Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Helgarblctð DV Sakamál Þegar ástin grípur unglingana - getur það endað með harmleik Candv hélt að hún væri trúlofuð Brian en Iiaun hafði flciri í takinu. Hér situr hún í réttarsal ákærð fyrir morð. Ástarþríhyrninqur unglinga uarð til þess að fjórða hjólið undir vaqni lét lífið. Þeirsem koma við sögu eru 22 ára kvennagull, Brian Rice, 16 ára sambgliskona hans, Candg McDonald, og mj vinkona sem hann var bgrj- aður að hitta, Kristi Cgr, 17 ára að aldri. Það var 14 ára vinkona hennar, Nikki Majeed, sem var mgrt vegna rimmu hinna tveggja út af Brian sem báðar vildu'eiga. Vettvangur harmleiksins var Kansas Citg íMissouri. Kristi og Nikki voru saman úti í bæ þegar þær hittu Scott, bróður Nikki, sem sagði þeim að hann hefði séð þau Brian og Candy saman á skyndibitastað í nágrenninu. Kristi brá mjög því hún fór að halda við Brian mánuði áður og sagði hann henni að hann væri hættur í sambúðinni með Candy. Gagnkvæm spenna hafði myndast milli stúlknanna á þessu tímabili og þetta kvöld var hún í hámarki því Brian hafði lofað Kristi að vera með henni. Þær Kristi og Nikki tóku stefnuna á skyndibitastaðinn því nú skyldu sakimar gerðar upp. Candy strauk oft að heiman og lagð- ist út um lengri eða skemmri tíma. Móð- ir hennar hafði nokkrum sinnum kom- ið henni fyrir á stofnun fyrir unglinga þar sem venja átti þá af ósiðum en þeg- ar hún kom heim aftur hvarf hún og var enn lengur í burtu en síðast þegar hún strauk. Þegar hún var 15 ára hitti hún Brian Rice. Þegar þau höfðu þekkst um hrið flutti hún heim til hans og þau hófu sambúð. Brian vildi kvænast stúlkunni. Foreldrar Candy lögðust gegn ráða- hagnum, einkum vegna þess hve ung dóttir þeirra var, og báðu hana að flytja heim í foðurhús. En hún neitaði og hélt áfram sambúðinni og svo var farið að huga að giftingu og var Candy búin að velja sér brúðarkjólinn þegar snurða hljóp á þráðinn. Rice var að veröa leið- ur á unnustu sinni og var farinn að fara út að skemmta sér með Kristi. Þótt sambúðinni væri slitið héldu þau Candy og Brian áfram að hittast og gera hitt og síðari hluta örlagadagsins mikla voru þau einmitt að láta vel hvort að öðru eins og þau væru harðgift. En um kvöldið fóru þau út að borða. Á skyndibitastaðnum sá Scott bróðir Kristi þau saman og var hann beðinn að segja systur sinni, sem nú hélt að hún væri trúlofuð Brian, ekki frá. En Scott var trúr systur sinni og fór heim og kjaftaði frá. Um kl. níu um kvöldið komu þær Kristi og Nikki vinkona hennar inn á skyndibitastaðinn þar sem Brian og Candy sátu úti í homi. Candy sneri sér að elskhuganum mikla og hrópaði að hann skyldi ekki hafa áhyggjur af þess- um tíkum. Þau yfirgáfu staðinn og gengu í átt til bílastæðisins fyrir utan. Kristi og Nikki eltu þau. Kristi fór fram fyrir bílinn en Nikki sneri sér að Candy sem sat inni í bílnum en dymar voru opnar. Hún vildi fá að vita hvers vegna Candy kallaði þær vinkonur tíkur. Candy svaraði engu en rauk út úr bílnum og réðst að Nikki og þær flugust á og toguðu óspart í hárið hvor á annarri og veinuðu. Bardaginn stóð yfir í um það bil mínútu. Þetta leit út eins og hverjar aðrar unglingaerjur en afleið- ingarnar vom afdrifaríkar. Candy stökk upp í bílinn og Nikki og Kristi æptu að þeim og Nikki veinaði: „Tikin skar mig.“ En parið ók á brott og skildi vinkonumar eftir á bflastæðinu. Þau óku heim í íbúðina þar sem þau höfðu búið saman og þegar þangað kom sáu þau að föt Candyar voru blóðug og að ljótt sár var á inn- anverðum vinstri úlnlið hennar og blæddi mikið úr því. Á næstu slysa- varðstofu var sárið saumað saman og þá fóru hjúin aftur á skyndibitastað- inn. Þar haföi ber- synilega eitthvað skeð. Eftir áflogin gekk Nikki í átt að veitingahúsinu. Þegar þær gengu þar inn tók Kristi eftir að fót vinkonu hennar vom gegn- vætt blóði og blóð- slóðin var á eftir þeim. Þá tók hún eftir gapandi sári á hálsi Nlkkl. Hún að hún væri heit- hlóp inn í húsið Og mey Brians og hrópaði: „Guð elti hann á rönd- minn góður, háls- uni þegar hann inn á henni, háls- Var úti með mn.“ Nlkki rétt annarri stúlku. komst inn um dyrnar og féll þá á gólfið. Gestir ruku til og stumruðu yfir blæðandi stúlkunni. Lögreglumaður kom að og reyndi hann að stöðva blóðrennslið án mikils árang- urs. Þegar komið var með Nikki á spít- alann var hjartslátturinn rétt greinan- legur. Skömmu síðar snem Candy og Brian aftur til bflastæðisins, greinilega til að leita að einhverju en vom trufluð þegar farsími hennar hringdi. Það var móðir hennar sem bað hana um að koma á spítalann, þar sem afi hennar var í and- arslitrunum. Þegar hún kom á sjúkrahúsið sagði móðir Candyar henni að Nikki hefði verið flutt þangað og væri dáin. Örygg- isverðir spítalans tóku þau hjúin í sína vörslu samkvæmt beiðni og héldu þeim þar til lögreglumenn komu. Skyndibitastaðurinn var nú orðinn rannsóknarvettvangur vegna morðs. Lögreglumennimir röktu blóðslóðina að sorptunnum þar sem þeir fundu hnif af algengri gerö, þar sem blaðið er inni í plastskafi og er ýtt fram þegar það er notað og er beitt eins og rakhnífur og er hægt að brjóta framan af því tfl að end- umýja bitið. Hnífurinn var blóðugur. Candy sagði svo frá að þegar Nikki óð að henni í bflnum með skömmum hafi hún stokkið út og hafi Nikki þá slegið hana og hafi hún slegið til baka, en ekki tekið eftir að hún var með hnífinn í hendinni. Hún sagðist hafa orðið reið og hrædd og ekki vitað af hnífnum í hend- inni á sér meðan á áflogunum stóð. En síðar mundi hún eftir að hafa kastað hon- um frá sér og fór til baka til að leita hans á bílastæðinu. En það var of seint. Lög- reglan var búin að finna morðvopnið. Framburður Brians var allt annar. Hann héit því fram, og staðfesti síðar fyrir rétti, að Candy hefði farið ofan í tösku sína og sagt: „Ég ætla að skera tík- ina.“ Eftir stutt og snörp áflog stökk hún aftur upp í bílinn og æpti: „Keyrðu, heimski skíthæfl, keyrðu!" Hann tók eft- ir að hún var með blóðugan handlegg en áttaði sig ekki á að hún var ifla skorin. Candy var ákærð fyrir annarrar gráöu morð, það er að segja manndráp af gáleysi. Kviðdómi var sagt að dauða- meinið væri tíu sentímeta langur skurð- ur á hálsi og var hóstarbláæð sundur. Ef slagæð er skorin sprautast blóðið út í gusum eftir hjartslættinum, en úr æð- inni sem sköðuð var í Nikki var stööug- ur blóðstraumur og hélt hún rænu og kröftum í nokkrar mínútur eftir að sár- ið var veitt. Verjandi Candyar lagði mikla áherslu á að hún hefði ekki staðið fyrir neinum slagsmálum og hefði vfljað forð- ast þær vinkonur sem eltu hana og Bri- an á veitingastaðinn. Þegar þau vildu losna við stúlkumar og fóru út og ætl- uðu að aka á brott hafi þær elt þau og Nikki vaðið að Candy i bflnum og hróp- að ókvæðisorðum að henni. Veijandi út- skýröi hnífinn í hendi stúlkunnar með því að hún hefði verið að gera við hljóm- græjumar í bílnum þegar hinar stúlk- umar bar að. Þá kom upp spumingin um hvers vegna Brian hafði ekki gert neitt til að stöðva slagsmálin, vitandi um hnífinn í hendi vinkonu sinnar. Hann þóttist hafa reynt halda aftur af stúlkunni sem sat við hlið hans en hún hefði rokið út og lagt í Nikki án þess að hann fengi neitt við ráðið. Hann sat annars rólegur í bflnum á meðan hjásvæfa hans skar 14 ára gamla stúlku á háls. Hann sagðist aldrei hafa séð þegar Nikki var skorin og hann hefði ekið af stað þegar Candy stökk aftur upp í bflinn og skipaði hon- um að aka sem hraðast á brott. Úrskurður kviðdómsins var að Candy McDonald væri sek um morð af gáleysi og að hún hefði unnið til lág- marksrefsingar. Dómarinn dæmdi hana i 10 ára fangelsi og heimild tfl að biðja um náðun eftir helming þess tíma. Hún situr enn inni og bíður þess tíma að fá að sækja um náðunina. Brian og Kristi sluppu við refsidóma en losna aldrei við að hafa verð viðriðin morð á unglingi sem vissi ekki hvað hún var að ana út í með afskiptum sínum af ástamálum, sem hún hefði betur látið afskiptalaus. Við réttarhöldin sagði Kristi að hún hefði aldrei séð neitt blóð fyrr en bíflinn var horfmn af bflastæðinu. Hún sagði að Nikki hefði aldrei ætlað að ráðast á Candy heldur ætlað að fá skýringar á því hvers vegna hún væri sífellt að hrópa svívirðingarorðum að þeim vin- konum. Nikki Majeed var aðcins 14 ára þegar aðeins eldri stúlka veiti henni banasár. Brian naut svo mikillar kvenhylli að stúlkur slógust um ltann og það var þeirra ógæfa. m 9 if - Kristi hélt líka AUKATÆKI I SVEFNHERBERGIÐ 20" sjónvarp með textavarpi og Scart tengi. UTU2020 ÞARFASTI ÞJÓNNINN! JóCahappdrœtti Krabbameins- ***££ félaqsins 2002 I---:——------- Vinnirttjar Alfa Romeo 156, 2.390.000 kr. 82167 Bifreið eða greiðsla upp í íbúð 1.000.000 kr. 4 83545 t c Úttekt hjá verslun eða ferðaskrifstofu 100.000 kr. i 2917 19155 33826 47511 67403 89542 106578 125647 3960 20006 34397 51647 67780 89594 107611 126740 6899 21593 34450 51730 68154 90232 108385 127429 8346 22723 35022 52710 69090 90792 109523 127633 9869 25063 35116 52990 69745 90806 109900 129747 10292 26137 35368 53031 70662 92457 110091 130252 10335 26278 35635 53190 72313 93618 112577 130355 11390 26323 37431 54444 72533 93707 112977 130723 11701 27633 38062 54732 74632 95005 113047 131184 11757 27636 38069 55428 75794 96326 113600 131318 11763 29108 38781 56954 77486 97745 113805 131384 13266 29193 38896 57314 77948 98368 113971 132108 13599 30254 39135 58852 79792 101513 117152 132363 14107 30446 40289 60648 81558 102201 118130 133732 14201 30785 40936 62663 82375 102249 119738 134512 14248 31162 41175 64136 82574 102873 121065 15386 31391 42969 64789 85164 102980 122310 17880 31727 44059 64810 87867 104638 124845 18163 33805 45624 66032 88818 105588 124882 Krabbameinsféíagið pakkar íandsmönnum veittan stuðning Krabbameinsfélagið Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlið 8, sími 540 1900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.