Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 38
42 Heíqort>l<aö !DV LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Sterkari samtök „Þing Neytendasamtakanna í haust stendur upp úr en þar var samþykkt ít- arleg stefnumótun í neytendamálum sem þýðir að samtökin eru sterkari en áður. Það hefur ríkt mikil samkeppni á ýmsum sviðum sem neytendur njóta góðs af. En það er dapurlegra að horfa til fákeppnismark- aðanna. Fjármála- stofiianir eru að reyna að skapa ofsa- hagnað á þessu ári með því að lækka ekki vexti eins og allar forsendur eru fyrir. Þá er dapurt íyrir neytendur að fá tilkynningu írá tryggingafélögum þar sem stórfelldar hækkanir eru boðaðar. Ríki og sveitar- félög leggja, ásamt fákeppnisfjrirtækj- um, línumar í hækkunum. Ég vona bara að samkeppni sé það virk á öðrum sviðum að fleiri hafi hvorki vfija né getu til að taka upp háttalag stjóm- valda og fákeppnisaðila. Virk sam- keppni er það eina sem tryggir neyt- endum sanngjamt verð fyrir vöm og þjónustu," sagði Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtakanna. Nýjar tryggingar „Félag íslenskra hifreiðaeigenda átti 70 ára afmæli á ár- inu. Nýir samning- ar náðust um hag- stæðar bifreiða- tryggingar fyrir fé- lagsfólk FÍB. Enn hefur FÍB tekist að auka samkeppi á þessum fákeppnis- markaði félagsfólki sínu og landsmönn- um öllum til hagsbóta. Sveiflur í gengi krónunnar höfðu sterk áhrif á elds- neytisverð hér á landi og bifreiðakostn- að heimilanna. Þessar sveiflur stað- festu enn mikilvægi þess aðhalds sem frjáls félagasamtök eins og FÍB veita stjómvöldum og markaðsráðandi fýrir- tækjum. Sumarið var mjög annasamt hjá FÍB-Aðstoð við að aðstoða félaga í erlendum systurfélögum FÍB. Æ fleiri ferðamenn ferðast um ísland á eigin farartækjum og þessi þáttur starfsem- innar mun stækka,“ sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Flóknara umhverfi „Samkeppnin hefur harðnað gífur- lega á árinu enda er framboð í verslun og þjónustu i mjög ríkulegt í hlutfalli við eftirspum. Verð- samkeppni hefur verið mjög mikil í einstökum greinum, sérstaklega í mat- vöruverslun. Það kemur yfirleitt mjög fljótt fram í þjónust- unni ef samdráttur verður og það hefur verið erfitt i sum- um greinum, t.d. hugbúnaðar og aug- lýsingageiranum þó farið hafi að birta tO í þeim síðamefhda í lok árs. Það sem einkennir aOt atvinnulifið er að umhverfið sem stjómendur í fyrirtækj- um þurfa að búa við í dag er mun flóknara lagalega. Það hafa farið fram rassíur og verið er að taka á hegðun sem hefur verið óátalin tO þessa,“ sagði Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Ódýrari matvara „Árið fór af stað í mikiili umræðu um verðbólgu og verðlagsmál almennt. Við bmgðumst við óttanum um að rauðu strikin héldu ekki með lækkun á yfir 2000 vöruteg- undum sem skipti mOdu máli á okkar markaði. Það hafa komið inn nýir aðO- ar á matvörumark- aði og afkastagetan og samkeppnin orð- in mjög mikil. Við erum að selja mat- vöra á lægra verði en fyrir ári þrátt fyrir hækkanir frá birgjum. Það er 15-20 prósentum lægra verð á ávöxtum og grænmeti en fyrir ári og stór hluti af jólakjötinu er á 30 prósentum lægra verði. En afkoman í versluninni er ekki viðunandi og við munum sjá að árið hefúr verið mörg- um erfitt. Smásöluvísitalan sýnir 2,7 prósenta samdrátt í nóvember mOli ára þrátt fyrir og meiri afkastagetu," sagði Finnur Ámason, forstjóri Hagkaupa. ,Rnnur Árnason. Sigurður Jónsson. Runólfur Ólafsson. Jóhannes Gunnarsson. Neytendur og verslun á árinu 2002: Ár harðnandi samkeppni og ótrúlegra tilboða Ársins sem er að líða verður lík- lega minnst sem árs harðnandi sam- keppni, sérstaklega í matvörugeir- anum. og um leið árs tOboðanna en neytendur hafa ekki staðið frammi fyrir jafn fjölbreyttum tOboðum og á árinu, ekki sist í jólamánuðinum. En þar sem samkeppninnar gætir ekki hafa neytendur hins vegar þurft að horfa upp á hækkanir, t.d. á grunni fasteignagjalda og trygg- inga, og hækkanir á ýmsum gjöld- um tO ríkis og sveitarfélaga. Rauðu strikin héidu Árið heOsaði með heitum umræð- um um verðlagsmál. Verðbólgan mældist þá 9,4 prósent og útlit fyrir að rauðu strikin í kjarasamningum mundu ekki halda. Dollarinn var í kring um 110 krónur og útlitið aUt annað en bjart. Strax í janúar ákvað forysta ASÍ að beita þrýstingi tO þess að ná verðbólgunni niður svo rauðu strikin myndu halda. Með maður á mann aðferðinni, beinum samtölum við forsvarsmenn sveitar- félaga og tuga fyrirtækja, ásamt auglýsingaherferð tókst Alþýðusam- bandinu að skapa stemningu í þjóð- félaginu um að ná þessu markmiði. Verslanir brugðust við með því að bjóða flata afslætti við kassa eða tO- kynntu um verðlækkanir með öðru móti. Þannig lækkuðu Hagkaup t.d. verð á yfir 2000 vörategundum. TO að gera langa sögu stutta héldu rauðu strikin. Lækkun verðbólgu Verðbólga í árslok mældist 2 pró- sent á ársgrundveUi og útlit er fyrir frekari lækkun í upphafi nýs árs. Krónan styrktist tO muna gagnvart doUar og er nú í rúmlega 80 krón- um. Lækkun doUars hefur skUað sér í hagstæðara vöruverði, sérstak- lega þar sem mestrar samkeppni gætir. Þar sem hennar nýtur síður við hefur meiri tregða verið í lækk- unum í takt við doUarann. Rekstur bUs er stór þáttur í heim- Oisútgjöldum en á árinu hófst kaup- leiga á bflum tO einstaklinga sem undirstrikar kannski betur en ann- að að bOl er nytjahlutur sem rýrnar hratt í verði en ekki fasteign á hjól- um. Samkeppni í matvöru og verðlækkun Ríkisstjórnin ákvað að taka upp bein- greiðslur til græn- metisbænda og fyrra. Þess vegna horfa ófáir versl- unareigendur með kvíðboga tU komandi árs. Gjaldþrotahrina í sumar bárust fréttir af tveimur stóram gjaldþrotum. í júlí var farið fram á það við Héraðsdóm Reykja- víkur að útivistarverslunin Nanoq i Kringlunni yrði tekin tU gjaldþrota- skipta. Var gjaldþrotið talið nema á annað hundraö mUljónum króna og vinna 60 starfsmanna var í upp- námi. Gjaldþrot Nanoq virðist hins vegar draga dUk á eftir sér í við- skiptaheiminum þar sem mörgum heUdsölum sem seldu versluninni vörur með eignarréttarfyrirvara kom mjög á óvart að sá eignarrétt- arfyrirvari héldi ekki. Þeir horfðu því fram á tuga ef ekki hundraða mUljóna króna tap. Um tugur fékk sér lögfræðing tU að reka mál sitt gagnvart þrotabúinu fyrir dómstól- um. „Það virtist einfaldlega ekki vera rekstrargrundvöllur fyrir þessu,“ sagði Sigurður Eyjólfsson, stjórnar- formaður Hesthússins ehf„ sem hef- ur rekið hestavöruverslunina Tölt- heima við Fossháls í Reykjavík við DV í júlí. Verslunin var þá úrskurð- uð gjaldþrota og öllum starfsmönn- um fyrirtækisins sagt upp. Tölt- heimar voru stofnaðir á haustdög- um 1999 með sameiningu þriggja hestavöruverslana: Hestamannsins, Reiðlistar og Reiðsports. Nú í desember sýndu tölur að gjaldþrotum fyrirtækja hefði fjölgað mjög á þessu ári, voru í lok nóvem- ber orðin 487 á móti 313 allt árið 2001. Hækkanir En þrátt fyrir aukna samkeppni á ýmsum sviðum og meðfylgjandi verðlækkanir hafa neytendur þurft að horfast í augu við hækkanir. Bensínið kostaði um 92 krónur á sama tíma i fyrra en kostar nú rif- lega 96 krónur. Tryggingafélögin ákváðu að hækka brunatryggingu fasteigna á dögunum og þá hafa Mjólkursamsalan og Osta- og smjör- salan tilkynnt um 3 prósenta hækk- un á sínum vörum frá og með ára- mótum. Horfa menn með kvíðboga fram til nýs árs og sjá fyrir sér skriðu hækkana af þessum völdum. Eða eins og einn viðmælenda DV sagði: „Þessi fákeppnis- og einokun- arfyrirtæki eru í eigin heimi og til- kynna hækkanir eins og hver annar einræðisherra gefur út tilskipanir.“ Europris kom inn á lágvöruverðsmarkaðinn á árinu: Aukin samkeppni lækkar verð „Það kom berlega fram við síðasta vísitöluút- reikning að vísi- tala mat- vöru hefur lækkað sem má að miklu ■ leyti skrifa á aukna samkeppni á matvörumarkaði. Vissulega hefur verið offram- leiðsla á kjötvör- um en verðlækk- unin hefur hins vegar gengið alla leið til neytandans sem er afar já- kvætt,“ sagði Matthias Sigurðsson, framkvæmdastjóri Europris, við DV. Lágvöruverðsverslunin Europris var opnuð að Lynghálsi 4 upp úr miðj- um júlí og snemma á haustdögum var önnur verslun opnuð að Skútuvogi 2. Með tilkomu Europris þótti ljóst að þær lágvöruverðsverslanir sem fyrir voru á landinu fengju töluverða sam- keppni. Europris er norsk verslana- keðja með um 120 verslanir en versl- un Europris við Lyngháls er sú fyrsta sem opnuð hefur verið utan Noregs. Verslanimar hér eru í innkaupasam- bandi við þær norsku og hafa aðgang að lager þeirra. Lagt var upp með að bjóða sem lægst vöruverð en ætlunin var að beina spjótunum ekki að einum né neinum keppinautum, enda ný tegund af verslun á ferðinni. Matthías segir væntingarnar hafa verið miklar við opnun verslananna en þær hafi stað- ist og gott betur. „Við erum mjög ánægð með viðtök- urnar. Viðskiptavinir okkar eru stór og breiður hópur sem kemur víða að. Við erum með hátt í 7 þúsund vöru- númer svo vöruvalið er mikið. Við komum inn á markaðinn á nýjum for- sendum - vildum ekki fara í sama far og þær verslanir sem fyrir voru. í stuttu máli má segja að reksturinn hafl verið langt yfir öllum okkar áætl- unum sem er mjög ánægjulegt." - Stendur fyrir dyrum að fjölga búðum á nýju ári? „Já, við höfum hugsað okkur að opna tvær búðir á næsta ári. Þróunin hefur verið góð og gefið okkur byr í seglin. Við erum afar bjartsýnir á framtíðina." Engin gúrkutíð Guðni Ágústsson, vinsælasti ráðherra landsmanna, kynntist því eins og hver annar neytandi að verð á matvælum hefur hækkað talsvert á árinu. lækka þannig verð á tómötum og agúrkum. Um hríð sáust „hlægileg" verð á þessari hollfæðu og nú í árs- lok geta neytendur fagnað því að grænmetis- og ávaxtakarfan er að jafnaði 15-20 prósentum ódýrari en á sama tíma í fyrra. Framboð á vörum og þjónustu er óvíða meira en hér á landi. Verslun- arfermetrar eru fleiri á hvem lands- mann hér en í nágrannalöndunum. Og ekki fækkar þeim. Um mitt sum- ar var tilkynnt um opnun nýrrar lágvöruverðsverslunar, Europris. Mikill titringur varð í matvöru- versluninni fyrstu vikurnar eftir opnun Europris og hamagangur í versluninni uppi á Lynghálsi þar sem fulltrúar frá samkeppnisaðilun- um keyptu hreinlega heilu körfurn- ar af vörum til að gera verðsaman- burð. Fulltrúar lágvöruverðsversl- ana fylgdust með hverri hreyfingu hver annars og þar hafði Bónus að- eins eitt markmið, að vera með lægsta verðið, sama hvað það kostaði. Þegar leið á árið og hillti und- ir jól fóru neytendur að sjá ótrúleg tilboð á matvöru, ekki síst á jólasteikinni. Hamborgarhryggir fóru niður í 600-700 krónur kílóið og vísitala síðustu 10 ára sýndi svo ekki varð um villst að hamborgar- hryggur hafði lækkað í verði um 2000 krónur á 10 ára tímabili. Öfl- ugri samkeppni og umframfram- leiðsla á kjöti hefur gert að verkum að jólasteikin er allt að 30 prósent- um ódýrari en í fyrra. HaukurLárus Hauksson blaðamaður En þrátt fyrir liflegan matvöru- markað virðist hafa orðið samdrátt- ur i verslun á árinu en veltutölur í nóvember sýndu tæplega 3 prósenta lækkun miðað við sama tíma í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.