Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 DV Fréttir Ungir menn staðnir að verki með myndavélum í Skífunni - tölvudiskar vinsælir: Þjófar handteknir með óskalistann á sér - þjófnaðir eru í takt við það sem vinsælast er á markaðnum Verslunarmiöstoöin Kringlan Öryggismyndavélar í verslun Skífunnar í Kringlunni náöu þjófnaöinum á band. Þjófarnir voru á höttunum eftir vinsælum vörutegundum. Daginn fyrir Þorláksmessu voru ungir menn handteknir í verslun Skífunnar við Laugaveg grunaðir um þjófnað. Þeir höfðu í raun ver- ið staðnir að verki nokkrum dögum áður í sömu verslun á þann hátt að myndavélar náðu þjófnaði á band og einnig í versl- un Skífunnar í Kringlunni. Ekki hafði náðst til þeirra en lögreglan handtók piltana þegar starfsfólk Skífunnar á Laugavegi bar á þá kennsl, lét vita og öryggisvörður stöðvaði för þeirra út. Þegar piltamir komu á lögreglu- stöðina viðurkenndu þeir aðild sína að þjófnaði í Skífunni. Samkvæmt óskalista sem einn þeirra var með á sér var greinilegt að skriflegar beiðnir lágu fyrir um hverju átti að stela - til að mynda diskum með vinsælum tölvuleikjum á. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir að hátt- semi þjófa sé í raun í takt við það sama og þegar venjuleg viðskipti fari fram. Þjófar útvegi vinsælustu vörumar - þær sem viðskiptavinur- inn óskar eftir eða er líklegastur til að kaupa þegar þær eru boðnar. „Þetta er bara lögmálið um framboð og eftirspurn," segir Ómar. „Þetta er ekki frábmgðið venjulegum við- skiptum.“ Ómar segir að ef fólk getur t.d. fengið stafræna myndavél, sem fæst á 70 þúsund krónur í verslun, á 20 þúsund krónur með öðrum hætti þá hiki fólk oft ekki við að kaupa vör- una þó það viti að líklegast sé að hún sé illa fengin. Skjávarpi sem kostar 400 þúsund krónur í verslun sé ef til vill seldur á nokkra tugi þúsunda. „Þá kaupir fólk gjarnan þessa hluti,“ segir Ómar. „En með því að stuðla að tilvist þessa fyrir- komulags eykst hættan á því að það eflist.“ - En hvernig gerast þessi kaup? „Maður þekkir mann. Ef viðkom- andi á ekki vöruna þá getur hann gjarnan útvegað hana,“ segir Ómar. Þar eru vissulega brögð að þvi að óskalistamir verði til. í höfuðborginni voru tæplega 2000 innbrot og þjófnaðir framdir á síðasta ári - i langflestum tilfellum var brotist inn í bíla - sýnilegir hlutir glepja gegnum rúðumar, eng- inn er nálægur og þjófurinn brýst inn. Fyrirtæki, verslanir og geymsl- ur eru „næstvinsælastar" en óal- gengast er að brotist sé inn í íbúðir. Hins vegar eru mestar likur á að síöastnefndu innbrotin upplýsist. Dagana 24. til 27. desember voru 22 innbrot tilkynnt í Reykjavík, þar af voru 20 þeirra í bíla. -Ótt Flugeldarnir: Hvatt til varkárni Lögreglan í Reykjavík vekur at- hygli á að gæta þurfi þess sérstaklega að fylgjast með bömum þegar þau era að umgangast blys og sprengjur um áramót - þeim hætti til að verða áköf og gleymi sér við spennandi að- stæður en þá sé gjaman gengið lengra en æskilegt er. Bent er á að slysin, sem hafa skipt tugum um hver áramót, geri ekki boð á undan sér en bannað sé að vera með skot- elda - flugelda og blys - við brennur. Ekki megi standa að sölu skotelda í smásölu nema með leyfi lögreglunn- ar. Flugelda má ekki selja til ung- linga yngri en 16 ára en skotelda svo- kallaða, blys og annað, má selja ung- lingum allt niður í 12 ára aldur. Þeir sem em yngri en 12 ára mega hins vegar ekki kaupa flug- og skotelda. Lögreglan vill sérstaklega benda á að slysum megi fækka verulega ef fólk umgengst flugelda og blys eins og til er ætlast og leiðbeiningar era lesnar. -Ótt Utsöluæöiö hafið Margt var um manninn á útsölu verslunarinnar Dressmann viö Laugaveg í gær. verslunum á höfuöborgarsvæöinu. Útsölurnar eru víöa aö hefjast í Mikil gleði í Glaumbæ á Ólafsfirði annan í jólum: Kyrkja-Köttinn kyrkti atlögu sýslumannsins - 16 ára trommuleikarinn fékk að spila óáreittur Hin stórmerka hljómsveit Kyrkja- Köttinn á Ólafsfirði hafði betur i bar- áttu sinni við Ástríði Grímsdóttur sýslumann sem meinað hafði hljóm- sveitinni aö spila á skemmtistaðnum Glaumbæ annan í jólum sökum ungs aldurs trommuleikarans. Að sögn Jak- obs Agnarssonar, sem rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, gaf sýslumaður eftir og lét spil þeirra afskiptalaust. „Það var húsfyllir og mikil stemn- ing,“ sagði Jakob í samtali við DV í gær og taldi að fréttimar í DV um þetta sérkennilega deilumál hefðu átt sinn þátt í að auglýsa dansleikinn. „Þeir komu hér og spiluðu við mjög góðar undirtektir. Trommarinn, Hauk- ur Pálsson, spilaði að sjálfsögðu með að foreldrum sínum viðstöddum. Reynd- ar kom lögreglan hér til að kanna hvort Haukur væri ekki örugglega í fylgt foreldra sinna. Þegar hún sá að svo var hvarf hún á braut.“ Sýslumaður hafði áður hótað Jakobi veitingamanni að taka af honum skemmtanaleyfið ef hann héldi ball og Haukur, hinn 16 ára gamli trommuleik- ari, spilaði með hljómsveitinni ann- an í jólum. Jakob segir að sýslumað- ur hafi eiginlega gefið bæði grænt og rautt ljós á spila- mennskuna nú en sagt að stofnuð hefði verið neíhd til að skoða þessi mál og því myndi hún ekkert aðhafast að sinni. Undanþágu- ákvæði laga er varða vinnu ungmenna eru talsvert víðtæk. Þau taka m.a. til starfa ungmenna á sjúkrastofhunum Tmmmulírikan ^#rkj*-Kótri«n“ t víð vfirvöW á ÓUWtrftt: „Böggaöur“ af sýsiumanni fyrir að spila í Glaumbæ - tn-t 'pilit óart iUut i Miru tunuixmi - í tiHngvfTÍ é tM*ik Fyrsta frétt DV 12. desember um deilu Kyrkja-Köttinn við sýslumann eða sambærilegum stofnunum, starfa á sviði landbúnaðar, ferðamála og í hót- el- og veitingarekstri og vinnu sem er skipt yfir daginn. Ljóst virðist því að ef sýslumaður hefði tekið hart á máli Hauks Pálssonar, trommuleikara á Ólafsfirði, gætu störf ungmenna í fjölda stofnana og fyrirtækja í landinu verið í uppnámi. í staðinn fýrir að sýslumanni tækist í raun að kyrkja starfsemi hljómsveitarinnar Kyrkja-Köttinn þá virðist henni hafa tekist að kyrkja þessa atlögu sýslumannsins. Þess má geta að þegar er búið að bóka hljómsveitina Kyrkja-Köttinn í annað „gigg“ í Glaumbæ um páskana. -HKr. VAGNHÖFÐA 23 • SÍMI 530 2000 . WWW.BENNI.IS „Rabbi" il D°d^ ® 'teep öchrysib* » AUKAHLUTA- OG VARAHLUTAVERSLUN BSIii yjg ijíi xifsLJJ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 15.37 15.34 Sólarupprás á morgun 11.21 11.24 Síódegisflóð 13.22 17.55 Árdegisflófi á morgun 02.07 06.40 El við suðurströndina Austan 5-10 og dálítil él við suðurströndina. Frost 0 til 5 stig en víða frostlaust við ströndina framan af. Austlæg átt Gert er ráð fyrir austlægri átt með 3- 8 m/s vindstyrk. Skýjað verður með köflum en 10-15 og dálítil él viö suðurströndina. I Veöfíð Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur ® W aw Híti 0° Hiti -1' Hiti -2' til -5‘ til -V til •«' Vindur: a-15 m/8 Vindur: 3-10 "V* Vtndtir: a-io^/s * * Austlæg átt, 36 m/s og skýjað með köflum en 10-15 og él vlð suður- ströndlna. Frost víða 0 tll 5 stlg. Austlæg átt og víða dálrtll él en úrkomulítlð vestanlands. Kélnandl veður. Austlæg átt og vtða dálitll él en úrkomul'itlö vestanlands. Kólnandl veður. Logn m/s 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldl 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 Ifjj ii ssíiúag) J AKUREYRI skýjað -2 BERGSSTAÐIR skýjaö -2 B0LUNGARVÍK skýjað 0 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 0 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 3 KEFLAVÍK hálfskýjað -0 RAUFARHÖFN snjóél 0 REYKJAVÍK léttskýjaö -2 STÓRHÖFÐI skýjaö 3 BERGEN Orkoma í grennd 9 HELSINKI snjókoma -9 KAUPMANNAHÖFN þoka 2 ÓSLÖ kornsnjór -3 STOKKHÓLMUR -2 ÞÓRSHÖFN skýjaö 7 ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjað -2 ALGARVE skúrir 17 AMSTERDAM alskýjað 12 BARCELONA súld 15 BERLÍN CHICAGO léttskýjað -7 DUBUN súld 8 HALIFAX snjóél -7 FRANKFURT rigning 9 HAMBORG rigning 9 JAN MAYEN skýjað 2 LONDON alskýjaö 12 LÚXEMBORG rigning 9 MALLORCA skýjaö 17 MONTREAL heiðskirt -12 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -10 NEW YORK heiöskírt 1 ORLANDO skýjaö 7 PARÍS rigning 13 VÍN hrímþoka -4 WASHINGTON skýjaö -3 WINNIPEG heiöskírt -10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.