Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Síða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003
Fréttir DV
Þjóðverji um sextugt, sem flutti inn 1,5 kg af kókaíni, nafngreindi samstarfsmenn:
Roskin kona átti að
birtast í flugrútunni
DV-MYND GVA
Meö trefil á bak viö dómtúlkinn
Réttarhaldið var stutt og skýrt þar sem túlkurrakti fyrir ákæröa hvað fór
fram, auk þess að þýöa allt sem hann sagði. í lokin ávarpaði Þjóðveriinn
dómarann á eigin tungumáli. Túlkurinn er til hægri en hinn þýski sakborning-
ur skýlir sér bak viö trefil sinn.
„Ég er mjög leiður yfir þessu,“
sagði Þjóðveiji um sextugt, búsettur í
Hamborg, þegar hann ávarpaði héraðs-
dómara í lok réttarhalds þar sem ríkis-
saksóknari ákærir hann fyrir innflutn-
ing á 1,5 kílóum af kókaíni af styrk-
leika 33 til 38 prósent í lok okbóber.
Þetta er mesta magn kókaíns sem toll-
gæsla og lögregla hafa lagt hald á í
einu.
Málflutningurinn í gær snerist tals-
vert um rökræður um styrkleika efh-
anna. Dósent í eiturefnafræði við Há-
skóla íslands kom fyrir dóminn, en
hann sagði að kókaín yrði allt að 90
prósentum af styrkleika og því hafi
verið um fremur veik efni að ræða í
þessu máli. Hann sagði styrkleikann
aðallega ráðast „af árgöngum".
Bryujar Níelsson, verjandi Þjóðverj-
ans, sagði að refsing fyrir brot manns-
ins mætti ekki verða meira en tveggja
ára fangelsi. Ragnheiður Harðardóttir
saksóknari sagði á hinn bóginn að
Hæstiréttur hefði dæmt mann sem
skipulagði innflutning á 630 kílóum af
kókaíni í 3ja ára fangelsi. Þar hefði
hins vegar verið um mun sterkari efni
að ræða. Flutningsmaður, eða burðar-
dýr í því máli, hefði fengið tveggja ára
fangelsi.
Verjandinn sagði að sér sýndist að
dómar væru að mildast í fíkniefnamál-
um undanfarin ár, enda væru fómar-
lömbin í raun ekki til staðar í þeim -
þau hins vegar keyptu efiiin sjálfviljug.
„Þetta er fremur orðið heilbrigðis-
vandamál sem verður ekki frekar leyst
með refsingum," sagði Brynjar.
Fjárhagsvandi og
„heimkoman"
Þjóðverjanum vöknaði um augu á
svipaðan hátt og við yfirheyrslur
hjá lögreglu og þingfestingu i gær.
Þegar hann lýsti því hvemig mál
þetta bar að kvaðst hann hafa verið
í fjárhagsvandræðum. Hann hefði
kynnst tveimur mönnum en þá
Óttar Sveinsson blaðamaður
nafngreindi hann hjá lögreglu -
mennirnir hefðu borið erlend
fomöfn. Þjóðverjinn sagði báða hafa
komið á heimili sitt en þeir hefðu
komið með kókaínið og aðstoðað
hann við að pakka þeim inn á sig.
Ákærði sagðist hafa fengið 750 evr-
ur - hátt í sjötíu þúsund krónur, til
að kaupa sér farmiða til íslands. Að
auki hefði hann fengið eitt þúsund
evrur greiddar sem þóknun strax en
samtals átti hann að fá 5 þúsund
evrur fyrir flutninginn, rúmlega
fjögur hundruð þúsund krónur.
Maðurinn bar að hann hefði hitt
mennina á flugvellinum í Frankfurt
en þar hefðu þeir borðað hamborg-
ara hjá McDonald’s, en hann hefði
fengið fyrirmæli um að er hann
kæmi í flugrútuna í Keflavík þá
myndi roskin kona gefa sig á tal við
hann.
Ragnheiður saksóknari sagði að
lögreglan hefði fylgst náið með flug-
rútunni en þar hefði engin grun-
samleg roskin kona verið. Var hún
þar með að gefa til kynna að fram-
burður ákærða um þetta væri ekki
réttur. Maðurinn hélt því fram að
hann hefði ekki ætlað að taka nema
eitt kíló með sér til íslands og aldrei
ef „styrkleikinn hefði verið yfir 20
prósentum". Dómarinn, Valtýr Sig-
urðsson, spurði þá að bragði hvort
hann hefði einhverja þekkingu á
slíku - ekki síst í því ljósi að Þjóð-
verjinn kvaðst aldrei hafa reykt í
lífmu og væri alfarið á móti fikni-
efnum. Hann svaraði því þá þannig
að slíkt hefði hann vissulega ekki
haft. Fullyrðing hans um 20 prósent-
in er því ekki trúverðug.
Dómur veröur kveðinn upp yfir
Þjóðverjanum á þriðjudag í næstu
viku.
Stuttar fréttir
Norðmenn
Utanríkisráðuneyt-
ið hefur falið Aiþjóða-
stofnun Háskóla ís-
lands að taka þátt
samstarfsverkefni
með Norðmönnum
þar sem m.a. er kann-
að hvort löndin taki
að sér stjórn fiskveiða
á N-Atlantshafi ef þau ganga í ESB.
Þetta er án vitneskju sjávarútvegsráð-
herra. - RÚV greindi frá.
Afföll minnka
Affoll húsbréfa minnka með hverjum
deginum sem líður og hafa lækkað um
10 prósentustig frá því þau voru mest
síðastliðið vor. Þá voru þau um 12% en
í gær voru þau komin niður i um 2%. -
Mbl. greindi frá.
80 metra strompar
Um 80 metra háir skorsteinar verða
við fyrirhugað álver Alcoa í Reyðarfirði
til að draga sem mest úr loftmengun í
nágrenni verksmiðjunnar. Reiknað er
með að starfsleyfi fyrir verksmiðjuna
verði gefið út i mars.
Stúlkur betri í íslensku
Árangur stúlkna var marktækt betri
en árangur pilta í samræmdu prófunum
í íslensku sem nemendur i 4. og 7. bekk
tóku í haust. Árangur var svipaöur hjá
báðum kynjum í stærðfræði.
Blaðamaður yfirheyrður
Reynir Traustason blaðamaður neit-
ar að greina frá því hvemig hann komst
yfir gögn Skifunnar um fjárframlög
Jóns Ólafssonar til stjómmálaflokka.
Lögreglan yfirheyrði Reyni í gær vegna
rannsóknar á málinu en hann er grun-
aður um að vera annað hvort í vitorði
með þeim sem tók gögnin eða hafa sjálf-
ur tekið þau ófrjálsri hendi.
Samstarf við
Ættfræðiþjónustan um íslendingabók:
Gefa má fyllri mynd
af frændgarði
Jón Valur Jensson hjá Ættfræði-
þjónustunni segist óska aðstandend-
um íslendingabókarinnar - ættfræði-
gagnagrunns á Netinu - til hamingju
með árangurinn. Bókin muni opna
nýjar víddir fyrir fjölda manns og í
raun margfalda hóp þeirra sem geri
sér grein fyrir hvað ættfræðin hafi
að bjóða.
Hins vegar segist Jón hissa á um-
mælum þeirra um að bókin sé fyrst og
fremst byggð á kirkjubókum, manntöl-
um og slíkum heimildum; hið rétta sé
að hún sé fyrst og fremst byggð á ætt-
fræðibókum og æviskrám, eins og Frið-
rik Skúlason hafi sjálfur sagt, meðal
annars á fundum í Ættfræðifélaginu.
Vissulega hafi einnig verið byggt á
þjóðskránni, manntölum og kirkjubók-
um en þó fyrst og fremst þegar öðrum
heimildum bar ekki saman.
„Þeir njóta vinnu sem ættfræðingar
hafa tekið saman - og við því er ekkert
að segja,“ segir Jón. „Það má segja að
í þeirra störfmn og eins má benda á að
ættfræðingamir borguðu ekki endilega
eldri ættfræðingum fyrir afhot af heim-
ildum. En það væri þó stórmannlegra
að viðurkenna hvers þeir nutu af fyrri
verkum."
Jón segir ýmislegt jákvætt við þessa
nýjung. í fyrsta lagi sé ákaflega mikils
virði að áhugi almennings á ættfræði
glæðist. „í öðru lagi er þetta svo langt
frá því að tæma alla möguleika á frek-
ari köfún í heim ættfræðinnar. Til
dæmis má segja svo miklu meira um
hvem og einn einstakling en þama
kemur fram og gefa fyllri mynd af
frændgarði manna.“ -ÓTG
DVJHYND HILMAR ÞÓR
Glaðst yfir stórsigri
Btöörur voru á lofti þegar íslendingar gjörsigruðu Ástrala, 55-15 á HM í
handknattleik í Portúgal í gær. Sjá nánar á íþróttasíöum.
íslendingabók á Netinu:
Oþarfa viðkvæmni?
íslandsbókin nýtist ættfræðingum líka
Upplýsingar um skyldleika eru ekki
viðkvæmar persónuupplýsingar, að
sögn Sigrúnar Jóhannesdóttur, for-
stjóra Persónuvemdar. Út frá því má ef
til vill álykta að ekkert standi í vegi
fyrir að íslendingabók íslenskrar erfða-
greiningar og Friðriks Skúlasonar
verði opnuð betur.
Þótt allir hafi i bókinni aðgang að
öllum einstaklingum sem fæddir eru
fyrir 1700 er hún að öðra leyti nokkum
veginn alveg takmörkuö við upplýsing-
ar um forfeður þess sem flettir í henni
þegar kemur aftur fyrir þriðja ættlið.
Sá sem leitar getur með öðmm orðum
ekki séð hver voru böm systkina
langömmu sinnar eða langafa - og ekki
er heldur hægt að skoða ættir óskyldra
núlifandi einstaklinga.
Að vísu ber að hafa í huga að í bók-
inni era ýmsar viðbótarupplýsingar
um þá sem látnir em, jafhvel um dán-
arorsök og hvort viðkomandi hafi ver-
iö tökubam. Slíkar upplýsingar geta
sigrún Kári
Johannesdottir. Stefánsson.
verið viðkvæmar persónuupplýsingar,
segir Sigrún. Varðandi vinnslu slikra
upplýsinga skipti máli hve langt er síð-
an viðkomandi einstaklingur var uppi;
hvort hann dó í fýrra eða á átjándu öld
en æskilegt sé að sett verði lagaregla
sem taki af öll tvímæli um það.
Um þá sem eru á lífi gefur íslend-
ingabók hins vegar engar upplýsingar
aðrar en um nafn, fæðingardag og nán-
asta venslafólk. Sem fyrr segir virðist
því fatt mæla gegn þvf að bókin verði
galopnuð hverjum og einum hvað þetta
varðar.
Kári Stefánsson sagði í viðtali við
Morgunblaðið aö hann hefði viljað hafa
grunninn miklu opnari; aðgangsskil-
málamir hefðu verið ákveðnir í lög-
fræðideild fyrirtækisins, „sem eyðir
mestum hluta tíma síns í að koma með
andstyggilegar tillögur“.
Sigrún Jóhannesdóttir segir að Per-
sónuvemd hafi ekki fjallað um Islend-
ingabók í þeirri mynd sem hún birtist
nú en gefið álit á henni á frumstigi.
„Við bentum þá ráöuneytinu á að ef til
vill vantaði skýrari reglur um slíka
vinnslu," segir Sigrún. „Þar til 1. janú-
ar 2001 féll öll vinnsla ættfræðiupplýs-
inga utan laga og réttar en svo gengu
ný lög í gildi þar sem ekki var kveðið á
um að svo skyldi vera. Af fréttum að
dæma er að vænta lagafrumvarps þar
sem skotið verður ótviræðri lagastoð
undir vinnslu á ættfræðiupplýsing-
um.“ -ÓTG
14 ára á vélsleða
Fjórtán ára ökumaður var tekinn í
gær á óskráðum vélsleða á Akureyri.
Vélsleðaakstur er bannaður í þéttbýli og
telur stjómarmaður í félagi vélsleða-
manna í Eyjafirði að allmörg dæmi séu
um að réttindalausir unglingar eigi
þama í hlut. - RÚV greindi frá.
Beint leiguflug til Alicante
Sumarferðir, ný
ferðaskrifstofa í eigu
Helga Jóhannssonar,
Þorsteins Guðjónsson-
ar og Gunnars Fjalars
Helgasonar, em að
taka til starfa og hyggj-
ast bjóða upp á beint
leiguflug til Alicante á
Spáni í sumar. - Mbl. greindi frá.
Nina Hagen gegn virkjun
Þýska söngkonan Nina Hagen hefur
skorað á íslendinga í tölvupósti, sem
gengur milli manna í Reykjavík, að
leggja ekki bönd á náttúruna og mögu-
leika hennar með fyrirhuguðum virkj-
ana- og álversframkvæmdum.
Viðbygging við MK
Tómas Ingi Olrich
menntamálaráðherra
og Sigurður Geirdal,
bæjarstjóri í Kópa-
vogi, undirrituðu í
gær nýjan samning
um viðbyggingu við
Menntaskólann í
Kópavogi.
Vill lengri greiðslustöðvun
Fuglabúið Móar hf. fékk í gær fram-
lengda greiðslustöðvun til 8. apríl nk.
Við meðferð málsins fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur lagðist Búnaðarbanki ís-
lands, viðskiptabanki Móa, gegn því að
greiðslustöðvunin yrði framlengd leng-
ur en til 1. febrúar.
Óska aðstoðar
Vinir Guðrúnar Bjargar Svanbjöms-
dóttur, sem leitað hefur verið að síðan
29. desember sl., hafa sent út tölvubréf
þar sem óskað er eftir aðstoð sem flestra
við leitina. Er það gert i samráði við
fjölskyldu Guðrúnar og lögreglu. -HKr.