðindi séu í aðsigi. -HKr. Goðabunga. DVWYNDIR SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Húsárgll, vló sveltlö k myndinni eru Benedikt Bragason í Sólheimakoti, Ragnar Sævar Þor- steinsson á Sólheimum, Einar Guöni Þorsteinsson á Sólheimum og Eirík- ur Vilhelm Siguröarson meö síöustu kindurnar sem bjargaö var. Niöri í gil- inu sést í Óskar S. Þorsteinsson meö tvær kindur. Á innfelldu myndinni er gengiö niöur Sólheimaheiöi meö fjórar af þeim fímm kindum sem var bjargaö - sú fimmta stökk niöur og liföi af, svo til ósködduö. Bændur í björgunarleiðangri á 3. degi jóla: Björguðu fimm kindum úr svelti Bændur á Sólheimum í Mýrdal not- uðu góða veðrið í gær til að bjarga fimm kindum úr svelti í Húsárgili á Sólheimaheiði. Kindur þessar lentu í sjálfheldu í gær þegar reynt var að smala þeim heim úr heiðinni. Vel gekk að bjarga kindunum enda vask- ur hópur manna aö verki. Um var að ræða tvær ær, önnur var með tvö lömb en hin með eitt lamb. Slaka þurfti kindunum niður en ekki þurfti að slaka nema annarri ánni þar sem hin gerði sér lítið fyr- ir og stökk fram af og var rétt lent ofan á þeim sem fyrir neðan voru. Svo ólíklega vildi til að ærin var heil eftir fallið og var hún rekin all- ar götur heim í fjárhús. Ástand fjár- ins var mjög gott enda hefur veður það sem af er vetri ekki háð veru þess í heiöinni. -SKH DV-MYND SIGJÖKULL Ekki aö græöa Jórunn naut góöra viöskipta fyrir jól- in en segist ekki vera í verslunar- rekstri á tíræöisaldri til aö græöa peninga. Elsti kaupmaður landsins: Langaði að fara í búðina í morgun „Ég er mest að sortera og ganga frá,“ sagöi Jórunn Brynjólfsdóttir kaupkona, ættuð úr Hrísey. Hún er elsti starfandi kaupmaður landsins og verður 93 ára næsta vor. Hún var í gær við vörutalningu. „Ég þurfti ekki að fara neitt í morgun en mig langaði að fara í búðina," sagði hún. Jórunn býr á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund og fer daglega með leigubíl í verslunina sína á Skóla- vörðustíg 19, við hliðina á Pipar og salti og móts við Fatabúðina. Jórunn segir að reksturinn sé lít- ill í sniðum. „Ég er ekki að þessu til að græða peninga - hvað ætti ég svo sem að gera við þá? Ég hef bara gaman af þessu,“ sagði Jórunn í gær. „Ég á marga og góða vini sem versla við mig. Ég er mjög ánægð með söluna fyrir jólin,“ sagði Jór- unn Brynjólfsdóttir.___-JBP Áramótaveðrið: Kólnandi veður Veðurstofa íslands spáir því að á gamlársdag og nýársdag verði austlæg átt, 3-8 m/s, og skýjað með köflum. Veðurstofan spáir því að vlða verði dá- lítill éljagangur en úrkomulítið vestan- lands. Þá er spáð að veður fari kóln- andi og að frost verði á bilinu 0-5 stig en frostlaust úti við ströndina. -ss Rauði krossinn: Tvær milljón- ir króna til Bosníu Rauði kross íslands ákvað í gær að verja tveim milljónum króna til vetr- araðstoðar við bosníska flóttamenn sem hafa snúið aftur heim til Bosníu á undanfömum mánuðum. Um er að ræða síðasta framlag félagsins til al- þjóðlegs hjálparstarfs á árinu sem er að líða en ails hefúr Rauði kross ís- lands varið um 116 milljónum króna til neyðar- og þróunarhjálpar erlendis á árinu. Framlagið til Bosníu verður notað til að aðstoða flóttamenn sem hafa snúið aftur á síðustu sex mánuðum. í flestum tilvikum er um að ræða fá- tækt fólk sem flúði land sitt fyrir tæpum áratug og er að koma sér fyr- ir á ný við erfiðar aðstæður og vetr- arkulda. Stærsta framlag Rauða kross ís- lands til neyðaraðstoðar á árinu var til landanna í sunnanverðri Afríku, 30 milljónir króna, auk þess sem þrír sendifulltrúar félagsins eru við störf vegna matvæladreif- ingar þar. Notaður fatnaður, sem almenningur gaf félaginu, var á ár- inu sendur til sjö landa í austan- veröri Evrópu og í Afríku. -aþ Heitasta búðin íbænnm ! 100% mesta vöruúrval á ferm, allt frá magadansbúningum til ékta pelsa. Magadansbúningar. Fjöldi tilboöa ígangi. Ótrúlegt úrval gjafavöru. Sigurstjarnan í bliu húsi við Fákafen, sími 588 4545. Opið um helgar og öll kvöld til jóla. Fjórir bílar rákust saman á Kjalarnesi Minni háttar meiðsl urðu á fólki þegar fiögurra bíla árekstur varö á Vesturlandsvegi við Álfsnes um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar rákust tveir jepp- ar og tveir fólksbOar saman. Öku- tækin fiögur skemmdust öll og þurfti kranabU til að fiarlægja þau af vettvangi. Tildrög slyssins voru ókunn þegar DV fór í prentun i gærkvöld - en nokkur töf varð á umferð á Vesturlandsvegi eftir slysið. Þurftu lögregluþjónar m.a. að stjóma umferðinni á meðan sjúkraflutningamenn voru að at- hafna sig. -vig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.