Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 DV Fréttir Jón Ásgeir Jóhannesson ætlar í meiöyröamál viö forsætisráöherra: Kveðst aldrei hafa heyrt aðra eins þvælu „Ég hef aldrei heyrt aðra eins þvælu,“ segir Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, um þau ummæli Davíðs Oddssonar forsæt- isráðherra að samkvæmt Hreini Loftssyni hefði þeim möguleika verið velt upp innan Baugs að bjóða Davíð þrjú hundruð milljón- ir króna fyrir að láta af meintri andstöðu sinni gegn fyrirtækinu. Davíð greindi frá þessu í þættin- um Morgunvaktinni á Rás 2 í morgun. „Þvílík örþrifaráð að grípa til,“ segir Jón Ásgeir. „Það er ekkert hæft í þessu, enda mun ég fara í meiðyrðamál út af þessum um- mælum. Allt sem vitnað er til minna orða er hrein og klár lygi.“ Hjartastopp Jón Ásgeir útilokar ekki að greiðslur til forsætisráðherra kunni að hafa verið nefndar í hálf- kæringi. „Ég veit ekki hvort menn hafi nefht svona í gríni, en það hefur ekki verið frá mér kornið," segir hann. Jón Ásgeir segist hafa rætt við Hrein Loftsson í morgun eftir við- talið við forsætisráðherra; Hreini hafi verið jafnbrugðið og sér og hann hafi ekki kannast við að hafa gengið með þessi boð til Dav- íðs. „Ég held bara að hjartað hafi stoppað í smátíma. Þetta er eitt- hvað það ógeðfelldasta sem hægt er aö bera á nokkurn mann. Mað- ur bara trúir því ekki aö maöur- inn hafi sagt þetta. Maður áttar sig ekki á í hverju maður er lent- ur,“ segir Jón Ásgeir spurður um hvemig honum hafi orðið við í morgun. Alvarlegur reifari „Þetta er svo langt fyrir neðan beltisstað að maður er varla búinn að jafna sig,“ segir Jóhannes Jóns- Jóhannes Jónsson „Þetta er svo langt fyrir neöan beltisstaö aö maöur er varla búinn aö jafna sig,“ Vöruhús Baugs Jóhannes Jónsson segir aö Baugur muni leita réttar síns og bætir viö: „Þetta er oröinn alvarlegur reifari. “ Jón Ásgeir Jóhannesson „Þaö er ekkert hæft í þessu, enda mun ég fara í meiöyröamál út af þess- um ummælum. Allt sem vitnaö er tii minna oröa er hrein og klár lygi. “ son einn eigenda Baugs. „Hann sonur minn hefði aldrei nokkurn tímann látið sér detta í hug að láta þetta út úr sér, það er ekki í myndinni. Þetta er rosalega alvar- leg ásökun og eins gróf meiðyrði og hægt er að koma fram meö,“ segir Jóhannes. Hann segir að Baugur muni leita réttar síns og bætir við: „Þetta er orðinn alvar- legur reifari." -ÓTG/JBP 1 Halldór J. Krlstjánsson. Landsbankinn: Bankastjórinn með 18,1 milljón króna í ánslaun I Landsbankinn hefur ákveðið með hliðsjón af boðuð- um reglum Kaup- hallar íslands um upplýsingagjöf, sem taka munu gildi 1. júlí nk., og ' umræðu í fjölmiöi- um eftir að aðal- fundur bankans var haldinn 14. febrúar sl., að birta upplýsingar um launakjör bankastjóra á árinu 2002. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum greiddi hann Halldóri J. Kristjánssyni banka- stjóra 1.512 þúsund krónur á mán- uði í laun á árinu 2002, miðað við 12 mánuði. Ekki var um neina greiðslu kaupauka að ræða. Skatt- mat bifreiðahlunninda sem banka- stjóri naut var 86 þúsund krónur á mánuði á árinu og áunninn kaup- réttur hans á bréfum í Lands- banka íslands hf. var 3,3 milljónir króna að nafnverði á genginu 3,58. Greitt var í séreignarlífeyrissjóð 5% framlag, umfram lífeyrissjóðs- kjör bankamanna. Enginn starfs- maður Landsbankans hafði hærri laun eða þóknanir en bankastjór- inn á síðasta ári. -GG Ekki allir sáttir viö Suðurstrandarveg: ■ r Þjoðsagnakenndur hellir fer forgörðum Ómar Smári Ármannsson. áhugamaður um útivist og minjar, segir að gleði bæjarstjóra Grinda- víkur og Ölfuss með væntanlegan Suðurstrandarveg virðist fyrst og fremst tilkomin vegna þess öryggis sem vegurinn kann að veita ef ReyKjanesbrautin lokast, sem og vegna bættra samgangna með suð- urströndinni. Fölskvalaus gleðin sýni vel hversu bæjarstjórar geta veriö blindir á einstök mál. í fyrsta lagi hafi væntanlegur Suðurstrandarvegur lítið sem ekk- ert með öryggismál Reykjanes- brautar að gera og þar séu aðrir vegir vænlegri kostir, s.s. Vatns- leysustrandarvegur eöa jafnvel fyr- irliggjandi ísólfsskálavegur. í öðru lagi munu samgöngur með suður- ströndinni ekki batna svo neinu nemi því þegar er fyrir allþokka- legur vegur þá leiðina. „Ef einungis hefði átt að bæta samgöngur á þessari leið hefði ver- ið hægt að gera það fyrir brot af þeim kostnaði sem mun fara í nýj- an Suðurstrandarveg, en áætlaður Ögmundarhraun á Reykjanesi. Um þaö mun liggja væntanlegur Suöurstrandarvegur sem er ein af flýtiframkvæmdum ríkisstjórnarinnar til aö sporna viö vaxandi atvinnu- leysi á íslandi. kostnaður við gerð hans er um 1,4 milljarðar króna. Bæjarstjóramir kjósa að minnast ekki á hinar ýmsu fomminjar og stórkostlega hella í fyrirhuguðu vegarstæði sem munu væntanlega fara forgörðum að öllu óbreyttu. Má þar nefna hið merkilega þúsund ára mannvirki í Selvogi, Fomagarð, hina gömlu Hellisvöröugötu, sem á kafla er klöppuð í bergið eftir klaufir, hófa og fætrn- liðinna alda, hinn þjóð- sagnakennda Amgrímshelli í Klofningum, dysjar þeirra Herdís- ar og Krýsu, Jónsbúðina á Krýsu- víkurheiði, hugsanlegar skemmdir á ómetanlegum fonminjum í Hús- hólma og Óbrennishólma, dys Ög- mundar, hlaðið fjárskjól efst i Katlahrauni, sæluhús undir Lat og lestargötumar ofan við Selatanga, svo eitthvað sé nefht. Fortakslaus afstaða bæjarstjór- anna hlýtur að hryggja allt hugs- andi fólk, fólk sem ber umhyggju fyrir umhverfinu og minjum lið- inna kynslóða. Þá ber á það að líta að veginn á að leggja í gegnum svæði sem þegar er friðlýst og er á náttúruminjaskrá. Sjálfur er ég ekki á móti nýjum Suðurstrandarvegi en ég tel nauð- synlegt að gaumgæfa legu hans vel áður en hafist verður handa með hliðsjón af framangreindu. Bæjar- stjóramir geta ekið um á sínum jeppum annars staðar á meðan og þá vonandi með opin augu,“ segir Ómar Smári Ármannsson. -GG Aðkallandi vandi BUGL: Bráðabirgða- tillögum skilað í dag Nefnd forstöðumanna Landspít- ala - háskólasjúkrahúss, sem fjall- að hefur um það hvemig leysa megi vanda bama- og unglingageð- deildar spítalans, BUGL, mun væntanlega birta tillögur nefndar- innar í dag, mánudag. Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra fór fram á það nýlega aö nefndin skil- aði tillögum hið bráðasta og verða þær afhentar honum í dag. Um er að ræða vel útfærðar skyndilausnir til þess að fækka þeim verulega sem eru á biölistum vegna inn- lagna á BUGL, en listinn hefur lengst mjög mikið á undanfómum misserum. Síðar mun nefndin skila heildartillögum að breyttu skipu- lagi geðheilbrigöisþjónustu Land- spítala - háskólasjúkrahúss. For- maður nefndarinnar er Eydís Sveinbjamardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði LHS. -GG Flugfélagið Jórvík: Missti flug- nekstnapleyfið og sjúkraflug Flugfélagið Jórvik hefur verið svipt flugrekstrarleyfi vegna afar slæmrar fiárhagsstöðu. Heimir Már Pétursson hjá Flugmála- stjóm segir að frá því í júníbyij- im 2002 hafi Jórvík haft bráða- birgðaleyfi til flugreksturs sem runnið hafi út um sl. áramót en síðan verið framlengt í tvo mán- uði að beiðni félagsins. Því hafi hins vegar ekki tekist að sýna fram að bætta stöðu og því hafi bráðabirgðaleyfið ekki verið framlengt enn frekar. Jórvík hefur í vetur haft um- boð íslandsflugs til að annast sjúkraflug á Vestfiörðum með flugvél staðsetta á ísafirði. ís- landsflug samdi þegar við Mýflug um sjúkraflugið og kom flugvél frá því vestur sl. fostudag. Samn- ingur heilbrigðisráðuneytisins við íslandsflug gildir til 1. maí nk. og mun Mýflug annast það flug þessa tvo mánuði sem enn lifa af samningstímabilinu. -GG Framsóknarflokkurinn: Varaþingmaður seg- ir sig úr flokknum Ólöf Guðný Valdimarsdóttur frá Núpi í Dýrafirði, varaþingmaður Framsóknarflokks- ins í Vestfiarðakjör- dæmi, hefur sent Halldóri Ásgríms- syni, formanni Framsóknarflokks- ins, bréf þar sem hún segir sig úr Framsóknarflokkn- um. í bréfmu gerir hún grein fyrir þeim meginatriðum sem eru ástæða úrsagnarinnar. Ólöf Guðný telur Framsóknarflokkinn ekki standa lengur fyrir þeim gildum sem hún vill styðja í uppbyggingu íslensks samfélags. Ólöf Guðný á ekki sæti á fram- boöslista Framsóknarflokksins í NorðvesturKjördæmi við þingkosn- ingarinnar 10. maí nk. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.