Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 18
Mt 2 Ferðir MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 DV Rolling Stones á tónleikum Nú er komið I að því. Rolling Stones verða á tónleikaferða- lagi um Evrópu í sumar. Ferðaskrif- stofan Úrval-Út- sýn ætlar að bjóöa upp á tvær ferð- ir til að berja goðin augum á tón- leikum í Kaupmannahöfn og London. Þetta er tækifæri sem eng- inn Stones-aðdáandi má láta fram hjá sér fara því öllum ætti að vera ljóst að tækifærum til að sjá tón- leika með einni vinsælustu hljóm- sveit allra tíma fer fækkandi. Tónleikar Rolling Stones í Kaup- mannahöfn verða á Parken-leik- vanginum dagana 11.-14. júli. Flogið verður til Hafnar með Flugleiðum og gist á Square Hotel við Rádhus- pladsen 14. Boðið er upp á tvenns konar verð: í stæði og í sæti. Verð: 68.500 krónur á mann í tví- býli. Innifalið er flug, skattar, gist- ing í þrjár nætur með morgunverði, miði á tónleikana í stæði nálægt sviðinu. Verö: 65.900 krónur á mann í tví- býli. Innifahð er flug, skattar, gist- ing í þrjá nætur með morgunverði, miði á tónleikana í sæti til hliðar við sviðið Tónleikar Rolling Stones í London verða á Twickenham-leik- vanginum 23. ágúst. Flogið verður meö Flugleiðum og gist á Thistle Marble Arch í mið- borg Lundúna. Verð: 69.900 krónur á mann í tví- býli. Innifalið er flug, skattar, gist- ing í þijár nætur með morgunverði, rútur til og frá flugvelli og miði á tónleikana í sæti. Island DMC kaupir Islenskar ævintýraferöir Island DMC ehf. hefur keypt ferðaskrifstofurekstur íslenskra æv- intýraferða hf. Verður rekstur fyrir- tækjanna sameinaður og starfsemin á Vatnsmýrarvegi 10. íslenskar ævintýraferðir hf. voru umfangsmikil ferðaskrifstofa á sviði afþreyingarferðaþjónustu, jafnt fyr- ir erlenda og irmlenda ferðamenn, og bauö upp á jeppaferðir, bátasigl- ingar og vélsleðaferðir, svo dæmi séu nefnd, auk almennrar ferða- skrifstofuþjónustu. Hluta starfsemi íslenskra ævintýraferða hf. hafði verið skipt og sú deild sem annaðist þjónustu við ferðamenn á sviði Jeppaferða, bátasiglinga og vélsleða- yferða verið seld. ísland DMC ehf. varð til við sam- einingu þriggja aðila i ferðaþjón- ustu fyrri hluta árs 2001: Ferðaskrif- stofunnar Come-2 Iceland, Safa- ríferða og Ferðaskrifstofu BSÍ, og hefur frá þeim tíma rekið ferða- skrifstofuna Destination Iceland. Með kaupum og sameiningu á ferðaskrifstofurekstri íslenskra æv- intýraferða er verið aö renna enn sterkari stoðum undir ferðaskrif- stofúrekstur Destination Iceland og skapa grundvöll fyrir betri þjón- ustu. Með í kaupunum fylgir réttur ■ á nýtingu nafnanna íslenskar ævin- týraferðir, Addís, Samvinn-Travel og tilheyrandi vörumerkjum og öll tiltæk viðskiptasambönd ferðaskrif- stofúrekstursins við innlenda og er- lenda aðila. Hluti starfsmanna íslenskra æv- intýraferöa verður ráðinn til starfa hjá hinu sameinaða fyrirtæki. Marsipansafnið í Szentendre Ungverjaland: Þinghúsiö í Búdapest Eftirlíkingin af þinghúsinu í Búdapest, sem er aö finna á Marsipansafninu, er rúmur einn og hálfur metri á lengd. í „húsiö“ fóru tæpiega eitt þúsund egg og tugir kílóa afsykri. Meistaraverk kitsch-túrisma Marsipansafniö nýtur gífurlegra vinsælda meöal feröamanna og er einn vin- sælasti áfangastaöur þeirra í þorpinu. Szentendre er lítið og fallegt þorp í Ungverjalandi. Það er neð- arlega í hliðum Pillsfjalla í Dónárdalnum, skammt fyrir utan Búdapest, og heitir i höfuðið á heilögum Andrési. Árið 1928 komst Szentendre í tisku meðal ungverskra lista- manna sem fluttu þangað í stór- um stíl. Einkum voru það mynd- listarmenn sem heilluðust af þorpinu og nágrenni þess vegna einstakra birtuskilyrða en vegna legu sinnar nýtur þorpið meiri sólar en nokkur annar staður í Ungverjalandi. Götumarkaöur og rétttrúnaöarkirkjan í dag nýtur Szentendre mikilla vinsælda meðal ferðamanna og þykir ómissandi viðkomustaður sé fólk á ferð um Dónárdalinn. í miðbænum er stór útimarkaður, Fö tér, þar sem kennir ýmissa grasa og lista- og handverksmenn selja framleiðslu sína. Fatnaður, tréútskurður, myndlist, glermun- ir, dúkar, gamlir munir, matvæli og ungverskt plómubrandi - allt er þetta hvað innan um annað. í miðbænum er einnig að finna dásamlega fallega litla kirkju sem þjónar rétttrúnaðarsöfnuðin- um í Szentendre. Blagovestenska kirkjan er opin almenningi og sögð vera aðgengilegasta rétt- trúnaðarkirkjan í öllu landinu en farið er fram á vægan aðgangs- eyri við innganginn. Þegar inn er komið tekur á móti gestum hokin fullorðin kona, íklædd svörtum Blagovestenska kirkjan Inni í kirkjunni tekur hokin fullorðin kona, íklædd svörtum ekkjuklæö- um, á móti gestum og réttir aö þeim snjáöan blaösnepil meö upplýsing- um um kirkjuna og þiöur þá aö skila honum þegar þeir fara. ekkjuklæðum, og réttir að þeim snjáðan blaðsnepil með upplýs- ingum um kirkjuna og biður þá að skila honum þegar þeir yfir- gefa hana. Talið er að arkitektinn András Mayerhoffer hafi hannað kirkj- una en hún var reist um 1750. Það sem vekur mesta athygli í kirkjunni er glæsileg altaristafla frá því um aldamótin 1800, eftir ungverska málarann Mikhail Zi- vkovia frá Buda. Altaristaflan þekur nánast allan innri gafl kirkjunnar og er öll skreytt helgimyndum, gulli og ýmsu glingri. Kitsch-túrismi Skammt frá Blagovestensku kirkjunni er að fmna eitt mest undur bæjarins og meistaraverk kitsch-túrisma, marsipansafnið i Szentendre. Marsipansafnið nýt- Michael Jackson úr marsipani Þess glæsilega eftirlíking af sérvitr- ingnum og tónlistarguðinum Michael Jackson er búin til úr marsipani. Altaristafla Þaö sem vekur mesta athygli í kirkj- unni erglæsileg aitaristafia frá því um aldamótin 1800, eftir ungverska málarann Mikhail Zivkovia frá Buda. ur gífurlegra vinsælda meðal ferðamanna og er einn vinsælasti áfangastaður þeirra í þorpinu. Þegar gengið er inn í safnið, sem er fyrir ofan lítið kaffihús og bakarí, öðlast merking orðsins matargerðarlist nýja merkingu. Blómstrandi kaktusar Þótt ótrúlegt megi viröast eru allir þessir blómlegu kaktusar búnir til úr marsipan. Allir munirnir á safninu eru búnir til úr marsipani, hvort sem það er eftirlíking af þinghúsinu í Búdapest, skál með ávöxtum eða eftirlíking af Michael Jackson í fullri stærð. Til gamans má geta þess að serbneski rithöfundurinn Jakov Ignjatovic, einn af upphafsmönn- um raunsæisstefnunnar i Ung- verjalandi, fæddist í húsinu. -Kip Gómsætt og girnilegt Ávaxtakarfa úr marsipan. DV-MYNDIR V. HANSEN Fó tér-markaðurinn Á markaöinum kennir ýmissa grasa þar sem öllu og engu ægir saman: fatnaöur, tréútskuröur, myndtist, glermunir, dúkar, gamlir munir, mat- væii og ungverskt piómuörandí - allt hvaö innan um annaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.