Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 48
HelQOrblað DV LAUGARD AGU R 28. DESEMBER 2002 UmsjÓn Kjartan Gunnar Kjartansson Skáld og rithöfundar Guðmundur Ingi * Kristjánsson frá Kirkjubóli Guömundur Ingi, bóndi, kenn- ari og skáld á Kirkjubóli í Bjarnadal, lést 30. ágúst sl. Guðmundur fæddist að Kirkju- bóli 15. janúar 1907 og ólst þar upp. Hann var bóndi að Kirkjubóli frá 1944, kennari í Mosvallahreppi með hléum frá 1927-74 og skólastjóri heimavistarskólans i Holti 1955-74. Ljóöabækur Guðmundar eru Sól- stafir, 1938; Sólbráð, 1945; Sóldögg, 1958; Sólborgir, Austurfararvisur, 1963; Sólfar, 1981; Sóldagar, 1993. Auk þess hefur birst fjöldi greina og kvæða eftir hann í blöðum og tímaritum. Líney Jóhannsdóttir Líney Jóhannes- dóttir, rithöfundur frá Laxamýri, lést 18. júlí sl. Líney fæddist á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu 5. nóvember 1913. Hún lauk prófi frá Kvennaskólan- um í Reykjavík og stundaði nám í félagsfræði í Stokkhólmi. Líney samdi m.a. eftirfarandi barnabækur: Æðarvarpið, 1961; í lofti og læk, 1962, og Síðasta sumar- ið, 1969. Hún skráði, ásamt Þorgeiri Þorgeirssyni, æviminningar sínar, Eitthvað sem eingin veit, 1975, og samdi skáldsögumar Kerlingaslóð- ir, 1976, og Aumingja Jens, 1980. Systir Líneyjar var Jóna Krist- jana, móðir Benedikts Ámasonar leikstjóra. Jóhannes Baldvin, faðir Líneyjar, var bróðir Jóhanns Sigur- jónssonar skálds. Stefán Júlíusson Stefán Júlíusson rithöfundur, lést 20. febrúar. sl. Stefán fæddist að Þúfukoti í Kjós 25. september 1915. Hann stundaði framhaldsnám í uppeldisfræði, tungumálum og bók- menntasögu í New York, var kenn- ari og yfirkennari við Barnaskóla Hafnarfjaröar og Flensborgarskóla, • forstöðumaður Fræðslumyndasafns ríkisins og bókafulltrúi rikisins. Stefán samdi fjölda bama- og unglingabóka og þýddi unglinga- bækur. Auk þess hafa ýmsar bækur hans verið þýddar á önnur tungu- mál. Hann gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir Hafnarfjarðarbæ, Al- þýðuflokkinn og Rithöfundasam- band íslands og var heiðursfélagi þess. Stefán Hörður Grímsson Stefán Hörður Grímsson skáld, lést 18. september sl. Hann fæddist í Hafnarfirði 31. mars 1919. Stefán Hörður var i hópi virtustu skálda sinnar kynslóðar. í fyrstu ljóðabók hans, Glugginn snýr í norður sem kom út 1946 era ljóðin að mestu í hefðbundnum stil en 1951 sendi hann frá sér ljóðabókina Svartálfadans. Þar kvað við annan tón þar sem hann hafði mótað knappan módemískan ljóðstíl. Aðr- ar ljóðabækur hans eru Hliðin á sléttunni, 1970; Ljóð, með teikning- um eftir Hring Jóhannesson, 1979; Farvegir, 1981; Tengsl, 1987; Yfir heiðan morgun, 1989 og 1990, Ljóða- safh, 2000, safhrit. Ljóðabókin Tengsl var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs 1989 og fyrir bók sína Yfir heiöan morgun fékk Stefán Hörður íslensku bókmenntaverðlaunin 1990. Hann var heiðursfélagi Rithöf- undasambands íslands og hlaut heiðurslaun listamanna frá 1995. Þau létust árið 2002 Jón Múli Árnason þulur, tónskáld og jassisti Jón Múli Ámason lést annan í páskum, 1. apríl sl. Margar kynslóð- ir íslendinga þekktu Jón Múla á hans örlitið rámu en mjúku og seið- andi rödd enda var hann þulur á út- varpi allra landsmanna um áratuga skeið og lengst af sinn starfsferil. Hann ólst upp á Vopnafirði, í Reykjavik og á Seyðisfiröi og var síðan búsettur í Reykjavík frá þrett- án ára aldri. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1940, prófi í forspjalls- vísindum og efnafræði við HÍ 1941, var við nám í trompetleik hjá Al- bert Klahn og tónfræði hjá Karli O. Runólfssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og tvo vetur í söngtímum hjá Pétri Á. Jónssyni. Jón Múli byrjaði á útvarpinu 1946 en áður hafði hann verið háseti á togurum, línuveiðurum og mótor- bátum á sumrin. Enginn einn maður hefur kennti þjóðinni meira um jazz enda hafði hann umsjón með vikulegum jassþætti í útvarpinu á árunum 1945-95. Jón Múli söng með ýmsum kór- um og blés á trompet með Lúðra- sveit verkalýðsins og Sinfónínu- hljómsveitinni. Síðast en ekki síst var hann frábært og eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar á tuttugustu öld. Hann var, ásamt Jónasi, bróður sínum, höfundur ýmissa söngleikja og gamanþátta og eru mörg þekkt- ustu laga hans samin fyrir söngleiki en með textum eftir Jónas, s.s. lögin úr Deleríum Bú- bónis, Járnhausn- um, Rjúkandi ráði, og Allra meina bót. Jón Múli sendi frá sér endur- minnigaritið Þjóösögur Jóns Múla Árnasonar, I. bindi 1996, II, bindi 1998, og III. bindi 2000. Eftirlifandi kona hans er Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þulur við útvarpið. Erlendur Einarsson forstjóri SÍS Erlendur Einars- son, forstjóri SÍS, lést 18. mars sl. Hann var forstjóri Sambands ís- lenskra samvinnufé- laga í rúma þrjá ára- tugi eða á árunum 1955-86 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann var þess vegna í hópi áhrifa- mestu viðskiptajöfra þjóðarinnar á seinni helmingi tuttugustu aldar. Erlendur fæddist í Vík í Mýrdal 30. mars 1921. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann 1939-41, var í bankanámi í New York 1944-45, námi í vátryggingum í Manchester og London 1946 og námi í Harvard Business School í Bandaríkjunum 1952. Erlendur starfaði við Kaupfélag Skaftfellinga í Vík 1936-41 og við Landsbankann 1942^6. Hann hóf störf hjá SlS 1946, vann að stofnun og varð framkvæmdastjóri Sam- vinnutrygginga það ár og þar til hann var ráðinn forstjóri SÍS. Jóhanna Á. Steingrímsdóttir Jóhanna Álf- heiður Stein- grímsdóttir fædd- ist í Nesi í Aðaldal 20. ágúst 1920 en var lengst af bú- sett í Árnesi. Hún lést 25. mars sl. Jóhanna sendi frá sér fjórtán bækur, fyrir börn og fullorðna, ritstýrði bókum, tók virkan þátt í útgáfu ritverksins Byggðir og bú og hafði umsjón með fjölda útvarpsþátta. Skúli Helgason Skúli Helgason, rithöfundur og fræðimaður frá Svínavatn í Grímsnesi lést 25. maí sl. Hann fæddist 6. janúar, var bókavörður á Héraðsbókasafni Árnessýslu, var umsjónarmaður Árbæjar- safns og vann að smíðum og upp- byggingu gamalla húsa. Hann samdi Sögu Kolviðarhóls, 1959; Þætti úr Ámesþingi, 1960; Sagna- þætti, 1971, og Sögu Þorlákshafn- ar, þrjú bindi, 1988. Vilborg Harðardóttir Vilborg Harðar- dóttir, blaðamað- ur og fram- kvæmdastjóri Fé- lags íslenskra bókaúgefenda, lést 15. ágúst sl. Hún fæddist í Reykja- vík 13. september 1935. Hún var lengi blaðamaður og síðan fréttastjóri við Þjóðviljann, rit- stjóri Norðurlands á Akureyri, kennari og skólastjóri Tómstunda- skólans en framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra bókaútgefenda frá 1992. Erlendur gegndi fjölda trúnaðarstarfa, var stjórnarformaður Samvinnutrygginga, sat í miðstjóm Al- þjóðasamvinnusam- bandsins, í stjóm norræna samvinnu- sambandsins og Nor- ræna útflutningssam- bandsins, i stjórn Al- þjóðasamvinnubank- ans í Basel, í stjóm íslandsnefndar Al- þjóðaverslunarráðs- ins, í nefnd dr. Pehr G. Gyllen- hammars, aðalforstjóra Volvo, um aukna efnahagssamvinnu Norður- landa, í stjóm norrænu iðnþróunar- stofnunarinnar frá stofnun 1986, í stjóm Þróunarfélags íslands, stjóm- arformaður Samvinnulífeyrissjóðs- ins, Regins hf., Iceland Seafood Cor- poration í Bandaríkjunum og í Bret- landi, Osta-og smjörsölunnar, Sam- vinnusparisjóðsins, Samvinnubank- ans í miðstjórn Framsóknarflokks- ins og í framkvæmdastjóm um ára- bil. Hann var kvæntur Margréti Helgadóttur frá Seglbúðum. Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri hjá SÍS Hjalti Pálsson, einn af helstu yfirmönnum SÍS um áratugaskeið, lést 24 október sl. Hann var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fostudaginn 1. nóvem- ber en þann dag hefði hann orðið áttræður. Hjalti fæddist á Hól- um í Hjaltadal og ólst þar upp og í Reykja- vík. Hann stundaði nám við háskólann í Fargo í Norður-Da- kota 1943-45 og við háskóla Iowarík- is og lauk þaðan prófum í landbún- aðarverkfræði 1947. Hann starfaði síðan hjá Intemational Harvester í Chicago til 1947 er hann kom heim og hóf störf hjá véladeild SÍS í Reykjavík. Hjalti stofnaði Ðráttarvélar hf. fyrir SÍS 1949 sem lengst af voru til húsa austast í Hafnarstrætinu, fékk umboð fyrir Harry Ferguson trakt- ora og ýmsar landbúnaðarvélar, var gerður að framkvæmdastjóra véla- deildar SÍS 1952 og framkvæmda- stjóra innflutningsdeildar SÍS 1967. Þá var hann formað- ur byggingarnefnda SÍS er byggðu Ár- múla 3 og Holta- garða og sat í fram- kvæmdastjóm SÍS ár árunum 1955-87 er hann lét af störfum. Hjalti sat m.a. í stjóm Dráttarvéla hf.; Osta- og Smjör- sölunnar; Tollvöru- geymslunnar hf, og Komtuma hf. Hjalti var þekktur hestamaður, átti tvisvar hesta sem hjá Fáki vom valdir bestu alhliða gæðingar félagsins, ferðaðist mikið á hestum á hverju sumri um ára- tuga skeið og gaf út, ásamt Karli Óskari, syni sínum, Áfanga H, ferðahandbók með yfir áttatíu leið- arlýsingum og kortum. Hann var auk þess áhugamaður um ættfræði og tók saman Deildartunguætt ásamt Ara Gíslasyni ættfræðingi. Hjalti var kvæntur Ingigerði Karlsdóttur, fyrrv. flugfreyju sem var í áhöfn Geysis sem brotiendi á Vatnajökli. Aðrir kunnir íslendingar sem létust árið 2002 Janúar Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri í menntamálaáðuneytinu, lést 2.1. Gunnar B. Guðmundson, verkfræðingur og hafnarstjóri I Reykjavlk, lést 4.1. Páll Hannesson verkfræöingur lést 6.1. Jón G. Hallgrímsson læknir, lést 9.1. Ólafur Axelsson hrl. lést 14.1. Ólafur Gisll Björnsson innheimtumaöur lést 15.1. Óskar Gíslason, foringi hjá Hjálpræöis- hernum, lést 23.1. Grímur Grímsson, sóknarprestur í Áskirkju og formaður Prestafélags Islands, lést 24.1. Jón Guönason, sagnfræöingur og prófess- or, lést 25.1. Magnús Bl. Bjarnason læknir lést 31.1. Agnar Guömundsson, skipstjóri og framkvæmdastjóri, lést 31.1. Febrúar Jón BreiöQörð Ólafsson, prentari og handknattleiksmaöur, lést 2.2. Frímann Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Golfsambands íslands, lést 2.2. Ragnar Ingi Margelrsson knattspyrnu- kappi frá Keflavík, lést 10.2. Hannes Ó. Johnsen framkvæmdastjóri lést 12.2. Jónas Sigurösson, skólastjóri Stýrimanna- skólans í Reykjavík, lést 7.2. Mars Ellert Sölvason (Lolli í Val) lést 8.3. Sverrir Slgurðsson, framkvæmdastjóri Sjó- klæöageröarinnar, lést 9.3. Ingvar Jóhannsson, framkvstjóri JPK og forseti bæjarstjórnar Njarövíkur, lést 18.3. Haraldur Jóhannsson hagfr. lést 18.3. Sonja W.B. de Zorilla kaupsýslukona lést 22.3. Sveinn Þormóösson Ijósmyndari lést 26.3. Halla Sigurjóns tannlæknir lést 31.3. Apríl Þorbergur Ólafsson, forstjóri Bátalóns, lést 13.4. Siguröur Haraldsson, skólastjóri Fisk- vinnsluskólans, lést 13.4. Ragnar Þórðarson, stórkaupmaöur og lög- fræöingur, lést 17.4. Jens Ó.P. Pálsson, prófessor emeritus við Hl, fyrsti forstööumaöur Mannfræöistofn- unar HÍ, lést 17.4. Maí Óskar G. Jónsson, lyfjafræöingur og lyfsali í Lyfju lést 19.5. Eggert Jónsson bæklunarlæknir lést 20.5. Klemens Jónsson, leikari og leikstjóri, ___ lést 22.5. Júní Sveinn Ásgelrsson, hagfræöingur, útvarps- maður og forvígismaöur í neytendamálum, lést 7.6. Páll Arnar Guömundsson prentari lést 18.6. Pétur Snæland forstjóri lést 27.6. Jón Guömundsson, útgeröarmaöur hjá Sjólaskip- um, lést 1.7. Edda Scheving balletkennari lést 14.7. Hrafnhildur Siguröardóttir kaupkona lést 15.7. Benedikt Arnkelsson, guöfræöingur og trúboði, lést 20.7. Grétar S. Norðfjörö aöalvaröstjóri, lést 29.7. Ágúst Hermann Pálsson, prófessor í Edinborg, lést 11.8. September Sverrir Bjarnason læknir lést 7.9. Hannes Finnbogason læknir lést 16.9. Hjörtur Jónsson, kaupmaður og formaður Kaupmannasamtaka íslands, lést 24.9. Helgi Kristbjarnarson, geölæknir og stofn- andi Flögu, lést 30.9. Október Þorleifur Bjömsson yfirflugumferöarstjóri lést 7.10. Gunnar Jónasson, fyrrv. forstjóri Stálhús- gagna, lést 29.10. Nóvember Andrés Valberg hagyröingur, lést 1.11. Óskar Guðmundsson, KR-ingur margfaldur íslandsmeistari í badmington, lést 3.11. Jón Sigurðsson, Framari og kaupmaöur í Straumnesi, lést 6.11. Borgþór Jónsson veðurfr. lést 12.11. Arinbjörn Kolbeinsson, læknir og formaður FÍB, lést 19.11. Guömundur Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri lést 28.11. hundrað ára aö aldri. Þóröur Þóröarson, forstjóri ÞÞÞ og knattspyrnukappi, lést 26.11. Desember Reynlr Ármannsson, póst- og símstööv- arstjóri á Keflavíkurflugvelli og formaður Neytendasamtakanna, lést 4.12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.