Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 Fréttir I>V Þrjú loönuskip aðstoöa viö loðnurannsóknir: Töluvert minna af loðnu en gert var ráð fyrir Hafrannsóknarskipiö Árni Frið- riksson er við loðnurannsóknir út af suðausturhorni landsins, aðallega við Hvalbak, og hefur sér til aðstoð- (jr 3 loðnuskip, Júpíter, Börk og Jón Kjartansson, sem spara Hafrann- sóknastofnun gríöarlegan tíma. Mörg loðnuskipanna eru þegar búin með kvótann, t.d. Jón Kjartansson og bæði Júpíter og Börkur eiga lítið eftir, eða samtals um 3.400 tonn. Margir bíða einnig þess að hrogna- fylling verði nægjanleg til hrogna- töku, og þar með til aukinna verð- mæta loðnuaflans. Heildarkvótinn samkvæmt úthlutun sjávarútvegs- ráðuneytisins 26. febrúar sl. er 715 þúsund tonn og var sl. föstudag eft- ir að veiða 96 þúsund tonn af þeim kvóta samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Mestum loðnuafla hefur DV-MYND EMIL THORARENSEN Lei&angursstjórinn Hjálmar Vilhjálmsson, leiöangursstjóri á Árna Friörikssyni, um borö ískipinu á Eskifíröi nýveriö. Búiö er að mæla nálægt 400 þúsund tonn af loönu sem gert er ráö fyrir aö skilja eftir til hrygningar. Hólmaborg SU frá Eskifirði skilað að landi, um 32 þúsundum tonnum. Margir bíða nú frétta af því hvort loðnukvótinn verði aukinn, en nið- urstöður rannsóknarleiðangurs Árna Friðrikssonar skera úr um það. Verði það ekki gert verður heildarloðnuafiinn um 200 þúsund tonnum minni en á síðustu loðnu- vertíð, og útflutningsverðmæti allt að 2 mnijörðum króna minni. Þess má geta að síldaraflinn er nú 87 þús- und tonn af 129 þúsund tonna kvóta, og er hlutur sjóvinnslu um 15 þús- und tonn. Nánast engin veiði hefur verið að undanförnu. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur og leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni, segir að búið sé að mæla nálægt 400 þúsund tonnum sem gert sé ráö fyrir aö skilja eftir til hrygningar. Þetta sé þó töluvert minna heldur en upphafleg spá gerði ráð fyrir. „Þetta virðast vera tvær aðal göngur. Sú sem farin er vestur úr, og skipin hafa verið að veiða úr vestan við Eyjar, virðist vera í tveimur aðskildum pörtum. Síðan er hin gangan sem er ansi myndar- legur bingur austur af Hvalnesinu eða Hvítingunum en er ekki lögð af stað að neinu gagni vestur eftir. í gamla daga var nú alltaf talað um að göngurnar væri 2 til 3. En þetta er voðalega misjafnt og stundun hafa þær orðiö fleiri. Við munum síðan halda norður fyrir til að horfa eftir smáloðnu, þ.e. loðnu sem myndar veiðistofn næsta árs. Við munum svo enda þennan túr út af Vestfjörð- um og athuga hvort að þaðan sé ein- hvers að vænta líka," segir Hjálmar Viðhjálmsson leiðangursstjóri. -GG/ET Einkahlutafélag um undirbúning Vaðlaheiðarganga: Jarðgöng styrkja svæðið í heild sinni Stofnfundur einkahlutafé- lags um Undirbúning að gerð jarðganga í gegnum Vaðla- heiði var haldinn í Valsár- skóla á Svalbarðsströnd í gær. Hið nýja félag fékk nafhið Greiö leið ehf. og í samþykktum þess er tilgangi þess lýst svo: „Að standa fyr- ir nauðsynlegum undirbún- ingi fyrir stofnun félags um gerð og rekstur jarðganga undir Vaðlaheiði. Þar með talið er kynningarstarf, áætlanagerð og samn- ingar við ríki og fjárfesta." Stofnhlut- hafar félagsins eru 30; m.a. öll nær- liggjándi sveitarfélög, auk nokkurra fyrirtækja á svæðinu. Hlutafé fyrir- tækisins er 4.410.000 og er Akureyrar- bær stærsti hluthafinn með rúma eina og hálfa milljón. Kaupfélag Eyfirðinga lagði til 1 milljón, Þingeyjarsveit 500 þúsund en aðrir hluthafar upphæðir á bilinu 10 til 100 þúsund krónur. í aðalstjórn félagsins voru valdir Pétur Þór Jónasson, framkvæmda- stjóri Eyþings, Andri Teitsson, fram- kvæmdastjóri KEA svf., og Ásgeir Magnússon, forstöðumaður skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi. Að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjar- srjóra á Akureyri, er um merkan áfanga að ræða. „Jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði tákna bættar samgöngur á svæðinu og það styrkir svæðið í heild sinni, en þó sérstaklega sveitarfélðg Frá stofnfundinum austan heiðarinnar. Stofnun þessa einkahlutafélags er áfangi í rétta átt og þokar okkur nær farsælli lausn," segir Kristján. Athygli vakti á fundinum að áður en stofnsamningurinn var samþykkt- ur þurfti að fá uppgeflð hjá nokkrum sveitarfélögum og fyrirtækjum sem skráð voru á stofnsamninginn hversu háa upphæð þau ætluðu að leggja til félagsins. Meðal annars voru Land- flutningar/Samskip hf. þar á meðal. Forsvarsmenn sveitarfélaganna af- greiddu þetta á fundinum en stutt hlé var gert meðan fulltrúar Eyþings hringdu í Landflutninga/Samskip. Landflutningar/Samskip ákváðu að taka ekki þátt í verkefninu og vekur það afhygli miðað við þa miklu hag- ræðingu sem fyrirtækið hefur af bætt- um samgöngum. Þess má geta að Flytjandi/Eimskip lagði til 100 þúsund í hlutafé, auk þess sem aðrir minni að- ilar í greininni lögðu til hlutafé. -ÆD DV-MYND HARI Bolla, bolla Bakarí landsins eru núyfirfull afgómsætum bollum en bolludagurinn erí dag. Bakarameistarinn er þar engin undantekning en hann hefur opnað eitt stærsta bakarí landsins í verslunarmiðstöðinni f Glæsibæ. Hér má sjá starfsstúlkur Bakarameistarans spá í bollurnar. Akureyrarnær enn nrotlegur í jaf nrettismalum - Soffía Gísladóttir talin hæfari sem íþrótta- og tómstundafulltrúi Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðaö að brotið hafi verið á Soff- íu Gísladóttur á Húsavík, varaþing- manni Sjálfstæðisflokksins, þegar Kristinn Svanbergsson hafi verið ráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar. í úrskurði kæru- nefndar segir m.a. að reynsla í stjórn- sýslu í félagsmálum vegi þyngra en almenn srjórnunarreynsla og þekk- ing á íþrótta- og tómstundamálum. Tekist var á um það í bæjarsrjórn Ak- ureyrarbæjar hvort háskólamenntun Soffíu Gísladóttur ásamt reynslu af stjórnunarstörfum væri mikilvægari en íþróttamenntun Kristins Svan- bergssonar. Soffia kærði ráðninguna þar sem hún taldi sig hafa meiri menntun en Kristinn, auk þess sem mjög hafi hallað á hlut kvenna í stjórnunarstörfum hjá Akureyrarbæ. Akureyrarbær hefur fengið á sig nokkra dóma á undanfórnum árum í jafhréttismálum, m.a. í launamálum, og Hæstiréttur nefur m.a. dæmt Ak- ureyrarbæ til að greiða tveimur kon- um sem gegndu stjórnarstörfum launabætur. Oktavía Jóhannesdóttir, bæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar, segir að meirihlutinn hafi vitað allan timann aö Soffia væri hæfari til starfsins, en þrjóskast við, enda hafi verið ákveðið strax í upphafi að ráða Kristin, málið kýlt í gegn. Oktavía segir að í úrskurðinum hafi verið ákvæði um að bæta ætti Soffiu það að gengið væri fram hjá henni. Málið er ekki á dagskrá bæjar- srjórnar Akureyrar á þriðjudag, og komist það ekki á málaskrá, mun Oktavía ræða það á fundi bæjarráðs 6. mars nk. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri segir það spurningu af hverju Akureyrarbær sé stöðugt að lenda í þessari aðstöðu, af hverju þetta sveitarfélag sé meira kært en önnur. „Ég fullyrði að það er ekki unnið með öðrum hætti að þessum málum hjá Akureyrarbæ en annars staðar. Það er kannski orðin venja að kæra allar ráðningar hjá bænum," segir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri. -GG Svalan við bryggju Skipiö kemur meö fiutningaskipi til Reyðarfjarðar næsta laugardag. Færeyingar smíða stálskip: Svalan til fóourgjafar hjá Skipasmíðastóðin Hydro Tech á Eiði í Færeyjum hefur afhent fisk- eldisfyrirtækinu Sæsilfri í Mjóafirði 16 tonna tvíbytnu, 12 metra langa, sem verður notuð til fóðurgjafar, slátrunar oH. hjá fyrirtækinu. Hann ber 22 tonn af fóðri, en skipið er tví- bytna fyrst og fremst vegna stöðug- leikans en 18 metra langur krani þarf að bera a.m.k. eitt tonn. Þetta er fyrsti stálbáturinn sem Færeying- ar smíða fyrir íslendinga og kostar hann um 30 milljónir íslenskra króna. Sæsilfur hefur til þessa þurft að leigja skip til ýmissar þjónustu, s.s. loðnuskipið Sigurð Jakobsson þegar nýlega var slátrað. Sá kostnað- arliður er úr sögunni að sögn Guð- mundar Vals Stefánssonar, forstjóra Sæsilfurs. Að sögn Jóhannesar Mörköre, for- stjóra Hydro Tech, hafa fleiri islensk fyrirtæki sýnt áhuga á viðskiptum, m.a. fyrirtæki í þorskeldi. -GG Náttúruverndarsamtök íslands: Telja eðlilegt að reyna að hafa áhrif Náttúruverndarsamtök íslands segja það eðlilegt að umhverfis- samtök reyni að hafa áhrif á er- lendar fjármálastofnanir þannig að þær veiti Landsvirkjun ekki lán vegna Kárahnjúkavirkjunar. Alþjóðlegu umhverfisverndarsam- tökin, International Rivers Network, hafa ritað Sumitomo Misui-bankanum bréf og hvatt hann til þess að synja Landsvirkj- un um lán vegna Kárahnjúka- virkjunar. Jafnframt ætla sam- tökin að hafa samband við ónnur fjármálafyrirtæki í sömu erinda- gjörðum. Eftirlitsstofnun EFTA er um þessar mundir að fara yfir það hvernig lán eru veitt til fram- kvæmda vegna byggingar Kára- hnjúkavirkjunar og hefur til skoðunar samning Alcoa og Landsvirkjunar vegna orkusölu- samnings að sögn Árna Finnsson- ar, formanns Náttúruverndarsam- taka íslands. Árni segir í viðtali við RÚV að hann dragi í efa að ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun hafi verið tekin eftir lýðræðisleg- um reglum, en dómstólar munu úrskurða þar um innan tíðar, og ekki víst að umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, hafi beðið um réttan úrskurð um mat á um- hverfisáhrifum. -GG n/Iikið um rúðubrot Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri gengur yfir bæinn bylgja af rúðubrotum í strætisvagnaskýlum í Glerár- hverfi. Lögreglan segir að rúðu- brotin komi í bylgjum. „Þetta hef- ur gerst nokkrum sinnum í vetur og það er eins og einhver eða ein- hverjir brjóti rúðuna þegar hann á leið fram hjá." Málið er í rann- sókn og lögregla biður alla sem gætu gefið upplýsingar um málið að hafa samband. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.