Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 11 Maður með einkennishúfu Árið er að líða og að vanda er tíminn notaður til þess að horfa yfir farinn veg og líta til framtíðar. Ég er ekki frá þvi að árin líði hraðar en áður; tilfmningin er að minnsta kosti sú. Það var nánast í gær að við fógnuðum árinu 2000, þeim merku tímamótum, en almanakið segir okkur að árið 2003 sé að ganga í garð. Við verðum að trúa því. Kannski stafar tilfmningin af því að veðrið hefur breyst. Það er í stórum dráttum blautt allt árið, haustveður, eiginlega ekkert veður. Árstíðaskil- in ekki þau sömu og í minningunni. Það tekur dálitinn tíma að venjast því að hlýrra sé á íslandi en í öðr- um löndum en þannig hefur það verið um hríð. Áramót eru sniðugt patent, eins konar syndaaflausn. Gamla árið er að baki með öllu því sem fylgdi, góðu jafnt sem slæmu. Hið nýja er óskrifað blað, byrjun. Því fylgir tilhlökkun, ný verkefni. Ýmsir reyna að sjá fram í tímann en gefst það misjafnlega. Þó eru þeir til sem hafa fest sig í sessi í þeim geira. Þar fara fyrir veðurspá- menn á Dalvík, aldrað fólk sem dund- ar sér við það að spá um veður og tekst oft vel, og síðan völva Vikunnar. Hún hefur sagt til um hið óorðna í þrjá áratugi: stjórnmálin, veðrið, fræga fólkið, náttúruhamfarir og skandala af ýmsum toga. Spáð í draumaprinsa Slíkt vilja margir lesa þótt illar tungur hafi gjaman sagt að það taki blaðamann, með þokkalega dóm- greind, ekki langan tíma að slaka soddan spádómi á blað. Með al- mennu orðalagi megi slá um sig með veðurspám, pólitískum pæling- um og öðru slíku svo vart verði hrakið að ári. Þá sé hérlend náttúra svo fjörug að menn taki ekki stóra áhættu með því að spá hræringum á því sviði. Hér eru hvort sem er stöðugir jarðskjálftar og eldgos, flóð og annað þess háttar svo algengt að óhætt ætti að vera að tippa á nátt- úruóróa. Ég hef aldrei til spákonu komið og á síður von á því að heimsækja slíka. Ég tók fyrir löngu þá ákvörð- un að mæta örlögum mínum óséð- um. Þar með er ekki sagt að ég amist við því ágæta fólki sem telur sig sjá lengra nefi sínu. Margir vilja vita hvað er handan við hornið. Ég viðurkenni að vísindalegar rann- sóknir liggja ekki á bak við mein- ingu mína en ég held að einkum hafi unglingsstúlkur gaman af heimsóknum til spákvenna. Stelp- urnar vilja vita um væntanlega draumaprinsa og lífsförunauta og treysta því gjaman að spákonur sjái glæsimennin í spilum eða kúlum. Með einkennishúfu Þannig var þessu til dæmis varið með eiginkonu mína. Sem ungling- ur hitti hún spákonu, sjáifsagt í vin- kvennahópi. Sú spáði fyrir um væntanlegt mannsefni og sagði það merkast við þann ágæta mann að hann bæri einkennishúfu. Auðvitað er það spennandi fyrir unga stúlku ef í spilunum sést maður í úniformi. Þaö trekkir og tryllir. Spákonan var hins vegar ekki nákvæmari en svo að unglingsstúlkan, sem þá var, sat uppi með mig og sambúðin hefur varað í þrjátíu ár. Ég hef hins vegar aldrei í úniform komið, hvorki í starfi né á grímuballi. Samkvæmt Sú spáði fyrir um vœnt- anlegt mannsefni og sagði það merkast við þann ágœta mann að hann bæri einkennis- húfu. Auðvitað er það spennandi fyrir unga stúlku ef í spilunum sést maður í úniformi. því er ekki annað að sjá en spádóm- urinn hafi verið ónákvæmur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. En er það svo? Mér þótti auðvitað leitt, konu minnar vegna, að vera svona lit- laus, hvorki lögregluþjónn, tollvörð- ur né flugstjóri. Ég reyndi því að réttlæta spádóminn með stúdents- húfunni sem ég setti upp nokkrum misserum eftir að spákonan lofaði einkennishúfu á mannsefnið. Sú réttlæting hefur, einhverra hluta vegna, aldrei verið tekin gild á okk- ar heimili. Það er eiginlega ekkert sexí við stúdentshúfu, að minnsta kosti ekki í samanburði við ein- kennisbúnað lögreglumanna, svo ekki sé minnst á flugstjóragalla, strípurnar á ermunum, axlaborð- ana og það dásamlegasta af öllu: gyllta vængi á húfuderinu. Sagt er að konur fái í hnén við það eitt að horfa á slík der. Ég skartaði stúd- entshúfunni aðeins einu sinni. Hún var vængjalaus. Máttur gyllta dersins Konan virtist sætta sig við orðinn hlut: húfulausan eiginmann. Spádóm- urinn um einkennishúfuna gleymdist kannski ekki en hann var vel geymd- ur. Hvorugt okkar nefndi úniformið sæla. Spádóma skyldi þó enginn van- meta. Tíminn er nefnilega afstæður þegar að þeim kemur. Það sá ég fyrr í vetur þegar við hjónakornin skutumst í stutta Rússlandsheimsókn. Rúss- neski veturinn var snemma á ferö. Það var kalt í landinu stóra, ólíkt því sem við eigum að venjast á Fróni. Ég var óviðbúinn kuldanum og húfulaus. Rússar ganga með fínar loðhúfur. Konan var með velferð mína í huga og stakk upp á því að ég fengi mér eina slíka. Það var í leit minni að loðhúf- unni sem ég sá hana, einkennishúf- una sem fékk mig til að gleyma kulda og trekki. Þar var komið höf- uðfatið sem spákonan sá í spilunum fyrir meira en þremur áratugum. Húfan sú var hvorki lögreglupottlok né flugmannshúfa. Við vorum í rússneska heims- og herveldinu og þarna blasti hún við, húfan sem sýnir máttinn þegar hann verður mestur. Þetta var ekki höfuðfat af óbreyttum dáta eða liðsforingja. Húfan var af hershöfðingja, manni sem hefur ráð fjöldans í höndum sér. Einkennishúfan var borðalögð og derið logaði af gulli, vængjum, jafnt sem lárviðarsveigum. Loðhúfan gleymdist samstundis. Ég prúttaði ekki einu sinni við eig- anda dýrgripsins heldur greiddi upp sett dollaraverð. Rúblur komu ekki til tals við þetta tækifæri, eða athöfn öllu heldur. Ég setti húfuna upp með herskip í baksýn og leit í augu konunnar. Það kann að vera missýn en ég sá ekki betur en hnjáliðimir titruðu. Þegar ég bar það á hana síðar sagðist hún hafa skolfið af kulda. Því trúi ég ekki. Mikilvægi augnabliksins Ég gekk um götur og torg rúss- nesku borgarinnar með logagyllt höfuðfatið, ekki beinlínis gæsagang en þó þannig að vel heyrðist þegar harðir sólarnir skullu á gangstéttar- hellunum. Börn námu staðar og babúskur bugtuðu sig og biðu í auð- mýkt er ég gekk hjá. Konan, loks gift manni með einkennishúfu, kom í humátt á eftir mér og spurði í sak- leysi sínu hvort mér væri ekki kalt á eyrunum. Það var eins og hún skildi ekki mikilvægi augnabliks- ins. Ég fann ekki fyrir kuldanum. Sama vanmat á aðstæðum þjakaði vin okkar og samferöamann í Rúss- landsferðinni. Við hittum hann á götu, rétt við hótelið okkar, rauð- nefjaðan, með loðhúfuna niður fyrir eyru. „Hvað er að sjá,“ sagði hann undarlega herptur í framan, „minn maður farinn að vinna fyrir sér sem stöðumælavörður. Áttu ekki fyrir farinu heim?“ Ég brá hendi upp að deri, sló saman hælum og kvaddi hann snarlega. Afstæður tími Ég segi ekki að ég hafi notað gylltu derhúfuna hvunndags eftir að heim kom en ég veit af henni. Hún er geymd við hliðina á krumpaðri stúdentshúfunni og ber af henni eins og gull af eiri. Tilvist húfunnar minnir mig á spádóminn gamla og að óvarlegt sé að afskrifa sýn á hið ókomna. Vegna þessarar reynslu lit ég spá- dóma völvu Vikunnar öðrum aug- um en ég hef gert gegnum árin. Auðvitað er það enginn blaðamaður sem sest við tölvu sína og fabúlerar um framtíðina heldur spákona af bestu gerð. Og hverju spáir hún svo um þessi áramót? Jú, „ég sé konu koma inn sem leiðtoga“, segir hún og neitar því ekki að þar kunni Ingi- björg Sólrún að vera á ferðinni. Bráðlátir menn gætu ætlað að slíkt gerðist alveg á næstunni, en ég er reynslunni ríkari og veit að tími spádómsins er afstæður. Völvan sér nefnilega þrjátíu ár fram í tímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.