Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Helgarblað DV J.D. Sallnger. Rithöfundur sem þolir ekki athygli en á milljónlr aödáenda. Rithöfundur í felum Sagt er 60 milljónir eintaka hafi selst af bók J.D. Salin- gers, Bjargvættinum i grasinu. Salinger er víst enn aö skrifa en bók eftir hann hefur ekki komiö út í áratugi. Jerome David Salinger fæddist árið 1919 í New York. Faðir hans var gyöingur og móðir hans var írsk. Hann sagði sjálfur að hann hefði byrjað að skrifa dag einn þegar hann var átján ára gamall og hefði aldrei hætt. í menntaskóla skrifaði hann svo vel að kennarar lásu iðulega úr ritgerðum hans fyrir bekkinn. Hann tók kúrs í skapandi skrifum í háskóla og vakti athygli kennarans sem var ritstjóri bókmenntatímarits og hann birti sögu eftir Salinger í tímariti sínu. Taugaáfall og hjónaband Salinger gekk í herinn á stríðsárunum. Sú reynsla varð til þess að hann fékk taugaáfall og Ljóð vikunnar Aldamótin - eftir Hannes Hafstein Drottlnn, sem velttlr frœgð og helll tll forna, farsœld og manndáð, vek oss endurborna/ Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna, hniginnar aldar tárin láttu þorna. Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veltir sonum móðurmoldin frjóa, menningln vex í lundi nýrra skóga. Starflð er margt, en eltt er brœðrabandið, boðorðlð, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er biandið, það er: að elska, byggja og treysta á landið. var lagður inn á sjúkra- hús. Nokkrum vikum síðar kvæntist hann franskri stúlku, Sylvíu, eftir örstutt kynni. Hann sagði að þau hefðu gifst þar sem þau hefðu verið í telepatísku sambandi. Það nægði þó ekki til að halda hjóna- bandinu saman og þau skildu eftir átta mánuði. Seinna sagði Salinger vinkonu sinni að hann ætti fundi með fyrrum eiginkonu sinni í draumum sínum. Eftir skilnaðinn byrjaði Sal- inger að kynna sér búddisma og á komandi árum átti hann eftir að sökkva sér niður í aust- ræn trúarbrögð. Árið 1950 var gerð Hollywood-mynd eftir smásögu hans, Uncle Wiggily in Connecticut. Myndin hét My Foolish Heart og þegar hand- ritahöfundar voru búnir að endurskrifa var nær ekkert eftir sem minnti á hina upprunalegu sögu höfundarins. Sal- inger hafði andstyggð á myndinni og seinna þegar framleiðendur í Hollywood reyndu að kaupa kvikmyndarétt- inn á Bjargvættinum í grasinu fyrir stórfé harðneitaði hann og vís- aði til fyrri reynslu sinnar af Hollywood. Bjargvætturinn Árið 1951 kom meist- araverkið Bjargvættur- inn í grasinu. Salinger hafði verið að hugsa um bókina í nær áratug og hafði reyndar áður gefið út sögur um Holden Caulfield sem er sögumaður bókarinnar. Hann er sextán ára gamall, uppreisn- argjam og kaldhæðinn en um leið afar viðkvæm- ur. Ungt fólk um allan heim samsamaöi sig hon- um. Gagnrýnendur voru ekki allir jafn hrifnir. Bókin fékk mjög góða dóma í Times en gagn- rýnandi New Republic sagði bókina vonbrigði. Annar gagnrýnandi sagði hana gallað meistara- verk. „Fyrirsjáanleg og leiðinleg" var dómur enn eins gagnrýnanda. Þrátt fyrir misjafnar viðtökur komst bókin á metsölulista New York Times. At- hyglin gerði Salinger órólegan og átti meðal ann- ars þátt í að hann bað um að mynd af honum yrði ekki á kápum fleiri bóka eftir hann. Næsta bók hans, sem var smásagnasafn, lenti einnig á met- sölulista. Salinger skrifaði þá útgefanda sínum og sagðist ekki vilja fá senda gagnrýni eða umfjöll- „Talandi um mínar eftirlætisbækur þá verð ég að hefja leikinn á „Góða dátanum Svejk“ eftir hinn tékkneska Jaroslav Hasek. Svejk hefur fylgt mér lengi og ég tek eftir því að skilmerkilega hef- ur verið fært inn á saurblaðið „Jakob Bjarnar Grétarsson, 1984“ - sama ár og Almenna bókafé- lagið gaf út 4. prentun þessa meistaraverks i þýðingu Karls ísfelds. Eintakið mitt er orðið lúið enda þetta sú bók í minni eigu sem hefur verið í mestri notkun. Hún er oftast í farteskinu þegar ég legg land undir fót og er jafnan á nátt- borðinu líkt og má ímynda sér að trúaðir menn hafi Bibl- íuna við höndina þegar mikið liggur við. Góði dátinn Svejk getur þó reynst stórhættuleg bók. í það minnsta er það reynsla mín og annarra sem ég þekki. Mann langar alltaf svo skelfllega mikið á knæpuna eftir að hafa lesið í henni. Sjálfstætt fólk eftir Laxness er harður keppinautur Svejks á toppnum. Þetta mikla epíska verk stendur sannarlega fyrir sínu og ég undrast alltaf þegar menn eru að vefengja að þetta sé meistaraverkið nóbelsskáldsins. Hvaða tiktúrur eru það? Þó ég hafi oft lesið þessa bók þá tárast ég alltaf undir lokin þegar Ásta Sóllilja berklaveik heldur um háls fóstra síns Bjarts og hvíslar í eyra honum: Ég ætla ekki að deyja núna. un um bókina, slíkt myndi trufla einbeitingu hans. Hann neitaði öllum viðtölum. Hlédrægni hans og andúð á athygli varð einungis til þess að vekja enn meiri áhuga fjölmiöla. Næsta bók hans, Franny og Zooey sem kom út árið 1961, fékk ekki góða dóma. Gagnrýnendur bentu á að Salinger hefði verið að skrifa um sama efni í tíu ár. Árið 1965 hætti hann að gefa út verk sín, þótt hann héldi áfram að skrifa. Menn eru ekki á einu máli um það af hverju hann tók þessa ákvörðun. Þeir gagnrýnustu segja að hann hafi áttað sig á að hann gæti aldrei uppfyllt þær væntingar sem aðdáendur hans gera til mannsins sem skrifaði Bjargvættinn í grasinu. Aðrir segja hann sérvitra mannafælu sem vilji vera í friði frá auglýsinga- markaði og skrumi sem tröllríði bókmenntaheim- inum. Salinger hefur ekki átt marga vini um ævina. Þeir sem kynnst hafa honum eru flestir sammála um að hann sé maður án kímnigáfu. Hann er í þeirri stöðu að vera frægur rithöfundur sem skrifar en gefur ekki út. Sagt er að kona nokkur hafi fyrir nokkrum árum hitt hann og spurt hann hvers vegna hann gæfi ekki út verk sín. „Til hvers?“ svaraði hinn lifandi goðsögn. Hjónaband án samskipta Salinger kvæntist í annaö sinn þrjátíu og fjög- urra ára gamall nítján ára stúlku, Claire Dou- glas. Hún hafði skilið við eiginmann sinn eftir nokkurra mánaða hjónaband til aö giftast Salin- ger. Hún fæddi Salinger son og dóttur. Hjóna- bandið reyndist henni erfitt. Salinger nærðist einungis á lífrænt ræktuðu grænmeti sem hann krafðist að eiginkona hans eldaði í sérstakri olíu. Þetta var matur sem kona hans hafði and- styggð á og henni gramdist að þurfa að eyða mörgum klukkutímum í að elda hann á „réttan" hátt. Salinger eyddi löngum stundum í kofa sem var rétt við hús þeirra og sat þar við skriftir, stundum allt að fimmtán til sextán tíma á sólar- hring. Loks fór hann að sofa þar líka. Claire varð líkamlega veik vegna vansældar í hjóna- bandinu og þegar hún kvartaði við eiginmann sinn komst hún að því að hann hafði engan áhuga á líðan hennar. Hún þoldi við í tólf ár. Þá skildu þau. Salinger býr nú með þriðju eigin- konu sinni í New Hamspshire en þau kynntust i gegnum bréfaskriftir þegar hún var sextán ára. Hættulegur aðdáandi Árið 1980 skaut Mark David Chapman Bítilinn fyrrverandi, John Lennon, til bana. Chapman hafði falið byssuna undir eintaki af Bjargvættin- um í grasinu. 1 yflrlýsinu sem Chapman gaf úr fangelsi sagðist hann vonast til að allir ættu ein- hvern tíma eftir að lesa Bjargvættinn í grasinu þar sem sú bók geymdi mörg svör. Chapman sagði að Holden Cauífleld hefði átt það takmark í lífinu að hreinsa heiminn frá yfirborðslegu fólki en Lennon hefði einmitt verið að breytast í þannig manneskju. Chapman sagði að hann hefði verið að vernda sakleysi Lennons með því að myrða hann. Við réttarhöld las Chapman upp úr bókinni til að sanna mál sitt. Engar fregnir bár- ust af viðbrögðum Salingers. Sagt er að 60 milljónir eintaka hafi selst af Bjargvættinum í grasinu. Sjálfsagt er að nefna Hemingway á eftir Lax- ness. Ég hafði gaman af því þegar Laxness segir svo frá að Ernest hafi verið með nóbelsverðlaun- in nánast á heilanum og hafi hringt í sig blindfull- ur og tilkynnt sér að hann hefði nú ekki fengið þau að þessu sinni. Mér finnst Hverjum klukkan glymur skemmtilegust bóka Hemingways. Þaðan liggur þá leiðin yfir í Shakespeare. Ég er alger- lega ósammála því sem fram kemur einhvers staðar hjá Halldóri Laxness að leikrit á bók sé aðeins drög og geti aldrei staðið ein án síns el- ements sem sé sviðiö. Og af verkum Shakespeares hef ég mest dálæti á Lé konungi. Reyndar spuming að velta því fyrir sér hvers vegna Helgi Hálfdanarson mildar í þýðingu sinni hina kolsvörtu mynd sem Shakespeare dreg- ur upp í lokin? En þama er hlutverk fiflsins eftirtektar- vert, það er rödd sannleikans en hverfur þegar sturlun Lés tekur yfir. Þetta leikrit er kristaltær snilld, ekki síður á bók en á sviði. Og síðastur fram á mitt svið er Fyodor Dostojevskí með bók sína Glæp og refsingu sem er mögnuð lesning. Þó hinn mikli epíski meistari þeirra Rússa Tolstoy sé góður þá hefur mér alltaf fundist Dostojevskí flottari." Svejk og aðrir snillingar Jakob Bjarnar Grétarsson segir frá uppáhaldsbókunum sínum. Algjör dásemd Saga um máf og köttinn sem kenndi honum að fljúga eftir Luis Sepúlveda. Frumleg, hug- ljúf og fyndin bók um kött sem tekur að sér máfsunga. „Skáldsaga fyrir ungt fólk á aldr- iniun 8-88 ára“ segir á bókar- kápu og þar er ekkert ofsagt. Það er ómögulegt annað en að sá sem les þessa bók hrífist af henni. Algjör dásemd! Anna Cynthia Leplar myndskreytir einkar skemmtilega. Einn með Guði: Það er meirihluúnn. Henrik Ibsen Dauðinn hefur sogið safa lífsins úr þér en ekki ráðið við þína fegurð sem ósigruð nkir enn i vitum þínum með skarlatsroða á vör og mjúkum vanga. Dauðans föli fáni er þar fjarri. Ubalt, lliggurþú hér á úldnum kiœðum? Ó, get ég nokkuð gert þér betri greiða en láta þá hönd sem hjó þitt lif í tvennt hluta í sundur þann sem var þinn óvin. Fyrirgefðu mér, frœndi. Ó, Jútia kœr, því ertu svo fögur enn? Á ég trúa því að óefniskenndur dauðinn sé ástfanginn og það mjóslegna vlðbjóös skrimsli geymi þig hér í myrkrakompu sem sína fögru frillu? Af ótta w'ð það ég kýs að dvelja hjá þér og aldrei framar hverfa úr þeirri hvílu eilífrar nœtur. Hér, hérmun ég búa með ormum sem eru herbergisþernur þinar. Já, hér hef ég fundið eilífðar iegstað minn og hristi þá byrði af mínu lífsþreytta holdi sem óheillasljörnur fœrðu mér. Augu mín: horfið. Því senn mun Ijósið horfið. Handleggir: faðmið í hinsta sinn. Og varir, skammt nú varir: Þið hurðir andans; innsiglið réttmætum kossi hinn endanlega samning við gráðugan dauðann. Kom, þú illviljans vilji og vanstillt geð: Þú vonlausi skipstjóri, stefndu nú loksins loksins á blindskerið þinu sjóveika sálarfleyi. Skál, ástin mín. Ó, apótekari góður. Þetta kalla ég eitur. Með kossi ég dey. Lokaræða Rómeós úr Rómeó og Júl- íu eftir Shakespeare i þýðingu Hall- grims Helgasonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.