Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 55
LAUGARDAGU R 28. DESEMBER 2002 Helgarblað DV 59 Matthías Frímannsson kennari verður sjötugur á mánudaginn Matthías Frímannsson, fyrrv. kennari við Fjölbrautaskólann i Breiðholti, Efstahjalla 23, Kópavogi, verður sjötugur á mánudag. Starfsferill Matthías fæddist í Grímsey en ólst upp í Hrísey frá því á þriðja ári og fram á það fimmtánda. Að barnaskólanámi loknu í Hrísey var hann einn vetur í Flensborg í Hafnarfirði, tók landspróf á Laugarvatni 1949, stúdentspróf frá máladeild MR 1953, lauk fyrsta og öðru stigi til BA-prófs í þýsku við HÍ 1958, lauk embættisprófi í guðfræði frá HÍ í ársbyrjun 1959, stundaði framhaldsnám við Kielarháskóla í kirkjusögu, predikunarfræði og þýsku 1956-57. Hann sótti 3^4 vikna námskeið fyrir þýskukennara með styrk frá þýskum aðilum við háskólann í Múnchen 1963, Hamborg 1979, Lúbeck 1981 og Weimar 1986 en orlofsárið sitt 1982-83 stundaði hann nám í germönskum fræðum við Philipps-Universitat í Marburg í Hessen. Hann lauk prófi í uppeldis- og kennslufræðum við HÍ 1967. Matthías var kennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1959-64, við Réttarholtsskólann 1964-70, við Alþýðuskólann á Eiðum 1970-77. Við. þessa skóla kenndi hann aðallega íslensku, ensku, dönsku, landafræði og sögu. Hann kenndi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti frá 1977 með þýsku sem aðalkennslugrein, en einnig félagsfræði og siðfræði. Matthías kenndi þýsku við Námsflokka Reykjavíkur 1959-60, á vegum Germaníu 1964-70, var stundakennari í ensku, dönsku og íslensku við Matsveina- og veitingaþjónaskólann 1959-64 og prófdómari í frönsku við sama skóla 1959-70, stundakennari í þýsku við MR 1967-68 og við MH Lionshreyfinguna 1970 og var einn stofnfélaga Lionsklúbbsins Múla á Fljótsdalshéraði, var ritari þess klúbbs 1971-72 og Lionsklúbbsins Munins í Kópavogi 1978-79 en formaður hans 1984-85, svæðisstjóri hjá Lionshreyfmgunni á svæði 6 í umdæmi 109A 1987-88 og umdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar í umdæmi 109A 1990-91. Hann hefur fengið bæði innlendar og erlendar viðurkenningar fyrir störf sín í Lionshreyfingunni. Fjölskylda 1968-69. Matthías hefur verið leiðsögumaður erlendra ferðamanna, einkum þýskumælandi, á sumrin frá 1969 og að hluta íslenskra ferðamanna erlendis frá 1982. Hann er löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í þýsku frá 1981. Eftir að hann hætti störfum sem kennari fyrir þrem árum stundar hann áfram leiðsögn ferðamanna á sumrin og skjalaþýðingar og túlkun. Á menntaskóla- og háskólaárunum stundaði hann eins og þá var algengt ýmis verkamannastörf, t.d. byggingarvinnu og skurðgröft hjá bæjarsímanum. Matthías var inspector platearum í MR, ritari Félags guðfræðinema og formaður Bræðralags, kristilegs félags stúdenta, á háskólaárunum, gjaldkeri í fyrstu stjórn Félags þýskukennara 1970 og aftur 1978-81 en formaður þar 1981-82 og aftur haustið 1995, formaður Kennarafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1978-80, trúnaðarmaður kennara þar 1980-82 og aftur 1991-99. Hann gekk í Matthías kvæntist 18.8. 1964 Hildegard Klein, f. 11.3. 1936, hjúkrunarkonu. Foreldrar hennar voru Albert Klein, póstfulltrúi, f. 1901, d. 1977, og Getrud Klein, f. Werner, húsmóðir, f. 1906, d. 1986. Hildegard fæddist í Heilsberg í Austur-Prússlandi (tilheyrir núna Póllandi) en eftir flótta móður hennar með sex börn sín, bjó fjölskyldan lengst af í Husum í Sleswig-Holstein (Slésvík-Holtsetalandi). Hildegard starfaði í mörg á gjörgæsluleild Borgarspítalans í Reykjavík, en síöustu árin við heimahjúkrun í Reykjavík og öldrunarhjúkrun á Droplaugarstöðum og Landakoti. Hún er nú hætt störfum. Börn Matthíasar og Hildegard eru Magnús, f. 13.7. 1965, kennari við Hamarsskóla í Vestmannaeyjumi en kona hans er Dóra Kristrún Brynjarsdóttir röntgentæknir og eiga þau tvær dætur, Katrínu Ósk, tæplega sjö ára, og Kötlu Maríu, rúmlega eins árs; Ragnar, f. 13.6. 1966, matreiðslumaður og hótelstjóri á Fosshóteli Lind í Reykjavík, en kona hans er Rannveig Haraldsdóttir grunnskólakennari og eiga þau þrjú Hallur Sigurbjömsson fyrrv. fulltrúi hjá Véladeild Vegagerðarinnar Hallur Sigurbjömsson, fyrrv. fulltrúi hjá Véladeild Vegagerðarinnar, Dofrabergi 7, Hafnarfirði, verður sjö- tíu og fimm ára á morgun. Starfsferill HaUur fæddist í Nesi á Akranesi en ólst upp í Reykja- vík. Hann lauk barnaprófi frá Miðbæjarskólanum, var vikapiltur á Hótel Borg 1941-43, stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík 1944-48, lærði rennismíði hjá Landssmiðjunni, lauk sveinsprófi í þeirri iðn 1948 og stundaði nám við Vélskóla íslands 1960-61. Hallur starfaði á vélaverkstæði sUdarverkmiðjunnar Rauðku á Siglufirði 1948-50, hjá Jötni hjá SÍS í Reykja- vík 1951-56, var ráðinn verkstjóri hjá vélsmiðju Bolung- arvíkur 1956 og starfaði þar tU 1975 með hléum. HaUur flutti aftur tU Reykjavíkur 1975 og hóf þá störf hjá Vegagerð ríkisins þar sem hann hefur starfað síðan. Hallur var skipaskoðunarmaður á Vestfjörðum 1963-75, var fréttaritari Morgunblaðsins í Bolungarvík 1963-75, sat í stjóm Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur 1970-73, starfaði í Leikfélagi Bolungarvíkur, stundaði flugnám, var einn af stofnendum flugfélagsins Ernis hf. og stjórnarformaður þess fyrstu árin, starfaði í björgun- arsveitinni Þuríði í Bolungarvík og hefur starfað með Raíóamatörum. Fjölskylda Eiginkona HaUs er Vigdis Magnúsdóttir, f. 22.8. 1927, húsmóðir og fyrrv. fiskverkunarkona. Hún er dóttir Magnúsar Magnússonar, vélamanns á Siglufirði, og Sal- bjargar Jónsdóttur húsmóður. Dóttir Vigdísar frá því áður er Magna Salbjörg Sig- bjömsdóttir, f. 7.6. 1945, skrifstofumaður á Siglufirði, gift Ómari MöUer verslunarmanni og eiga þau fimm böm en eitt þeirra er látið. Börn HaUs og Vig- dísar era Gunnar HaUsson, f. 30.5. 1948, kaupmaður í Bolung- arvík, kvæntur Sig- urlínu Oddnýju Guð- mundsdóttur kaup- konu og eiga þau þóú böm; Þóra Guð- björg, f. 23.8. 1950, skrifstofumaður í Reykjavík, var gift Hólmsteini Guð- mundssyni bifvéla- virkja sem er látinn og eru böm þeirra þrjú; Erla Kristín, f. 7.7. 1955, skrif- stofumaður víð Hagstofuna i Reykjavík, gift Pétri Orra Haraldssyni vinnuvélastjóra og eiga þau þrjú böm; HaUur Vignir, f. 30.4. 1968, tölvufræðingur í Reykjavik, kvæntur Shaunnu Leigh HUdibrandt húsmóður og á hún eina dóttur. Hálfsystkini HaUs, sammæðra, voru Ólafur Elíasson, f. 6.12. 1912, d. 25.6. 1967, búsettur á Akranesi; Guðbjörg Sveinsdóttir, f. 12.9. 1918, d. 1943, hjúkrunarnemi í Reykjavík. Albróðir HaUs er Benedikt Sigurbjömsson, f. 12.11. 1922, fyrrv. byggingarmeistari í Reykjavík. Foreldrar HaUs voru Sigurbjöm Árnason, f. 10.6. 1899, d. 3.11.1975, verkamaður í Reykjavík, og k.h., Þóra Guðmundsdóttir, f. 6.9. 1891, d. 15.8. 1984, húsmóðir. HaUur verður tekur á móti gestum að heimUi sínu miUi kl. 16.00 og 20.00 á afmælisdaginn. börn, Matthías, átta ára, Tómas, sjö ára, og Ólöfu, eins árs; Katrín, f. 19.9. 1967, sjúkraliði, MA í þýsku og húsmóðir í Reykjavík en maður hennar er Pálmi Ragnar Pétursson, rafmagnsverkfræðingur og forritari, nú hjá Islenskri erfðagreiningu en þau eiga tvíburana Pétur Jökul og Pálma Albert, eins og hálfs árs. Matthías átti þrjár systur og er ein þeirra á lífi. Látnar eru Guðný, f. 1920, d. 1983, húsmæðrakennari; Sigríður, f. 1926, d. 1967, húsmóðir. Á lífi er Þóra, f. 1921, húsmóðir á Siglufirði, var gift Ægi Jónssyni, sem lést 1993 en synir þeirra, einkum þó Gylfi, Lýður og séra Sigurður, sóknarprestur á Siglufirði, hafa fengist við lagasmíði og textagerð en einnig Jón og Matthías, tölvufræðingur hjá Streng hf. Hálfsystir þeirra, sammæðra, er Ríkey Ingimundardóttir listakona, móðir Rutar Reginalds söngkonu. Foreldrar Matthíasar voru Frímann Sigmundur Frímannsson, f. 9.10. 1897, d. 23.3. 1934, útvegsbóndi í Grímsey, og k.h., Emilía Guðrún Matthíasdóttir, f. 26.7. 1894, d. 2.7. 1969, húsfreyja. Hún var dóttir séra Matthíasar Eggertssonar, pr. í Grímsey og k.h., Guðnýjar Guðmundsdóttur. Alnafna hennar og sonardóttir er Guðný Guðmundsdótttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Matthías býður ættingjum, vinum og kunningjum til kaffiveitinga í Lionsheimilinu Lundi, Auðbrekku 25-27, 2. hæð, Kópavogi, kl. 17.00-19.00. á afmælisdaginn, mánudaginn 30.12. Höfuöstafir nr. 59 í dag byrjum við á limru sem Björn Ingólfsson á Grenivík gerði nýverið og kallar Bráðum koma ... Þar fjallar hann um hefðbundinn aðdraganda íslenskra jóla: Ég er búinn aó skreyta allan bœinn og búa mér vel í haginn, en verra er hitt að veskiö mitt þaó verslaöist upp hérna um daginn. Hjálmar Freysteinsson, læknir á Akureyri, orti lika um jólin sem eru að líða: Á aóventunni á ýmsu gekk ennþá vantar snjóinn. Árla morguns Össur fékk Ingibjörgu í skóinn. Og Björgúlfur Þorvarðarson á Hellu orti um borgar- málin í Reykjavík: Ingibjörg vill þjóta á þing og þjóna flokksins línum, enda komin hálfan hring frá heitstrengingum sínum. Nokkur umræða varð á árinu sem er að líða um endurútgáfu á Orðabók Menningarsjóðs sem áður var ritstýrt af Árna Böðvarssyni. Bókin hefur gegnum tíð- ina verið nefnd manna á milli Orðabók Árna Bö eða bara einfaldlega Ámi Bö. Sumir vilja kalla nýju útgáf- una Árna bögg til aðgreiningar frá þeirri fyrri og Þór- arinn Eldjárn orti: Út er kominn Árni bögg afskaplega smart og fitt. Stefnan mörkuö góö og glögg: Gefiö er í málió sjitt. Og nú líður brátt að áramótum með tilheyrandi há tíðahöldum, heitstrengingum og innra sem ytra upp- gjöri. Af því tilefni rifjaðist upp vísa sem Rögnvald- , ur Rögnvaldsson orti einhverju sinni: Endurtekin er vor saga, á þvi rœöst ei bót. Margir sínar neglur naga nú viö áramót. Og ég læt fljóta með aðra vísu eftir Rögnvald: Innri vióhorf eru tvenn sem allar línur skera. Ég er ekki eins og menn œttu helst aó vera. Við endum á jólavísu sem er aðeins nokkurra daga gömul. Hún er eftir Kristján frá Gilhaga: Sagnir eru umfrost og snjóa, er fylltu sérhvert skjól ogfátœkt sára, allt frá dögum Snorra. En nú viö höldum grœn og hlýleg gróöurhúsajól og gleymum öllum raunum feðra vorra. Umsjón s- \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.