Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 DV _______53*- Tilvera REUTER Stuð á Sundance-kvikmynda- hátíðinni Þeir virtust skemmta sér konung- lega, félagarnir Christian Slater og Val Kilmer, á Sundance-kvikmynda- hátíðinni I Park City í Utah sem fer fram þessa dagana. Á meðal kvik- myndanna sem sýndar eru þar er Masked and Anonymous sem þeir leika aðalhlutverkin í. Þrír vinir Vinirnir Matthew Perry, Jennifer Ani- ston og Lisa Kudrow leika í Vinum í eitt ár til viðbótar. Vinirnir munu hætta að ári Jeff Zucker, forstjóri skemmti- efnis á NBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum, hefur tilkynnt að þáttaröðin Friends, eða Vinir, munu endanlega hætta þegar 10. þáttaröð lýkur. Nýhafið er að sýna þá 9. hér á Stöð 2. Um leið til- kynnti hann að West Wing, Vest- urálman (RÚV), yrði að minnsta kosti sýndur í tvö ár í viðbót. Sagði Zucker þáttinn og leikara hans vera „homstein“ stöðvarinn- ar. „Já, Friends verða áfram sýndir næsta ár,“ sagði hann. „Og já, það mun vera lokaárið ... þaö er algjör- lega útilokað að því verði breytt." NBC átti upphaflega ekki von á því að 10. þáttaröðin um vinina yrði ekki framleidd - að þeir þætt- ir sem nú er verið að sýna yrðu þeir síðustu. Leikurunum voru að vísu boðnar himinháar fjárhæðir fyrir hvem þátt, um 90 milljónir króna, og kom það þeim satt að segja nokkuð á óvart að allir 6 vin- imir samþykktu. En á móti kemur að vegna launasamninganna verða aðeins 18 þættir framleiddir á næsta ári, í stað þeirra 24 sem venja þykir. Zucker og félagar hans þurfa því að horfast í augu að missa alira vinsælasta þátt stöðvarinnar frá upphafi en þeir lifa enn góðu lífi í dag, til að mynda hefur Jennifer Aniston sópað að sér verðlaunum fyrir frammistöðu sína í 8. þátta- röðinni, nú síðast Golden Globe- verðlaununum. Tækniháskól- ir|n útskrifar í ±yrsta sinn Nýútskrifaðir nemendur Þegar 182 nemendur útskrifast var ekki mikið pláss fyrir aöra i Grafarvogs- kirkju, en hún var þéttsetinn á laugardaginn. Á laugardaginn fór fram fyrsta brautskráning nemenda frá Tækni- háskóla íslands, en nýverið fór skól- inn á háskólastig og var þá nafni hans breytt úr tækniskóla í Tækni- háskóla. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra ávarpaði nemendur. Aldrei hafa jafn margir nemendur útskrifast frá skólanum og nú, en þeir voru alls 182. Fjölmennastir voru nemendur úr rekstrardeild, en þaöan útskrifuðust 138; þar af voru 80 iðnrekstrarfræðingar og 58 sem hlutu B.S.-gráðu í viðskiptafræði. Tæknideildir útskrifuðu 37 nemend- ur. Athöfnin fór fram i Grafarvogs- kirkju og var fjölmenni viðstatt. Nýútskrifaðar Borghildur, Eydís og Fjóla voru meðal 182 nemenda sem útskrifuðust á laugardaginn. Verðlaunanemendur Þessir piltar fengu verðlaun fyrir námsárangur, þeir heita Þröstur, Brynjar og Hringur. Rektor og menntamálaráðherra Stefanía Karlsdóttir, rektor Tæknihá- skóla íslands, var ánægð með sína nemendur. Með henni á myndinni er menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich. Ásatrúarmenn blóta þorrann Bóndadagur var síðastliðinn fostudag og þá gekk þorrinn í garð og stendur mikið til hjá mörgum enda þorrablótin mörg. Ásatrúar- menn halda vel í foma siði og þar var ekki beðið með að blóta þorrann heldur haldið þorrablót á sjálfan bóndadaginn. Ásatrúarmenn hafa Eyvindur og Halla Eyvindur P. Eiríksson ríthöfundur er Vestfjaröagoöi. Með honum á myndinni er ásatrúarkonan Halla Arnardóttir.. mikið verið í fréttum að undan- fomu enda væringar verið innan hópsinns. Nú er allt fallið i ljúfa löð og skemmtu allir sér hið besta á þorrablótinu, sem fór vel fram og skemmtu ásatrúarmenn sér fram á rauðanótt við nýja sem og foma siði. Allsheijargoðinn Hilmar Örn Hilmarsson allsherjar- goöi var að sjálfsögðu mættur. með honum á myndinni er Lára Jóna Þor- steinsdóttir sérkennari, en hún er í stjórn Ásatrúarsafnaðarins. Á þorrablóti Það var fólk á öllum aldri á þorrablóti ásatrúar- <#i manna. Á myndinni eru Bernard, Sigrún, Eyrún og Hrafnhildur. Tilbúnir í þorramatinn Erlendur, Finnbogi og Gísli voru mættir á þorra- blót ásatrúarmann og hlökkuðu til að smakka á kræsingunum. Kasparov sigraði Deep Junior Garrí Kasparov kom vel undirbú- inn og vann öruggan sigur i 27 leikj- um gegn tölvuforitinu Deep Junior í gærkvöld. Tölvuforritið fór illa með tafliö í byrjuninni og sumir slá því fram að Deep Junior sé ekki eins gott skákforrit og Fritz-skákforritið sem Kramnik tefldi við í október síðastliðinn og hélt jöfnu. En þar var Kramnik kominn strax með 2 v. forskot en Fritz náði að jafna samt í aðeins 6 skáka einvígi. Þessu ein- vígi er ekki lokiö þó illa hafi farið fyrir Deep Junior í 1. skákinni. Hvítt: Garrí Kasparov (2847) Svart; Deep Junior Slavnesk vöm. Maður gegn vél New York, USA (1), 26.1. 2003 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 RfB 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. g4 dxc4 8. Bxc4 b6 9. e4 e5 10. g5 Rh5 11. Be3 0-0? Hér vora menn al- mennt á því að Bb7 væri betri leik- ur, ekkert liggur á að hróka! Og sú staða er þekkt úr mannheimum! 12. 0-0-0 Dc7 13. d5 b5? Skárra er 13. Bb7 14. Dd2 Bb4 15. d6 með öflugri stöðu fyrir „Numero uno“, Kasparov. 14. dxc6 bxc4 15. Rb5! Líklega hefur tölvuforritinu yfirsést þessi leikur nokkrum leikjum fyrr! 15. - Dxc6 16. Rxd6 Bb7 17. Dc3. Kasparov hótar peðinu á e5 og Skákþátturinn Umsjón Sævar Bjamason tölvan bregst við með sannkölluð- um tölvuleik og gefur skiptamun. En svarta staðan var engu að síður mun verri. Einhverjar mannverur hefðu reynt 17. - Hab8 og reynt að berjast. 17. - Hae8 18. Rxe8 Hxe8 19. Hhel Db5 20. Rd2 Hc8 21. Kbl RfB 22. Kal Rg6 23. Hcl Ba6 24. b3 cxb3 Nú er ljóst að hvítur er með gjörunnið tafl. 25. Dxb3 Ha8 26. Dxb5 Bxb5 27. Hc7 1-0. Hér hættu stjómendur Deep Junior frekari baráttu, enda frekari barátta vonlaus með skiptamun undir í endatafli. En flestir skákmenn hefðu nú reynt að krafsa í bakkann! Anand vann í Wijk aan Zee! Indverski stórmeistarinn Viswan- athan Anand sigraði á Coras-mót-* inu í Wijk aan Zee sem lauk í gær. Anand tefldi af miklu öryggi en Judit Polgar, sem átti gott mót og varð taplaus líkt og Anand, hafnaði í 2. sæti. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Evgenij Bareev, varð þriðji. Hinir svoköfluðu heimsmeistarar og fyrrverandi heimsmeistari riðu ekki feitum hesti úr Sjávarvíkinni. í 4.-8. sæti urðu Shirov, Van Wely, Grischuk, Ivanchuk og Kramnik sem átti dapurt mót af heimsmeist- ara að vera en hann tapaði þremur viðureignum á mótinu. Hinum heimsmeistaranum, Ponomariov, Al gekk þó enn verr en hann hafnaði í 11.-12. sæti ásamt Anatolí Karpov. Lokastaðan: 1. Anand 8,5 v. 2. Polg- ar 8 v. 3. Bareev 7,5 v. 4.-8. Van Wely, Kramnik, Grischuk, Ivanchuk og Shirov 7 v. 9.-10. Radja- bov og Topalov 6,5 v. 11.-12. Ponom- ariov og Karpov 6 v. 13. Krasenkow 4,5 v. 14. Timman 2,5 v. £ -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.