Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 47
LAUGARDAGU R 28. DESEMBER 2002 Helqarblacf JO'V' Si ^ Mest lesna vikublaöiö „Þaö er óhætt að segja að móttökum- ar sem DV-Magasín fékk hjá lesendum hafi farið fram úr björtustu vonum. Blaðinu var strax ákaflega vel tekið og ekki vafi í mínum huga að það var þörf fyrir slíkt blað á markaðnum," seg- ir Stefán Kristjáns- son, umsjónarmað- ur DV-Magasíns. „Niðurstöður les- endakönnunar á vegum Gailups voru mjög ánægjulegar fyrir okkur og sýndu að DV-Magasín er mest lesna vikublað landsins þrátt fyr- ir að aðeins nokkur blöð væru komin út þegar könnunin var framkvæmd. Blaðið er prentað í rúmlega 80 þúsund eintökum og því er dreifi ókeypis á höf- uðborgarsvæðinu og að auki á Akur- eyri og til lesenda DV úti á landsbyggð- inni. Það er því ekki lítil búbót sem fólk fær á landsbyggðinni ef það gerist áskrifandi að DV. DV-Magasín er út- breiddasta blað landsms. Við munum á nýju ári kappkosta að gera blaðið enn betra og skemmtilegra. Framtíðin er sannarlega björt fyrir DV-Magasín,“ sagði Stefán. og auglysendum DV-Magasín- forsíða með Davíð Frumkvöðlar á brott Af Skjá 1 var það að frétta að Árni Þór Vigfússon hættir sem sjónvarps- stjóri um áramót en kemur eitthvað ná- lægt dagskrárráði. Þar sem Ámi Þór og Kristján Ra, ffurn- heijamir á bak við Skjá 1, em famir frá íslenska sjónvarps- félaginu er búist við nokkurri stefnu- breytingu en vart hefur orðið við áhuga á útsending- um í lokaðri dagskrá sem um leið mundi auka tekjustreymið. Núverandi framkvæmdastjóri, Kristinn Geirsson, mun hrífast af þeirri hugmynd. Þá mun einnig vera áhugi meðal eigenda félags- ins að sameinast íslenska útvarpsfélag- inu sem rekur Stöð 2 og Sýn. Ami Þór Vigfússon. Breyttur Moggi Morgunblaðið tók nokkrum breyt- ingum á árinu. Útliti á ýmsum efnis- Játtum var breytt en sú breyting sem vakti mesta athygli var sú nýbreytni að setja innlendar fréttir á forsíðuna. Forsíðan hafði annars verið helguð erlendum fféttum nema eitt- hvað stórvægilegt væri á seyði, eins og náttúruhamfarir, stórslys eða dauðs- fall mikilmenna. Nú eru innlendar og erlendar fféttfr í bland á forsíðunni. En Morgunblaðsmenn létu ekki þar við sitja heldur tilkynntu í nóvember að frá og með 6. janúar mundi Mogg- inn koma út á mánudagsmorgnum. Þar með kemur Morgunblaðið út alla 7 daga vikunnar. Bogi og Elín Ráðningar í lykilstöður hjá Ríkisút- varpinu voru i fréttum síðari hluta árs. Bogi Ágústsson var ráðinn í stöðu for- stöðumanns nýs fréttasviðs í byrjun október. Skiptar skoðanir voru um ráðninguna í út- varpsráði. Sjálfstæð- ismenn einir greiddu atkvæði með ráðningu Boga í stöðuna en aðrir sátu hjá, létu bóka athugasemdir eða vildu að auglýst yrði í stöðuna. Það þarf því engan að undra að styr stæði um ráðningu fréttastjóra RÚV. Sex umsóknir þóttu uppfylla hæfhiskröfur eftir að umsóknarfrestur rann út, 13. október. En það var ekki fyrr en tæpum tveimur mánuðum síðar að útvarpsráð tók loks af skarið í at- kvæðagreiðslu. Páll Benediktsson, sem lengi þótti annar aðalkandídatinn í starfið ásamt Elínu Hfrst, hafði þá dreg- ið umsókn sína tii baka. Sigríður Áma- dóttir hlaut 4 atkvæði í útvarpsráði en Elín 3 atkvæði. Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri þurfti hins vegar ekki að fara að meðmælum útvarpsráðs og var fljótur að ráða Elínu. Hafði Bogi Ágústsson mælt eindregið með Elínu í starfið. Elín Hirst. i*iorö«niunOiO Fjölmiðlarnir árið 2002: Harðari samkeppni DV á nýjum stað DV flutti í nýtt húsnæöi fyrr á árinu, í endurbyggt hús viö Skaftahlíö 24 þar sem áöur var skemmtistaöurinn Lídó og félagsmiöstööin Tónabær ásamt verslunum. DV hélt stööu sinni í harönandi samkeppni fjölmiölanna og sótti mjög á með titkomu DV-Magasíns sem er mest lesna vikublaö landsins samkvæmt könnunum. Viðburðaríkt ár er að baki í ís- lenskum fjölmiðlaheimi þar sem þrengingar settu ákveðinn svip sinn á sögusviðið. Nýtt ár heilsaði starfsmönnum DV með nýja eigendur við stýrið en þeir höfðu skömmu áður keypt allt hlutafé í Útgáfufélagi DV. Föstudaginn 12. aprll urðu síðan kaflaskil á DV þegar blaðið flutti í nýtt húsnæði að Skaftahlíð 24, sögufrægt hús þar sem áður var fé- lagsmiðstöðin Tónabær og veit- ingahúsið Lídó, auk verslana. Nýja DV-húsið hafði tekið gagngerum breytingum en á einu ári hafði það nánast verið endurbyggt frá grunni, var orðið glæsileg og nú- tímaleg bygging sem hýsir í dag DV, Viðskiptablaðið, PSN og Grreiningarhúsið. Umskiptin voru mikil en 17 ár þar á undan hafi DV verið með höfuðstöðvar sinar i Þverholti 11. Aukin samkeppni hefur ein- kennt blaðamarkaðinn þar sem bit- ist er um auglýsingatekjurnar og lesendur. DV hefur staðist áhlaup- in samkvæmt lestrarkönnunum Gaulllups, haldið sínum hlut. Og sótt i sig veðrið með tilkomu DV- Magasíns. Eftir flutningana var unnið að hagræðingu í rekstrin- um, m.a. með fækkun starfsfólks. Nú í desember urðu enn breyting- ar þar sem samþykkt var að Út- gáfufélag DV og Framtíðarsýn sameinuðust undir heitinu Útgáfu- félagið Framtíðarsýn og ákveðið að auka hlutafé um 210 milljónir í fyrstu. Samhliða breytingunum hætti Hjalti Jónsson sem fram- kvæmdastjóri en framkvæmda- stjóri nýs félags verður Örn Valdi- marsson hagfræðingur sem verið hefur framkvæmdastjóri Framtíð- arsýnar og ritstjóri Viðskiptablaðs- ins. Jónas Kristjánsson, sem verið hafði ritstjóri DV frá upphafi, var horfinn frá blaðinu í ársbyrjun en ritstjórnin er i höndum Óla Björns Kárasonar, Sigmundar Ernis Rún- arssonar og Jónasar Haraldssonar. Fréttablaðiö í þrot * Fréttablaðið átti í miklum erfið- leikum á árinu. Um mitt sumar hætti blaðið að koma út í um þrjár vikur vegna mikilla fjárhagserfið- leika Fréttablaðsins ehf. Megn óánægja var meðal blaðamanna sem ekki höfðu fengið launin sín. Óánægjan var ekki minni meðal blaðbera sem höfðu heldur ekki fengið launin sín eða þá seint og illa. Forsvarsmenn Fréttablaðsins áttu í viðræðum við nýja fjárfesta meðan útgáfan lá niðri og fóru þær umleitanir á þann veg að nýtt félag var stofnað um útgáfuna, Frétt ehf., sem tók við húsnæði og tækja- kosti gamla félgsins. Fréttablaðið ehf. var hins vegar lýst gjaldþrota í lok nóvember. Mikil leynd hefur alla tíð hvílt yfir eignarhaldi á Frétt ehf., fátt látið uppi nema það að feðgarnir Sveinn R. Eyólfsson og Eyjólfur Sveinsson kæmu þar hvergi nærri. Skipti engu þó fast væri sótt að Gunnari Smára Egilssyni ritstjóra. Þrálátar sögusagnir hafa hins veg- ar gengið um eignaraðild Bónus- feðga og Húsasmiðjumanna á blað- inu. Jónas Kristjánsson, sem var ritstjóri á „gamla“ Fréttablaðinu, var ekki inni í myndinni þegar blaðið kom út að nýju. Hann sendi Gunnari Smára pillu á vefsíðu sinni á dögunum vegna leyndar- innar sem hvílir yfir eignarhald- inu á Frétt ehf. Þar sagði Jónas: „Þögn um eigendur er slæmt skref í þróunarsögu fjölmiðla. Gegnsæi og traust eru sjálfir hornsteinar vestræns þjóðskipulags." Skrautleg atburðarás í febrúar sagði Hreggviður Jóns- son skyndilega upp starfi sínu sem forstjóri Norðurljósa hf., sem m.a. reka Stöð 2 og Sýn. Sagði hann að sér væri ógjörningur að starfa áfram hjá félaginu við ríkjandi að- stæður. Reksturinn var þungur og var Hreggviður afar óhress yfir að aðaleigandi félagsins, Jón Ólafs- son, hefði ekki staðið við skuld- bindingar um að leggja félaginu til aukið hlutafé. Sigið hafði á ógæfu- hliöina hjá félaginu en lántökur höfðu verið miklar, bæði hérlendis og erlendis. Nýs forstjóra, Sigurðar G. Guð- jónssonar, beið því ærið verkefni. Skuldir upp á um um tug milljarða blöstu við og útlit fyrir gjaldþrot ef ekkert yrði að gert. Og ekki bætti úr skák að sama dag og Hreggvið- ur sagði upp mætti á annan tug starfsmanna skattrannsóknar- stjóra á svæðið og lagði hald á bók- haldsgögn vegna itarlegrar skatt- rannsóknar á aðaleiganda fyrir- tækisins. í sumar varð síðan lífleg at- burðarás. Landsbankinn greip til þess ráðs að loka á 300 milljóna króna yfirdrátt fyrirtækisins og stefndi félaginu fyrir héraðsdóm. Búnaðarbankinn stefndi einnig Norðurljósum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til greiðslu 350 millj- óna króna láns sem bankinn lánaði Jóni Ólafssyni fyrir hönd Norður- ljósa til að opna Smárabíó. Og enn færðist fjör í leikinn. Norðurljós kærðu Búnaðarbank- ann til Fjármálaeftirlitsins fyrir að rjúfa bankaleynd með þvi hafa upplýst þriðja aðila um nákvæma skuldastöðu fyrirtækisins gagn- vart bankanum. Hafði forstjórinn undir höndum skjöl sem áttu að sýna þetta. Vildi Sigurður G. meina að bankinn stæði að bak- tjaldamakki við nafngreinda ein- staklinga um að koma Norðurljós- um í gjaldþrot til þess að hægt yrði að sameina fyrirtækið Skjá 1. Kenningar voru uppi um að papp- írunum hafi verið stolið af skrif- stofu lögfræðings Búnaðarbank- ans. Undir lok september var vakt- maður staðinn að verki við að gramsa í skjölum í Búnaðarbanka íslands en hann mun hafa leitað ítrekað að gögnum í bankanum er tengdust Norðurljósum. í september virðist málum hafa verið bjargað fyrir horn um sinn þegar Kaupþing keypti hlut þriggja erlendra banka í sambankaláni fyrirtækisins. í desemberbyrjun lauk skatt- rannsókn á skattskilum Jóns Ólafssonar. Grunur leikur á stór- felldum undanskotum. Rannsóknin beindist að skattskilum Jóns per- sónulega en einnig er í gangi rann- sókn á fyrirtækjum í eigu hans. Risagjaldþrot Á meðan á öllu þessu gekk var unnið í risafengnu gjaldþroti , _ Frjálsrar fjölmiðlunar, eins um- fangsmesta fjölmiðlafyrirtækis landsins. Helstu eigendur og stjórnendur fyrirtækisins voru feðgarnir Eyjólfur Sveinsson, sem var framkvæmdastjóri, og Sveinn R. Eyjólfsson, en hann var lengst af stjórnarformaður. Nema kröfur í búið tæpum 2,2 milljörðum króna en forgangskröfur námu rúmum 70 milljónum króna. Athygli vakti að samtals gerðu félög aðaleigenda og stjórnenda Frjálsrar fjölmiðlunar kröfur i þrotabúið sem nema á fimmta hundrað milljónum króna eða um fimmtungi heildarkrafna 1 þrotabúið. Endurkoma Ingva Hrafns á Hrafnaþing Útvarps Sögu: Fólk fúst að koma í þáttinn „Saga var sett upp sem tilraun þar sem talað mál væri í öndvegi og mér var boðið að setja upp þennan þátt, Hrafnaþing. Ég átti erfitt með að neita þar sem ég er fjölmiðlafík- ill, hef verið i faginu í um 40 ár. Reyndar hafði ég vissar efasemdir en það sem kom mér skemmtilegast á óvart var hve fúsir menn reyndust að koma til viðræðna, mæta i þátt- inn. Ekki bara hjá mér heldur einnig Sigurði G. Tómassyni, Hall- grími Thorsteinsyni og Arnþrúði Karlsdóttur. Þetta er skemmtileg blanda af ólíku fólki sem á samtals um á annað hundrað ár að baki í blaðamennsku," sagði Ingvi Hrafn Jónsson sem sneri aftur í fjölmiðla eftir fjögurra ára hlé þegar hann hóf að stjórna Hrafnaþingi á Útvarpi Sögu. Ingvi Hrafn sagði að fljótt hefði komið í ljós að grundvöllur var fyr- ir svona stöð þar sem menn voru bara að tala um daginn og veginn. „Kannski er Saga ólík öðrum út- varpsstöðvum að því leytinu að menn hafa tíma til að tjá sig, bæði gestimir að tala út án þess að vera klipptir út og suður og við að spyrja. Og svo geta menn náttúrlega látið vaða um hvað sem er,“ sagði Ingi Hrafn og bætti við að dvöl sín í veiðihúsinu við Langá hefði fráleitt verið hindrun fyrir þáttinn, menn hefðu einfaldlega sett upp stúdíó í veiðihúsinu.“ Ingvi segist afar ánægður með viðtökumar sem Hrafnaþing og út- varpsstöðin sem slík hafi fengið. „Fyrst var þetta tilraun sem átti að vera í sex mánuði en nú eru þeir orðnir níu og ljóst að við verðum að næsta ár í það minnsta." Ingvi Hrafn segir að þegar hann líti til baka yfir árið standi Frétta- blaðið og Skjár 1 upp úr, fríir fjöl- miðlar sem hafi lifað og þrengt að á markaðnum eðli málsins sam- kvæmt. „Ég hef verið með krossferð á hendur Fréttablaðinu. Mér er sama hver á blaðið en vil vita hverj- ir það eru. Heimilin eiga heimtingu á að vita hverjir hafa áhrif á blaðið og hverra erinda ritstjórinn geng- ur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.