Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 44
//<? / c) ci rb / cj c) DV LAÚGARbÁdjijR 28. DÉskMBER 2002 >48 Aðlögun og einkavæðlng „í efnahagslegu tilliti hefur áriö 2002 um margt verið rólegt ef miöaö er viö árin á undan,“ segir Tryggvi Þór Her- bertsson, forstöðu- maður Hagfræði- stofnunar HÍ. „Hæst ber þá ótrúlega hröðu aðlögun sem varð á efnahagslífi landsins. Eftir að gengið skaust upp í hæstu hæðir á síð- asta ári náði við- skiptahallinn að Tryggvi Þór Herbertsson. jafna sig ótrúlega fljótt og það, auk mjög aðhaldssamrar peningamálastjómar Seðlabankans, náði að draga úr eftir- spum innanlands og slá á verðbólguna hraðar en nokkur þorði að vona. Annað > sem stendur upp úr er einkavæðing rik- isbankanna. Á næstu árum mun af- rakstur hennar birtast í formi lægri vaxta - ef við berum gæfu til þess að koma í veg fyrir fáokun - og aukinnar velferðar. Þá er útrás íslenskra fjár- málafyrirtækja sérstaklega gleðileg og verður vonandi framhald þar á.“ Ár aðlögunar „Árið 2002 markar ákveðin tímamót í efnahagsmálum á íslandi," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Is- lands. „Jafhvægi komst á í efnahags- lífinu eftir mikla þenslu árin þar á undan. Þannig náð- ist verðbólga niðúr á svipað stig og í þeim löndum sem við ber- um okkur helst sam- an við og hallinn á viðskiptum við önn- ur lönd hvarf. Þetta er mikill árangur og ekki fer á milli mála að aðlögunin á þessu stigi hagsveiflunnar hefur gengið betur fyrir sig en oftast áður. Verðið sem við höfum greitt fyrir hraða aðlög- un er tímabundið hagvaxtarleysi og vaxandi atvinnuleysi. Erfiðasti hjallinn virðist hins vegar vera að baki í þeim „v, efnum. Athyglisvert er að íslendingar virðast hafa siglt kyrrari sjó en flest önnur ríki í þvi ölduróti sem hefur sett svip sinn á efnahagsmál í heiminum á árinu." Þórður Friðjónsson. Verðbólgan barin niður „Hröð aðlögun hagkerfisins að innra og ytra jafnvægi stendur upp úr að minu mati,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Búnaðarbankans. „Verðbólga lækkaði úr 9,4% í janúar í 2,3% í desember. Viðskipti við útlönd snerust úr halla í jafnvægi. Að baki liggja gríðarlegar sveiflur í íslensku krónunni og vaxandi atvinnuleysi, með tilheyrandi áhrifum á fyrirtæki og ein- staklinga. Aðrir minnisstæðir þættir eru rauðu strikin og vaxtalækkanir Seðlabanka íslands. Rauðu strikin voru í raun þvinguð fram af ASÍ og skiluðu árangri, þvert á allar hrakspár. Þetta var mjög holi reynsla fyrir alla þá sem eru of ungir til að muna, og okkur hin sem vorum búin að gleyma, hvemig verðbólgan var barin niður með svita og tárum í upphafi síðasta áratugar." Frumkvæöi ASÍ „Minnisstæðust er sú herferð sem ASÍ hafði frumkvæði að við að koma ■ÁÁjöndum á hratt vaxandi verðbólgu," segir Gylfi Am- bjömsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ. „ASÍ beitti sér fyrir því að mynda víð- tæka sátt milli aðila vinnumarkaðar og stjómvalda með samkomulaginu í desember 2001. í jan- úar ákvað forysta ASÍ að beita miklum þrýstingi til þess að ná verðbólgunni niður þannig að rauðu strikin myndu halda, treysta þar %tneð kaupmátt og koma í veg fyrir að aukin greiðslubyrði lána legði efnahag heimilanna í rúst. Með beinum samtöl- um við forsvarsmenn sveitarfélaga og tugi fyrirtækja ásamt auglýsingaherferð i fjölmiðlum tókst ASl að skapa jákvæða stemningu í þjóðfélaginu um að ná þessu markmiði. í dag er verðbólgan komin niður í 2% á ársgrundvelli og lík- ^ur á að hún fari niður í 1,5% í janúar." Edda Rós Karlsdóttir. Efnahagsmál á árinu 2002: Mjúk lending Það var ekkert óskaplega glæsi- leg mynd sem blasti við í efna- hagsmálum um síðustu áramót. Útlit var fyrir niðursveiflu á ár- inu sem fór í hönd eftir nokkurra ára samfelldan hagvöxt. Og verð- bólga miðað við 12 mánuði hélt áfram að hækka í janúar, eins og hún hafði gert allt næsta ár á und- an, og var orðin 9,4%. Slíkar tölur höföu ekki sést í fjöldamörg ár. í stuttu máli Það sem hins vegar stendur upp úr í lok ársins er hvernig tekist hefur að lenda hagkerfinu „mjúk- lega“. Þjóðarsátt var mynduð um að kveða niður verðbólguna. Það var ekki sfst baráttan við að halda henni undir „rauða strikinu" í vor, ásamt hagstæðri gengisþró- un, sem hefur skilað því að 12- mánaða verðbólga er nú komin niður f 2%. Það er undir því marki sem Seðlabankanum var falið að ná um mitt næsta ár. Nú í lok ársins er gert ráð fyrir að örlítill hagvöxtur verði á árinu þegar upp verður staðið í stað samdráttar sem áður var spáð. Raunar er það aukinn útflutning- ur sem viðheldur vextinum þótt lítili sé, en samdráttur er í neyslu og fjárfestingu innanlands. Aðlög- un af þessu tagi er því ekki sárs- aukalaus; uppsagnir hafa sett svip sinn á efnahagslífið undanfamar vikur og atvinnuleysi fer vaxandi. Tímasprengjan hljóönuö Þrátt fyrir heldur vonda stöðu í upphafi árs þóttust margir sjá merki þess að bjartari tímar væru fram undan og að ekki þyrfti að koma til samdráttar á árinu, hvað þá kreppu eins og sumir óttuðust. Raunar hafði Davíð Oddsson for- sætisráðherra sagt í stefnuræðu sinni á Alþingi í október i fyrra, að skilyrði hefðu skapast fyrir stjórnvöld að „búa i haginn fyrir nýtt hagvaxtarskeið.“ Áður hafði verið fullyrt að feiknarlegur viðskiptahalli væri tifandi tímasprengja í íslensku efnahagslífi. Strax í janúar benti fjármálaráðuneytiö hins vegar á, að útlit væri fyrir að viðskipta- halli næsta árs á undan yrði ekki 73 milljarðar, eins og spáð hafði verið þá um sumarið, heldur nær 40 milljörðum. Hvað kom til? Jú, lækkun gengis krónunnar virtist hafa styrkt stöðu útflutnings- greina meira en menn höfðu þor- að að vona. Um leið hafði hún dregið meira úr neyslunni innanlands en spáð hafði verið; innflutningur í des- ember 2001 var til dæmis meira en fjóröungi minni en í desember Stefnir í voöa? Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýöusambands Islands hittu forystumenn ríkisstjórnarinnar einu sinni sem oftar í marsmánuði til þess að ræða þróun verðbólgu og aðgerðir tit að berja hana niður. árið á undan. í því sambandi eru minnisstæð ummæli Emu Gísla- dóttur, framkvæmdastjóra B&L, sem sagði að samdrátturinn í bíla- sölu hefði verið meiri hér en í kreppunni í Argentínu! Þegar upp var staðið reyndist viðskiptahallinn árið 2001 ekki hafa verið 73 milljarðar, og ekki heldur 40 milljarðar, heldur 30 milljarðar. Tímasprengjan var því nokkurn veginn hætt að tifa. Og nú í árslok 2002 er hún hljóðnuð. Fyrstu níu mánuði árs- ins var 2,6 milljarða afgangur af viðskiptajöfnuði, en á sama tíma í fyrra var 36 milljarða króna halli! Núna er því spáð að yfir árið í heild verði 1,5 milljarða halli. Miklu skiptir að heildaraflaverð- mæti hefur aukist um 3,2% frá því í fyrra, það sem af er árinu. Rauða strikið Það var í desember í fyrra sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðu- samband íslands og ríkisstjómin sameinuðust um að kveða niður verðbólguna, sem hafði farið úr böndum. Ákveðið var að kjara- samningum yrði ekki sagt upp ef vísitala neysluverðs yrði undir tii- teknu marki - rauða strikinu - í maí. Nú upphófst mikið kapphlaup um að ná settu marki, en ýmsir voru svartsýnir á að það myndi takast. Enda hækkaði vísitalan í janúar úr 219,5 í 221,5 stig, en rauða strikið lá á 222,5 stigum og Ólafur Teitur Guönason biaðamaður enn fjórir mánuðir tii stefnu! For- ysta ASÍ gekk því næstu vikur á milli stjórnenda fyrirtækja og sveitarfélaga og hvatti þá til að halda aftur af verðhækkunum. Ár- angurinn lét ekki á sér standa; fyrirtæki kepptust um að auglýsa afslátt, sem veittur væri í nafni stöðugleika í landinu. Sannarlega sérkennilegt ástand. Ekki er þó hægt að þakka ár- angurinn þjóðarsáttinni einni; hækkun á gengi krónunnar átti mjög stóran hlut að máli og gerði það að verkum að innkaupsverð erlendra vara lækkaði. Niðurstað- an varð að verðbólga var nánast engin framan af árinu og rauða strikið „hélt“. Aðgerðir af þessu tagi eru um- deilanlegar. Tryggvi Þór Herberts- son, forstöðumaður Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands, taldi að minnsta kosti ekki skynsam- legt að framlengja samkomulagið til þess að koma í veg fyrir að verðbólgan færi af stað aftur; eðli- legt væri að verð hækkaði ef til- efni væri til og ekki skynsamlegt að halda því niðri með handafli í langan tíma. Aftur af stað En hver verður þá niðurstaðan fyrir kaupmátt fólks, sem skiptir flesta mestu máli? Jú, í endur- skoðaðri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna aukist um 1% á þessu ári. Almennt hafa stærstu fyrirtæki landsins einnig rétt úr kútnum; hagnaður þeirra var meiri að meðaltali á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. En mörg fyrirtæki, ekki síst á sviði verslunar og þjónustu, hafa fundið tilfinnanlega fyrir nær tveggja ára samfelldum samdrætti í einkaneyslu. Umtalsvert fleiri fyrirtæki urðu gjaldþrota á þessu ári en í fyrra. Nokkur til viðbótar hafa þurft að segja upp starfsfólki og atvinnuleysi hefur því aukist. Fyrirtækin hafa líka mátt búa við afar háa vexti. Samtök atvinnulifsins hafa gagnrýnt Seðlabankann fyrir að lækka vexti of seint og of hægt, en stýrivextir hafa þó lækkað úr 10,1% í 5,8% á árinu. Og nú eru líka vísbendingar um að neytend- ur taki upp budduna að nýju og byrji aftur að eyða - eða hætti að minnsta kosti að draga úr neysl- unni eins og undanfarin misseri. Allir virðast því sammála um að tekist hafi að lenda hagkerfinu tiltölulega mjúklega eftir skugga- legt aðflug og leiðin liggi nú þegar upp aftur. Vextir eru virkt stjórntæki Mjög hefur mætt á Seðlabankan- um á árinu, enda stóð hann í upp- hafi ársins frammi fyrir óvenjumik- illi verðbólgu sem bregðast þurfti við. Birgir ísleifur Gunnarsson, for- maður bankastjómar Seðlabankans, gerir hér upp árið: „Meginverkefni Seðlabankans á sviði efnahagsmála samkvæmt ný- legum lögum er að stuðla að stöð- ugu verðlagi. í því efni hefur bank- anum verið sett tölulegt verðbólgu- markmið, 2 1/2%, sem skyldi nást í árslok 2003. Mikil þensla var í íslenskum efnahagsmálum á undanförnum árum. Hún leiddi til ójafnvægis sem braust á endanum fram í mikilli gengislækkun og vaxandi verð- bólgu. Seðlabankinn brást við með því að hækka vexti verulega á árun- um 1999-2001. Þess sáust þegar merki á árinu 2001 að tekið væri að draga úr þenslu en Seðlabankinn fór þó varlega í vaxtalækkanir enda reyndist hagvöxtur mikill á þvi ári. Birgir Isleifur Gunnarsson Seðtabankastjóri er ekki í vafa um að bankinn hafi átt sinn þátt í að færa efnahagslífið til jafnvægis. Hámarki náði ársverðbólgan í janú- ar sl. þegar hún mældist 9,4%. Á árinu 2002 dró hratt úr verð- bólgunni og efnahagslífið færðist til meira jafnvægis. Gengið hækkaði, viðskiptahallinn hvarf og nú í des- ember mældist verðbólgan 2%, sem er vel undir verðbólgumarkmiðinu. Enginn vafi er á því að aðhalds- söm stefna Seðlabankans í peninga- málum hefur átt verulegan hlut að máli. Ný umgjörð stjórnar peninga- mála, þ.e. tölusett verðbólgumark- mið og fljótandi gengi, áttu hér einnig hlut að máli. Ég vil einnig nefna framtak aðila vinnumarkað- arins í desember 2001 og snemma á árinu 2002 sem kom á réttum tíma í minnkandi þenslu og hélt aftur af verðhækkunum. Eftir stendur að ekki er nú hægt að halda öðru fram en að vextir séu virkt stjórntæki í efnahagsmálum hér á landi. Ástandið í efnahagsmálum er nú gott og útlit fyrir að verðbólga verði lítil næstu ár.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.