Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2002, Blaðsíða 60
64 Helqarblað 13 V LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 2002 Stjömuspá fyrir árið 2003 Vatnsberinn (20. jan. - 18. febr.) Janúarmánuður birtist samstundis hjá ellefta merki dýrahringsins, vatnsber- anum. Hér gæti líðan þín verið óþægileg á einhvem hátt. Reiði, öf- und eða afbrýðisemi gæti átt við. Tilfínningar þessar ýta ekki und- ir góða upplifun og eyðileggja al- farið fyrir jafnvægi sálarinnar. Ef þér finnst enginn endir vera á þessu ástandi er þér ráðlagt að styrkja sjálfið með því að opna fyrir til- finningagáttir þínar og losa þig úr prisund- inni sem fylgir því sem fyrr er nefnt. Fortíð þín er saga og framtíð- in er gjöf sem þú átt að njóta og gefa þig óskipta/n líðandi stimd. Leitaðu innra með þér að lausn sem leiðir þig rétta braut í átt að jafnvægi. Réttlæti og styrkur eru einkunnarorð vatnsberans. Mál sem tengjast réttvísinni og heiðarleika virðast vera efst á baugi þeg- ar laufin falla árið 2003. Mikilvægi réttlætisins er efst í huga þínum varðandi eitthvað sem skiptir þig og aðra máli. Tiifinningalega teng- ist þetta líðan þinni. Þú virðist eiga það til að vera óákveðin/n og jafnvel hikandi en hér gerir þú upp hug þinn og heldur fast við þá skoðun. Þér er ráðlagt að koma skoðunum þínum sniðuglega á fram- færi og nota sannfæringarkraft þinn vel svo það reynist erfitt að mótmæla þér. Missætti munu leysast og tíminn vinnur með þér. Þú leitar hér sannleikans samhliða máli þessu og trúir því að hann sé aðeins einn. Skoðun þín er án efa sú eina rétta. Þú birtist hér yfir þig ástfangin/n og opnar hjarta þitt með komu sumars en ættir að tileinka þér að yfirstíga ótta þinn við aíhjúpun og vamarleysi. AUar skyldur þínar verða blendnar ómældri ánægju og sköpunargleðin eflist á óútskýranlegan hátt að þínu mati þar sem þú ert við það að springa af spenningi og áætlunum. En hafðu hugfast að þú öðlast ekki hamingju í ástarsambandi nema þú horfist í augu við fyrmefnd- an ótta. Þú ert klár og mælsk/ur, en þú mátt ekki taka samskipta- hæfileika þina sem gefna sumarið 2003. Þér er ráðlagt að deila hugs- anagangi þínum oftar með þínum nánustu. Hættu að vera sífellt á verði gagnvart ástinni fyrir alla muni. Djúpstæð þörf þín fyrir vænt- umþykju og ást verður mikil f byrjun sumars en þú virðist hafa byggt óteljandi vamarveggi um þig og útilokar því sjálfa/n þig af óskiijanlegum ástæðum frá löngunum þínum og þrám. Þú finnur héma réttu leiðina þegar þér verður ljóst hvað nálægð og náin kynni hafa að bjóða þér. Stjama þín þráir að hætta að veita viðnám þegar tHfinningar eru annars vegar. Leiðin að markinu hefur verið fyrir- fram ákveðin og þú án efa í startholunum að takast á við framhald- ið. Talan þrír ýtir undir heppni þína sem tengist verkefni einhvers konar á sama tíma og þér er ráðlagt að halda fast í drauma þína og óskir um að alit fari eins og plön þín segja til um. Þú ættir að gefa og þiggja til þess eins að halda auði og allsnægtum, eða hverjum þeim gæðum sem þér finnast eftirsóknarverð í tilverunni. Fiskamir (19. febr. - 20. mars) Árið fram undan sýnir þig skapandi, heiil- andi og framkvæmdasama/n. Hins veg- ar ert þú sérstaklega minnt/ur á með komu vorsins að það er ekki á þinu færi að beita áhrifavaldi varðandi eitthvað mál sem hefur átt huga þinn lengi. i uppvexti þínum beiðst þú án efa með óþreyju eftir að draumar þínir rættust en þú veist í hjarta þínu að þó þetta séu aðeins hugarórar þá kemst þú ansi nærri þvi að láta þínar innstu þrár lifna við þegar þú ert sannarlega tiibúin/n. Hættu stöðugt að skapa öðr- um afslappað umhverfi því það dregur úr þér allan mátt. Nú er kom- ið að þér að huga að eigin þörfum. Árið fram undan færir þér mik- ilfengleg tækifæri ef þú aðeins leyfir þér að segja já án þess að hugsa þig tvisvar um. Stjama þín þarfnast mikillar ástar og verndar en á sama tíma býrð þú augljóslega yfir sjaldséðum hæfileikum og sjálf- stæði undir þykku lagi varnarleysis. Þú elskar á allan máta, platónskt, trúarlega, kynferðislega og andlega og fyllist krafti þegar þú ert fær um að veita öllum tilfinningum þínum útrás. Haustið sýn- ir viðskiptalegan ávinning þar sem þú birtist mjög öflug/ur í sam- skiptum. Þú ræðir sjaldan tilfhmingalegar þarfir þínar sem er kost- ur því hér kemur fram að þú færð í hendurnar gullgæs og ættir fyr- ir alla muni ekki að leyfa henni að verpa öllum gulleggjunum í einu. Árið 2003 sýnir þig slíta þig lausa/n frá óheilnæmum hlutum í for- tíð þinni þar sem nýr kafli hefst. Þú ættir að vera meðvitaðri um að allt sem nú er að gerast á þessari stundu er afleiðing af vali þínu úr fortíðinni. Gerðu þér grein fyrir vali þínu öllum stundum en hafðu hugfast að umtalaður kafli hefst ekki fyrr en þú byrjar að gera þér kleift að kanna mörk þín og ekki síður persónueinkenni. Láttu vana- viðbrögð þin ekki stjóma framhaldinu. Neptúnus og tólfta hús ráða yfír undirmeðvitund þinni. Þú birtist hér í mótsögn við sjálfa/n þig þar til þú gerir þér grein fyrir því hvert þú raunverulega stefnir. Reyndu að skilgreina hvers þú þarfnast og renndu stoðum undir já- kvæða eiginleika í fari þínu strax í byrjun ársins. Hættu að slá hlut- unum á frest og veldu þér eingöngu félaga sem hvetja þig til aðgerða en hlúa að þér um leið. Innra vald þitt er varanlegt en ævintýrið hefst ekki fyrr en þú uppgötvar þinn einstæða hæfileika og lærir að elska sjálfa/n þig. Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) Þegar fyrsta merki dýrahringsins er tekið fyrir birtist öflugur vOjastyrkur. Velferð þín er fyrir fram ákveðin af æðri öflum. Hér er þér lýst sem manneskju sem kýs að vera ein endrum og eins og nýtur þess að eiga stundir með sjálfmu. Ein- manaleiki angrar þig ekki heldur veUíðan sem tengist rólegu um- hverfi þínu sem þú kannt vel að meta. Þú hefur lagt á þig ómælda erf- iðisvinnu til að ná þeim árangri sem þú býrð við í dag. Þú átt það til að efast um að framhaldið verði jafn gott og spár segja en þar ert þú að eyða tíma þínum í óþarfa áhyggj- ur. Þú virðist hafa einhvem alheimsvemdarhjúp sem aðstoðar þá sem hjálpa sér sjálfuv Hérna er þér ráðlagt að hvika hvergi varð- andi ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir vetur 2003. Þú fyllist af orku og metnaði og sýnilegur árangur næst. Nýjar fréttir em væntanlegar á sama tíma og ný tækifæri bíða þín handan homs- ins. Að sýna hörku í viðskiptum merkir að taka sér erfiða stöðu í tilteknu máli og það sem mikilvægara er - hvika hvergi. Harkan verður raunveruleg þegar þú kastar fyrir róða öllum skólabókar- lærdómi og hlustar á líðan þina. Reyndu að komast í snertmgu við innsta kjama þinn ef og þegar þú stendur frammi fyrir ákvörðun varðandi framhaldið þegar vetur konungur gengur í garð eins og fyrr segir. Ef hrúturinn tileinkar sér að vera óttalaus getur hann vissulega sett af stað margþætta starfsemi hinnar takmarkalausu innri sköpunar og notið á sama tima hinnar djúpu kyrrðar sem býr innra með honum. Taktu þá ákvörðun í byrjun árs að þú hafir tíma fyrir það sem er mikilvægt og hafnaðu öllu óviðkomandi án þess að láta það draga úr þér mátt. Forðastu að sama skapi að ásaka fólkið sem þú unnir. Hlustaðu betur og vertu þolinmóðari. Horfðu inn á við og sjáðu að það sem liggur yflrleitt á bak við örvænting- arfullan takt þinn og kröfur er óttinn við að hleypa öðmm inn, ótt- inn við að gefa tilfinningunum lausan tauminn. Leyfðu skopskyni þínu að hjálpa þér að láta hvorki smáatriði né vandræði annarra snerta þig. Skeytingarleysi þitt minnkar til muna með auknum þroska þegar líða tekur á síðari hluta árs en á sama tíma birtist þú eigingjam/-gjörn því undir tjáningarþörf þinni liggur stoltið sem kann að hefta þroska þinn. Nautið (20. apríl - 20. maí) Sérstök manneskja á stóran þátt í daglegu lifi þínu þar sem traust, heiðarleiki og gagnkvæm virðing ríkir. Þú hrífst af viðkomandi og treystir fyrir þínum dýpstu ósk- um og leyndarmálum. Hér ríkir mjög gott jafnvægi í samband- inu. Trúlofun, gifting eða vinátta sem skilgreinist órjúfanleg eru einkunnarorðin árið 2003. Þú ert dá- samlegur helmingiu’ af hvers kyns pari - maki, besti vinur, trúnaðarvinur eða vinnu- félagi. Þú þráir hérna fullkomnun og væntir þess að fólkið sem þú elskar standist kröfur þínar og snýrð fljótt upp á þig ef það gerir það ekki. Hér birtist endir á ósættum eða rifrildi einhvers konar þar sem fyrirgefhing er í hávegum höfð. Sumarið 2003 hefúr þú svo sannarlega lag á að færa þér auðlindir heimsins persónulega í nyt þar sem gáfur þínar og ekki síður útlit auðveldar þér að ná því sem þú þráir heitast. Þú sættist við skugga þinn og færð á sama tíma hvatningu og styrk frá sterkum og heillandi félaga. Þú leiðir hins vegar ávallt dansinn. Þú ryður brautina með seiglu og þrákelkni nautsins og lýkur því sem þú byrjar á. Af einhveijum ástæðum ert þú minnt/ur á þá staðreynd að klárasta manneskjan er ekki endi- lega besta manneskjan varðandi verkefni sem hefur einkennt þig lengi. í reynd getur hún verið sú versta, sérstaklega ef hún telur sig kunna öll svör og vanrækir því að einblína á árangurinn sem ávallt hefur verið stefiit að. Hæfileiki þinn til að græða virðist óþrjótandi og þú sérð gróðaleið þar sem aðrir sjá aðeins örvæntingu. Sem eitt orkumesta merkið hefur þú ávallt mörg jám í eldinum í einu og á það vissulega við árið 2003. Hvert þeirra fær jafn mikla umönnun, þó geysileg orka þin sé notuð til að byrja á enn einu verkinu i stað þess að ljúka því sem þú ert þegar byrjuð/byrjaður á. Þú hefur án efa byrjað smátt en ef þú ert nógu ákveðin/n vorið 2003 getur þú á endanum staðið uppi með stórfyrirtæki. Þolinmæði kann að vera dyggð þegar fyrmefnt verkefni er annars vegar en hér birtist slag- kraftur þinn oftar en ekki óútreiknanlegur. Ef þú ert þolinmóð/ur geturðu undir flestum kringumstæðum haft betur. Hafðu gott vald á smáatriðunum. Þú ert aldrei hamingjusamari en þegar þú ert fær um að gera tilveru þína fegurri. Vetur 2003 birtist innra með þér sterk og ástríðuþungin rödd sem er án efa einn mesti styrkur þinn og þú ættir ekki að hika við að nota hana. Þú öðlast gleði af að snerta, skapa og þreifa á hlutum sem segir til um skynjun þína á valdi og afurð þeirrar jarðar sem þú ert sprottin/n úr. Listasviðið á vel við þig og jákvæð líðan þín stuðlar að réttu andrúmslofti. Gjafmildi þín er áberandi og þú verður komandi kynslóðum til hjálpar án efa en leyfðu öðrum að gera sín mistök og þroskast óheft. Virtu að sama skapi hæfileika og rými annarra. Skilgreindu þarfir þínar og ekki síður takmörk. Tvíburamir (21. maí - 21. júní) Árið 2003 helgar þú þig kærleika og með aukinni sjálfsvitund gerir þú þér ljóst að ást og náin kynni þarfnast meira sjálfstrausts af þinni hálfu. Þú til- heyrir þriðja merki dýrahrings- ins sem er breytilegt loft. Þú ert því mjög breytileg/ur á sama tíma og athafnasemi þín er vissu- lega til staðar. Geysileg hugar- starfsemi einkennir þig árið fram undan en það er eins og þú náir ekki að slökkva á huganum. Þú bregst skjótt við þegar hjarta þitt leiðir þig áfram. Umfram allt skaltu treysta og end- urgjalda tryggð. Hér upplifir þú sannar tilfinningar og birtist táp- mikil/1 og aðlaðandi sökum orkunnar sem umlykur þig. AUsherjar- vilji tilveru þinnar ætlar þér að upplifa sanna upplifun þar sem þol- inmæði og biðlund einkenna líðan þína og þú ert fær um að nota þessa ágætu tækni til að öðlast trúnað, mikla hlýju og ástaratlot sem efla sjálfsímynd þína og innra jafnvægi. í byrjun sumars verður þú fær um að treysta þessum takmarkalausa mætti sem býr innra með þér fýrir framvindunni þegar líðan þín er annars vegar. Óhófleg bönd við minningar fortíðar eru þér ekki fyrir bestu og eitt stærsta verkefni þitt er án efa að sleppa takinu af ýmsum gömlum minning- um og lifa algjörlega í nútíðinni. Þótt þér fmnist samskipti þín við aðra ekki ganga of vel þá ættir þú aldrei að efast um þinn stað í heiminum. Þú ert meðvituð persóna en ættir að æfa þig í að koma á breytingum með þvi að brjóta vanann og reyna eitthvað nýtt. Það getur verið að þú lítir út fyrir að vera eigingjam/-gjöm en þú átt sannarlega von á skilningi og virðingu frá náunganum ef þú aðeins tileinkar þér að vera trú/r sjálfmu. Umfangsmiklar breytingar birt- ast hjá stjömu tvíbura fyrir vorkomu 2003. Samhliða þeim ert þú reyndar minnt/ur á þá staðreynd að sá sem hörfar hraðast, er oft sá sami og sækir hraðast fram. Hins vegar ættir þú ekki að hika við að láta undan síga þegar breytingarnar ganga í garð. Þær gera þér jafnvel kleift að endurmeta stöðuna og safna kröftum. Stundum er tilefhi til að sækja djörf/djarfur fram en stundum er líka þörf fyrir að láta undan. Sparaðu kraftana. Taktu þér tíma í endurskoðun og endumat á stöðu þinni en það eitt getm- gert þér kleift að sjá tilver- una í nýju og allt öðru ljósi. Þér nægir að bíða ef þú tileinkar þér að vera friðsæl/1 og jafnvel þögul/1. Ekki setja þig í einhvers konar vamarstöðu heldur sættu þig við líðandi stund eins og hún er, þá mætir þú ekki mótstöðu. Gefðu þig óskipta/n og hættu að veita við- nám. Þessar breytingar sýna þig síðari hiuta árs 2003 í náinni snert- ingu við raunveruleikann í gegnum sköpunargáfu þína. Krabbinn (22. júní - 22. júlí) Tunglið hefur ómæld áhrif fram undan, einkum þegar það er í fyllingu. Þú birtist hér mjög næm/ur á fólkið í kringum þig og ekki síður umhverfi. Þú bregst af einhverum ástæðum ávallt við af tilfinningahita en dylur þó sann- ar tilfinningar þínar af kostgæfni. Stjama þín sýnir þig óútreiknan- lega/n eins og sæ sem er langt frá því að vera ókostur í fari þínu. Hér gef- ur eðlislægt eirðarleysi þér ómælda aðlög- unarhæfni en þörf þín fyrir að eiga og stjóma er mikil síðari hluta árs og á það við fólk jafnt sem hluti. Þú virðist eltast við bæði efnis- legan ávinning og hugsjónir andlegrar fegurðar sem veldur ákveð- inni togstreitu innra með þér. Þú notar mikið af orku þirrni til að ná stjóminni í þínar hendur í byrjun árs. Af því að krabbinn er vatns- merki þá ert þú yfirleitt ekki beinskeytt/ur heldur starfar óbeint, gefur frekar til kynna en lýsir yfir. Þú verður að læra að allir þurfa að þróa með sér tilfinningu fyrir eigin hagsmunum og þjóna þeim hjálparlaust. Þú finnur án efa innra með þér brennandi ást og hlýju til félagans og þú kýst ánægju fremur en spennu en það sem hindr- ar þig mest í að þiggja er að þú hugsar og skilgreinir of mikið ham- ingjuna. Aðeins ef manneskjan sem heldur utan um þig, eyðir mikl- um tíma í að koma þér i rétt form, töfrar þig af öllum mætti og öskr- ar ást sína ert þú sátt/ur. Þú birtist hér bjartsýn/n að eðlisfari og trúir því að ef þú elskar fólk nógu mikið fáir þú ást þína endur- goldna. Ef þú elskar þig í raun og veru þá laðar þú til þín það sem þú þarfnast í fari elskhuga þíns á undraverðan hátt. Skoðaðu sam- bandið sem þú ert staddur/stödd í um þessar mundir sem kraftaverk og þú verður fær um að skapa allan þann mikilfenglega auð sem hjarta þitt gimist tilfinningalega séð fyrir árslok 2003. Þegar haust- ar veist þú nákvæmlega hvað þú vilt og metur sömu hreinskiptni hjá félaga eða elskhuga mikils. Þú ert reiðubúin/n að stilla saman strengi ykkar en jafn reiðubúin/n að leyfa sjálfinu og ekki síður fé- laga þinum að spila sitt eigið lag. í þínum huga er samband samruni tveggja jafningja en þú upplifir góðar tilfmningar hér og leyfir félaga þínum að elska þig án nokkurra skilmála. Fortíð þín gæti verið ástæða fyrir hegðun þinni í dag og líðan þinni almennt. Spenna, metnaður og áhyggjulaust viðhorf til tilverunnar eru áherslumar sem koma hér sterklega fram. Þú hefur varðveitt bamið með sjálf- inu sem er af hinu góða en þar með ýtir þú undir áhuga þinn á um- hverfi þínu með opnum huga óháð hættum sem kynnu að tengjast framhaldinu. Hér er um að ræða ómælt kæruleysi og ekki síður kjark sem er nauðsynlegur til að vera fær um að lifa óháð/ur og áhyggjuiaus hvem dag án þess aö huga að því hvað framtíðin færir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.